Morgunblaðið - 12.03.1982, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 12.03.1982, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1982 11 og geri breytingar á þeim áður en til framkvæmda kemur, ef þurfa þykir, eru þeir þá menn að meiri. Mér þykir leitt að Hákon Bjarnason skuli gefast upp við að skilja samlíkingu Birnu G. Bjarn- leifsdóttur á Þingvaliafurunni og Geysi. Á það má minna, að oft er gripið til samlíkinga til að koma mönnum í skilning um máiefni, sem viðkomanda er torskilið, eins og gamla máltækið segir: „Kennir ekki fyrr en kemur að hjartanu." Því má búast við að Hákon skilji enn betur furutrén á Þingvöllum en kokið í Geysi. Athygli vekur að í fyrirspurn sinni leggur Birna ekki mat á hvort enduriífga eigi Geysi með því að bora í hann eða höggva rauf í skál hans, heldur hver eigi að vinna verkið ef svo færi, einstakl- ingur á eigin vegum, eða sérfræð- ingur í samráði við nefnd, sem kosin er til að hafa umsjón með staðnum. Gera má ráð fyrir að sérfræð- ingar gætu unnið þetta verk á þann hátt, að bora lárétt gegnum skálina og koma fyrir lokunar- og stýribúnaði til hliðar, án þess að höggva eða skerða kísilhrúðrið á yfirborði Geysisskálarinnar, ef á annaö borð á að gera eitthvað í þessu máli. Er ekki ráðlegra að láta Geysi í friði og bora annarsstaðar á hita- svæði landsins til að fá gosstrók til að gleðjast yfir fyrir innlenda sem erlenda áhorfendur? Ef Geysir verður sundurboraður hvort sem er að nóttu eða degi verður hann ekki lengur það óspillta náttúruundur, sem hann hefur verið hingað til. Rösum ekki um ráð fram, það verður ekki aft- ur tekið ef við eyðileggjum Geysi. Ég þakka Birnu G. Bjarnleifs- dóttur fyrir þarfar athugasemdir og ábendingar, og legg til að við spörum fálkaorðuna, og gætum okkar á rauðu rósunum, því sagt er að engin þeirra sé án þyrna. íbúar Árbæjar og Seláss: Krefjast lokunar Vatnsendavegar við Rofabæ vegna slysahættu Mikil óánægja er meðal íbúa Árbæjar og Seláss sökum þess tómlætis sem þeim finnst borgar yfirvöld hafa sýnt endurteknum og afdráttarlausum óskum ýmissa fé- laga í þessu hverfi um að loka Vatnsendaveg við Rofabæ, en bent hefur verið á vaxandi slysahættu við Árbæjarskóla samfara aukinni umferð. Á fjölmennum borgarafundi, sem Foreldra- og Kennarafélag Árbæjarskóla gekkst fyrir 17. febr. síðastliðinn, var m.a. samþykkt að skora á Borgarráð og embættis- menn borgarinnar að endurmeta afstöðu sína. í því skyni að afla nánari vitn- eskju um þetta mál ræddi Mbl. við skólastjóra Árbæjarskóla, Jón Árnason. Hann kvað það hafa verið slæm mistök að leggja þennan veg. Áður hefði vegurinn verið fjær skólanum, en er byggingar- framkvæmdir hófust við Árbæj- arkirkju hefði hann verið færður á lóð skólans. Að sögn Jóns hefði bílaumferð vaxið til muna á Vatnsendavegi er hesthúsum Fáks hefði verið fjölgað, en þangað liggur vegurinn. Auk þess mundi umferð vafalaust aukast verulega á þessum vegi þegar Höfðabakkavegur verður tekinn í notkun í vor, sökum þess að þá lokast Vatnsveituvegur. En þann veg hafa íbúar Breið- holts notað til að komast upp að áðurnefndum hesthúsum. M.ö.o. mun umferðin að öllum líkind- um tvöfaldast á Vatnsendavegi með tilkomu Höfðabakkavegar. Ennfremur kom fram að í þrjú ár hefðu hverfisfélögin sent óskir til borgaryfirvalda um að veginum yrði lokað vegna slysa- hættu, en án árangurs. Hefðu jafnvel öll hverfisfélögin staðið að sameiginlegri beiðni þar að lútandi. Ekki kvaðst Jón vera fær um að gefa neina skynsamlega skýr- ingu á skilningsleysi borgaryf- irvalda á óskum íbúanna nema ef til vill þá að þau hefðu gert einhvers konar samkomulag við hestamennina sem ekki hefur verið kunngert. Að hans dómi bæri embættismönnum borgar- innar að fara eftir óskum íbú- anna. Ef þeir ætluðu að starfa í þágu íbúanna ættu þeir að taka tillit til bæna þeirra. Taldi Jón það alls ekki kosta mikla fjármuni að tengja Vatns- endaveg við annan veg sem er talsvert fyrir ofan hverfið. Er Jón var að því spurður hvort borgaryfirvöld hefðu svarað ítrekuðum óskum hverfisfélag- anna um lokun vegarins sagði hann að á borgarafundinum 17. febr. hefði borgarverkfræðingur skýrt frá því að ætlunin væri að leggja veg á svæði nokkuð fyrir ofan hverfið í tengslum við byggingu íbúða í Suður-Selás- hverfi. En framkvæmdir þar hefjast í fyrsta lagi 1983. Áð lokum sagði Jón að íbúar hverfisins ætluðu ekki að gefa sig í þessu máli. Því mundu þeir ' halda áfram að berjast fyrir lok- un Vatnsendavegar við Rofabæ. Páll Guðmundsson frá Húsafelli Myndlist Bragi Asgeirsson betra," sagði Churchill en Roose- velt lýsti því yfir, að fréttirnar væru „þýskur áróður og þetta væri þýskt samsæri". Rúmlega fjögur þúsund lík Pólverja fund- ust í Katyn. Sovésk stjórnvöld hafa aldrei viljað kannast við þennan glæp og jafnvel enn í dag sýnast viðhorf Churchills og Roosevelts ráða hjá mörgum á Vesturlöndum — sama verður ekki sagt um Pólverja. Leynistríðið háði Stalín við sovésku þjóðina, íbúa Eystrasaltslandanna og allra annarra landa, sem hann lagði undir sig. Myndin, sem dregin er upp af einræðisherranum, gefur til kynna, að þar hafi farið hug- lítill maður, sem var svo hrædd- ur um líf sitt, að hann þorði varla að láta sjá sig opinberlega. Þegar hann stóð á grafhýsi Len- íns á tyllidögum eða fylgdi flokksbræðrum til grafar, var hann umkringdur hollum sveit- um úr leynilögreglunni. Félagar í henni voru jafnvel látnir ganga næst grafhýsinu við hersýningar, því að síst af öllu treysti Stalín rauða hernum. Þessi tortryggni og hræðsla flokksforingjanna við fólkið, sem þeir kúga, er enn að- alsmerki sovéskra leiðtoga. Stal- ín varð aðalritari flokksins 1922, fyrir 60 árum. Aðeins tveir menn hafa gegnt þessu embætti síðan: Krútsjoff og Brezhnev. Báðir eiga þeir frama sinn kerfi Stalíns að þakka, Brezhnev var til að mynda handlangari hans í blóð- baðinu í Úkraínu. Tortryggni, ógnarstjórn, fangabúðir og virð- ingarleysi fyrir manneskjunni setja enn svip sinn á sovéska stjórnkerfið jafnt inn á við sem út á við. Rússneska útlagaskáldið Joseph Brodsky sagði í viðtali, sem birtist við hann hér í blaðinu 7. mars sl., þegar hann var spurður álits á þeim Vestur- landabúum, sem enn eru hlynntir Sovétkerfinu: „Þá, sem enn eru hlynntir stjórnkerfi þar sem 60 milljónum þegnanna hefur verið slátrað til að tryggja að kerfið fari ekki úr skorðum, ætti að úr- skurða blábjána eða þroska- hefta." Nikolai Tolstoy fjallar um af- stöðu Vesturlandabúa til Stalíns. Hann minnir á þau tök, sem Stalín hafði á kommúnistum víða um lönd fyrir og eftir heims- styrjöldina. Þáttur franskra kommúnista er einna verstur. Á meðan griðasáttmálinn var í gildi milli Stalíns og Hitlers unnu þeir með nasistum og hjálpuðu þeim við að leggja und- ir sig Frakkland. Kommúnistar á Bretlandseyjum voru sama sinn- is í afstöðu sinni til nasista og þannig má áfram telja. Tolstoy lítur ekki til íslands, en hér eins og annars staðar trúðu kommún- istar Stalín í blindni og héldu með nasistum, á meðan húsbónd- inn í Kreml gerði það. Öll er þessi saga óhugnanleg en tímabær fyrir okkur, sem alist höfum upp á tímum kalda stríðs- ins, síðan slökunar og nú óvissu. Ekki er með rökum unnt að segja, að islenskt þjóðfélag hafi verið staðnað síðastliðin 60 ár. Á þessum tíma hefur orðið einhver mesta umbylting hér á landi, engu að síður höldum við fast í hefðir okkar og stjórnarhætti. Öllum er kunnugt um, hve illa gengur að sameina menn um breytingar á stjórnarskrá ís- lands, sem þó er að stofni frá 1874. Á liðnum 60 árum hefur stjórnarskrá Sovétríkjanna að vísu verið breytt og það oftar en einu sinni. Hins vegar er þjóðfé- lagið staðnað og stjórnkerfið enn hið sama og á tímum Stalíns, tortryggni valdaklíkunnar enn hin sama í garð þegnanna, fangabúðirnar enn við lýði og hræðslan við breytingar leiðir enn til valdbeitingar innan lands sem utan, minnumst Austur- -Þýskalands 1953, Ungverjalands 1956, Tékkóslóvakíu 1968 og Pól- lands og Afganistan nú. Leyni- ræða Krútsjoffs átti að vera upp- gjör við stjórnarhætti Stalíns en í kjölfar hennar hefur leynistríði Kremlverja verið haldið áfram miskunnarlaust. Sumar sýningar láta lítið yfir sér og eru ekki settar upp í hin- um viðurkenndu og grónu sýn- ingarsölum heldur sér þeirra stað á veggjum kaffihúsa eða veitingastaða. Þær geta þó verið þess eðlis að þær verðskuldi fyllilega umfjöllun á siðum dagblaðanna og það mörgum stærri sýningum fremur. Ein slíkra sýninga er tvímælalaust sú er um þessar mundir hangir uppi í kaffiteríu Loftleiðahótels- ins, en þar sýnir ungur maður Páll Guðmundsson að nafni 17 verk, unnin í vatnslit og olíu. Páll Guðmundsson lauk námi úr málaradeild Myndlista- og handíðaskóla Islands sl. vor og hefur málað baki brotnu siðan. Hann er einn þeirra ungu manna, sem eru símálandi og láta sér ekki nægja að mæta reglulega í skóla heldur nota hverja frístund til að munda Það er mikið um Hollenzka myndlist í Nýlistasafninu, og er á köflum líkast því sem að þeir góðu menn, er þar ráða húsum, álíti, að nafli heimslistarinnar sé í Hollandi. Enginn heldur því fram, að ekki sé margt ágætt að gerast í myndlistinni í því merkilega landi, en það er eins víst, að ótal margt annað og merkilegt sé að gerast um alla álfuna. Listtímarit segja manni einmitt, að margt og merkilegt megi líta á stórsýningum kom- andi sumars svo sem Dokumenta í Kassel og víst er að þeir hlutir munu koma víðar að en frá Hol- landi! Þessar staðreyndir gera þó sýningarnar í Nýlistasafninu engu rýrari í roðinu, en óneitan- lega það einhæfar, að fólk tekur að þreytast og jafnvel þeir fáu, sem allajafna leggja leið sina þangað. Um þessar mundir sýna þar tveir fulltrúar hugmyndafræði- pæntskúfinn. Það má með sanni segja, að þessi maður sé gæddur málara- gleði í óvenju ríku mæli og að auk hefur hann þann nauðsyn- iega eiginleika til að bera, að láta ekki hugfallast þótt að hlut- irnir mistakist, heldur einungis ótrauður áfram <y, það er ein- mitt aðal þeirra e: vilja ná langt i list sinni. Páll Guðmui.dsson er frá Húsafelli og þiðan eru mörg myndefni hans sótt, ekki vegna þess að Ásgrímur málaði þar, heldur einungis vegna þess að þetta er hans nánasta umhverfi. Jafn kært myndefni og skógur- inn, jörðin, himininn og fjalla- garðurinn er honum t.d. andlit legar listar, Hollendingurinn Robin van llarreveld og Islend- ingurinn Ingólfur Örn Arnarson. Hinn fyrrnefndi fékkst áður að- allega við kvikmyndagerð en hefur hin siðari ár stundað ljósmyndun, sækir þar myndefn- ið í sitt nánasta umhverfi. Mað- urinn virðist mjög upptekinn af augnablikinu og hugmyndafræði augnabliksins eins og sést af hinum rituðu línum hans: „And- artakið er þáttur rúmsins/ tím- inn er burtu í andartakinu." Þykir mér þessi veruleikasýn jafnvel ennþá dýpri í skilningn- um en ljósmyndir hans, sem vafalaust má spá í út í það óendanlega án þess að fieka raunveruleikann um of. Ljós- myndaröð van Harreveld þótti mér hvorki betri né verri í veru- leikanum en ótalmargar aðrar, sem ég hefi séð á sýningum víða um álfuna. Félagi hans íslend- ingurinn Ingólfur Örn Arnarson sýnir 5 nýleg verk unnin í hin fjósamannsins á staðnum eða bændanna í sveitinni. Sýningin er lítil og sýnir ekki umfang Páls sem myndlistarmanns slíkt kemur siðar er hann er tilbúinn og þangað til er hann vís til að flýta sér hægt þrátt fyrir all eljusemina. Páll hefur timann fyrir sér og fáa menn þekki ég, sem eru vænlegri til að nota hann vel. Litirnir í myndum Páls á sýn- ingunni á Loftleiðahótelinu eru mjög ferskir og hreinir og það skín í gegn þessa hefðbundna myndstíls sem hann hefur til- einkað sér, ásamt þörfinni til að mála. Ætti ég að benda á ein- stakar myndir sem vöktu athygli mína yrðu það myndirnar „Skáldið" (7), „Einsetumaður- inn“ (10) og „Vatnslitamynd" (16). Skáldið er Sveinbjörn í Draghálsi en einsetumaðurinn Gísli í Uppsölum. ýmsu efni. Verkin eru hugsuð sem nokkurskonar heild og þá sennilega umhverfisverk (envir- onment) en þau vísa sterklega til hvors annars og tengjast þannig innbyrðis. Það er auðséð, að Ingólfur er hrifinn af hinu hreina, tæra og einfalda því að hann notar eins knappan tjámiðil og honum er unt. Ekki vil ég spá i verkið en hér hefði verið útskýringa þörf en þær eru ekki til staðar á staðnum, sýningarskrá engin og myndirnar nafnlausar og ónúm- eraðar. Það er annars ótvírætt mögn- uð stemning í þessum húsakynn- um og myndir Ingólfs Arnar falla vel inn í þessa stemningu einkum kassinn á gólfinu með hinum fína sykursalla. Máski er fullkomleikinn of fullkominn i þessari sýningu er lýkur nk. fimmtudag og stóð of stutt við. Tveir í Nýlistasafninu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.