Morgunblaðið - 30.12.1981, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.12.1981, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1981 Ákvörðun tekin um nýtt síðdegisblað í dag? FUNDUR verður haldinn með öllum þeim, samtals 50—60 manns, er lagt hafa fram hlutafjárloforð í nýtt síð- degisblað í dag, að því er Guðmund- ur Árni Stefánsson, blaðamaður, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, en Guðmundur hefur verið nefndur sem ritstjóri hins nýja blaðs ef af verður. Guðmundur sagði fundi hafa verið haldna í undirbúningsnefnd um blaðstofnunina á aðfangadag og í fyrradag, en fundur með væntanlegum hluthöfum í dag myndi að öllum líkindum ráða úr- slitum um hvort af stofnun nýs dagblaðs yrði eða ekki. Ef af yrði, sagði Guðmundur að mannaráðn- ingar hæfust þegar eftir áramót, og væru margir menn þar nefndir til starfa á ritstjórn, bæði nýliðar í blaðamannastétt og reyndir menn, „og margir þeirra enn fast- ir annars staðar", eins og Guð- mundur orðaði það. Mynd Mbl. Júlíus. Lögreglumenn tóku hinn ölvaða ökumann við Umferðarmiðstöðina. Eltingaleikur við ölvaðan ökumann ÖLVAÐUR ökumaður olli tals- verðu tjóni, þegar hann ók sendi- bifreið sinni á kyrrstæða bifreið og auk þess á ljósastaur. Það var um kl. 16 að tilkynning barst um, að ekið hefði verið á kyrr- stæða bifreið við Hringbraut 47. Ökumaður bifreiðarinnar beygði síðan suður Grenimel og hvarf sjónum. Fjórir lögreglubílar voru sendir til að hafa upp á hinum ölvaða ökumanni, sem ók siðan á ljósastaur við Hagatorg. Skömmu síðar fréttist af mann- inum Við Umferðarmiðstöðina og þar var hann tekinn, án þess að sýna nokkurn mótþróa. "* Samkomulag við kenn- ara f öldungadeiidum SAMKOMULAG hefur náðst á miHi öldungadeildakennara og fjármála- ráðuneytisins um kaupgreiðslur fyrir öldungadeildakennslu. Samkomulag þetta náðist 22. des., en daginn eftir voru haldnir um það fundir öldunga- deildakennara í þeim skólum sem slfk kennsla fer fram. Samkomulagið var samþykkt með miklum meirihluta í öllum skólunum. Verður því ekki af fyrirhuguðu verkfalli kennara í öldungadeildum, sem gert var ráð fyrir að hæfist í byrjun vorannar nú eftir áramót. Að sögn Jóns Hnefils Aðal- Þorsteinn Bergsson: Tel umráðarétt Torfusamtak- anna yfir útitaflinu ótvíræðan steinssonar, formanns Hins ís- lenska kennarafélags, gildir sam- komulag þetta aðeins til enda næstu vorannar. Samkomulagið er að miklu leyti eins og Hamrahlíð- arsamningurinn sem áður gilti, og kveður m.a. á um 60 prósent álag á laun fyrir öldungadeildakennslu. I samkomulaginu er einnig ákvæði þar sem segir að þeir kennarar sem vilja geti fengið greitt eftir samningnum sem gerður var 6. nóv. Hópur kennara eins og stunda- og skyldukennarar geta komið betur út í launum ef þeir fara eftir því samkomulagi að því tilskildu að yfir 20 nemendur séu í hóp. Var þessu ákvæði komið inn í samkomulagið svo enginn kennar- anna lækkaði í launum en Hamra- hlíðarsamningurinn hefði haft slíkt í för með sér fyrir þessa kennara. Samkomulagið verður sennilega undirritað í dag. Borgin hefur ekki staðið við skuldbindingar sínar um fjárstuðning „l»AÐ er rétt, að Reykjavíkurborg hefur ekki viljað standa við skuldbindingar sínar varðandi fjárhagsstuðning til endurbygg- ingar húsanna á Bernhöftstorf- unni. Það var skilyrði Torfusam- takanna og ríkisins, sem umráð hafa yfir lóðunum framan við hús- in, fyrir uppsetningu útitaflsins að borgin stæði við skuldbindingar sínar. I*ar sem svo hefur ekki orð- ið telja ríkið og Torfusamtökin sig eiga fullkominn rétt yfir svæðinu framan við húsin, þar með talið útitaflinu“, sagði Þorsteinn Bergsson, formaður Torfusamtak- anna, í samtali við Morgunblaðið, er hann var inntur eftir stöðu mála í uppbyggingu húsanna og gangi mála vegna útitaflsins. „Forsaga þessa máls er sú að á þessu ári hafa staðið yfir samningaviðræður Torfusam- takanna, ríkisins og Reykjavík- urborgar um uppbyggingu hús- anna á Bernhöftstorfunni. Töldu ríki og Torfusamtökin eðlilegt að borgin legði fram fé til upp- byggingarinnar, en það sættu borgaryfirvöld sig ekki við. Inn í þessar umræður blönduðust fljótlega umræður um útitaflið og fljótlega eftir að hugmyndir borgarinnar um að staðsetja það á svæði Torfusamtakanna komu ’fram, þá fóru sjónarmið ráðu- neytis og Torfusamtakanna saman um það að báðum þessum aðilum fannst það fullkomlega óeðlilegt að setja þarna allveru- lega fjármuni í svæðið fyrir framan húsin meðan að ger- samlega væri óútséð um það með hvaða hætti yrði staðið að endurbyggingu sjálfra húsanna í framtíðinni. I samningi Torfusamtakanna og ríkisins er kveðið á um það að á samningstímanum, sem var 12 ár, hafi Torfusamtökin fullan yfirráðarétt yfir lóðum beggja húsanna, það er Bankastræti 2 og Amtmannsstíg 1. Þegar þessi útitaflshugmynd kom fram af hálfu Reykjavíkurborgar reyndu bæði Torfusamtökin og fjármálaráðuneytið að skilyrða samþykki sitt fyrir því að borg- in færi með það inn á lóðir ríkis- sjóðs, með því að borgin gengi inn á þá samninga um fjár- stuðning, sem þá voru í bígerð. Að þessum skilyrðum gefnum, sem vissulega voru borginni ljós, heimiluðu bæði Torfusam- tökin og ráðuneytið að farið yrði af stað með uppsetningu taflsins á lóð Torfusamtakanna. Eftir að hafa sett upp útitafl- ið hefur borgin síðan ekki viljað sæta þeim skilyrðum, sem sett voru fyrir uppsetningu þess og því hafa viðræður þessara þriggja aðilja siglt í strand og því er svo komið málum nú,“ sagði Þorsteinn. Gott ár fyrir haförninn Á ÁRINU komust tuttugu arnar ungar upp úr átján hreiðrum og var þetta ár því gott haferninum. Tíu hreiður misfórust af ýmsum ástæð- um, en alls urpu tuttugu og átta arnarpör og fer útbreiðslusvaeði hafarnarins stækkandi, að sögn talsmanns Kuglaverndunarfélags Islands. Tala fullorðinna arna mun nú vera um 78, auk þess sáust 23 ungir ernir á árinu og 14 sem ekki var vitað hvort væru full- orðnir. Fjórir ernir fundust dauðir, tveir fóru í grút frá loðnuverk- smiðju, einn var skotinn og óvíst er hvernig dauða fjórða arnarins bar að. 'O INNLENT Fisksalar fá ekki að róa Sjómannasambandið sam- þykkti í gær undanþágubeiðni vegna báts, sem komast þurfti frá Snæfellsnesi í slipp í Reykjavík, en vegna verkfalls sjómanna þurfti undanþágu til að sigla bátnum á milli staða. Hins vegar hafnaði Sjómanna- sambandið beiðni þriggja fisk- sala í Reykjavík, sem vildu fá undanþágu fyrir bát til að afla fiskjar fyrir verzlanir þeirra. Friðjón Þórðarson dómsmálaráðherra: Ég kæri mig ekki um að Rússar fái fleiri húseignir Telur að sovéska sendiráðið hafi þegar keypt húseign, án lögboðins leyfis frá honum „ÉG MIJN ekki beita mér fyrir því að Rússar lcggi undir sig höfuð- borgarsvæðið. Rússarnir eiga nú þegar flest hús erlendra sendiráða á höfuðborgarsvæðinu og ég tel að umsvifum sendiráða eigi að halda innan hæfilegra marka. Ég kæri mig ekki um að Rússar fái fleiri húseignir," sagði Friðjón Þórðar- son dómsmálaráðherra er Mbl. spurði hvað hann hefði í huga með afgreiðslubeiðnir frá sovéska sendiráðinu um kaup á húseigninni við Sólvallagötu 55 í Reykjavík, en beiðni um kaupin hefur legið óaf- greidd í dómsmálaráðuneytinu í nokkurn tíma. Friðjón sagði einnig: „Ég get ekkert sagt um hvenær gengið verður frá þessari umsókn. Málið er í athugun og ég tel ekki rétt að segja neitt á þessu stigi. Það ger- ir málið óneitanlega erfitt í með- förum að kaupin eru allt að því gerð. Ég hefi að minnsta kosti heyrt, að búið sé að ganga frá kaupunum." Samkvæmt lögum nr. 30 frá 22. maí 1980 um breytingu á lögum frá í apríl 1966 þarf samþykki dómsmálaráðherra að liggja fyrir til að erlend sendiráð geti fest kaup á hérlendum fasteign- um, en Sovétmenn munu þegar fluttir inn í húseignina við Sól- vallagötu og eftir því sem dómsmálaráðherra upplýsir hef- ur verið gengið frá kaupum, þrátt fyrir að hann hafi ekki veitt sendiráðinu tilskilið leyfi. Húseignin Sólvallagata 55 mun samkv. heimildum Mbl. vera 934 rúmmetrar að stærð, en hjá utanríkisráðuneytinu fékk Mbl. þær upplýsingar í gær, að í eigu erlendra sendiráða væru í dag, samkvæmt skýrslum þar, 21 fasteign, sem eru samtals 33 þús- und rúmmetrar að stærð. Sov- éska sendiráðið á þar langstærst- an hluta eða fjórar fasteignir: Garðastræti 33 og 35, einnig Túngötu 9 og 24, samtals rúm- lega 7.200 rúmmetra. Sólvalla- gata 55 yrði því fimmta húseign Sovétmanna og rúmmetrafjöldi eignanna þá samtals rúmlega 8.100. Kínverjar eru aðrir í röðinni með þrjár fasteignir, samtals 4.800 rúmmetra. Þá koma Banda- ríkin með tvær fasteignir, að rúmmetrafjölda 3.900. Sam- bandslýðveldið Þýzkaland er í fjórða sæti með tvær fasteignir, samtals 3.700 rúmmetra. Sendi- ráð Svía á tvær fasteignir, 2.800 rúmmetra, Frakkland tvær, 2.700 rúmmetra og Noregur tvær, sam- tals 2.400 rúmmetra að stærð. Danir eiga eina fasteign, sem er rúmlega 3.000 rúmmetrar. Aðrar þjóðir, sem hér hafa sendiráð, eiga eina fasteign hver, nema Pólland, sem er í leiguhúsnæði. Húseignir þeirra eru allar minni en þeirra þjóða sem frá greinir hér að ofan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.