Morgunblaðið - 08.01.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.01.1982, Blaðsíða 1
Föstudagur 8. janúar !<iíri0íim!íífeí!>ií> Bls. 33—64 BORÐAR ÞÚ OF MIKIÐ? UM ÁRAMÓT stíga menn gjarnan á stokk og strengja heit, vilja taka eitt og annað til endurskoð- unar frá fyrra ári eða árum. Flestir hafa eflaust borð- að mikið og vel um jólin og bætt við sig nokkrum aukakílóum sem þeir vildu gjarnan losna við. Ef- laust eru því margir að hugsa um að koma þyngd- inni í lag, borða hollan og næringarríkan mat, stunda leikfimi og líkamsrækt. Til að aðstoða fólk í þessari baráttu við aukakílóin verða greinar í næstu föstudagsblöðum um hollt og næringarríkt matar- æði og ýmislegt sem að gagni kemur þeim sem leggur út á megrunarbrautina. Kastalar, jólasvein- ar og bíó í Frakklandi hefur að undanförnu verið unnið merkilegt starf sjálfboöa- liða við að endurreisa gamla kastala. Við ræð- um við upphafsmanninn Murice Duton sem stadd- ur var hér á landi fyrir skömmu. Og ekki má gleyma jólasveinunum. Þó þeir séu nú farnir á vit Grýlu gömlu móður sinn- ar koma þeir jú alltaf aft- ur og eru alltaf jafn vin- sælir hjá smáfólkinu. Viö rifjum upp eina frásögn af heimsókn þeirra á jólatrésskemmtun milli jóla og nýárs. Að auki er litiö inn í kvikmyndahús borgarinnar og athugaö hvað er á boðstólum þessa dagana. Myndræn tjáning Við ræðum við Sigríði Björnsdóttur, sem er brautryðjandi á sviði myndrænnar tjáningar hérlendis, en hún hefur m.a. unnið mikíð meö börnum á hinum ýmsu stofnunum og aö auki tengst endurhæfingu lífstíðarfanga í tilraunafangelsi í Glasgow. Hér ræður hún m.a. hugmyndir sínar, um hvernig hægt sá að stofna til nýrra kynna og vináttusambanda meðal fatlaðra og ófatlaöra meö myndrænni tjáningu. Myndin hér að ofan er tekin á verkstæði sem hún rak í þessu skyni á liðnu ári í samvinnu við Sjálfsbjörgu. Snyrtivörur fyrir herra 39 Bílar 36 Hvað er að gerast? 43 Myndasögur 50 Heímilishorn 38 Sjónvarp næstu viku 44/45 Fólk 51 Mynt 40 Útvarp næstu viku 45 Velvakandi 54/55

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.