Morgunblaðið - 26.02.1982, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1982
35
ALDRAÐIR
Betra að minnka störf sín
smám saman í stað þess
að hætta allt í einu.
sem vert er aö huga aö áður en
ellikerling ber aö dyrum? Viö lögö-
um þessa spurningu meöal annars
fyrir tólk, sem starfar aö öldrun-
armálum.
Allir viömælendur okkar voru
sammála um mikilvægi þess aö
fólk héldi sér viö holla lífshætti,
borðaöi næringarríka fæöu og
stundaöi líkamsrækt og hugrækt
og styrktist þannig til sálar og lík-
ama eins og Þórir S. Guðbergsson
oröaöi þaö. Þaö væri nauösynlegt
aö gefa þessum þáttum gaum með
góðum fyrirvara þar sem erfitt get-
ur reynst aö byggja þá upp eftir aö
aldri lýkur, eins ög Ársæll Jónsson
sérfræðingur í öldrunarlækningum
benti á.
Að minnka störf
sín smám saman
í öðru lagi töldu viðmælendur
okkar aö þaö væri nauösynlegt aö
hafa fyrirhyggju um þaö aö hafa
eitthvað fyrir stafni í ellinni, hvort
sem um atvinnu eöa tómstundir
væri aö ræöa, þannig aö fólk yröi
ekki óvirkt í tilverunni.
í könnun Þórhannesar Axels-
sonar á högum og viöhorfum aldr-
aðra á Suöurnesjum spuröi hann
meðal annars hvernig fólk hygöist
nota timann eftir aö það hætti úti-
vinnu.
22% karla sögöust flestir myndu
nota tímann til lesturs, handavinnu
eða ritstarfa. 53% kvenna sögöust
langflestar vilja eyöa tímanum í
handavinnu einhvers konar, eða
47% kvennanna, en 3% þeirra
sögöust vilja feröast og önnur 3%
nefndu félagsstarfsemi.
Friðrik Einarsson yfirlæknir i
Hafnarbúöum var einn viömælandi
okkar og var hann spurður aö því
hvernig hann teldi æskilegt aö
bregðast viö starfslokum?
Sagöist hann telja aö þegar
kæmi aö því aö fólk þyrfti aö hætta
sínum aöalstörfum, þá væri betra
aö minnka þau smám saman, ef
þess væri nokkur kostur heldur en
hætta öllu allt í einu, eins og skoriö
væri á þráö og standa uppi einn
góöan veöurdag án þess aö vita
hvaö gera skuli af sér.
Sigurður H. Guðmundsson
sóknarprestur og formaöur Öldr-
unarráðs íslands tók í sama streng
og kvaöst telja aö mestu máli
skiþti aö athafnalífiö rofnaöi ekki
allt í einu heldur héldi áfram aö
einhverju leyti, þannig héldi maö-
urinn sér best andlega og líkam-
lega.
Námskeið til að kynna
breyttar aðstæður
Sagöi Friörik Einarsson enn-
fremur að þeir sem væru svo
SJÁ
NÆSTU SÍÐU
KARNABÆR
Umboösmenn um lanci allt
Fataval, Keflavík
Cesar, Akureyri,
Lindin, Selfossi,
Óðinn, Akranesi,
Þórshamar, Stykkishólmi,
Eplid, ísafiröi,
RAM, Húsavtk,
Skógar, Egilsstöóum,
Báran, Grindavík,
Bakhúsið, Hafnarfirði,
Eyjabær, Vestmannaeyjum,
ísbjörninn, Borgarnesi,
LEA, Ólafsvík,
Patróna, Patreksfirði,
Álfhóll, Siglufirði,
Palóma, Vopnafirði,
Austurbær, Reyðarfirði,
Kaupfél. Rangæinga, Hvolsvelli.
TÍSKA
í síöasta sunnudagsblaði Morgunblaösins var kynnt strákalínan í
hárgreiöslu, sem er ný hárttskuíína fyrir áriö 1982 fyrir kvenfólk. Þaö er
svo meö hártískuna aö hana má útfæra á mismunandi hátt eins og hér
hefur veriö gert. Einnig fylgir stundum í kjölfar nýrrar hártísku ný
fatatiska eins og hér virðist vera aö eiga sér staö. í tímaritinu Vogue
birtust þessar myndir nýlega. Hér er verið aö kynna nýja unglinga-
tísku. Eins og sjá má er háriö stutt og strákslegt og stelpan klæöist
allt of stórum fatnaði, sem líkist fremur strákafötum en fötum á
stelpur. Uppistaöa þessa tískufatnaöar er bómullarskyrta meö eða án
kraga. Stórar og víöar buxur helst úr ull, sem teknar eru saman í
mittiö meö belti eöa haldið uppi meö axlaböndum. Yfir skyrtunni er
svo þykk peysa eða vesti. Segja má aö stelpan hér á myndinni minni á
götustrák frá 1920, sem fengiö hefur gefins allt of stór föt hjá ein-
hverjum góöhjörtuðum borgara. En þetta er semsagt nýja unglinga-
tískan. Segja má aö hún sé hagkvæm fyrir pyngju foreldranna, því
fötin er hægt aö fá uppi á háalofti hjá afa og ömmu og jafnvel mætti
nota fermingarfötin af stórabróöur, eða gömlu röndóttu náttskyrtuna
af afa. Þaö er spurning hvort þessi tíska flyst hingaö til lands, þaö er
ekki ólíklegt, því venjulega fylgjum við sérhverri sérvisku sem kemur
upp úti í hinum stóra heimi í þessum efnum.