Morgunblaðið - 19.02.1982, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1982
55
rr^ ^..
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 10—12
FRÁ MANUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
máátítumusuk
I Velvakanda
t'yrir ,W árum
Ostuðlað mál ekki kvteði
r
Afimmtudagskvöldið var lesið í
útvarpið óstuðlað mál eftir
nýtízkt skáld. Var þar viðhaft það
rangmæli að kalla það, sem lesið
var, kvæði. Það varð H.J., sem er
mikill unnandi íslenzks máls, til-
efni þessa pistils.
„Hinrik Ivarsson er maður
nefndur. Á hann heima að Merkin-
esi í Hafnahreppi, innan Gull-
bringusýslu. Islendingi þessum er
hlýtt til rímlistar vorrar. Þolir
hann illa hugtakarugl og unir því
ekki, að lesmál sé ljóð kallað. Rit-
aði hann grein um misnefnið fyrir
nokkru. Birtist hún í Tímanum.
Ekkert Ijóð í órímuðu máli
Þeir, sem láta sig þetta mál
skipta, ættu að lesa grein
Hinriks. Hinrik talar máli ljóð-
elskrar alþýðu. Greinarhöfundur
kemst svo að orði: „Það, sem
hneykslun minni veldur og fjölda
annarra manna, sem ég hef átt tal
við, eru hin svonefndu órímuðu
ljóð... Nokkrir menn leyfa sér að
breyta íslenzkri ljóðagerð og
brengla hana í formi og að hætti
erlendra þjóða, sem hvorki hafa
orkt né getað orkt eins og íslend-
ingar.
Sem Islendingur finn ég enga
Ijóðagerð og sé ekkert ljóð í órím-
uðu máli.“
I>eir þekktu þann
auðvelda skáldskap
Greinarhöfundi er alvara.
Rímleysan særir hann. Rang-
nefnið og hugsanabrenglið ofbjóða
dómgreind hans: „Núna á öld
hinna stóru orða, sem maður sér
nærri daglega í hverju dagblaði,
þá flökrar að manni að kalla fram
leiðendurna tjóðníðinga og svo
frv.... Haldið þér ekki, að vor
ástkæru Ijóðskáld og frábæru
rímsnillingar á umliðnum árum og
öldum hafi ekki þekkt þessa teg-
und skáldskapar til hlítar og fund-
izt hún miklu auðveldari? Jú,
vissulega. En er þeir þýddu erlend
ljóð, þá þýddu þeir þau á íslenzku,
ekki einungis á íslenzkt mál, held-
ur eftir islenzkri braglist og hrynj-
andi. Allt annað töldu þeir sér ekki
samboðið."
Lifandi áhugi á góðum skáldskap
Þá birtir greinarhöfundur um-
sögn og álit Jóns úr Vör um
efni þetta: „Brageyra telst hvort
sem er ekki lengur til skilningar-
vita íslenzkrar alþýðu eins og áð-
ur, og Ijóðaáhugi er fátíðari nú en
fyrir tveimur tugum ára ...
Þeir, sem áður fundu hinn
minnsta rimgalla á vísu, eru nú
snillingar í vélfræði, tónlist og
fleiru. Við þessa menn tala skáldin
með öðrum hætti en fyrr!!“
Þessu anzar greinarhöfundur
þannig: „Ég þekki fjölda manna úr
öllum stéttum, sem hann nefn-
ir,... sem hafa lifandi áhuga á
smellnum vísum og góðum ljóðum,
en sárkvarta undan ljóðagerð
hinna nýrri tíma.“
fslendingar hætta aldrei að ríma
Margir munu vera greinar-
höfundi samdóma um það,
að orðið ljóð á ekki við umrædda
tegund skáldskapar. Hðfundur
spyr: „Hvað á barnið að heita?
Hvað á að nefna þenna skáldskap?
Ótrúlegt er, að menn geti ekki
komið sér saman um gott heiti og
rökrétt, svo fremi þeir vilji. Sjálf-
sagt er, að menn kjósi hugsunum
sínum þann búning, sem þeim þyk-
ir æskilegastur, en skáldskap
þenna verða þeir að nefna réttu
nafni. Og ætti það ekki að skyggja
á skáldgildi hans. Lesmál, óstuðlað
mál, ber ekki að nefna sálm, rímu,
kvæði eða ljóð.
Hverning væri að kalla óstuðl-
aða skáldskapinn skáldamál,
skáldmæli, skáldrúnir eða skáld-
mál?“
Einnig tilfærir Hinrik þessa um
sögn Jóns úr Vör: „Ég hygg, að
aldrei komi til þess, að Islendingar
hætti að ríma; ég fyrir mitt leyti
mun seint geta neitað mér um þá
ánægju að ríma.“
Kemur þarna ljóslifandi fram
eöli íslendingsins.
HJ.“
1
SVEINBJORN
EGILSSON
Þegar
hann
blæs
„Gestur“ kom með eftirfar-
andi vísu til Velvakanda og bað
um að hún yrði birt í þeirri von
að einhver vissi hver væri höf-
undur hennar.
Ef að vanUr varmafóng,
vist og heyjaforðann.
Imrradægur þykja löng,
þegar hann blæs á norðan.
Vísan eftir Svein-
björn Egilsson
Velvakandi góður.
Það var verið að spyrja um
höfund að þessari vísu og eftir
því sem ég veit bezt er hún eftir
Sveinbjörn Egilsson. Það eru
margar léttar og liprar vísur til
eftir hann. Ég læt fylgja hér
með til gamans tvö sýnishorn af
vísum hans sem ég kann:
Kveðið við Kristínu litlu:
Kristín litla komdu hér
með kalda fingur þína.
Ég skal bráðum bjóða þér
báða lófa mína.
Eitthvað tvennt á hné ég hef
heitir annað Stína.
Hún er að láta lítið bréf
í litlu nösina sína.
Fuglinn segir bí, bí, bí.
Bí, bí, segir Stína,
kveldúlfur er kominn í
kerlinguna mína.
Gömul kona er Sigríður hét og
átti heima í bæ sem „Landakot"
hét og var hún búin að hafa
þann sið að gefa hrafninum mat
á hverjum degi. En þegar hún
var öll, kom krummi sem áður
en þá var ekkert að hafa. Um
þetta kvað Sveinbjörn:
Krummi krunkar úti í for
kominn að bjargarþroti.
Ég hefí ekki séð þig síðan í vor
Sigga í Landakoti.
Gamli
V ilhjálmur Einarsson skrifar:
Athugasemd við ályktun
starfsfólks Félagsmálastofn-
unar Reykjavíkurborgar
Fyrir nokkrum dögum gerði
starfsfólk Félagsmálastofnunar
Reykjavíkurborgar ályktun um
vímuefnaneyslu unglinga og
áhrif hennar, og hvað væri til úr-
bóta. Þar er rækilega bent á
ábyrgð margra stofnana, þörf á
bættri aðstöðu og fræðslu o.s.frv.
Allt er þetta laukrétt og verður
seint of mikil áhersla lögð á það.
En á- einu atriði vil ég sérstak-
lega vekja athygli, þar sem örlar
á þeirri ofstækiskenningu að
fullorðið fólk beri einhverja
ábyrgð á vímuefnanotkun barna
og unglinga. í ályktuninni segir:
„Afengisvenjur unglinga, allt
niður í 12 ára aldur, líkjast nú æ
meir siðum fullorðinna" o.s.frv.
Þetta er kannski rétt, en hvað
kemur það málinu við? Blessuð
börnin eru þó varla skyldug til að
apa allt eftir fulltíða og ábyrgum
mönnum. Því vil ég segja við full-
orðið frjálshuga fólk: Látið ekki
öfga- og ofstækismenn segja
ykkur fyrir verkum. Það er rétt-
ur hvers frjáls manns að eta og
drekka það sem honum geðjast
best. Látum stofnanirnar,
sjúkrahúsin og fangelsin sjá um
þá sem þurfa aðstoðar við.
Með áfengiskveðju,
Vilhjálmur Einarsson
S2P S\GeA V/GGA £ luvtgAU
Innilegt hjartans þakklœti færi ég vinum mínum,
fyrir auösýndar gjafir, skeyti og margvíslega að-
stoð á afmœlisdaginn minn 9. febrúar sl.
Guð blessi ykkur öll.
Sigurður Oddsson,
Ásabraut 14,
Sandgerði.
Lifandi
fyrir lifandi
fólk
Tónlistarhátíð
í tilefni 50 ára afmælis
Félags íslenzkra hljómlistarmanna
í Reykjavík
22.-27. febrúar 1982
Kl. 19.00 Húsiö opnað
Kvöldverður:
Rækjusúpa Sara Waugham.
Lambahryggur Lennon.
Kl. 19.30 Lúðrasveitin Svanur leikur
Kl. 20.00 Borðmúsík
Kl. 21.00 Tónleikar:
Rifjuö veröur upp saga áranna 1932—1942
Fram koma meðal annars:
Utvarpshljómsveit í anda Þorarins Guðmundssonar
Stjórnandi: Þorvaldur Steingrímsson
Danshljómsveit og útvarpshljómsveit i anda Bjarrta
Böövarssonar, settar saman af Ragnari Bjarnasyni og
Birni R. Einarssyni.
Hljómsveit Jónatans Ólafssonar
Hljómsveít Aage Lorange
Dixieland Band Arna Ísleifs
Kynnir og sögumaður: Hrafn Pálsson
Hljómsveit kvöldsins: Pónik
Miðasala og borðapantanir kl. 1—6
á Laufásvegi 40, skrifatofu FÍH
Aðgöngumiðaverð kr. 50.-
EF ÞAÐ ER FRETT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
*
Al GLYSINGA-
SIMINN EK:
22480
m m /vo ?íýá oýi
KouQf\ Ýtff mo nmi,}
omw? vo vmu^
Þ® \<0VM 'WZIVA úr
OCx
„ LA
^4
rMÝ)0\
ft6TÍ
mv
'ÝAm AQ w
vm Mtö 06
<^lVÍBÓK7ay