Morgunblaðið - 12.03.1982, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1982
Tölur Veiðimálastofnunar um laxveiði í fyrræ
Laxá í Kjós mesta stang-
veiðiáin, en meðalþyngdin
lækkaði um 2,6 pund í heild
MKSTA stangveiðiáin árið 1981
var Laxá í Kjós, en þar veiddust
1.550 laxar. Heildarlaxveiðin á
síðasta ári varð 46.881 lax að
þyngd samtals 163.419 kíló, sam-
kvæmt upplýsingum Veiðimála-
stofnunar. Þar er um 21% lakari
veiði en maðaltal tíu síðustu ára
þar á undan. Ef hins vegar er litið
á tímabilið 1961—1980 verður
veiðin 85 lakari en meðaltal þess-
ara 20 ára. Árið 1981 varð 12. í
röð beztu veiðiára hérlendis. í
fyrra var meðalþyngd laxa mest
úr Stóru-Laxá í Hreppum, 10,4
pund, en yfir heildina varð meðal-
þyngdin aðeins 7 pund á móti 9,6
pundum árið 1980.
í frétt frá Veiðimálastofnun
segir meðal annars:
Hlutur stangveiði í heildar-
veiði var 59% eða svipað og
1980 sem var lægra hlutfall en
um langt árabil. Netaveiðin var
með tæplega 31% hlut úr heild-
inni og hafbeitarstöðvarnar
skiluðu rúmlega 10% í heild-
arfjölda laxa, en endurheimta
þeirra var mjög góð sumarið
1981.
Að þessu sinni var meðal-
þyngd á laxi 7 pund á móti 9,6
pundum 1980. Er þetta eðlilegt
þar sem tiltölulega meira gekk
nú í árnar af laxi, sem hafði
verið eitt ár í sjó, 4—6 pund.
Minna en að venju gekk af
stærri laxi, 2ja ára og eldri. Er
það í beinu framhaldi af smá-
laxaskortinum 1980, en hvort
tveggja voru gönguseiði sem
héldu til sjávar úr ánum
sumarið 1979.
Stangaveiðin var býsna
breytileg eftir ám, miðað við
fyrri ár, veiði var tiltölulega
best í ánum í Húnavatnssýslu
og Dalasýslu. Lökust varð hún í
ám á Norðurlandi eystra og á
Austurlandi, en á fyrrgreinda
svæðinu varð veiðin 40% minni
en meðaltal 10 ára þar áður og
á Austurlandi féll veiðin niður
um 80% miðað við nefnt 10 ára
tímabil. Lélegri veiði var yfir-
leitt í ám með háan meðal-
þunga á laxi af fyrrgreindum
ástæðum, þó sumar árnar hafi
þrátt fyrir þetta komið vel út
hvað veiði snertir, eins og Víði-
dalsá, Vatnsdalsá, og Blöndu-
svæðið. Athyglisvert er hve
ýmsar smærri ár gáfu góða
veiði.
Mesta stangaveiðiáin 1981
var Laxá í Kjós, ásamt Bugðu,
en þar veiddust 1.550 laxar, á
Blöndusvæðinu fengust 1.537
laxar, úr Laxá í Aðaldal komu á
land 1.455 laxar, Laxá á Ásum
var með 1.413 laxa, í Víðidalsá
og Fitjaá fengust fengust 1.392
laxar, Þverá gaf 1.245 laxa,
Miðfjarðará 1.213 laxa, í Norð-
urá fengust 1.185 laxar, í Ell-
iðaám veiddust 1.074 laxar og í
Vatnsdalsá fengust 985 laxar.
Á vatnasvæði Hvítár í Borg-
arfirði veiddust alls 8.347 laxar
sem er 42% lakari veiði en með-
altal 10 ára þar á undan. Hlut-
deild neta í veiðinni var 4.192
laxar eða 50% heildinn, sem er
37% minni veiði en meðaltal
áranna 1971—1980. Á Öflusár-
Hvítársvæðnu komu alls á land
9.845 laxar sem er 18% lakari
veiði en meðaltal fyrrgreindra
10 ára. Hlutdeild netaveiði í
heildarveiði var 85%, en hitt
kom á stöngina. Netaveiði var
góð í Þjórsá.
Eins og áður kom fram, voru
heimtur hjá hafbeitarstöðvun-
um góðar sl. sumar. í þær
gengu 4.625 laxar úr sjó. í
Kollafjarðarstöðina gengu
3.139 laxar, í Lárósstöðina á
Snæfellsnesi um 1.200 laxar og
286 laxar í stöðina í Botni í
Súgandafirði.
Árangur í hafbeit varð ákaf-
lega athyglisverður hjá Lár-
ósstöðinni í sambandi við til-
raun, er byggði á því að göngu-
seiði voru höfð í netakvíum og
fóðruð áður en þeim var sleppt
í sjó. Þannig fengust í sumar
800 laxar, sem sleppt hafði ver-
ið með þessum hætti sumarið
1980. Seiðin voru frá Kolla-
fjarðarstððinni og höfðu öll
verið merkt með svonefndum
örmerkjum. Endurheimta úr
þessari sleppingu er orðin um
11% og ekki öll kurl komin til
grafar.
Leikendur og leikstjóri
Skilmannahreppur:
Frumsýning á Karlinum í kassanum
LEIKFLOKKURINN sunnan
Skarðsheiðar, frumsýnir Karlinn í
kassanum eftir Arnold og Bach, í
Fannahlíð, Skilmannahreppi,
föstudaginn 12. mars, þ.e. í kvöld.
Leikstjóri er Auður Jónsdóttir.
Leikendur eru 12, og með hlutverk
fara Jón Sigurðsson, María Sigur-
jónsdóttir, Guðbjörg Greipsdóttir,
Þorvaldur Valgarðsson, Guðjón
Friðjónsson, Lára Ottesen, Kristín
Sigfúsdóttir, Óskar Þorgeirsson,
Þorsteinn Vilhjálmsson, Einar Jó-
hannesson, Ásta Björk Magnús-
dóttir og Sigurrós Sigurjónsdóttir.
Þetta er 9 verkefni Leikflokksins.
Næsta sýning er sunnudaginn 14.
mars.
3ja herb. íbúðir
Stór vinaleg risíbúð á 3. hæö
við Grettisgötu. 80 fm. Verð
650 þús.
Hófgerði 75 fm kjallaraíbúð.
Stór lóð. Nýjar eldhúsinnrétt-
ingar. Verð 550 þús.
Hraunbær 75 fm. Verð 670 þús.
Stór íbúð í Hafnarfiröi. Verö
750 þús.
Langabrekka nýleg 90 fm ibúö
á 3. hæð.
Mosgerði lítil 3ja herb. risíbúö í
tvíbýli. Verð 580 þús.
Hlíðarvegur 75 fm sérhæð.
Stór garður. Veit í suður. Út-
sýni.
4ra herb. íbúðir
Klapparstígur 115 fm hæð.
Þarfnast endurnýjunar. Hægt
að skipta í 2 íbúðir. Teikning á
skrifstofunni. Verð 750 þús.
Kleppsvegur góö íbúö í blokk.
Baldursgata parhús á tveimur
hæöum. Góð lóð. Verð 600 þús.
Vitastígur skemmtileg risíbúð,
2 stofur, svefnherb. og 2 barna-
herb. Litlar svalir. Sér hiti. Verð
700 þús.
Vesturberg 110 fm góö íbúö á
2. hæð. Suðursvalir.
Gamli bærinn góö ibúö meö
stórum svölum. Ný standsett.
Verð 830 þús.
Seljavegur 2 stofur, 2 svefn-
herb. Fallegar nýjar innrétt-
ingar. Verð 800 þús.
Óskast í skiptum
3ja herb. íbúð viö Furugrund
fyrir 2ja herb. íbúð á sama stað.
3ja herb. íbúð í vesturbæ. I
skiptum fyrir 2ja herb. jaröhæö
við Flyðrugranda.
Hraunbær 3ja herb. í skiptum
fyrir 2ja herb.
Þórsgata 29 80 fm íbúö í
byggingu. Bílskýli. Skilast
tilb. undir tréverk. Verð 830
þús. Útb. samkomulags-
atriði. Teikningar á skrifstof-
unni. Sameign fullbúin.
Frágengið að utan.
Erum með kaup-
endur að:
2ja herb. íbúð, nýrri eða ný-
legri. Gjarnan í blokk.
íbúð með 2—3 svefnherb. og
stofu. Má vera á byggingarstigi
eða þarfnast lagfæringar. Helst
sérhæð í Kóp. með bílskúr. Góð
útb.
4—5 herb. íbúö eða litlu húsl til
endurnýjunar. Góð útborgun.
SIMAR 21150-21370
S0LUSTJ LARUS Þ VALDIMARS
LOf.M JOH ÞOROARSON HDL
Til sölu og sýnis um helgina:
4ra herb.
Endaíbúö í vesturborginni um 100 fm.
4ra herb.
úrvalsíbúð viö Safamýri. Eins og ný.
3ja herb.
íbúð viö Hraunbæ um 70 fm.
5 herb.
íbúð við Stigahlíö. Ris fylgir.
Raðhús
við Lyngbrekku. í skiptum f. einbýlishús.
Raðhús
við Lyngbrekku. í skiptum f. einbylish.
Þurfum að útvega m.a.:
3ja—4ra herb.
íbúð í Háaleitishverfi og nágr.
3ja—4ra herb.
íbúð í Árbæjarhverfi, Fossvogi eða nágr. (skipti möguleg á
sérhæð með bílskúr).
4ra—5 herb.
hæð í Hlíðum m/bílskúr eða bílskúrsréttindi. Skipti mögu-
leg á 4ra herb. sérhæð í Hlíðunum.
Helst í Kópavogi
Þurfum að útvega sérhæð meö 3 svefnherb. og einbýlishús
með 4 svefnherb. í báöum tilfellum skiptamöguleiki á stærri
eignum.
Ennfemur óskast í Kópavogi
Einbýlishús á góðum stað. Skipti möguleg á 3ja—4ra
herb. sér efri hæð á úrvalsstað með bílskúr.
Veitum ráögjöf og
AlMENNA
leiðbeíningar viðskiptavinum
okkar eins og jafnan áður.
FASIEIGHtSM AN
LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370
EFÞAÐERFRETT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
h AIGLVSINGA- UÍVflVV FU<
7 22480