Morgunblaðið - 03.02.1982, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1982
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.35 Á vettvangi. Stjórnandi þátt-
arins: Sigmar B. Hauksson.
Samstarfsmaður: Arnþrúður
Karlsdóttir.
20.00 Nútímatónlist. I'orkell Sig-
urbjörnsson kynnir.
20.40 Bolla, bolla.
21.15 Einsöngur í útvarpssal. Frid-
björn G. Jónsson syngur lög eft-
ir Jón Laxdal, Jónas Frið-
bergsson, Gunnar Thoroddscn,
Eyþór Stefánsson, Sigvalda
Kaldalóns og Karl O. Runólfs-
son. Guðrún A. Kristinsdóttir
leikur med á píanó.
21.30 Útvarpssagan: „Seiður og
hélog“ eftir Ólaf Jóhann Sig-
urdsson. Þorsteinn Gunnarsson
leikari les (5).
22.00 Franki Valli, John Travolta
o.fl. syngja og leika lög úr
kvikmyndinni „Grease“.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins. Orð
kvöldsins.
22.35 íþróttaþáttur Hermanns
Gunnarssonar.
22.55 Kvöldtónleikar. „Constort-
ium Classicum“-flokkurinn
leikur.
a. Tríó í a-moll op. 114 eftir Jo-
hannes Brahms.
b. Sextett eftir hans Pfitzner.
(Hljóðritun frá útvarpinu í Bad-
en-Baden.)
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
MIÐVIKl'DAGIJR
3. febrúar
18.00 Barbapabbi
Endursýndur þáttur.
18.05 Bleiki pardusinn
Tíundi þáttur. Bandarískur
teiknimyndaflokkur. l’ýðandi:
Jóhanna Jóhannsdóttir.
18.25 Furðuveröld
Fjórði þáttur. Bjarndýr — Kon-
ungur óbyggðanna. hýðandi:
Óskar Ingimarsson. 1‘ulur:
Kristján R. Kristjánsson.
18.45 Ljóðmál
Fjórði þáttur
Enskukennsla fyrir unglinga.
19.00 Hlé
19.45 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.35 Vaka
í þcssum þætti verður fjallað
um vamtanlega viðburði í tón-
ILstarlífínu. Umsjón: Bergljót
Jónsdóttir. Stjórn upptöku: Við-
ar Víkingsson.
21.05 Fimm dagar í desember
Annar þáttur. Sænskur fram-
haldsmyndaflokkur í sex þátt-
um um mannrán og hcrmdar-
verkamenn. hýðandi: hrándur
Thoroddsen.
21.45 Stiklur
Endursýning
Sjötti þáttur. Börn náttúrunnar.
Endursýndur þáttur frá 25. des-
ember.
22.45 Dagskrárlok
Bolla, bolla
kl. 20.40:
Ungl-
ingar og
músík
Á dagskrá hljóðvarps kl.
20.40 er „Bolla, bolla“ —
þáttur með léttblönduðu
efni fyrir unglinga. Stjórn-
endur eru Sólveig Hall-
dórsdóttir og Kðvarð Ing-
ólfsson.
„Gestir vikunnar eru að
þessu sinni Hildur Ei-
ríksdóttir, sem sér um Lög
unga fólksins og Páll
Þorsteinsson. Við ætlum
að reyna að etja þeim dá-
lítið saman,“ sagði Sólveig,
er Mbl. innti hana eftir
efni þáttarins. „Við mun-
um ræða við þau um störf
þeirra hjá útvarpinu og
einnig verður rætt um
unglinga og músík, hvers
konar tengiliður hún er
meðal unglinga.
Svo verður fluttur annar
hluti framhaldssögunnar,
sem byrjaði eftir áramót,
— hún er samin af hlust-
endum og höfum við fengið
þó nokkuð af bréfum í
sambandi við hana.
Loks munum við fjalla
dálítið um próf, við höfum
rætt við nokkra krakka um
tilgang prófa og munum
fjalla um próf frá ýmsum
sjónarhornum."
Húsavík:
Vel heppn-
aðir tónleik-
ar Tónlist-
arskólans
llúsavík, I. fehrúar.
KENNARAR Tónlistarskólans á
Húsavík efndu til tónleika í
Húsavíkurkirkju í gær.
Voru flytjendur þessir:
Hólmfríður Benediktsdóttir,
sem söng einsöng, Kristín Th.
Gunnarsdóttir lék á fiðlu,
David Roszoe lék á píanó og
Ulrik Olason, skólastjóri Tón-
listarskólans lék á orgel. Efn-
isskráin var fjölbreytt og góð-
ur rómur gerður að flutningi
listafólksins. Fréttaritari
Á dagskrá sjónvarps kl. 18.25 er fjórði þáttur „Furðuveraldar“ og er þar
greint frá bjarndýrum og lífsháttum þeirra.
Sjónvarp kl. 18.25:
Bjarndýr — Kon-
ungur óbyggðanna
Á dagskrá sjónvarps kl. 18.25
er fjórði þáttur „Furðuveraldar"
og nefnist hann „Bjarndýr —
Konungur óbyggðanna". Þýð-
andi er Oskar Ingimarsson og
þulur Kristján R. Kristjánsson.
I þættinum er fjallað um
hinar fjölmörgu tegundir
bjarndýra sem lifa víða um
heim — allt frá heimskauti til
hitabeltis. Sýndir eru lífshætt-
ir bjarndýra og gerð grein fyrir
þeirri hættu sem mönnum
stafar af sumum tegundum. Þá
er einnig greint frá tömdum
bjarndýrum sem sýna listir
sínar í þessum þætti.
Sjávarútvegur og siglingar:
Stiklað á atriðum er
varða sjávarútveginn
Á dagskrá hljóðvarps kl. 10.30
er þátturinn „Sjávarútvegur og
siglingar** í umsjón Ingólfs Arnar
sonar.
„I þættinum verður stiklað á
nokkrum atriðum og má segja að
þau séu sitt úr hverri áttinni. Öll
þessi atriði tel ég áhugaverð
fyrir þá sem láta sig einhverju
varða málefni sjávarútvegsins,”
sagði Ingólfur er Mbl. innti hann
eftir efni þáttarins. „í máli mínu
kemur m.a. fram að Norðmenn
hófu veiðar í Barentshafi 12.
janúar sl. og stefna þeir að 550
þús. tonna veiði. Þá kemur fram
að Norðmenn veiddu rúml. 91
þús. tonn af loðnu á síðastliðnu
sumri við Jan Mayen — og er
það um 10 þús. tonnum meira en
veiðikvóti þeirra leyfði en þenn-
an afla veiddu þeir á einni viku.
Með tilliti til þess að kolmunni
er að verða mjög vinsæl fiskaf-
urð til manneldis greini ég frá
því að Færeyingar eru komnir í
gang með stórframkvæmdir á
þessu sviði. Þá verður fjallað um
möguleika á stórframleiðslu í
sambandi við fiskúrgang og bent
á að í rækjuúrgangi, sem jafnvel
er hent á hauga í þúsundum
tonna, kunna að leynast miklir
möguleikar fyrir okkur íslend-
inga. Að lokum greini ég frá
merkri tilraun sem gerð var
fyrir mörgum árum um geymslu
á fiski um borð í skipum og þar
kunna einnig að leynast góðir
möguleikar sem kæmu að gagni
nú til dags.
Ingólfur Arnarson
A OLLUM HÆÐUM I TORGINU
B4TN/4ÐUR Á
AWA FJÖLSKYLDUN4
Austurstncti 10
sími: 27211