Morgunblaðið - 08.01.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.01.1982, Blaðsíða 2
34 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1982 „Köllum þetta magaminnkun eða magaskiptingu" (Ljósm. Kristján) „Af þeim sem eiga viö offitu- vandamál aö stríða er ein- göngu um 'h % sem rekja má til rangra efnaskipta. Hinir boröa einfaldlega of mikiö.“ Frá vinstri Hannes Finnbogason og Ingvar Kjartansson. Rætt viö Hannes og Ingvar, lækna á Landspítalan- um, um skurö- aögeröir í megrunarskyni Eftir því sem aukakílóin verða fleiri verður erfiðara að losna við þau, þó fólk leggi tímabundið af, virð- ast aukakílóin fljét að bætast við að nýju. Megr- unarkúrar duga ekki öllum hvað sem veldur, og_____ stundum þarf að grípa til annarra ráða, jafnvel___ skurðaðgerða. Margir kannast við garnastytt- ingar sem framkvæmdar hafa verið á fólki hér á undanförnum árum í______ megrunartilgangi. Nýjung á sviði skurðaðgerða í megrunarskyni er þé_____ nokkuð sem þeir Hannes Finnbogason og Ingvar Kjartansson skurðlæknar á Landspítalanum hafa kallað magaminnkun eða magaskiptingu. Við brugðum okkur til þeirra til að fá af þessu nánari upplýsingar. Valgerður Jónsdóttir Fyrst spuröum við þá hvernig þeir skilgreini offitu og af hverju hún stafi. Hannes: í flestum tilfellum stafar offita af því aö fólk boröar einfald- lega of mikið og venur sig á rangt mataræöi. Offita veröur verulegt heilsu- farslegt vandamál þegar fólk hefur náö tvöfaldri kjörþyngd sinni. Kjör- þyngd er oft talin sú þyngd sem svarar til hæöar eöa þar um bil, fólk sem er um 1,70 cm á hæö á aö vera um 70 kíló, þetta er þó full rýmilega reiknaö, sérstaklega hjá þeim sem lengri eru. Þeir sem hafa leitaö til okkar eru um þaö bil helmingi þyngri en þeir eiga aö vera og hafa reynt ýmsar leiöir til aö losna viö umframkílóin án ár- angurs. Oft hefur því þó tekist aö leggja af, en vandinn er hinsvegar sá aö aukakílóin eru fljót aö koma aftur. Sumir hafa talað um að röng efnaskípti valdi offitu, hvað viljið þig segja um það? Hannes: Þaö er taiiö aö ein- göngu 'A% þeirra sem eiga viö of- fituvandamál aö stríöa megl rekja til rangra efnaskipta líkamans. Viö slíku er venjulega hægt aö gera viðeigandi ráöstafanir. Ingvar: Þaö má segja aö auka- kílóin standi í nánu sambandi við breytingar á lífsvenjum á Islandi á undanförnum árum. Um 1940 voru flestir í erfiöisvinnu, voru t.d. sjó- menn og bændur. Nú hafa nýjar starfsgreinar tekiö viö af þeim eldri, ný tækni og vélvæðing. Orkuþörfin hefur minnkað en mat- aræöiö er lítiö breytt, viö boröum enn kaloríuríkan mat og tekst ekki aö brenna öllu því sem viö borö- um. Hannes: Þaö sama gildir um eldra fólk, þaö heldur sínum gömlu matarvenjum þótt þaö fari aö hægjast um hjá því. Ingvar: Ég hef dvalist töluvert á Noröurlöndunum og þar finnst mér fólk hugsa mun meira um aö halda aukakílóum frá sér, þar þykir skömm aö því aö vera of feitur. í hverju felast þessar að- gerðir og hver var upphafs- maður þeirra? Ingvar: Þaö er taliö aö þaö hafi veriö þeir Edward Mason og Kenn- eth Printen í lowa um 1967, þó svo aö sú aðgerö hafi veriö ólík því sem viö gerum nú. Þá var skoriö milli efri og neöri hluta magans. Upp úr '76—’77 er síðan fariö aö nota heftivélar og taliö nægilegt aö loka millihluta magans en ekki nauösynlegt aö skera á miili. Viö notum heftivél sem gerir heftiröö milli efri og neöri hluta magans. Skíliö er eftir smágat sem fæöan getur fariö um. Stærö gats- ins skiptir verulegu máli. I fyrstu aögeröunum var hætt viö aö gatið stækkaöi meö tímanum en nú er saumað kringum þaö til styrktar. Ef gatið stækkar getur fólk fariö aö boröa meira og vítahringurínn heldur áfram. Eftir aögeröina getur viökom- andi einstaklingur ekki boröað nema um 50 ml í hvert mál eöa það sem samsvarar 4 matskeiö- rugluöust þeir svo í ríminu, aö þeir strönduöu fyrir slysni. Þessi kenning, segir dr. Wat- son, tekur ekkert tillit til þeirra sérstöku hæfileika hvalanna aö geta rataö um allan sjó meö hjálp bergmálstækja, sem náttúran hefur léö þeim, og auk þess stangast hún á viö aöra, dálítiö undarlega staöreynd: þegar nokkrir hvalir úr strandaöri vöðu eru teknir og fluttir út á haf snúa þeir tafarlaust aftur til félaga sinna á ströndinni. Athuganir á þessum uppákom- um meöal hvalanna benda til, aö eitthvað meira en lítiö skrýtiö sé hér á ferðinni og Watson segir frá því, þegar 30 háhyrningshlýrar strönduöu einu sinni á Dry Tort- ugas-eyjunum undan Florida í Bandaríkjunum. Einn hvalanna, heimshöfunum“, eftir sjávardýralíffræðinginn dr. Lyall Watson er því haldið fram, að það sem hér búi að baki, sé einskonar umhyggja og fórnfýsi sem ekki eigi sér sinn líka í náttúrunnar ríki. Dr. Lyall Watson telur, aö hann hafi haft meiri kynni af hvölum en nokkur annar núlifandi maöur enda hefur hann veriö í stööugum rannsóknarferöum á skipi sínu all- an síöasta áratug. í bók sinni gerir hann mjög ítarlega úttekt á þeim 69 hvalategundum, sem enn eru viö lýði, ástandi stofnanna og dreifingu og kemur þar margt fram, sem ekki hefur birst áöur. Watson heldur því fram, aö þegar hvalir stefni skyndilega á land sé það gert til þess aö koma sjúkum eöa særöum félaga til hjálpar og aö þeir skirrist ekki viö aö fórna lífi sínu í því skyni. Þaö eru einkum fjórar hvalategundir sem oftast eiga hér hlut aö máli, segir Watson. Háhyrningshlýrar, hvalir, sem lifa í Suöurhöfum og líkjast mjög háhyrningum; tvær tegundir grindarhvala og búrhval- urinn. Þessir hvalir leita allir á mjög dúpt vatn eftir fæöu og hingaö til hefur veriö taliö, aö þegar þeir kæmu á grunnsævi Eru hvalir félagslega þroskaðri en menn? Um langan aldur hefur það verið vísindamönnum mikil ráðgáta hvers vegna heilu hvalavöðurnar taka stundum upp á því að synda upp í fjöru til þess eins, að því er virðist, að velkjast þar um ésjálfbjarga þar til þær deyja. Til þessa hefur fáum tekist að finna frambærilega skýringu á þessu fyrirbæri en í nýútkominni bók, „Hvalirnir í m

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.