Morgunblaðið - 30.12.1981, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.12.1981, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1981 31 r Danska liðið tekið í kennslustund á Akranesi - íslenska landsliðið lék stórkostlega vel og sigraði með ellefu marka mun, 32-21 ÞAÐ KOM AÐ ÞVÍ að danska landsliðið í handknattleik var tekið í kennslu- stund af íslenskum handknattleiksmönnum. í gærkvöldi sigraði lið íslands danska landsliðið með ellefu marka mun, 32—21, í þriðja landsleik þjóð- anna að þessu sinni. Danska liðið fékk sannkallaðan rassskell í leiknum. Og var það mál manna að nú hefði verið hefnt rækilega fyrir 14—2 tapið í knattspyrnunni á sínum tíma. íslenska landsliðið sýndi einn þann glæsi- legasta leik sem landslið hefur sýnt fyrr og síðar. Danir voru gjörsamlega yfirspilaðir og áttu ekkert svar við stórleik íslenska landsliðsins sem fór á kostum. Það var sama hvað var reynt hjá íslenska liðinu, allt heppnaðist. En að sama skapi mistókst Dönum. Þetta var sjöundi sigur íslands yfir Dan- mörku í handknattleikslandsleik frá upphafi. Þá átti það stóran þátt í þessum sigri að hinir 800 áhorfendur sem troðfylltu íþróttahúsið á Akranesi stóðu sig eins og íslenskir áhorfendur gera best, en þeir eru löngu orðnir heimsfrægir fyrir frammistöðu sína. Allan tímann voru stanslaus hvatn- ingarhróp sem hljómuðu vel út fyrir veggi íþróttahússins. Óskabyrjun íslenska liðsins Það voru ákveðnir og samstilltir sterkir strákar sem hófu leikinn af hálfu íslands. Gífurleg barátta og kraftur færði íslenska liðinu óskabyrjun. Og eftir 10. mínútna leik var staðan 4—1. Danir klór- uðu í bakkann og þegar 20. mínút- ur voru liðnar af hálfleiknum var eins marks munur, 9—8. En síð- ustu 10 mínútur hálfleiksins fór íslenska liðið í gang svo um mun- aði og skoraði fjögur síðustu mörk hálfleiksins. Staðan í hálfleik var því 13—8. Það hefur oft reynst íslenskum landsliðum óhagstætt að hafa gott • Þessir þrír snjöllu handknattleiksmenn voru heiðraðir í fyrsta landsleikn- um við Dani. Formaður HSÍ, Júlíus Hafstein, afhenti þeim blómvendi. Frá vinstri er Kristján Sigmundsson markvörður sem lék sinn 60. landsleik, Steindór Gunnarsson sem lék sinn 80. landsleik og Bjarni Guðmundsson sem lék sinn 100. landsleik. i-jósm. Kristján. • Þorbergur Aðalsteinsson, Víking, varð fyrir því óhappi í fyrsta landsleikn- um við Dani að lenda í samstuði við danska markvörðinn. Á myndinni má sjá hvar þeir liggja á gólfinu og verið er að stumra yfir þeim. Þorbergur fékk snert af heilahristing og gat ekki leikið með í öðrum leiknum. Fln sem betur fer voru meiðsli hans ekki slæm og hann er nú búinn að ná sér. I.josm. Kristján. Hollendingar sigruðu naumlega á Selfossi ÍSLENSKA landsliðið í körfuknattleik tapaði í gærkvöldi öðrum leik sínum gegn Hollendingum er liðin léku á Selfossi. Hollendingar sigruðu 77—70 í jöfnum og spennandi leik sem jafnframt var mjög harður. I hálfleik var staðan 34—32, Hollendinum í vil. Stigahæstu leikmenn íslenska landsliðsins voru þeir Símon Ólafsson, 19 stig, Valur Ingimundarson, 16 og Torfi Magnússon, 12 stig. í kvöld leika liðin þriðja leik sinn og fer sá leikur fram í íþróttahöllinni í Laugardal og hefst ki. 20.00. • Þorbergur Aðalsteinsson lék að nýju með í gærkvöldi og stóð sig vel, skoraði fimm mörk. Hér brýst Þorbergur í gegnum vörn Dana. t.jóam Kristján e. forskot í hálfleik. En að þessu sinni var ekki ástæða til að ör- vænta. Sami krafturinn var í ís- lenska liðinu allan síðari hálfleik- inn. Lengst af hélst sami munur, fjögur til sex mörk. En síðustu 10 mínútur leiksins var hraðinn keyrður í botn hjá íslenska liðinu og Danir réðu ekki neitt við neitt, þrátt fyrir hetjulegar tilraunir til að verjast ofureflinu. Hraðaupphlaupin, línuspilið og þrumuskot íslensku landsliðs- mannanna voru eins og þau gerast best í handknattleik í dag. Og hæglega hefði sigur íslenska Handknaltlelkur Vh v landsliðsins getað orðið stærri en raun varð á. Liðsheildin skóp sigurinn Það var fyrst og fremst frábær- lega sterk og samstillt liðsheild sem skóp þennan stærsta sigur sem unnist hefur yfir erkifjendum vorum Dönum á íþróttasviðinu. Varla er hægt að gera upp á milli leikmanna íslenska liðsins, þeir stóðu sig allir sem einn eins vel og hægt var. Sigurður Sveinsson var mjög sterkur í síðari hálfleiknum, sömuleiðis varði fyrirliði liðsins, Kristján Sigmundsson, mjög vel meðan hann var í markinu. Þá stóðu Bjarni og Þorbergur sig vel. Kristján var öruggur í vítaköstun- Sagt eftir leikinn Leif Mikkalsen, þjálfari Dana: — Þetta var sanngjarn ís- lenskur sigur. íslenska liðið lék mjög vel og þetta er gott lið með góðum handknattleiks- mönnum. Leikgleðin er svo mikil. Oheppnin fylgdi okkur í leiknum en hún fylgir alltaf lé- legri liðunum. Nú vorum við slakari. Dómararnir eru þeir lélegustu sem ég hef séð frá V-Þýskalandi. Hilmar Björnsson: — Þetta var það sem við höfum beðið eftir. Það gekk allt upp hjá okkur. Þetta er góður kjarni. Nú er bara að móta hann rétt. Áhorfendur á Akranesi voru stórkostlegir. Ég færi þeim þakkir. Kristján Sigmundsson: — Það er ólýsanlegt að byrja sem fyrirliði í svona leik. Þetta er besti landsleikur sem íslenskt landslið hefur leikið frá því að ég man eftir. Þá var andinn svo góður að einstakt er. um. Þarna var greinilega sterkur framtíðarkjarni í gott landslið á ferðinni. Mörk íslenska liðsins skoruðu þessir leikmenn: Sigurður Sveinsson 7, Þorbergur Aðal- steinsson 6, Kristján Arason 6v, Bjarni Guðmundsson 5, Alfreð Gíslason 4, Guðmundur Guð- mundsson 2, Steindór Gunnarsson 1 og Þorbjörn Jensson 1. Mörk Dana: Sten Nielsen 4, Erik Rasmussen 6, Morten Kristiansen 5, Jens Robenstraff 3, Hattesen 1 og Jeppesen 1. SS/ÞR Sjálfvirkur númeraveljari viö simann E n i' 1 Irr i ■ i lcri i Geymir 31 númer í minni. Geymir síðasta númer til endurhringingar. Hringir án þess að lyfta þurfi taltólinu. Auðveldur í notkun. Verðaðeinskr. 2.340- Leitið upplýsinga. I SKRIFSTi OFUVÉLAR H.F. | ______Hverfisgötu 33 Simi 20560

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.