Morgunblaðið - 08.01.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.01.1982, Blaðsíða 22
54 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1982 „ Éo veit ekki hvaá petta er; en )?aá er nýtt 09 endurbaett, si/o pao hlýtur a5 vercx. gott." Ég skal leika við hann þegar hann er farinn að skjóta gneistum! Formaður kaþólskra: Þekkir ekki muninn á austri og vestri EJ. skrifar: ,Velvakandi sæll. I 1. desember blaði stúdenta birtist grein eftir Torfa Ólafsson, sem er titlaður „formaður kaþ- ólska safnaðarins". Ég þykist viss um það, að fyrir ýmsum velunnur- um kaþólsku kirkjunnar hafi farið eins og mér, að þeim hefur brugðið í brún við lestur greinarinnar. Það kemur sem sé á daginn, að Torfi Ólafsson leggur að jöfnu harðstjórnarríkið í austri, Sovét- ríkin, og stórveldið í vestri, Bandaríkin. Þessu til stuðnings vitna ég í grein hans, en þar segir m.a.: „Vandinn hvað Evrópu snertir, eru stórveldin tvö, í austri og vestri. Sagan sýnir, að þau hafa aldrei spurt smáþjóðir um vilja þeirra, ef þeim hefur fundist tími til kominn að taka til hendinni. Smáþjóð er aldrei spurð hvað hún vilji, hinn sterki neyðir hana til að láta undan og lætur kné fylgja kviði, ef hún ber sig á móti.“ Auðvitað dettur engum í hug að halda því fram, að Bandaríkja- menn hafi ekki sitthvað misjafnt á samviskunni, en að spyrða þá saman við Kremlarbúa með þeim hætti sem Torfi Ólafsson gerir er fyrir neðan allar hellur. Hann hlýtur að vita, að sú ráðaklíka, sem í Kreml situr, hrum af elli, tók þátt í mestu glæpaverkum mannkynssögunnar, hreinsunum Stalíns, sem leiddu til dauða og þrælkunar ótaldra milljóna manna, þ.á m. milljóna kaþólskrð manna. Varla hefur Torfi gleymt því, að kaþólskir menn eru ofsóttir af kommúnistum í öllum þeim lönd- um, þar sem þessir yfirlýstu guð- leysingjar hafa hrifsað völdin. Er honum ókunnugt um þær aðferðir sem Sovétstjórnin og aðrar kommúnistastjórnir um heim all- an beita kristna menn og kristna kirkju? Ætlar hann að líkja sam- an daglegri kúgun þjóðanna í Austur-Evrópu og skiptum Bandaríkjamanna við Vestur- Evrópubúa? Veit Torfi ekki, að Vestur-Evrópuríkin, þar á meðal öll helstu ríki trúbræðra hans í álfunni, eru í bandalagi við Bandaríkjamenn af fúsum og frjálsum vilja til að verjast því kerfi sem hann jafnar saman við Bandaríkin? A að skilja grein hans svo, að hann tali í nafni kaþ- ólsku kirkjunnar? Þetta þarf að upplýsa. Ég minnist þess raunar, að fyrir nokkrum árum gaf Torfi Ólafsson út yfirlýsingar um alþjóðamál. Þá var hann nýkominn af „friðar- þingi“. Kom hann þá líklega fram í nafni félags Sovétríkjavina. Ekki get ég farið orðrétt með yfirlýs- ingar hans en það stendur mér í minni, að hann lýsti velþóknun á innrás Sovétmanna í Tékkóslóv- akíu.“ i HÖGNI HREKKVlSI Frábær S.Ó.H. skrifar: „Velvakandi. Ég veit ekki hvort þú hefur fylgst með breska myndaflokkn- um sem verið hefur í sjónvarpinu á þriðjudagskvöldum og heitir því stutta nafni Refskák (sem hann bar með rentu). Ef svo hefur ekki verið, hefur þú misst af miklu, því að þetta var vægast sagt frábær- lega vel gerður myndaflokkur, eins og Bretanna var von og vísa. Ég er viss um að sjónvarpsfólk- ið okkar, tæknimenn og leikarar, getur mikið lært af vinnubrögðum sem þarna voru við höfð. Og það er mál til komið að við sendum eins og einn eða tvo hópa út til Bret- lands til náms hjá sjónvarpinu þar. Við verðum að rífa okkur upp úr áhugamennskunni á þessu sviði og stefna hærra en gert hefur ver- ið. Annars er hætt við að video- æðið gangi hreinlega af þeirri við- leitni dauðri að halda uppi ís- lenskri dagskrárgerð. Ekki get ég nú ímyndað mér að Refskák hafi verið svo óskaplega myndaflokkur dýr í framleiðslu, svo einfaldur að gerð sem þessi myndaflokkur var, en það var fagmennskan sem reið baggamuninn, afburða leikur og sterk tök á verkefninu. Kærar þakkir fyrir þennan þátt.“ Á starfsmannafundi hjá TSTS. Sandra Dickinson í hlutverki Zeldu, Clive Arrindell f hlutverki Willys, Nicholaz Zonos f hlutverki Herberts, Sara porter í hlutverlu Súsönnu og Alan Howard í hlutverki höfuðpaursins, Cragoes.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.