Morgunblaðið - 08.01.1982, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 08.01.1982, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1982 39 MYNDRÆN TJÁNING „Lít á verkstædi í myndrænni tjáningu sem eyju eöa áfangastaö milli stofnana og hins opna frjálsa samfélags.“ Sigríður Björnsdóttir á vinnustofu sinni. (Ljósm Mbl. Kristjén) son leikara og Námsflokka Reykja- vikur." „Er þetta einhver galdraformúla, hvaö gerist á þessum verkstæö- um?“ „I stuttu máli má segja aö myndræn tjáning hjálpi fólki til aö ná sambandi viö sinn innri mann, þaö tjáir sig með því aö mála mynd eða búa eitthvað til, verkin eru síö- an ýmist túlkuö af þeim sem býr þau til eöa hinum þátttakendunum og menn kynnast á þennan hátt betur bæöi sjálfum sér og um- hverfinu. Hægt aö sjá aukna hræðslu og vanlíöan úr myndum barna í dag Þaö liggur viö aö þaö sé oröinn munaöur aö fólk eigi notaleg manneskjuleg samskipti hvert viö annað í okkar nútímaveröld. Viö búum viö mikla tvöfeldni, annars vegar gerum viö kröfur til barna okkar aö þau eigi aö vera sterkir einstaklingar sem þora aö horfa raunsætt á lífið og tilveruna, en hinsvegar erum viö yfir okkur upp- tekin af því aö kaupa okkur tíma frá þeim til aö afla einhverra efnis- legra gæöa sem skipta takmörk- uöu máli og gerum þau um leiö óhæfari til aö uppfylla þær kröfur sem viö gerum til þeirra. Þaö má sjá ýmislegt úr þeim myndum sem börn mála í dag. Þó viö búum viö töluvert mikla efna- lega velferö þá má merkja í mynd- unum aukna hræöslu og vanlíöan. Mig langar aö minnast á samnor- ræna sýningu á teikningum skóla- barna sem ég sá á þingi í Turku í Finnlandi í sumar og viö erum aö vonast til aö fá hingaö til landsins. Sýning þessi hefur veriö á feröa- lagi um Noröurlönd og á henni eru myndir frá 33 skólum á Noröur- löndunum og eru nemendur á aldr- inum 13—16 ára. í myndunum koma fram draumar þessa unga fólks, framtíðarvonir og hvaö þau hræöast mest. Fram kemur aö mörg barnanna lifa t ótta viö atóm- sprengjur, eru óörugg meö sjálf sig þar sem upplifun þeirra er ekki í takt viö þá ímynd sem sjónvarp og fjölmiölar gefa upp. Þau eru örygg- islaus, breytingar á lifnaöarháttum liöinna áratuga hafa valdiö breyt- ingum á verömætamati, þau gæöi sem líkleg eru til aö skila af sér sterkum einstaklingum eru fótum troöin og ýmsar aörar gerviþarfir hafnar til skýjanna. Ég hef mikla trú á myndrænni tjáningu og held aö hún geti komið Eigið hugvit mikilvægt börnum Flest börn hafa ánægju af aö búa til ýmsa hluti og geta dundaö lengi viö slíka iöju. Stundum finnst manni næstum eins og veriö sé að ræna börn gleöinni viö aö búa sjálf til leikföng sín. Stelpur sauma ekki lengur föt á dúkkurnar sínar, eins og gert var hér fyrir nokkrum áratugum, né smíöa strákarnir sjálfir bátana sem þeir fara svo meö niður á tjörn. Nú fást nefnilega dúkkuföt tilbúin, heilir alklæönaöir til nota viö ýmis tækifæri og dúkkur þurfa aö vera klæddar sam- kvæmt nýjustu tísku, ekki síður en mannfólkiö. Og rennilegir bát- ar eru auövitaö til sölu í öllum leikfangabúðum. En þaö er margt hægt aö búa til heima, sem ekki veitir minni ánægju en aökeypt, og sannarlega hægt aö nota tímann í mesta skammdeginu til einhvers slíks. Sem dæmi um heimagert leik- okkur meira í samband viö okkar ekta og raunverulega heim. Notk- un myndrænnar tjáningar á áreiö- anlega eftir aö fara vaxandi hér á landi sem annars staöar, í ná- grannalöndunum eru nú vtöa skól- ar sem útskrifa fólk meö sér- menntun á þessu sviði. Og á sama hátt og myndræn tjáning gerir mikiö gagn fyrir þá sem eru í stofn- unum er hægt aö vinna meira fyrir- byggjandi, koma í veg fyrir aö fólk fari á stofnanir. Mér finnst þaö mætti leggja miklu meiri áherslu á frjálsa myndsköpun í skólum. Löng skólaganga getur haft slæm áhrif á persónuþroska Ég hef stundum skipt mynd- sköpun í þrjá flokka, i fyrsta lagi vélræna myndframleiöslu, í ööru lagi skapandi starf og í þriöja lagi myndræna tjáningu. í dag finnst mér of mikið lagt upp úr fyrsta flokknum, í skólum er t.d. of al- gengt aö börn og unglingar fái ákveöin verkefni upp í hendurnar sem síöan eru leiörétt eða sam- þykkt og frumkvæöi nemandans skiptir mun minna máli. Á seinni árum hefur aö vísu oröiö nokkur breyting til batnaöar og hafa sál- fræðingarnir Bettelheim, Piaget og Dúkkuhús úr pappakössum. fang er hér mynd af dúkkuhúsi, sem búiö er til úr pappakassa og annaöhvort hægt aö líma pappa- spjald í miðjan kassann til aö hafa fleiri en eina hæö, eöa þá aö setja jafnstóra kassa saman, t.d. skó- kassa. Þaö má svo teikna glugga (og klippa út) á hliöarnar, setja gluggatjöld fyrir og búa siöan til húsgögn úr eldspýtustokkum eöa ööru, sem til fellur. Flest börn eiga liti og geta meö þeim litaö veggina, eins má auövit- aö nota eitthvert efni eöa litaöan pappír sem veggfóöur. Knut Rasmusen opnaö augu margra. Löng skólaganga getur því haft slæm áhrif á persónu- þroska eins og skólakerfiö hefur veriö uppbyggt eða eins og Rasm- usen hefur bent á, ef fólki í lang- skólanámi gefst ekki kostur á aö njóta sin visna möguleikarnir til aö skapa eöa framleiöa eitthvaö nýtt, og eingöngu veröur eftir hæfileiki til endurframleiöslu. Á þeim tímum sem viö lifum nú á er hins vegar vaxandi þörf fyrir skapandi ein- staklinga, viö getum oröiö geymt alla okkar þekkingu á tölvuheilum en þurfum aö leggja meiri rækt viö tilfinningar og skapandi starf.“ „Hef stundum velt fyrir mér hverjir hinir 1 eiginlega fötluðu séu“ „Eru margir starfandi kennarar í myndrænni tjáningu hér á landi og hvaö varö til þess aö þú fórst út í t>etta?“ „Ég veit um eina sem lokiö hefur prófi frá erlendum skóla. Þaö er erfitt aö segja hvaö varö þess valdandi aö ég fór út á þessa braut. Ég man ég sat einhverju sinni með eldspýtustokk milli handanna og varö starsýnt á fatl- aöa manninn meö hækjuna sem var á annarri hliöinni. Þá varð mér hugsaö til þess aö viö í Handíöa- og myndlistarskólanum höföum lít- ið lært um fatlaöa, þó þeir væru töluvert margir allt í kringum okkur. Mig langaöi til aö vita meira og kynnast fleiri hliöum tilverunn- ar, og skrifaöi því Heilbrigöisráöu- neytinu í London, þaöan var mér vísað á nokkra kennsluspítala í Gr. Ormond Street, þaðan fór ég síö- an og vann undir handleiöslu Cam- erons yfirlæknis á barnadeild Maudsley-geösjúkrahússins, sem var mjög þekkt sjúkrahús á þeim tíma. Síöar vann ég á fleiri spttöl- um í Bretlandi og víöar. Síöastliöin 9 ár hef ég veriö meira og minna á fyrirlestraferöum, tekiö þátt í al- þjóölegum barnalækna- og kenn- araþingum, fariö aö meöaltali á fjögur þing árlega.“ „Hefur þaö ekki verið kostnaö- arsamt?“ „Ég hef fengiö styrki úr ýmsum áttum, en auövitaö hefur oft veriö erfitt aö ná endum saman. Mér hefur fundist gaman aö geta lagt eitthvaö af mörkum á alþjóðlegum vettvangi og lít reyndar ekki á þaö sem mitt einkamál, það hlýtur aö vera gaman fyrir okkur Islendinga aö geta lagt eitthvaö af mörkum sjálf í staö þess aö þiggja sífellt af umheiminum. Stundum hefur mér fundist skilningur ráðamanna mjög takmarkaður á þessum málum og hef oft velt fyrir mór hverjir hinir eiginlega fötluöu séu á meöal okkar. Þaö hefur enginn efni á að loka augunum fyrir því athyglis- veröa sem kemur fram, verkin tala sínu máli og oft stangast geröir á viö fögur orö sem koma fram í ræöu og riti. „Erfitt að setja bros fólks og vellíðan upp í prósentutöflur" Myndræn tjáning styrkir athygli, hugmyndaflug, sjálfstæöa hugsun, næmni, forvitni, einbeitingu, sam- hæfingu hugar, augna og handa. Skapandi starf og myndræn tján- ing gerir einstaklinginn aö full- nægöari og sjálfstæöari persónu sem síöur þarf á því aö halda aö drekka frá sér dómgreind eöa bæta sér upp lífið og tilveruna meö vimuástandi sem getur leitt til fötl- unar, tjóns á sjálfum sér og öörum. Aö loknu ári fatlaöra er hætt viö aö umræðan minnki og hvaö stendur þá eftir? Viö veröum aö reyna aö rjúfa þá félagslegu fötlun sem fatlað fólk býr oft viö, þ.e. félagslega og menningarlega ein- angrun, veröum aö aöstoöa fatl- aða menn til aö komast í gang úti í samfélaginu og aöstoöa hina ófötl- uöu til að taka á móti þeim sem ekki er minna nauösynlegt. Því finnst mér full þörf aö halda verk- stæðunum áfram og byggja á þeirri reynslu sem þegar er komin. Árangurinn og markmiö tilrauna- verkstæðanna í ár voru ekki sér- hæfö aö þessu sinni, heldur mjög almenns eölis, félagsleg fyrst og fremst og líkleg til aö vera varan- leg til frambúöar, þaö held ég aö allir hugsandi menn sjái,“ sagði Sigríður aö lokum. „Mér finnst hér hafa veriö stigiö spor í rétta átt til aukins jafnréttis meöal fatlaöra og ófatlaðra, en það eru eflaust mis- jafnar skoöanir á því eins og ööru. Það er erfitt að setja bros fólks og velliöan undir mælistiku og upp í prósentutöflur eins og viö virðumst hafa svo mikið dálæti á um þessar mundir, en þaö eru þó einmitt þessi atriði sem eru mikilvæg í öllu mannlífi, hvort sem um er aö ræöa fatlaö fólk eöa ófatlaö." Snyrtivörur fyrir karlmenn, aukin notkun á síðustu árum Paglegt „Óöruvísí mér áður brá,“ sagöi miöaldra kona fyrir skömmu er hún frétti af aukinni snyrtivöru- notkun meðal karlmanna í dag. Ekki er laust viö að mörgum finn- ist skrítið að sjá málaða menn, en það ku þó vera tiltölulega al- gengt, sérstaklega meöal yngri kynslóðarinnar. Við hringdum af handahófi í nokkrar hárgreiöslu- og snyrtistof- ur og spuröumst frétta. Á einni hárgreiöslustofu viö Laugaveg fengum viö þær upplýsingar aö karlmenn kæmu þangaö í auknum mæli, ýmist til aö láta klippa hár sitt eða setja í sig permanent, en þaö er mjög vinsælt um þessar mundir. Þá höföum viö samband viö snyrtistofu í Bankastrætinu og spurðum hvort karlmenn kæmu þar meira nú en áöur. Þar var okkur sagt aö karlmenn væru aö vísu enn í minnihluta, en þó kæmu töluvert margir og greinilegt aö þeir leggöu meira upp úr húösnyrt- ingu nú en áöur, kæmu gjarnan í andlitsböö, nudd og þessháttar. Er við spuröum hvort þeir kæmu mik- ið til aö láta mála sig var okkur sagt aö þaö heyröi til undantekn- inga, þær væru stundum beönar um aö mála augnhár og augna- brúnir meö ekta lit, en aö ööru leyti héldu þær aö þeir máluöu sig frek- ar annars staöar. Aö lokum litum viö inn í eina snyrtivöruverslun og fengum aö sjá þær snyrtivörur sem standa karlmönnum til boða í dag. I versl- uninni var heill skápur undirlagöur snyrtivörum fyrir karlmenn, nú fást dagkrem, andlitsvötn, baöoliur, rakakrem og allt sem nöfnum tjáir að nefna fyrir bæöi kynin. Af- greiöslustúlkurnar sögöust eiga marga fasta viöskiptavini meöal karlmanna, en einnig væri algengt að konur keyptu snyrtivörur fyrir menn sina, þaö heföi í þaö minnsta veriö algengt nú fyrir jólin og ef- laust margir fengiö þessar vörur í jólagjöf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.