Morgunblaðið - 03.02.1982, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1982
19
uppi um fjöll í leit að vikri. Guð-
mundur Karl Pétursson, yfirlækn-
ir á Akureyri, skar hann upp og
tók úr honum 7 rif, í tveim aðgerð-
um. En þar með var ekki öllu lok-
ið. Hann fór til Noregs sumarið
1951 sér til lækninga. Var skorinn
þar upp í sjúkrahúsi í Osló og þar
var annað lungað fjarlægt. Eftir
erfið veikindi þar ytra kom
Sveinbjörn heim aftur og tók við
fyrri störfum. En ekki var hans
sjúkrasaga á enda. Árið 1964
veiktist hann enn á ný og þá kom-
ur til kasta Snorra Hallgrímsson-
ar prófessors, þess mæta manns.
Hann skar burtu meinsemd í
maga, sem tókst vonum framar.
Þegar Guðlaug, tengdadóttir
Sveinbjörns, hringdi til mín að
kvöldi laugardagsins 23. janúar og
tilkynnti mér að Sveinbjörn hefði
veikst um nóttina og lægi nú á
skurðarborði í Landakotsspítala,
varð mér hverft við. Ég þóttist
vita að alvara væri á ferð. Eftir
tvo sólarhringa var hann allur. Nú
fannst mér fokið í flest skjól.
Heimili þeirra hjóna hafði um
áratugi verið mér öruggt athvarf,
ef eitthvað amaði að. Þar hafði ég
einnig átt margar gleðistundir.
Oft var ég þar daglegur gestur
þegar þau áttu heima á Bárugötu
10, en þar var heimili þeirra
fyrstu 10 árin í Reykjavík. Eg var
þá til húsa að Sólvallagötu 12. Nú
var þessu öllu lokið. Nokkru eftir
andlát Sveinbjarnar talaði ég við
konu, sem hefur þekkt hann frá
því hann kom ungur maður frá
Noregi. Ég spurði hana, er
Sveinbjörn barst í tal, hvað henni
hefði fundist mest áberandi í fari
hans. Hún svaraði samstundis:
Bara allt gott, ég hef aldrei kynnst
betri manni. Undir þau orð vil ég
taka, þegar leiðir skilja. Því eng-
inn óskyldur hefur reynst mér og
mínum nánustu betur en hann og
fyrir það vil ég þakka.
Sveinbjörn bar mikla umhyggju
fyrir heimili sonar síns. Ekkert
var ofgert fyrir hann og sonar-
börnin. Hjá þeim var hugurinn til
hinstu stundar. Þótt dagarnir
væru oft erilsamir og hann gengi
þreyttur til hvílu, er ég viss um að
hann hefur aldrei látið hjá líða að
biðja Guð að blessa allt sitt fólk.
Um leið og ég sendi öllum ætt-
ingjum hans innilegar samúð-
arkveðjur, vona ég að góðar bænir
hins látna heiðursmanns fylgi
þeim í lengstu lög.
I Guðs friði.
Hulda Á. Stefánsdóttir
í dag kveð ég Sveinbjörn Jóns-
son, fyrrum forstjóra og til hinsta
dags stjórnarformann Ofnasmiðj-
unnar hf. Ég kveð hann með þeim
trega sem ávallt fylgir þegar þeir
sem yfir meðalmennskuna gnæfa,
hverfa úr hópnum og skilja eftir
sig skarð sem virðist svo ófyllan-
legt við leiðarlok og við hugsum til
alls þess sem hann hefði áorkað ef
hann aðeins hefði mátt fylgja
okkur nokkur spor enn, því þrátt
fyrir árin, nær 86, var hugmynda-
ríki og eldmóður brautryðjandans
langt umfram flesta samtíðar-
menn hans sem yngri voru að ár-
um.
Um leið og ég kveð Sveinbjörn,
vil ég þakka þá gæfu að hafa feng-
ið að ganga með honum síðasta
spölinn og fá að kynnast stór-
brotnum persónuleika hans og
nema þá sögu af hans vörum sem
nú verður að mestu að eilífu glöt-
uð, sögu mikilla átaka, stórra
sigra jafnt sem mikilla vonbrigða,
en aldrei uppgjafar eða vonleysis,
því Sveinbjörn var sú manngerð
sem ekki lét bugast við mótlæti,
heldur stæltist við hverja raun og
var ávallt reiðubúinn til að vinna
að hugmyndum sínum og hvergi
banginn við fangbrögð svo ólíkra
viðfangsefna, svo sem viðarheimtu
úr Dumbshafi, beislun orku úr
hrauni Heimaeyjar, vikurvinnslu
á Snæfellsnesi, að ekki sé nefndur
allur sá fjöldi verkefna sem hann
vann að á sviði iðnaðarmála, og nú
síðast draumurinn um nýtingu
brotajárns í íslenskri stálbræðslu.
Sveinbjörn Jónsson var löngu
landskunnur maður, ekki eins og
margir aðrir, fyrir hávaða á
Sjá nánar bls. 22
NORDMENDE
nordíDende
FEBRÚAR-TILBOÐ
frá kr.2000. — út og
eftir-
mánuðum
Stærö Veró
14“ 8.280
20“ 11.900
22“ 12.500
27“ 14.500
Lágmarks
Stgr. útborgun
7.866 2.000
11.300 2.500
11.875 3.000
13.775 3.500
stöðvar á
litasjónvörp eru öll útbúin meö System
kalt 3-kælikerfinu, sem eykur endinguna
verulega.
eru engin venjuleg tæki.
Verslið í sérverslun
með litasjón-
vörp og hljómtæki.
SKIPHOLTI 19 SIMI 29800