Morgunblaðið - 08.01.1982, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.01.1982, Blaðsíða 6
38 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1982 Þarna á Vökunni var fjöldi gesta. Við eitt borðið sátu nokkrir fatlaöir og ófatlaöir unglingar ásamt foreldrum sínum og Sigríöi Björnsdóttur, myndlistarkennara. Þau virtust vera að fagna endur- fundum og skemmtu sér greinilega hið besta. Þetta var ósköp venju- legur vinahópur þó hann saman- stæði af fötluðum sem ófötluðum. Við fréttum aö þetta væri hópur sem hefði veriö saman í svoköll- uðu verkstæði í myndrænni tján- ingu fyrr um á’ ið, en Sigríöur veitti þeim forstöðu. Forvitni okkar var vakin og þar sem viö vissum aö hún hefur fengist við margt óvenjulegt um dagana, m.a.s. tengst endurhæfingu moröingja í kunnu tilraunafangelsi í Glasgow, skunduöum við á hennar fund til að kanna hvort eitthvaö athyglis- vert hefði veriö hér á ferðinni. í Ijós kom að verkstæöin hafa vakið al- þjóölega athygli, voru reyndar framlag íslandsdeildar Alþjóölegu myndlistarsamtakanna til árs fatl- aöra, og stóð UNESCO fyrir fjár- mögnun og útgáfu bæklings um þau sem dreift var víða um lönd. Við báöum Sigríöi að gera grein fyrir hugmyndinni að baki verk- stæöanna og framkvæmd þeirra: „Hinir ófötluðu þurfa að losna við óöryggi“ „Hugmyndin kom fram fyrir rúmu ári, en þá kom ég viö í aöal- skrifstofu Alþjóðlegu myndlistar- samtakanna í París og þar var m.a. veriö að raaða framlag myndlist- armanna til árs fatlaöra. Þá datt mér í hug að nota myndræna tján- ingu til að blanda saman fötluöum og ófötluðum, reyna að koma á persónulegum kynnum og sam- skiptum milli þessara hópa þar sem þau hefðu ekki áður veriö fyrir hendi. Fatlaðir hafa bent á að ekki sé nægilegt aö fræöa fólk um fötlun hvort sem það er í gegnum sjón- varp eöa aöra fjölmiðla, fræösla um fatlaöa þarf fyrst og fremst að vera gegnum beina reynslu til þess aö hinir ófötluöu geti losnaö viö það óöryggi sem allt of margir þeirra sýna í návist fatlaðra manna. Slíkt óöryggi leiöir venju- lega til yfirborðslegrar framkomu hinna ófötluöu, og er að sjálfsögðu þrándur í götu þess að ný kunn- ingja- og vináttusambönd geti þró- ast milli þessara hópa. Fatlaðir hafa einnig bent á aö ekki sé nægilegt að færa til fötluð börn og unglinga frá sérskólum til „Erfitt að setja bros upp í pr ósentutöf lur' Rætt við Sigríði Björnsdóttur um myndræna tjáningu, hvernig hægt er að nota hana fyrir fatlaða sem ófatlaða, til lækninga eða til að koma í veg fyrir innlagnir á stofnanir „Það er oft miklu erfiðara að ryöja úr vegi félagslegum þröskuldum og hindrunum en þeim hinum sem áþreifanlegir eru,“ sagði Frið- rik Sigurðsson, þroskaþjálfi, sem átt hefur sæti í Alfa-nefndinni á ári fatlaöra, er viö rákumst á hann á Menningarvöku fatlaðra á Hótel Borg fyrir stuttu. Hann sagði að eitt hið mikilvæg- asta sem unnist hefði á árinu væri án efa breytingar á viðhorfum til fatlaðra, fordómar hefðu minnkað, en þeir eru oft furöu lífseigir hinna almennu skóla eöa útvega fólki atvinnu út í samfélaginu eða taka í burt efnislegar hindranir á almannafæri, til dæmis til að hjóla- stólar komist leiðar sinnar. Þessar aðgerðir er ekki hægt aö kalla blöndun fatlaöra út í samfélagiö, heldur skiptir höfuðmáli aö taka burt félagslegar hindranir og und- irbúa jarðveginn félagslega og menningarlega til þess að þeir geti viöurkennt samfélagiö og samfé- lagið viðurkennt þá. Annars er hætt við að til viöbótar komi fé- lagsleg fötlun, sem er viðhaldiö vegna skorts á upplýsingum byggöum á reynslu og samskiptum milli fatlaðra og ófatlaðra. Verkstæðunum var ætlað að vera nokkurs konar áfangastaður, eyja milli stofnananna og samfé- lagsins í kring. Galdraformúla? Verkstæöin skiptust í 3 flokka: Einn flokkurinn var fyrir sér- menntað starfsfólk á sjúkrahúsum, vistheimilum, fangelsum, skólum og barnaheimilum. Tilgangurinn með þessum verkstæöum fyrir sérfræöinga á stofnunum var að kynna fyrir þeim myndræna tján- ingu á raunhæfan hátt og undirbúa þannig jaröveginn fyrir gott sam- starf við menn í þessum stéttum. Undirstaöa góðrar samvinnu á stofnunum milli hinna ýmsu starfsstétta hlýtur að mínu mati aö vera að bera viröingu fyrir og hafa skilning á sérgrein hvers og eins. Mér finnst því miður of mikiö um þaö aö rígur sé milli stétta, deilt er um starfssvið, kaup og kjör, og slíkur rígur hefur yfirleitt mjög slæm áhrif á samstarf og allt innra starf. Annar flokkurinn var blandaöur hópur fatlaöra og ófatlaöra ung- menna og þriðji flokkurinn bland- aður hópur fatlaöra og ófatlaöra barna. Sum verkstæöin vann ég í samvinnu við Bjarkarás og for- eldra. Eitt verkstæöið vann ég í samstarfi viö Guðmund Magnús- Heimilishorn Bergljót Ingólfsdóttir Fyrsta konan, sem varö stjörnufræðingur Eftir því sem sögur herma, hét fyrsta konan, sem lagði fyrir sig stjörnufræöi, Caroline Herschel, og var fædd í Hannover í Þýskalandi árið 1750. Faðir hennar var hljóm- sveitarstjóri í hernum og átti hún bróður, Wilhelm að nafni, tólf árum eldri en hún sjálf. Caroline leit af- skaplega mikið upp til þessa eldri bróður og tók hann sér til fyrir- myndar í hvívetna. Wilhelm Herschel lagði fyrir sig tónlistarnám, og varð organisti og Caroline Herschel, fyrst kvenna stjarnfræðingur. hljómlistarstjóri í Bretlandi. En allt í einu venti hann sínu kvæði i kross og hóf stjörnuathuganir af miklum ákafa. Systirin Caroline haföi fariö til Bretlands til aö stunda tónlistarnám, hún ætlaöi að verða söngkona og fékkst auk þess við tónsmíðar. Framtíöin virtist blasa við henni á þessu sviði. En þegar bróðir hennar einn góð- an veöurdag fann Úranus og varð frægur maöur af, sneri systirin einn- ig baki við tónlistarnámi sínu og hóf að helga sig stjarnfræðiathugunum og aðstoða bróöur sinn. Hún varð síöan sjálfstæöur stjörnufræðingur. Það var svo 1. ágúst 1786, sem Car- oline fann fyrstu halastjörnuna og síðan fylgdu sjö aðrar á eftir. Hún gaf út rit yfir 561 nýuppgötv- aöar stjörnur og reit bækur um heimspeki. Eftir lát bróöurins flutti Caroline aftur til Hannover og hafnaði boði Bretakonungs um aö dvelja áfram og fá E50 í árslausn, jafnvel þá upp- hæð tvöfaldaöa, ef hún vildi starfa áfram í Bretlandi. Caroline Herschel lést 98 ára að aldri og er talinn fyrst kvenna stjörnufræðingur, eins og áður segir. Sjöl frá Yves Saint Laurent. Sjöl og aftur sjöl Það hefur vart farid fram hjá neinum, að stór sjöl setja mjög svo svip sinn á tísku vetrarins. Það væri ef til vill nær að tala um smáteppi í þessu sambandi, svo fyrirferðarmikil eru sum sjölin. Franski tísku- hönnuðurinn Yves Saint Laurent lætur ekki sitt eftir liggja í þessum málum en komíð með sína útgáfu í silki og ull með Lurex-þráðum og -kögri. Sjölin eru rándýr, kosta £100 eöa 1.500 ísl. kr. Myndirnar, sem hér fylgja með, sýna stíl hans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.