Morgunblaðið - 08.01.1982, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.01.1982, Blaðsíða 16
48 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1982 Hann heitir Maurice Duton, er rúmlega fimmtugur og hefur á undanförnum 30 árum unnið við að endurbyggja um 140 gamlar bygg- ingar og kastala í Frakklandi. Honum til að- stoðar er fjöldi ungmenna frá 13 ára aldri, og mynduð hafa verið samtök um verndun gam- alla bygginga sem nefnast „Club du vieux manoir“. Duton var staddur hér fyrir skömmu í stuttri heimsókn og áttum við nokkur orð um aðdraganda þessa starfs við hann. Gamlir kastalar endur- reistir í Frakklandi „Ég veit svo sem ekki hvers vegna þetta byrjaði. En upp- tökin er eflaust að finna í starfi sem ég vann með skátahreyf- ingunni laust eftir síðari heims- styrjöldina. Ég missti flest mitt fólk í stríðinu, og tók reyndar sjálfur ungur þátt í því, var t.d. búinn að fá fjögur heiðurs- merki 15 ára gamall," og hann kemur með ellefu heiðursmerki á keðju nokkurri og bendir á fjögur þeirra. „Þessi fékk ég þegar ég var 15 ára, hin eru fyrir störf mín með krökkunum seinni árin. En sem sagt, mér var falið að koma á fót skáta- hreyfingunni, og kunni því vel. Þá fór ég að velta fyrir mér hvort ekki væri hægt að vinna með unglingum og bjóða þeim jafnframt upp á einhverja fræðslu og skemmtilegheit. Nokkru síðar ferðaðist ég um Frakkland, ætli ég hafi ekki getað kallast nokkurs konar farandverkamaður á þeim tíma, og reyndi að læra eins mikið og ég gat. Ég lærði múr- verk, smíðar og yfirleitt allt sem kom byggingarvinnu við. Að því loknu lá leið mín til Guise í Norður-Frakklandi, en þar er ég fæddur. Þar er kast- ali sem heitir Chateau Fort du Guise og er einn af stærstu köstulum í heimi, og fékk ég þá hugmyndina að því að endur- reisa hann, en hann var þá mjög illa farinn. Þetta var árið 1952 og ég fékk nokkra krakka til að aðstoða mig. Við notuðumst við léleg áhöld og má segja, að við höfum verið litin hornauga fyrsta kast- ið. Krökkunum fannst þetta skemmtilegt og spennandi, lærðu ákveðið handverk, og um leið sögu byggingarinnar, hluta úr mannkynssögunni og svolítið í fornleifafræði. Viðhorf til okkar breyttist ekki fyrr en André Malraux rithöfundur m.m. varð listamálaráöherra í stjórnartíð De Gaulles. Honum fannst hugmynd mín og sú vinna sem fram haföi farið, all- rar athygli verð og studdi viö bakið á mér. Um svipaö leyti var þessi starfsemi kynnt í sjónvarpinu, ég fékk fyrstu verðlaun í keppni, sem segja má að hafi heitið „meistara- verk í hættu“ og upp frá því óx áhugi á þessu starfi gífurlega. Þetta var árið 1963, margir krakkar bættust í hópinn og ég tók að mér að skipuleggja endurbætur á 7 köstulum til viðbótar. Þá fóru borgarstjórn- ir og franska ríkið að sýna þessu áhuga og biðja okkur að gera við gamlar byggingar og frá 1952 höfum við sem sagt gert við 141 byggingu.“ Maurice Duton kom hingað til lands með Guðrúnu Páls- dóttur, en hún hefur unnið í samtökunum síðastliðin tvö ár. Við spyrjum hana hvernig hún hafi frétt af þessu starfi. „Ég frétti af þessu hjá Guðrún Pálsdóttir og Maurice Duton uppi á einum kastalanum sem þau hafa verið að gera við. frönskukennara mínum, sem sagði að þetta væri góð leið til að læra frönsku og lifa ódýrt í landinu. Fyrsta sumarið var ég í tvo mánuði, síöan var mér boðið að koma um jólin þar á eftir og læra meira, sem ég gerði, og hef unnið við þetta undanfarin tvö ár.“ — Hvernig er með launa- greiðslur, fáið þið ekkert kaup? „Þeir, sem vinna allt árið, fá borgaðan mat, húsnæði og þann fatnað sem þeir þurfa, en um eiginlegt kaup er ekki að ræða.“ — Hverjir taka aðallega þátt í þessu? „Það eru krakkar frá 13 ára aldri og uppúr. Nú orðið eru unglingar frá mörgum þjóðum í þessu, í sumum kastalabygg- ingunum er fólk af allt að 18 mismunandi þjóöernum. Þessi samtök hafa nú öðlast ákveð- inn sess í samfélaginu, hinar ýmsu stofnanir hafa haft sam- band við okkur og við höfum m.a. tekiö við unglingum af upptökuheimilum með mjög góðum árangri, enda finna krakkarnir að þeir eru að gera gagn, læra aö umgangast aðra, elda mat og annað. Að auki eiga þeir auöveldara með að fá vinnu þegar þeir hætta hjá okkur, og fá hærra kaup.“ — Er unnið í köstulunum allt árið um kring? „I þeim flestum er eingöngu unnið á sumrin, en í tveim þeirra, kastalanum í Guise og öðrum sem heitir Chateau D’Argy, er unnið allt árið. Að jafnaði koma um 5.000 ungl- ingar til okkar í vinnu árlega.” Maurice Duton er nú farinn að ókyrrast yfir þessu innskoti í samtalið og við spyrjum hann aö lokum hvort hann geti kennt okkur íslendingum eitthvað. „Já, það er ýmislegt hægt að gera hér, þó engir séu kast- alarnir. Það mætti t.d. ferðast um landið með unglingahóp, búa í vinnuskúrum og byggja brýr og kofa og ýmislegt fleira. Einnig væri hægt að gróður- setja landið milli fjalls og fjöru með aðstoð unglinganna." Við þökkum þeim Guðrúnu og Maurice Duton spjallið, og spyrjum þau aö lokum hvert þeir eigi að snúa sér sem vilji kanna málið betur. „Samtökin heita: Club du vieux manoir, 10 Rue de la Cossonerie, 75001 Paris,“ seg- ir Duton, „og upplýsingar er líka hægt að fá í franska bóka- safninu,” bætir Guðrún viö, og viö þökkum þeim báðum ánægjulegt og fróölegt spjall. Hringið í síma 35408 HMJ '•í/1 ia h* 3 M Blaóburóarfólk óskast VESTURBÆR Tjarnargata I og II, Vesturgata 2—45, Skerjafjörður, sunnan flugvallar, Selbraut, Tómasarhagi 32—57. AUSTURBÆR Miðbær I og II, Háahlíð. UTHVERFI Ármúli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.