Morgunblaðið - 08.01.1982, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.01.1982, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1982 47 Sungið af innlifun „Ég sá mömmu kyssa jólasvein,“ eitt af uppáhaldslögum jólasveinanna. Ljóam. Mbl. Kristján. Jólasveinar mega ekki gleymast MILLI JÓLA og nýárs voru aö venju haldnar margar jólatrésskemmtanir fyrir yngstu kynslóðina, í Reykjavík sem annarstaðar á landinu. Þó jólasveinarnir séu nú búnir að yfirgefa byggðir og komnir til heimkynna sinna mega þeir þó ekki gleymast, þeir koma jú alltaf aftur og eru alltaf jafn vinsælir hjá smáfólkinu. Við litum inn á eina jólatrésskemmtun á Hótel Sögu meðan þeir voru enn á bæjarrölti, það var OLÍS sem stóð fyrir hátíöarhöldunum. Er okkur bar að garði var verið að selja pappírshúfur í anddyrinu, og í salnum sat fjöldi fólks viö borð og raðaði í sig góðgæti, flestir þaö lágir í loftinu að þeir rétt náðu upp á borðbrúnina, þar sem allt góögætið var. Fyrir endanum á salnum mátti sjá jólatré í fullum skrúöa standandi á miöju dansgólfinu. Steingrímur og Vilhjálmur að hvila sig á hljómsveitarpallinum. Þeim fannst jólasveinarnir skemmtilegastir. „Og þá var kátt í höllinni, höllinni, höllinni...“ Dansinn stiginn kringum jólatréð. Halldór 5 ára. „Ég fékk raf- magnsbíl og playmobil í jólagjöf." Lilja og Jóna, báðar með skraut- legar pappírshúfur á höfði. „Ofsa- lega gaman á jólunum," sögðu þær stöllur. Og jólasveinarnir birtast, annar heldur á kústskafti, á það er festur kústur, sem hann sagðist nota til að greiða sér með. „Og hvað heitir þú svo litla mín, hvað segirðu, hefur þú ekki fengið í skóinn" gæti jólasveinninn hafa verið að segja, eitthvað er það alla- vega sem kemur honum á óvart. Ekki voru menn fyrr búnir að snæða en hljómsveitin hóf að spila nokkur jólalög, börnin þyrptust út á gólfið og skorað var á jólasveinana að láta nú sjá sig. Krakkarnir tóku höndum saman á gólfinu, sungu „Jóla- sveinar einn og átta“ með mikl- um tilþrifum en alit kom fyrir ekki, enginn jólasveinninn. „Hann hlýtur að hafa villst," sagði þulurinn, „ætli hann sé bara ekki einhversstaðar fastur í lyftunni eða hafi ruglast á hæð- um. Syngjum nú hátt svo hann viti hvar við erum.“ Og aftur var sungið „Jólasveinar einn og átta“, í þetta sinn allt að helm- ingi hærra en í fyrra skiptið. Svona hátt hefur eflaust aldr- ei verið sungið á Hótel Sögu en hvað um það, jólasveinarnir eru furðufuglar og láta oft ekki segj- ast, í það minnsta virtust þeir hafa mikið dálæti á einmitt þessu lagi og máttu krakkarnir syngja það einu sinni enn, til að þeir kæmu skokkandi innan úr hliðarsalnum, þrír saman og voru strax umkringdir og faðm- aðir af krökkunum. „Hvað heitið þið?“ var spurt úr öllum áttum. Einn þeirra mælti fyrir hönd allra og sagði: „Ég heiti Hurðar- skellir, og þarna er Stúfur og þarna er ...“ Fagnaðarlæti barnanna yfir- gnæfðu hér orð jólasveinsins og ekki var nokkur vegur að ná nafni þriðja jólasveinsins. Síðan var aftur tekið höndum saman, að þessu sinni voru jóla- sveinarnir með í hringdansinum og sungið „Gekk ég yfir sjó og land“, „Nú skal segja" og fjölda annarra laga. Tvær litlar stelpur hlupu fram eftir gólfinu. Við spurðum þær hvað þær hétu. „Ég heiti Lilja," sagði sú stærri, „ég er 6 ára, hún heitir Jóna,“ og bendir á minni stelpuna, og bætir síðan við: „Heyrðu Jóna, hvað ertu göm- ul?“ „Ég er 4 ára,“ sagði Jóna og þá vissum við það. Þær stöllur segja að það sé „ofsa skemmti- legt á jólaballinu" og allt „voða gaman á jólunum", og síðan eru þær hlaupnar í dansinn á ný. Á hljómsveitarpallinum sátu nokkrir strákar og hvíldu sig milli dansa. Þar voru þeir Steingrímur og Vilhjálmur 7 og 10 ára gamlir. Við spurðum hvort þeir hafi fengið skemmti- legar jólagjafir. „Eg fékk skíði og bindingar," sagði Steingrímur og ljómaði allur. „Og ég fékk fullt af gjöfum, mér finnst þær allar jafn skemmtilegar,“ sagði Vilhjálmur. „Finnst ykkur jólasveinarnir skemmtilegir?" „Jahá,“ sögðu báðir í kór og færa sig í áttina til þeirra. Við eitt borðið sat lítill strák- ur og hélt á kústskafti sem á var festur bursti. Halldór sagðist hann heita og var 5 ára gamall. „Ég fékk flottan rafmagnsbíl í jólagjöf og playmobil," sagði hann, en í sömu svifum kemur einn jólasveinanna og tekur kústskaftið sem hann er með. Halldóri bregður ekki við, en við spurðum af hverju jólasveinninn hafi tekið af honum kústskaftið. „Hann á það, hann notar burst- ann til að greiða skeggið á sér, ég geymdi það bara fyrir hann,“ og Halldór skildi greinilega ekki svona bjánalega spurningu. „Veistu hvar ég á heima?" sagði hann svo og bætir við lágri röddu, „Þórsgötu 14.“ „Krakkar, eruð þið ekki orðin hundleið á okkur?“ heyrðist nú í jólasveinunum, en svarið varð vitaskuld margraddað neeeeiiii úr öllum salnum. „Okkur langar að biðja ykkur að hjálpa okkur að syngja eitt lag sem okkur finnst alltaf svo skemmtilegt, það er um hana mömmu sem var að kyssa jólasveininn," og jóla- sveinarnir hlæja hátt, finnst þetta greinilega mjög skemmti- legt lag. Þegar söngnum er lokið báðu þeir börnin um að setjast niður við borðin, þeir sögðust orðnir hálf þreyttir enda búnir að fara á 134 staði um jólin: „Ef allir setjast er hinsvegar aldrei að vita nema þeir fái eitthvað fyrir snúð sinn.“ Börnin setjast öll sem eitt og fá jólapakka frá jólasveininum og við heyrðum einn þeirra segja: „Ég þekki eina stelpu þarna, ég gef öllum sem ég þekki.“ Það var ekki fyrr en á heim- leiðinni að upp komst að einni spurningu var enn ósvarað og hún er auðvitað þessi: „Hvað hét þriðji jólasveinninn?“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.