Morgunblaðið - 30.12.1981, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.12.1981, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1981 „ lákiu þirm skainryit. Hano er fjoréí o& o£ctn •'' Ast er... 2-23 ... aö hugsa um vorið á vetrardegi. TM Reg U S Pat Ott — ail nghts reserved « 1979 Los Angetes Times Syndicate I*ad er furðulegt ad sólargeislinn, sem hefur farið óravíddir geims- ins, skuli nema staóar á þessum hillegu stráhöttum, í 165 cm hæd frá jöróu. HÖGNI HREKKVÍSI //-lO 1981 McNaught Synd . Inc „ S/O0U //it4A/A/ Sfðasta skipting Pól Pórir Baldvinsson skrifar: „Þorkell Hjaltason kenn- -ari birti hér i dálkunum stuttan kafla úr raunasögu Póllands, en sleppti þar síð- asta þættinum. Mér fannst, þó ekki væru liðin nema rúmlega þrjátíu ár frá því að hann gerðist, að hann yrði helst að fylgja með, því margt vildi gleymast þótt á skemmri tíma væri. Það varð því að samkomulagi milli okkar Þorkels, að ég tæki að mér að hripa niður þennan þátt til fróðleiks þeim sem áhuga hefðu á. Hinn 1. sept. 1939 réðst þýski herinn inn í Pólland á allri landamæralínunni frá Austur-Prússlandi til Slesíu. Pólverjar vörðust fyrst af mikilli hreysti, en þegar Rússar réðust einnig inn í landið 17. sept. á landa- mæralínunni að austan, máttu þeir ekki við margn- um. Þeir vörðust þó við Varsjá til 27. sept., og varð það frægt að rússneski her- inn beið hinn rólegasti utan borgarinnar meðan þýski flugherinn molaði hana niður með sprengjuregni sem olli óheyrilegu mann- tjóni og hefði ekki þurft ann- að til að stöðva það en ein- falda tilkynningu til Þjóð- verja, að þeir (Rússar) væru að halda inn í borgina. Hinn 19. okt. fór svo fram fjórða og síðasta skipting Póllands og þá á milli Rússa og Þjóðverja, en þeir höfðu einnig verið aðilar að hinum þremur. Um þessar mundir settu Rússar um 15 þúsund unga foringja úr pólska hernum í fangabúðir nálægt landamærunum. í stríðslok- in fundust fjöldagrafir þeirra í Katynskógi sem einnig varð frægt og höfðu allir verið skotnir í hnakk- Þessi mynd er tekin 1. september 1939: þýsk innrás í Pólland. Þessi mynd er tekin nú í haust: sovésk heræfing í Póllandi. Jólahugvekja allaballans Nasi frá Skarði skrifar: „Starri í Garði sendir vini sín- um minister Hjörleifi — hérna, þið vitið, það er þessi, sem segir alltaf „Við í iðnaðarráðuneytinu", — engu líkara en maðurinn eigi þar lögheimili, — smá jólahug- vekju í „Málgagninu okkar" hinn 23. desember 1981. Byrjar á því að væna minister- inn um að hann muni ekki eftir sér, síðan á Akureyri í haust, skárri væri það nú gleymskan í stráknum, sennilega ekkert skot- inn í atkvæðum svona mitt á milli kosninga. Þessi ávæningur Starra varð til þess að ég rak tærnar í tilskrifið, þetta var svo ægilega rómó og minnti undirritaðan á unglingsárin í síldinni fyrir norð- an og austan. Þá var maður að fá bréf frá elskulegum aðdáendum fram undir jól frá Sigló eða Seyðó og víðar, — Guð einn veit hvar þessi sammenstod áttu sér stað. Starri bóndi eyðir næstum heil- um spalta í máigagninu okkar í aðdraganda, nánast tillögu að drögum að uppkasti vegna fyrir- spurnar, — þeir eru ótrúlega fljót- ir að tileinka sér starfshætti for- ingjanna, allaballarnir, — um gróða Jóns einhvers Meinvillingi auðmanns nokkurs, sem komist hefur uppá lag með að græða fé á Þingeyingum og jafnvel víðar um heim. Ja, SÍS gamli hefði nú lík- lega sagt að eitthvað væri spunnið í Meinvillinginn og boðið honum dús og þegið í sama. En Starri er órólegur og heimtar af hjörleifi, ja, maður fer nú að skrifa sig með litlum staf, þegar svona mál koma upp, annarsstaðar en hjá okkur í Iðnaðar .. eða á Alþýðubankaloft- inu, — Starri heimtar semsagt að fá að vita um allan gróða J.M. og að hann — þ.e. gróðinn, ekki min- isterinn, sé fluttur til Mývatns og útdeilt meðal fátækra húskarla auðmannsins. Líklega er J.M. þetta álíka laust í hendi og Ragn- ari hérna Straumsvíkingi. — Hann er raunar Þingeyingur og Fjallamaður að ætt, eins og sjá jná! Okkur vill nú alltaf eitthvað til Islendingum, og nú þegar við hefj- um leitina að gróða Jóns Meinvill- ings, höfum við þó a.m.k. eina ákveðna vísbendingu um hvar beri að leita, því stendur ekki einmitt í jólasálminum, „Meinvill í myrkr- unum lá“ og er meira að segja doblað, svo engu er líkara en að sálmaskáldið hafi vitað lengra nefi sínu og bundið vitneskjuna í yrkingu sinni svo upp mætti kom- ast í fyllingu tímans, er þeir bónd- inn og ministerinn hefðu náð þeim þroska og reynslu, er leitin út- heimti. Ekki nefnir skáldið Kröflu eða ljós þaðan til leitarinnar enda lík- lega þurft meira hugmyndaflug en hans til að láta sér detta í hug að byggja rafstöð á miðri gos- sprungu, annan eins Bjarnarfiags- greiða hafa engir vísindamenn neinnar þjóðar gert sinni eigin, nema okkar. Þó segir: „Himneskt Ijós lýsir ský“ í næsta versi, en kannski hefir þetta bara verið rétt eitt gosárið. En hvort sem gróði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.