Morgunblaðið - 12.03.1982, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1982
7
Borðstofuhúsgögn frá
BAHUS í mjög háum
gæðaflokki.
veröiðótrúlegahagstætt
Smiðjuvegi 6 - Sími 44544
RAM TOUGH
B—250 — 1982
SENDIBÍLAR
Við getum nú boöið þessa frábæru Dodge B—250 sendibíla á
ótrúlega hagstæöu veröi:
Af útbúnaði má nefna:
6 cyl. vól vökvastýri
sjálfskiptingu rennihurð á hliö
aflbremsur styrktur undirvagn
diskabremsur aö framan buröargeta 1,5 tonn
Dodge er eitthvert þekktasta nafn í heimi í sendi- og atvinnu-
bílum. Dodge hefur áratuga langa reynslu á íslandi. Beriö sam-
an verð og gæöi viö aörar tegundir og þiö komist aö raun um
aö enginn leikur á Dodge L þeim efnum.
Dodge B—250 er smíöaður til aö endast.
Verd kr. 233.352
miöaö við gengi pr. 08.03. 1982.
Hafið samband strax í dag.
@ Wfökull hff.
Ármúla 36 - 84366
Tíföldun
erlendra
skulda
1970
Þjóöviljinn birti á dögunum háværan húrraleiðara vegna frammi-
stööu Ragnars Arnalds, fjármálaráöherra, í erlendri skuldasöfnun,
sem þannig er samiö um, að hún er afborgunarlaus fyrstu árin, svo
öruggt sé, að vandanum sé velt yfir á eftirkomendur núverandi
ríkisstjórnar. Rembist Þjóöviljaritstjórinn eins og rjúpa viö staur í
þeirri viöleitni aö láta þessa skuldasöfnun gufa upp í tölfræðilegum
sjónhverfingum. Því er viö hæfi aö birta hér súlurit úr stefnuriti
Verzlunarráðs íslands er sýnir þróun erlendra lána allar götur síðan
1969. Skuldaskriðiö í tíö fjármálaráðherra Alþýöubandalagsins slær
öll met, enda hafa erlendar lántökur ekki veriö í neinu samræmi viö
innlenda fjárfestingu; rekstur fyrirtækja, stofnana og innlend neyzla
hefur veriö greidd meö erlendum lánum í tíö núverandi ríkisstjórnar
og sett hagkerfiö í alvarlega kreppu.
síðan
„Landsverzl-
un“ í inn-
flutningi?
Svavar Gestsson, félags-
málarádherra <>$» formadur
Alþýöuhandalagsins, sagdi
m.a. í nýlegri þingræðu:
„Hæstvirtur fjármála-
ráðherra hefur farið þess á
leit við Innkaupastofnun
ríkisins, að hún kanni
þetta mál alveg sérstaklega
(innskot: þ.e. aðild ríkisins
að innflutningsverzlun) og
sú könnun hefur verið í
gangi nú um nokkra hríð
og við teljum að með þessu
móti mætti jafnvel veita
innflutningsverzluninni hér
verulegt aðhald og tryggja
það, að vöruinnflutningur á
stórum og þýðingarmiklum
neyzluvörum hér í landinu,
að hann verði hagkvæmari
en verið hefur. I»að er al-
veg greinilegt að sam-
keppnin, þó að hér væru 2
þús. heildsalar eða 20 þús.,
hún dugir ekki í þessum
efnum, hún dugir ekki
þessi margrómaða frjálsa
samkeppni, því að reynslan
sýnir, að innflutningsverzl-
unin á íslandi er baggi á
þjóðarbúinu, er einhver
dýrasti þátturinn í íslenzka
þjóðarbúinu og þess vegna
teljum við, að það væri
skynsamlegt og nauðsyn-
legt, að stuðla að því, að fá
fram samanburð við hina
svokölluðu frjálsu innflutn-
ingsverzlun með opinber
um innkaupum á stórum
flokkum, vöruflokkum."
Hér er formaður Alþýðu-
bandalagsins greinilcga að
boða ríkisumsv if í innflutn-
ingsverzlun, væntanlega
nýtt bákn fyrir flokksgæð-
inga, á a-evrópska vísu.
bingmenn gengu í skrokk
á Tómasi Árnasyni, við-
skiptaráðherra, og kröfðust
svara um, hvort þessi yfir
lýsing félagsmálaráðherra
og „könnun" fjármála-
ráðherra, væri stefnumót-
andi fyrir ríkisstjórnina í
heild. Svarið var á þagn-
armáli. Vonandi á hér ekki
við máltækið: „l»ögn er
sama og samþykki." Eða
ætlar Eramsóknarflokkur
inn að standa að þjóðnýt-
ingu innfliitningsdeildar og
skipadeildar SIS?
Að skatt-
Icggja vanda
fólks og
byggdarlaga!
Hér verður drepið á örfá
skattaatriði — af mörgum
— þar sem ríkisvaldið
kemur til skjalanna, þegar
vanda ber að höndum, eða
utanaðkomandi aðstæður
þyngja lífsbaráttu fólks,
ekki til að hjálpa eða létta
undir, hcldur til að skatt-
leggja vandamálin!:
• 1) Mörg sveitarfélög
verja fjallháum fjárhæðum
í snjóruðning til að halda
opnu vegakerfi í þéttbýli,
enda víða snjóþungt í landi
okkar. I»essi snjóruðningur
er oft unninn með véla-
kosti sem sveitarfélögin
koma sér upp dýrum dóm-
um — og greiða af há inn
flutningsgjöld til ríkissjóðs.
Síðan kemur ríkissjóður og
leggur 2.T 2% söluskatt á
snjómoksturskostnaðinn!
I»að er dálagleg rúsína í
pylsucnda erftdra kringum-
stæðna.
• 2) Elutningskostnaður,
sem leggst ofan á vöru frá
uppskipunarhöfn að
strjálbýllsverzlun, veldur
mun hærra vöruverði og
þyngri framfærslukostnaði
þeirra, er við þurfa að búa.
iH'tta getur samúðarfullt
ríklsvald að sjálfsögðu
ekki horft upp á á tímum
samfélagslegrar hjálpar og
jöfnunar. I»essvegna bætir
það 23' yýj söluskatti ofan á
flutningskostnaðinn, enda
eru kosningar kjarabarátta
og allt það.
• 3) l'pp úr áramótum
fann rikisstjórn þjóðráð í
niðurtalningu verðlags í
landinu: 1% tollvörugjald,
þ.e. nýjan verðþyngjandi
skatt, sem gegnir ryksugu-
hlutverki fyrir ríkissjóð í
heimilispeningum fólks.
En ekki nóg með það.
I»ennan skatt þurfti að
skattleggja: Söluskattur
var settur ofan á herleg-
heitin, enda eru kosningar
kjarabarátta og samningar
löngu komnir í gildi, eða
hvað?
• 4) Og ekki má gleyma
himnasendingunni, marg-
foldun olíuvcrðs á heims-
markaði á liðnum árum.
I»á var nú gaman að búa
við prósentuálagningu rík-
isskatta ofan á kostnaðar
verðið, og gera ríkissjóði
viðbótarskatttekjur úr
þessum utanaðkomandi
vanda. Og nú var það ekki
bara blcssaður söluskattur
inn sem „taldi niður" sölu-
verðið, heldur fleiri slíkir,
enda fer hátt í 60% benzín-
verðs í ríkisskatta.
Matthías Bjarnason, alþingismaður:
Byggdaþróun í Árneshreþpi
Matthías Kjarnason (S) mælti ný-
verið fyrir tillögu til þingsályktunar,
sem hann flytur ásamt öðrum Vest-
fjarðaþingntönnum, um aðgerðir til
að tryggja eðlilega byggðaþróun í
Arneshreppi í Strandasýslu. Tillagan
felur m.a. í sér að ríkisstjórnin láti
framkvæma undirbúning og hönnun
hafnarframkvæmda í Árneshreppi í
Strandasýslu og gera kostnaðaráætl-
un um þessar framkvæmdir og til-
lögu til fjáröflunar til að standa und-
ir þeim. Verði stefnt að því að fram-
kvæmdir geti hafizt vorið 1983.
I»etta verði fyrstu aðgerðir til að
treysta og efla byggð í þessum
nyrzta hreppi Strandasýslu.
A fjórða tug þessarar aldar var
reist síldarverksmiðja í Djúpuvík
og nokkru síðar á Eyri í Ingólfs-
firði. I kjölfarið kom blómaskeið í
þessum hreppi. Þessar atvinnu-
greinar hrundu þegar kom fram á
fimmta áratuginn með afdrifarík-
um afleiðingum fyrir byggðarlag-
ið, sem komu fram í fækkun ibúa
úr tæplega 500 manns í 175.
Matthías Bjarnason
Flutningsmenn telja langbrýn-
asta verkefnið í Árneshreppi að
efna til hafnarframkvæmda í
Norðurfirði, þannig að íbúar stað-
arins geti búið við lík skilyrði um
samgöngur á sjó og sjósókn og
önnur hliðstæð byggðarlög. Minna
þeir á afdrif hreppanna norðan
Árneshrepps í Strandasýslu þegar
byggð lagðist niður í Sléttu- og
Grunnavíkurhreppum í Norður-
Isafjarðarsýslu.
Matthías rakti ítarlega í fram-
sögu framvindu í byggðaþróun í
Árneshreppi, orsakir og afleið-
ingar, og áréttaði nauðsyn þess að
treysta byggð á þessum slóðum.
Hann sagði aðliggjandi vegi
niðurgrafna og lokast snemma
haust hvert og vegasamband
kæmist ekki á fyrr en að vori,
jafnvel ekki fyrr en fram á sumar
kemur. Vegakerfi innan hreppsins
sé hinsvegar gott. Svo lítil byggð
rísi ekki undir eigin hafnargerð,
kostnaðarlega, og með hliðsjón af
kringumstæðum og samhengi
byggðar á þessu svæði sé ríkinu
skylt að grípa inn í byggðaþróun-
ina með jákvæðum hætti.