Morgunblaðið - 19.02.1982, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1982 37
-------------------------------------------------------------------------------------- ,
FJÖLSKYLDAN
!
i
\
!
telur hann enga nauðsyn og alls
ekki eðlilegt að foreldrar segi alltaf
og einvörðungu eitthvaö jákvætt
hvort um annaö. Óhugsandi er að
foreldrar sem skilja hafa eingöngu
jákvæöar hugmyndir hvort um
annað. Barnið verður bara ringlað,
fyllist vantrausti í garð foreldranna
og spyr: „Hver vegna voruð þið þá
að skilja?“
Tilfinningalegt
öryggi barna
Gardner leggur áherslu á tilfinn-
ingalegt öryggi barnsins. Börn
fráskilinna foreldra efast oft um til-
finningar foreldranna, sum eru
jafnvel hrædd við sínar eigin til-
finningar. Höfundur bendir á aö
ekkert sé eölilegra en bæöi börn
og foreldrar hafi blandnar tilfinn-
ingar sín í millum, finna til vænt-
umþykju, reiði, ótta, einmanaleika,
jafnvel haturs í garö hvors annars.
Nauösynlegt er aö viöurkenna allar
þessar tilfinningar, en þegar um er
að ræöa ástarsamband eða inni-
lega vináttu finnur fólk oftar til ást-
ar en annarra tilfinninga. En hvern-
ig eiga börn aö komast aö raun um
hvort foreldrum þyki mikið eöa lítiö
vænt um þau? Höfundurinn bendir
á nokkrar leiðir. Ein leiöin er sú aö
athuga hversu oft foreldriö vill vera
með börnunum. Einstæöir foreldr-
ar verða oft aö vinna talsvert mikiö
til að framfleyta sér og börnum
sínum. En hér er ekki átt viö þann
tíma sem fer í vinnu, heldur merkir
þetta aöeins hvort foreldri reyni aö
vera hjá börnunum eins oft og þaö
getur. Ef foreldri sem býr ekki á
heimilinu lætur sjaldan í sér heyra
getur þaö bent til þess aö þvi þyki
ekki mjög vænt barn sitt. Önnur
aöferð er aö athuga hvaö foreldri
leggur mikiö á sig til aö hjálpa
börnum sínum ef þau eiga viö
vandamál aö stríöa. Ástríkt foreldri
leggur mikiö á sig til aö hjálpa
börnum sínum þegar þau þurfa á
þvi aö halda, og eru áhyggjufull og
skilningsrík þegar þau eiga erfitt.
Einn ein leiö er aö fylgjast meö því
hversu ánægöir foreldrar eru meö
framfarir barna sinna. Ef þeir láta
sér fátt um finnast eöa muldra
oftast eitthvaö til svars, þá kann
aö vera að þeim þyki ekki mjög
vænt um börn sín. Ást foreldra lýs-
ir sér einnig í því hve mikið og oft
þeir vilja snerta eöa faöma börn
sín. Höfundur bendir á ýmislegt
fleira í þessu sambandi, tekur m.a.
fram aö þótt foreldri reiöist eöa
nöldri nokkrum sinnum á dag,
þurfi þaö ekki aö merkja aö þeim
þyki ekki vænt um börn sín, en ef
foreldri er hins vegar reitt viö barn
sitt meirihluta dagsins þykir því
trúlega lítiö vænt um barniö.
Höfundur bendir á aö ef barniö
telur sig hafa komist aö þeirri
niöurstööur aö foreldri þyki ekki
vænt um þaö, skuli þaö athuga
hvort laga megi sambandiö á ein-
hvern hátt. Ef það gangi ekki, er
barninu ráölagt aö leita til þeirra
sem vilja sýna ást og hlýhug, hvort
sem þaö eru vinir, ættingjar eöa
aörir. „Reyniö ekki að kreista vatn
úr steini," segir Gardner, „ef þiö
fáiö ekki þær tilfinningar sem þiö
þurfið, leitiö þeirra þá annars staö-
ar.“
Þá talar Gardner um reiöihugs-
anir og reiöitilfinningar, og hvernig
börnin geta unniö meö þær. Mörg
börn einstæðra foreldra óttast aö
vera skilin ein eftir, eru hrædd um
aö foreldri þeirra veikist eöa deyi
frá þeim. Bent er á aö þótt foreldr-
arnir búi ekki saman, eiga börnin
samt sem áöur enn tvo foreldra og
ættingja sem þau gætu veriö hjá ef
eitthvað kæmi fyrir. Einnig er rætt
um stjúpforeldra, samverustundir
meö foreldrunum, og þar leggur
höfundur áherslu á aö barniö eigi
persónulegar samverustundir meö
báöum foreldrum, þvi oft vill
brenna viö aö þaö foreldri sem
flytur af heimilinu, í flestum tilfell-
um faöirinn, leggi meiri áherstu á
bíóferðir og ýmsar skemmtanir en
góöu hófi gegni.
Hér hefur eingöngu veriö drepið
á helstu atriöi bókarinnar. Höfund-
ur leggur reyndar áherslu á að
börn lesi bókina ásamt foreldrum
sínum og þau ræöi málin í samein-
ingu.
Sigrún Júlíusdóttir ritar eins og
áöur segir formála aö bókinni. Hún
var spurð hvort höfundurinn heföi
unnið mikiö meö börn fráskilinna
foreldra. Sigrún sagöi aö Gardner
heföi áratugalanga reynslu í þess-
um málefnum. Hann hefur skrifaö
fjölda bóka, m.a. bók foreldra um
skilnaö og bók barnanna um sam-
búö með einu foreldri. „Þetta er
eina bókin sem komið hefur út hér
á landi um þetta efni, að vísu er
rætt um skilnaöi i Uppeldishand-
bókinni, en hún er ekki skrifuð sér-
staklega fyrir börn.“ En hvert getur
fólk snúiö sér sem á í erfiðleikum í
sambandi viö skilaö? Sigrún sagöi
aö starfandi heföi veriö fræösla og
umræöuhópar um skilnaöi á veg-
um göngudeildar geðdeildar Land-
spítalans. Þessir hópar eru starf-
andi hér innan heilbrigöiskerfisins ■
en erlendis t.d. í USA eru slíkir
hópar jafnframt starfandi á vegum
einkaaðila. Meðal þess sem fjallað
er um á þessum hópfundum er
fræösla um skilnaöi og skil-
greiningar og tölur um fjölda skiln-
aöa. Þá er fjallaö um skilnaö sem
áfall eöa kreppu sem einstakling-
urinn lendir í, rætt um breytta
sjálfsímynd og stööubreytingu, til-
finningalega upplifun og þá for-
dóma sem fráskilið fólk og börn
þeirra mætir í samfélaginu. Þá er
fjallaö um tengsl viö vini, tengda-
fólk og kunningja, áhrif skilnaöar á
börn, tilfinningalega stööu barna
eftir skilnaö, hlutverk barna í
tómstundum foreldra og hvernig
hlutirnir eru útskýröir fyrir börnun-
um. Aö lokum er fjallaö um núver-
andi stööu, væntingar og hug-
myndir, hvort lífið sé búiö eöa bara
rétt aö byrja.
Sigrún sagöi aö þessi námskeiö
væru haldin til aö fólk geröi sér
grein fyrir hvers vegna hlutirnir
heföu ekki gengiö upp, og meö því
móti væri hægt aö koma í veg fyrir
aö svipaðir atburðir endurtækju
sig.
:
111 i i i t i i i i
> i > iiiiiiii
> 1111111111 j
> 11 i i 111 »i il
111 1 t 1 I i J 1 1 1
i 11 immi
§ððt|Í
* 1
I