Morgunblaðið - 12.03.1982, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1982
Margrét Thatcher handleikur
fótbolta. Um 50 enskir knatt-
spyrnumenn eru tekjuhærri en
hún, þrátt fyrir gífurlega fjárhags-
öróugleika knattspyrnufélaganna.
50 fótbolta-
menn tekju-
hærri en for-
sætisráðherra
Ixindon, II. marz.
ENSK knattspyrnufélög eiga við
gífurlega fjárhagsörðugleika aó
stríóa og minnir ástandið helzt á
kreppuna miklu. Talið er að tap-
rekstur atvinnuknattspyrnufélag-
anna nemi samtals um fimm
milljörðum króna og hafa þessar
upplýsingar ekki aðeins valdið
fjármálamönnum áhyggjum,
heldur einnig stjórnmála-
mönnum. Nú hafa brezkir bank-
ar m.a. tekið til alvarlegrar at-
hugunar að stöðva lánafyrir
greiðslu til knattspyrnufélag-
anna, eða a.m.k. takmarka hana
verulega.
A sama tíma og fjárhagserf-
iðleikar félaganna komust í há-
mæli, var skýrt frá því að
knattspyrnumennirnir hefðu
meiri tekjur en nokkru sinni,
laun þeirra og bónusgreiðslur
væru svimháar, auk þess sem
það færðist í aukana að þeir
fengju „greitt undir borðið", en
í því sambandi hafa tölur eins
og eitt þúsund sterlingspund á
viku verið nefndar, sem jafn-
gildir rúmum 18 þúsund krón-
um.
Samkvæmt upplýsingum
sambands þess sem hefur um-
sjón með deildakeppninni, The
Football League, hafa a.m.k. 50
leikmenn í 1. deildinni ensku
1.200 punda grunnlaun á viku,
eða sem svarar 21 þúsund krón-
um. Það munu vera helmingi
hærri laun en Margrét Thatch-
er forsætisráðherra hefur, og
eru þá undanskildar bónus-
greiðslur og undirborðsgreiðsl-
ur til knattspyrnumannanna.
„Þessir erfiðleikar eru að
mestu leyti stjórnendum félag-
anna að kenna,“ sagði ónafn-
greindur stjórnandi eins knatt-
spyrnufélagsins í viðtali við
BBC. Hann sagði þá þurfa að
gera hreint heima fyrir áður en
æir leituðu á náðir annarra
með aðstoð. Á sama tíma og
tekjur knattspyrnumannanna
væru hækkaðar úr hófi fram og
nýir leikmenn keyptir fyrir
ofurpeninga, fækkaði áhorfend-
um á áhorfendapöllunum.
Reagan rædir við
Sómalíuforseta
Washington, 11. marz. AP.
Ronald Reagan Bandaríkjaforseti
átti í dag viðræður við Mohamed
Siad Barre Sómalíuforseta, aðeins
einum degi eftir að Bandaríkjastjórn
Times
bjargað
I/ondon, 11. marz. AP.
RUPERT Murdoch, útgefandi Times
og Sunday Times, sagði í dag, að þar
sem náðst hefði samkomulag um
fækkun starfsmanna á blöðunum við
stéttarfélög þeirra, hefði hann hætt
við áform sín um lokun blaðanna.
„Það er mér sönn ánægja að
skýra frá því að Times hefur verið
bjargað frá lokun,“ sagði Murdoch.
„Hvort Times hefur verið bjargað
um aldur og ævi verður tíminn að
leiða í ljós,“ sagði hann.
Murdoch sagði samkomulag hafa
náðst um niðurskurð 360 starfa nú
þegar, og segja þyrfti upp um 1.000
starfsmönnum til viðbótar á næstu
sex mánuðum. Samtals vinna 2.600
manns hjá Times í dag.
tilkynnti að hætt yrði öllum olíu-
viðskiptum við Líbýu, eitt helzta
fjandríki Sómalíu.
Háttsettur embættismaður
sagði að forsetarnir hefðu m.a.
rætt sín á milli framferði Khadaf-
ys Líbýuleiðtoga, en fullyrt er, að
stjórn Khadafys hafi m.a. kostað
áróðursherferð gegn Sómalíu, sem
verið hefur í gangi í Bandaríkjun-
um að undanförnu.
Embættismaðurinn sagði að
Khadafy hefði lýst því yfir við
opinbert tækifæri, að það sé tak-
mark Líbýumanna að koma stjórn
Barre frá í Sómalíu, og hafi þessi
mál borið á góma í viðræðunum.
Samskipti Sómala og Banda-
ríkjamanna hafa farið batnandi
frá því árið 1977 er Sómalir vísuðu
sovézkum herráðgjöfum úr landi. í
hitteðfyrra opnuðu Sómalir hafnir
sínar við Adenflóa og Indlandshaf
bandarískum herskipum. Þá hafa
Bandaríkjamenn unnið að flug-
vallabótum í landinu og sam-
göngubótum, auk þess sem Sómal-
ir hafa síðustu ár þegið hernaðar-
aðstoð og efnahagsaðstoð frá
Bandaríkjamönnum.
Á síðastliðnu ári nam taprekstur
Times 15 milljónum sterlings-
punda, og sagði Murdoch mikinn
umframstarfskraft eina megin
orsökina fyrir þessu mikla tapi.
Hefur Murdoch sagt að starfs-
mönnum blaðsins þyrfti að fækka í
um eitt þúsund, ef grundvöllur ætti
að vera fyrir rekstri þess.
Friðarhreyfing á næstu
grösum í Bandaríkjunum
„Blóð eins múslims er engin fórn fyrir gyðinga eða
Bandaríkjamenn,“ hrópaði Kahled El-Islambouly er
fréttamenn gengu inn í réttarsalinn í Kairó á laugardag.
Khaled er ásakaður fyrir morðið á Anwar Sadat, forseta
Egyptalands.
Washington, 11. mars, frá Önnu Bjarnadóttur fréttaritara Mbl.
UMRÆÐA og andstaða gegn kjarnorkuvopnum hefur aukist í Bandaríkjun-
um á síðustu mánuðum. Mikill meiri hluti bæjarfunda í Vermont og New
Hampshire hefur samþykkt tillögur um stöðvun framleiðslu kjarnorkuvopna
og þing sex annarra ríkja hafa samþykkt svipaðar tillögur. Á fimmtudag
lögðu síðan 17 öldungadeildarþingmenn og 122 fulltrúadeildarþingmenn úr
báðum flokkum til í bandaríska þinginu að Bandaríkin og Sovétríkin sam-
þykktu að hætta kjarnorkuvopnaframleiðslu og skæru síðan verulega niður
vígbúnað sinn.
Dozier til starfa
á nýjan leik
Verona, 11. marz. AP.
BANDARÍSKI hershöfðinginn James
Dozier, sem var rænt frá heimili sínu
í Veróna á Ítalíu í desember sl., kom
á ný til starfa í bækistöðvum NATO í
borginni í gær. Hann sagði við kom-
una að nú væri runnin upp sú stund,
sem hann og kona hans hefðu vonast
eftir og beðið til Guðs að rynni upp,
allan þann tíma, sem hann var í
haldi. Dozier gaf þó í skyn, að hann
myndi einungis gegna störfum í Ver
ona í nokkra mánuði enn. Dozier
sagðist vonast til að hann og fjöl-
skylda hans fengju á næstunni frið
fyrir fjölmiðlum og yrðu ekki jafn-
mikið í sviðsljósinu og verið hefði.
SEM LIDUR í upprætingu spillingar
í Sovétríkjunum hefur opinbert mál-
gagn í landinu krafist þoss að látið
verði til skarar skríða gegn svarta-
markaðsbraski með hundaskinns-
húfur. Eftir því sem blaðið Sovet-
skaya Rossiya segir hafa margir
hagnast verulega á þessari iðju, sem
er í senn ólögleg og hættuleg.
Edward Kennedy, demókrati frá
Massachusetts, og Mark 0. Hat-
field frá Oregon lögðu tillöguna
fram í öldungadeildinni. Hatfield
rifjaði upp aðkomuna í Hiroshima
í ágúst 1945 á blaðamannafundi og
sagði að nú hefði jafnvirði milljón
slíkra sprengja verið framleiddar.
„Við erum fær um að gjöreyða öllu
mannkyninu," sagði hann á fund-
inum sem fjöldi trúarleiðtoga og
leiðtogar annarra hópa sóttu. Hat-
field sagði að nú væri rétti tíminn
til að semja við Sovétmenn því
þeir byggju yfir „svipuðum kjarn-
orkuvopnafjölda" og Bandaríkja-
menn.
Alexander Haig utanríkisráð-
herra gagnrýndi tillöguna þegar
og sagði að hún myndi stofna ör-
yggi landsins í hættu og spilla
fyrir stefnu Ronald Reagans for-
seta að fækka kjarnorkuvopnum
um allan heim. „Þetta er ekki að-
eins slæm stefna í öryggismálum,"
sagði Haig „heldur einnig með til-
liti til takmörkunar vígbúnaðar."
Hann sagði að tillagan myndi ekki
hvetja Sovétmenn til að skera
niður vígbúnað sinn og ef fram-
leiðslu yrði hætt nú myndu þeir
standa mun betur að vígi í Evrópu
Sala hatta úr hundaskinni hefur
aukist verulega á undanförnum
árum þar sem ekki hefur verið
hægt að sinna eftirspurn eftir
venjulegum skinnhúfum. Verða
einkum flækingshundar eða hund-
ar, sem stolið hefur verið, fyrir
barðinu á þessari nýju iðngrein.
Verð á hefðbundnum loðhúfum
hefur hækkað gífurlega. Kostar
eða hafa 6 kjarnorkuvopn gegn
hverju einu í Vestur-Evrópu.
Bæjarfundirnir sem hafa sam-
þykkt tillögur um stöðvun kjarn-
orkuvopnaframleiðslu fjalla yfir-
thailensku stjórninni fullyrðir, að
Sovétmenn séu að hefjast handa um
byggingu mikillar flotastöðvar í Kam-
bódíu og einnig, að hergagnasend-
ingar þeirra til kommúnistaríkjanna
þriggja í SuðausturAsíu séu nú sem
nemur sex milljónum dollara á degi
hverjum.
Haft er eftir Prasong Soonsiri,
formanni þjóðaröryggisráðsins í
Thailandi, að Sovétmenn hafi byrj-
að á byggingu flotastöðvarinnar í
borginni Ream í Suðvestur-Kam-
bódíu fyrir nokkrum mánuðum.
Einnig hafi þeir að undanförnu
haft aðstöðu í Kompong Som auk
tveggja hafna í Víetnam, Danang
og Cam Ranh.
Soonsiri sagði, að hernaðarað-
t.d. húfa úr kanínuskinni 35 doll-
ara en húfa gerð úr minki er seld á
840 dollara. Til glöggvunar má
geta þess að það eru nærri ferföld
mánaðarlaun verkamanns í Sov-
étríkjunum. Verð á húfum úr
hundaskinni er nú um 280 dollar-
ar.
leitt aðeins um bæjarmál. Stuðn-
ingurinn sem tillögurnar hafa
fengið þykir benda til þess að al-
menningur sé farinn að hugsa al-
varlega um hættuna sem stafar af
vígbúnaðarkapphlaupinu. Ekki
þykir ósennilegt að friðarhreyfing
fari af stað hér með vorinu eins og
í Evrópu í fyrra og þykir mörgum
ráðlegt að stjórn Reagans geri
ljósa grein fyrir stefnu sinni og
hefji samningaviðræður við Sov-
étmenn um vígbúnaðartakmark-
anir eins fljótt og unnt er.
stoð Rússa við Víetnama, Kambód-
íu og Laos væri nú um sex milljónir
dollara á dag og að auki hefðu þeir
fjölgað hernaðarsérfræðingum sín-
um í Víetnam úr 5000 í 8000 á síð-
asta ári. „Moskva er nú að treysta
tökin á Víetnömum og vinnur að
því að losna við nokkra leiðtoga
þeirra, sem ekki eru taldir nógu
auðsveipir," sagði Soonsiri.
Stuðlar að frelsi
með fiðluleik
lUmborg, 11. marz. AP.
WANDA Wilkomirska, fyrrum eig-
inkona Mieczyslaw Rakowski vara-
forsætisráðherra Póllands, segir í
viðtali við þýzkt vikublað í dag, að
hún ætli að setjast að í Vestur
Þýzkalandi, og nota tónlistarhæfi-
leika sína i þágu frelsisbaráttunnar
í heimalandi sínu.
Wilkomirska segist þó ekki
ætla að gerast þýzkur ríkisborg-
ari, heldur búa í V-Þýzkalandi,
sem Pólverji án ríkisfangs. Hún
reyndist ófáanleg til að ræða um
ástandið í Póllandi.
Hún ákvað fyrir skemmstu að
snúa ekki til Póllands úr tón-
leikaferðalagi um » Vestur-
Evrópu, en Wilkomirska er
kunnur fiðluleikari á alþjóða-
mælikvarða. Fyrrum eiginmaður
hennar er einn valdamesti maður
í pólska kommúnistaflokknum og
hafði mikilvægu hlutverki að
gegna í samningaviðræðum Sam-
stöðu og yfirvalda í fyrra.
Loðhúfa kostar ferföld
mánaðarlaun verkamanns
Ráðist gegn framleidendum loðhúfa úr hundaskinni í Sovétríkjunum
Moskvu, 11. mars. AP.
Rússar koma upp
flotastöð í Kambódíu
Bangkok, Thailandi, 11. mars. AP.
HÁTTSETTUR embættismaður í