Morgunblaðið - 08.01.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.01.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1982 51 Afsteypa af Lennon + Nú or rúmt ár síðan poppsöngvarinn John Lennon dó og í tilefni af því kom meðal annars út bók um hann á íslensku. En vestur í Bandaríkjunum eru líka til menn sem vilja halda við minningu John Lennons. Brett-Livingstone Strong býr í Kaliforníu og er mikill aðdáandi popp- söngvarans. Hann strengdi þess heit, þeg- ar Lennon var skotinn, að gera afstevpu af átrúnaðargoði sínu og nú er hún loksins til, eftir sjö mánaða sleitulaust streð. Af- steypan á að fara á safn eitt, í Central Fark í New Vork, sem tetlunin er að koma á fót í minningu Bítilsins fyrrverandi... félk í fréttum Haldið heim + Séra Bronislaw Dabrowski veifar til vina sinna á flugvellinum í Róm á leið sinni heim. Bronislaw er hátt settur í pólsku kirkjunni og hafði verið í páfagarði að ræða um málefni lands síns við ráðamenn þar ... + Ronald Reagan, Bandarfkjaforseti, bregður sér stundum á búgarð sinn í Kaliforníu, þegar hann er orðinn þreyttur á Washington, og tekur þá jafnan með sér vinnuna. Hér sést hann veifa til fréttamanna úr forsetaþyrl- unni á leið til búgarðsins núna rétt fyrir áramótin, þar sem hann ætlaði að dvelja yfir daginn ... VITA KOMIN + Vita Andersen, hin danska, sem íslenskir rítdómarar hrósa í hásterkt og kannski fleiri, er komin til landsins ásamt manni sínum, Mogens Camre, sem er stjórnmálamaður í Danmörku og sósíaldemókrati. Birtum við hér mynd af þeim hjónum í tilefni heimsóknarínnar. Vita, sem meðal annars hefur skrifað bókina „Haltu kjafti og vertu sæt“, mun í dag sitja boð eitt mikið á Bessastöðum og ræða þar við forsetann um verk sín ... UMBOÐSMENN SÍBS REYKJAVÍK OG NÁGRENNI Aðalumboð, Suðurgötu 10, sími 23130. Halldóra Ólafsdóttir, Grettisgötu 26,sími 13665. Hreyfill bensínsala, Fellsmúla 24, sími 85632. Versl. Straumnes, Vesturbergi 76, sími 72800. S. í. B. S.-deildin, Reykjalundi, Mosfellssveit. Borgarbúðin, Hófgerði 30, sími 40180. Bókabúðin Gríma, Garðaflöt 16—18, Garöabæ, sími 42720. Sigríður Jóhannesdóttir c/o Bókabúð, Olivers Steins, Strandgötu 31, Hafnarfirði, sími 50045. HAPPDRÆTTI SIBS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.