Morgunblaðið - 08.01.1982, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.01.1982, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1982 35 um. Ef hann boröar meira fær hann magaverk og kastar upp. Hvenær gerðuð þið fyrstu aðgerðina af þessu tagi og hvernig hefur þetta reynst? Ingvar: Þaö var í desember fyrir rúmu ári. Viö höfum nú gert þessa aögerö á 6 konum og einum karlmanni. Allir hafa veriö a.m.k. helmingi þyngri en þeir eiga aö vera. Sá þyngsti var 126 kíló og hingað til hafa allir lést, nema tveir, sem ekki fylgdu reglum um rétt mataræöi eftir aögerö. Fleiri hafa leitaö til okkar en viö höfum lagt áherslu á aö þetta er engin hókus-pókus-aöferö til megrunar. Viö veitum einungis tæknilega aöstoö til aö fólk geti aukaverkunin, er hverfur venjulega eftir stuttan tíma meö réttum mat- arvenjum. Nú voru garnastyttingar töluvert algengar fyrir nokkru, hvað viljið þiö segja um þær? Hannes: Garnastyttingunum fylgdu töluveröar aukaverkanir, fólk gat boröaö jafn mikiö og áöur, en ef þaö hélt sömu neysluvenjum uröu hægöir örari, allt aö 15 sinn- um á dag, og miklir vindverkir fylgdu. Fólk hræddist þetta og fór smátt og smátt aö borða minna. Aö auki komu fyrir lifrarbilanir, nýrnasteinar, truflanir á söltum í líkamanum, vítamínskortur, liða- gigt og jafnvel heilatruflanir. hreinlega ekki boröaö of mikiö. Aögeröin sjálf er byrjun á langvar- andi framkvæmd sem sjúklingur- inn er ábyrgur fyrir aö mestu leyti sjálfur. Viö höfum mikla samvinnu viö matvælafræöinga og sjúkling- arnir fá leiöbeiningar og ráölegg- ingar um ákveöið mataræöi. Til dæmis fá þeir eingöngu maukfæöi fyrstu 10 vikurnar eftir aögerö. Viö reynum aö gefa öllum sem bestar upplýsingar fyrir að- gerö, teljum upp kosti, galla og áhættu. Sumir sem hafa ieitaö til okkar hafa hætt viö þegar þeir vissu aö þeir þyrftu aö vinna mikiö aö þessu sjálfir. Þá er einnig vert aö taka fram aö aögerðir á feitu fólki eru erfiöari en á ööru fólki og áhættan meiri, því er t.d. 5 sinnum hættara viö blóötappa en öörum eftir skuröaðgerð. Hverjar eru algengustu aukaverkanirnar? Ingvar: Fólki er hætt við upp- köstum á eftir, þaö er algengasta Ingvar: Ariö 1969 var haldin ráöstefna um ýmsar aögeröir i megrunarskyni. Kom þar m.a. fram aö um % þeirra sem gengist hafa í gegnum slíka aðgerö eru sjúkl- ingar aö meira og minna leyti eftir aðgerðina. Haldið þið að þessar aö- gerðir verði algengar? Ingvar: Þaö eru þegar nokkrir á biölista hjá okkur, en viö leggjum enn og aftur áherslu á aö þessi aögerö sem viö framkvæmum er fólki einungis hjálpartæki. Hannes: Þaö veröur sjálft aö vinna meö offituvandamáliö meö réttu mataræði á eftir til aö góöur árangur náist. Æskilegast er auö- vitaö aö hægt sé aö koma í veg fyrir offitu án aðgeröar. Ingvar: Aögerö á því aöeins rétt á sér að allt annaö ha{i veriö reynt, en þá getur hún líka gjörbreytt lifi þessa fólks. stórt karldýr, var alvarlega særð- ur og þaö blæddi úr ööru eyra hans. Hinir hvalirnir í hópnum höguöu sér þannig aö þeir lögö- ust upp aö sjúklingnum og gættu þess aö hann færi ekki á hliðina og sneri alltaf höföinu upp aö ströndinni. Á Dry Tortugas-eyjum gætir sjávarfalla lítiö og þess vegna fjaraöi aldrei alveg undan hvölun- um. Þeir heföu því getað synt á burt þegar þeir vildu en Watson segir, aö þá aðeins hafi einhver úr hópnum hreyft sig þegar frosk- kafari synti nálægt þeim með. öndunarpípu en í henni lét líkt og þegar hvalur reynir aö anda meö blástursopin full af vatni. Þegar þannig bar til kom einn hvalanna á vettvang, renndi sér undir manninn og bar hann upp aö ströndinni. Þaö var ekki fyrr en særöi hval- urinn hafði gefiö upp öndina, á þriöja degi eftir strandið, að hjöröin hélt aftur til sjávar. Á Nýja-Sjálandi er þaö algengt, aö búrhvalir syndi á land og dr. Watson, sem margoft hefur oröiö vitni aö slíkum atburöum, segir, aö þaö hefjist ávallt meö því aö aöeins einn sjúkur hvalur strandi í .............— DÝR fjörunni. Þegar þangaö er komiö sendir hann frá sér langdregiö neyöarkall og linnir ekki látum fyrr en öll hvalahjörðin er komin upp á ströndina. Eina leiöin til aö hindra þaö er aö drepa þann hvalinn, sem fyrstur kom á land. Dr. Lyall Watson segir, aö ástæöan fyrir þessum dapurlegu atburöum í lífi hvalanna sé sú ein- stæöa umhyggja, sem þeir beri hver fyrir öörum, og aö þaö sé sama hvaö valdi því, aö einn syndi á land, hinir komi á eftir vegna þess hve þeir eru bundnir sterk- um félagslegum og tilfinninga- legum böndum. Þegar hvalir lenda uppi á strönd geta þeir ekki lengur hald- iö eölilegu jafnvægi, fara á hliöina og eiga þá á hættu aö drukkna þegar blástursholurnar eru undir vatni. Þeir hvalir, sem fylgja veik- um félaga sínum upp aö strönd- inni, gera þaö til þess aö halda honum á réttum kili og þaö reyna þeir þangaö til hann jafnar sig eöa deyr. Dr. Watson segir, aö þessir miskunnsömu Samverjar í sjávar- djúpunum láti sig engu skipta hvort þeir beri sjálfir beinin viö líknarstarfiö. — sv (Observer) © Námskeiö í almennri framkomu og snyrt- ingu. Leiöbeint verður við hreyfingar, fataval, mataræöi, hárgreiöslu o.fl. Kennt veröur eftir hinu brezka kerfi, Young Londoner og munu færustu sérfræöingar leiöbeina um öll þau atriöi sem fyrir veröa tekin. Kennsla hefst mánu- daginn 11. janúar. Inn- ritun og upplýsingar í síma 38126, frá klukkan 19—22 alla daga, þessa viku. Hanna Frímannsdóttir. Message rafmaqns- ritvélar Litla Message 860 ST rafmagnsritvélin er alvöru ritvél. Letur- borðið er fullkomið með dálkastilli. Vélin er stöðug og traust, en tekur þó sáralítið pláss. Message 990CR er eins byggð og 860 ST vélin en hefur leið- réttingarborða að auki. Message 860 ST eða 990 CR er tilvalin ritvél fyrir minni fyrir- tæki, í skólann eða á heimilið. Verðið er ótrúlega hagstætt. vMlCjý^ SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. % Hverfisgötu 33 — Slmi 20560 — Pósthólf 377 Reykjavík ÓSA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.