Morgunblaðið - 19.02.1982, Síða 11

Morgunblaðið - 19.02.1982, Síða 11
HVAB ER AÐ GERAST UM HELGINA? MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1982 43 Grímudansleikur Styrktarfélag vangefinna heldur grímu- dansleik fyrir þroskahefta í Tónabæ laugar- daginn 20. febrúar kl. 20—23.30. Skemmtiat- riöi. Góð verölaun veitt fyrir bestu buningana. Aögangur ókeypis. í Norræna húsinu Bandaríski cellóleikarinn Warren Stewart heldur hljómleika í Norræna húsinu þ. 24. febrúar kl. 20.30. Hr. Stewart stundar nám viö einleikaradeildina á „Det Kongelige danske Musikkonservatorium" í Kauþmanna- höfn, og vinnur þar með próf. Erling Blöndal Bengtson. Hann er útskrifaöur frá „The Eastman School of Music", og hefur lært meö Paul Katz og Laurence Lesser. Hann hlaut styrk frá The George C. Marshall Scholarship til náms í Danmörku. Warren Stewart mun kynna dagskrá fyrir cellóeinleikara, sem inniheldur svítu nr. 5 í c-moll eftir J.S. Bach, nýtt verk eftir Karlheinz Stockhausen með titilinn In Freundschaft og aöra svítu Benjamíns Britten. Celló-útgáfan af verki Stockhausens, sem upphaflega var skrifuö fyrir klarinettu, varö til úr samvinnu Stewarts og tónskáldsins í janú- ar 1981. Áframhaldandi samvinna þeirra hef- ur skapaö nýtt verk, einnig upphaflega ætlaö fyrir klarinettu, meö titilinn Amour, sem enn hefur ekki verið flutt opinberlega. Sólarkvöld í Súlnasal Skemmtikvöld Samvinnuferða/Landsýnar hefjast aö nýju í Súlnasal Hótel Sögu næst- komandi sunnudag og veröa á hverjum sunnudegi fram á sumar. Þetta fyrsta sólarkvöld ársins veröur sumaráætlun Samvinnuferða/Landsýnar kynnt með nýjum feröabæklingi og frumsýn- ingu kynningarkvikmynda, skemmtiatriöi veröa aö vanda og aö sjálfsögöu spilaö ferðabingó. Matargestir á Sólarkvöldum í vetur eru sjálfkrafa þátttakendur í happdrætti þar sem vinningur er sólarlandaferö fyrir tvo að verö- mæti 20.000 kr. Dregið verður á lokahátíðinni 7. maí. Næstu sólarkvöld: 28. febrúar Grikk- landskvöld. 7. mars Riminikvöld. 14. mars Rútuferðakvöld. 21. mars Danmerkurkvöld. 28. mars Torontokvöld. 4. apríl Júgóslavíu- kvöld. Rúrí í Nýlistasafninu Föstudaginn 19. febrúar veröur opnuö sýn- ing á verkum eftir Rúrí í húsakynnum Nýlista- safnsins aö Vatnsstíg 3B, Reykjavík. Þetta er fyrsta einkasýning Rúríar á Islandi, en hún hefur áður haft þrjár einkasýningar erlendis. Hún hefur auk þess tekið þátt í fjölda samsýninga heima og erlendis og jafn- framt flutt fjölda performansa (gerninga). Verkin á þessari sýningu eru frá árunum 1979—1982, en hafa ekki verið sýnd fyrr á Islandi. Öll verkin flokkast undir þrívíöa myndlist, og eru flest þeirra unnin í gler, en jafnframt sýnir hún eitt umhverfisverk (envir- onment). Sýningin stendur til 28. febrúar og er opin virka daga kl. 16—22 en kl. 14—22 um helg- ar. Fjölskyldudagur hjá KFUM og KFUK SUNNUDAGINN 21. febrúar veröur sérstak- ur fjölskyldudagur í húsi KFUM og K viö Holtaveg í Reykjavík. Húsiö verður opnaö kl. 14:30 og frá kl. 15 er gestum gefinn kostur á veitingum. Félagar deilda er starfa og halda fundi sína á Holtavegi eru velkomnir ásamt foreldrum eöa öörum aöstandendum og systkinum. Klukkan 17 verður siöan samvera í umsjá barna og unglinga sem starfa á staönum og er þar ýmislegt á dagskrá. Útivistarferðir Flúöir í kvöld kl. 20.00. Aö þessu sinni er helgarferð Utivistar að Flúöum í Hrunamannahreppi. Lagt veröur af stað frá Umferöarmiðstööinni aö vestanverðu í kvöld kl. 20.00. Eins og jafnan áöur veröur gist í Skjólborg. Á laugardaginn veröur gengiö á Miðfell og Galtafell en um kvöldiö veröur kvöldvaka meö dansi og söng. Á heimleiðinni á sunnudaginn verður gengiö á Vörðufell ef veöur og aðrar aöstæöur leyfa. Örfá sæti eru enn laus því plássiö er takmarkaö. Fararstjóri Kristján M. Baldursson. Sunnudag 21. febr. kl. 11.00. Hellisheiöi — Hengladalir. Skíöaganga meö Þorieifi Guð- mundssyni. Ef veður leyfir veröur komiö að heita læknum í Innstadal og gefst fólki kostur á aö baöa sig þar. Sunnudag 21. febr. kl. 13.00. Álftanes. Létt strandganga fyrir alla fjölskylduna meö Jóni I. Bjarnasyni. Farið frá B.S.I. aö vestanveröu. Frítt f. börn meö fullorðnum. Sjáumst. Fjögur leikrit hjá LR í kvöld, föstudagskvöld, er leikritið Rommí eftir D.L. Coburn á fjölunum í lönó. Sýningar eru aö nálgast 130 og eru nú aöeins örfáar sýningar eftir á þessu verki, sem þau Gísli Halldórsson og Sigríöur Hagalín leika í. Ann- að kvöld er svo sýning á Jóa Kjartans Ragn- arssonar, sem nú hefur veriö sýndur nær 50 sinnum. Meö stærstu hlutverk í Jóa fara Jó- hann Sigurðarson, Hanna María Karlsdóttir og Siguróur Karlsson. Á sunnudagskvöldiö er 9. sýning á Sölku Völku eftir Halldór Laxness í leikgerö Stefáns Baldurssonar og Þorsteins Gunnarssonar. Þar fara með stærstu hlutverk Guðrún Gísla- dóttir (Salka), Margrét Helga Jóhannsdóttir (Sigurlína), Þorsteinn Gunnarsson (Steinþór) og Jóhann Sigurðarson (Arnaldur). Þá er að venju miðnætursýning í Austur- bæjarbíoi annaö kvöld á revíunni Skornum skömmtum eftir Jón Hjartarson og Þórarin Eldjárn. Revían er nú breytt og endurbætt í Ijósi nýlegra atburða þjóólifsins. Tólf leikarar koma fram í sýningunni, meóal þeirra Gísli Halldórsson, Gísli Rúnar Jónsson, Sigríöur Hagalín, Helga Þ. Stephensen, Guömundur Pálsson, Soffía Jakobsdóttir og Aöalsteinn Bergdal. Ferðafélag íslands Skíðagönguferð í Bláfjöll Sunnudaginn 21. febrúar kl. 10.30 veröur skíöagönguferó í Bláfjöll en þaö er eina svæöiö sem hægt er aö treysta á meö nægan snjó. Áætlaö var aö ganga frá Bláfjöllum á skíðum í Grindaskörð, en hlýindin þessa viku eyöilögóu þaö, en sú gönguleió veröur höfö í huga seinna, ef snjór verður nægur. Kl. 13 á sunnu- daginn verður gengió á Stóra-Meitil, sem er liólega 500 m á hæö. Miðvikudaginn 24. febrúar kl. 20.30 veröur kvöldvaka Feröafélagsins aö Hótel Heklu. Arn- þór Garöarsson, prófessor, fjallar um lifríki Mý- vatns i máli og myndum. Myndagetraun verður að venju og verölaun veitt. Þjóðleikhúsið: Amadeus aftur í gang Sýningar á Amadeus eftir Peter Shaffer hafa legiö niöri nú um nokkurt skeið, en hefj- ast að nýju um þessa helgi. Sýningar eru í kvöld (föstudag) og á sunnudagskvöld. Aöeins ein sýning veröur um þessa helgi á Húsi skáldsins eftir Halldór Laxness, i leik- gerð Sveins Einarssonar, og veröur hún laug- ardagskvöld kl. 20.00. — Hjalti Rögnvalds- son, Briet Héðinsdóttir og Gunnar Eyjólfsson leika. Gosi eftir Collodi í leikbúningi Brynju Benediktsdóttir veröur á fjölunum á laugar- dag og sunnudag. Fólk er beöiö aö athuga aö sýningin á sunnudag hefst fyrr en venja er, eða kl. 14.00. Og Kisuleikur eftir István Örkény á Litla sviöinu er á dagskrá á sunnudagskvöldiö kl. 20.30. Kvikmyndasýning Germaníu: Nýjar fréttir af Rummungi ræningja Á laugardaginn kl. 5 efnir félagiö Germanía til kvikmyndasýningar í Tjarnarbíói. Sýnd veröur kvikmyndin „Neues vom Ráuber Hotzenplotz", nýjar fréttir af Rummungi ræn- ingja. Rummungur ræningi á sér aódáendur á islandi eftir aö Helga Valtýsdóttir geröi hann frægan meö lestri sínum í Morgunstund barnanna fyrir rúmum áratug. Hér er á ferö- inni fjölskyldumynd. Aögangur er ókeypis og öllum heimill. „Eru hinir dauðu virkilega dánir?“ Bengt Lillas, finnskur fyrirlesari, flytur fyrir- lestur á sunnudaginn kl. 17.00 í Aðventkirkj- unni sem hann nefnir „Eru hinir dauöu virki- lega dánir?" Fjallar hann eins og nafniö bendir til um líf eftir dauóann. Allir eru vel- komnir. „Landmanna- leitir“ á Hellu i Hellubíói á Hellu verður á föstudags- kvöldiö kl. 21.00 sýnd myndin „Landmanna- leitir" eftir Guölaug Tryggva Karlsson. Hefur kvikmyndin undanfariö veriö höfð til sýninga i félagsheimilum á Suóurlandi. Húsgagnasýningu lýkur Á sunnudagskvöldió nk. lýkur húsgagna- sýningu Dananna Rud Thygesens og Jonny Sörensens á Kjarvalsstööum. Húsgögn þess- ara tveggja húsgagnaarkítekta hafa veriö sýnd á sérsýningum um víöa veröld. sýningin er opin frá 14.00 til 22.00 og er aógangur ókeypis. Alþýðuleikhúsið: Don Kíkóti og Sankó Pansa Alþýóuleikhúsiö i Hafnarbíói sýnir á föstu- dagskvöldiö „Elskaðu mig" kl. 20.30. „Illur fengur" er á laugardaginn kl. 20.30 og „Súrmjólk með sultu“, ævintýri í alvöru verö- ur sýnt á sunnudaginn kl. 15.00. Þá verður „Elskaöu mig" sýnt aftur á sunnudaginn kl. 20.30. Æfingar standa nú yfir í Alþýðuleikhús- inu á harmþrungnum gamanleik sem segir frá ferðalögum þeirra kumpána Don Kíkóta og Sankó Pansa og baráttunni við vindmyllurn- ar. Sýningu Guörúnar Auðunsdóttur lýkur í Langbrók lýkur sýningu Guörúnar Auö- unsdóttur á tauþrykki laugardaginn kl. 18.00. Veggmynda- sýningu lýkur á Kjarvalsstöðum Nú um helgina lýkur sýningu Gunnsteins Gíslasonar á veggmyndum á Kjarvalsstööum, en þar sýnir hann 20 myndir unnar i múrristu. Leikbrúðuland Á sunnudaginn 21. febr. kl. 15.00 verða v/ndir leikbrúóuþættirnir „Hátíð dýranna" og „Eggið Ijans Kiwi" aö Fríkirkjuvegi 11. Sala hefst kl. \3 á sunnudag. „Solaris“ í MÍR“ Sunnudaginn kl. 16.00 verður sýnd myndin „Solaris" eftir Andrei Tarkovskí, en hún er frá árinu 1972. Myndin er byggö á einni af vísindaskáldsögum Pólverjans Stanislavs Lem, en aöalleikendurnir eru: Donatas Ban- ionis, Natalja Bondartsjúk, Anatolí Solonitsyn og Júri Javert. Taliö i myndinni er á ensku. „Betra líf í bænum“ „Betra líf í bænum" nefnist kynning sem umhverfismálanefnd Sjálfstæöisflokksins gengst fyrir í Valhöll, og hefst kl. 14.00. Svip- uö kynning var á ári fatlaöra. i vestursal Val- hallar kynnir fjöldi félaga og samtaka sem tengjast umhverfismálum starfsemi sína í sýningarbásum en í austursal eru flutt stutt erindi frá kl. 15.00. í kjallarasal veröa sýndar myndir og kvikmyndir frá félögunum. Kaffi- veitingar veröa á staönum og allir eru vel- komnir. Febrúarmót Samhygðar Sunnudaginn 21.02. nk. veröa svonefnd Febrúarmót Samhygöar haldin á þremur stööum í Reykjavík og hefjast þau kl. 20.30. Mótin veröa haldin á eftirtöldum stööum: í fundarsal Starfsmannafél. Sóknar að Freyju- g. 27, í fundarsal Flugleiöastarfsmanna aö Síöumúla 11 og í fundarsal Meistarasam- bands byggingarm., Skipholti 70. Á dagskrá er bæði gaman og alvara og má þar nefna kynningu á Samhygö, leikþætti, upplestur, Ijóö- og tónlist, kaffi o.fl. Öllum er heimil þátttaka, lika börnum. Megináhersla i starfi Samhygðar er lögö á aö bæta samskipti og tengsl fólks og mun veröa fjallaö um þaö á mótunum hvernig vinna megi skipulega aö því. Garðaleikhúsið sýnir „Kallinn í kassanum“ i Tónabæ nk. sunnudagskvöld kl. 20.30. Með helstu hlutverk fara Magnús Ólafsson, Aðal- steinn Bergdal, Sigurveig Jónsdóttir, Guðrún Þórðardóttir og Valdimar Lárusson. Leikstjóri er Saga Jónsdóttir. Miöapantanir allan sólar- hringinn í síma Garóaleikhússins í Garóabæ.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.