Morgunblaðið - 12.03.1982, Page 13

Morgunblaðið - 12.03.1982, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1982 13 Rússar hverfi frá Afganistan Bonn, 11. marz. AP. Vesturþýzka stjórnin endurtók í dag fyrri kröfur sínar um að Rússar hyrfu með heri sína á brott frá Afganistan. Jafnframt voru yfirvöid í Moskvu vöruð við þeirri „einfeldni“ að ímynda 3,4 milljarðar manna í Asíu um aldamótin Itangkok, Thailandi, 11. mars. AP. TALIÐ er ad mannfjöldi í Asíu verði orðinn 3,4 milljarðar um næstu alda mót en sem stendur búa þar um 2,5 milljarðar manna. l»essar tölur er að finna í nýútkominni skýrslu frá Sam- einuðu þjóðunum. Þótt nokkuð hafi dregið úr mannfjölgun í ýmsum ríkjum Asíu er því spáð, að áfram muni halla undan fæti fyrir mörgum þeirra á næstu tveimur áratugum. Minnst er mannfjölgunin í Hong Kong, Suður-Kóreu og Singapore, en mest í löndum múhameðstrúarmanna, Afganistan, Bangladesh og Pakist- an. Mannfjölgun í Asíu á árunum 1975—1980 var til jafnaðar 1,79% en til samanburðar 0,94% í Norð- ur-Ameríku og 0,40% í Vestur- Evrópu. í Kína var fjölgunin á þessum tíma 1,3%, 2% í Indlandi, 2,2% í Indónesíu, 2,8% í Bangla- desh og 3% í Pakistan. sér að þreyta mætti afgönsku frelsisöflin til uppgjafar. Hans-Dietrich Genscher utan- ríkisráðherra sagði í þinginu, að framferði Rússa í Afganistan væri dæmigert fyrir það ábyrgðarleysi sem einkenndi utanríkisstefnu þeirra á tímum slökunar. Genscher sagði íhlutun Rússa í Afganistan lið í enn stærri áætlun um áhrif og íhlutun á svæðum þar sem óstöðugleiki ríkir. „Það er takmark þeirra að „þrýsta" sér nær „hlýju höfunum" og öðlast áhrif yfir orkulindum og hráefna- vinnslu á þessum slóðum," sagði Genscher. Ákveðinn hefur verið „Dagur Afganistan" á Vesturlöndum næstkomandi sunnudag, í þeim tilgangi að beina augum manna að íhlutun Rússa þar í landi. Sovézk- ar hersveitir réðust inn í Afgan- istan 27. desember 1979 og steyptu af stóli marxískri stjórn Hafiz- ullah Amins, sem þegar átti erfitt uppdráttar vegna átaka viö islamska ofsatrúarmenn. Eftir að Rússar höfðu sett and- stæðing Amins að völdum, Babrak Karmal, reyndu þeir að láta líta út fyrir að þeir hefðu farið með her inn í landið að beiðni stjórnarinn- ar í Kabúl til þess að aðstoða stjórnarherinn að hemja skæru- liða er nutu fulltingis Kínverja og vestrænna afla. Jafnframt héldu Rússar því fram, að Amin hefði verið strengbrúða bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. Olíulækkun kemur illa við Norðmenn Osló, U.marz. AP. FYRIR TÆPU ári gerðu yfirvöld í Noregi ráð fyrir að tekjur ríkisins af olíu og jarðgasi á árunum 1982 til 1985 myndu nema 170 milljörðum króna, en í Ijósi verðlækkunar á Norðursjávarolíu að undanförnu er raunhæfara að gera ráð fyrir meira en helmingi lægri upphæð, að sögn Rolf Presthus fjármálaráðherra. Áætlaðar tekjur ríkisins hafa minnkað um rúmlega helming á tíu mánuðum, sagði Presthus í viðtali við Aftenposten í dag. Ráðherrann sagði hið óvænta tekjutap skerða mjög það svigrúm sem ríkisstjórn- in hefði til efnahagsaðgerða. Leita yrði nýrra leiða til að sinna fjár- þörf ríkissjóðs á þessu ári og þremur næstu. Norðmenn lækkuðu verð á fati af Norðursjávarolíu um fjóra dollara á þriðjudag, úr 35 dollurum í 31 dollar, en við gerð fjárlagafrum- varps fyrir 1982 var reiknað með að 37,50 dollarar fengjust fyrir fatið. Presthus sagðist ekki sjá neinar horfur um betri tíð með vorinu, hann væri þó ekki svartsýnn og Norðmenn yrðu sjálfir að ráða fram úr þeim vandamálum sem olíuverðlækkunin ætti eftir að hafa í för með sér. Talið er að kjarasamningar í vor eigi eftir að draga dilk á eftir sér fyrir norskt efnahagslíf, og bæta á erfiðleikana sem olíulækkunin kann að leiða af sér. Nú þegar er aðstoðarfólk á ríkisspítulunum í Ósló í verkfalli út af kjaramálum, og yfirvofandi er verkfall í fjórum verksmiðjum Norsk Hydro, stærsta vinnuveitanda Noregs. Rúmlega 800 skrifstofumenn hjá fyrirtækinu hafa hótað verkfalli í vikulok, og sett hefur verið verk- bann á annað starfsfólk, samtals um 6.500 manns. Reagan ávarpar þýzka þingmenn Bonn, London, 11. marz. AP. RONALD REAGAN BandarfkjaforseU verður boðið að ávarpa vesturþýzka þingið í Þýzkalandsferð sinni í júnímánuði, en þá kemur Bandaríkjaforseti til Bonn til fundar leiðtoga Atlantshafsbandalagsríkja. Síðastur Bandaríkjafor seU til að ávarpa vesturþýzka þingið, BundesUg, var Rirhard M. Nixon árið 1969. Samstaða hefur náðst meðal allra vestur-þýzku stjórnmála- flokkanna að bjóða Reagan að ávarpa þingið, og er það til marks um góða sambúð Bandaríkjamanna og Þjóðverja, að sögn háttsettra stjórnmálaleiðtoga í Bonn. Þessi samstaða vestur-þýzkra stjórnmálamanna er hins vegar í hróplegri mótsögn við afstöðu brezkra þingmanna, sem sumir hverjir ærðust þegar brezka stjórnin tilkynnti að Reagan mundi ávarpa sameiginlegan fund neðri málstofunnar og lávarðadeildar- innar. Þingmenn Verkamannaflokksins ruku upp til handa og fóta þegar tilkynningin var birt, og hermt var að Michael Foot flokksleiðtogi væri sár út í Margréti Thatcher fyrir að fá ekki að vita um ráðabrugg henn- ar fyrirfram. Brezk blöð sögðu í dag, að mögu- legt væri að draga úr mikilvægi ávarps forseta með því að halda fund þingmanna með honum utan þingsalanna. Sögðu blöðin skugga- ráðuneyti Verkamannaflokksins hafa hótað því að hvetja þingmenn til að hundsa fyrirhugað ávarp Bandaríkjaforseta í þinghúsinu í hefndarskyni við Thathcer, sem ekki hefði ráðfært sig við stjórnar- andstöðuna, heldur ákveðið ein- hliða að Reagan skyldi ávarpa þingdeildir. Joaquin Villalobos, einn helsti foringi skæruliða í E1 Salvador, bendir á kort um leið og hann leggur á ráðin um árás á hermenn stjórnarinnar. Með honum eru aðrir foringjar i skæruliðahreyfingunni og eru þeir fiestir marxistar. Sagan mun skera úr um hvort þeir ætla að hafa að leiðarljósi lýðræðisást forseta samtaka uppreisnarmanna, Manuel Ungos, eða þá stjórnarhætti, sem alls staðar eru við lýði í ríkjum marxista. Þ.e.a.s. ef þeir komast til valda. Stefna uppreisnarmenn í E1 Salvador að lýðræði „Munu hinir marxísku banda- menn þínir ekki varpa þér út í ystu myrkur þegar byltingin er um garð gengin í El Salvador?“ Spurning- unni er beint til jafnaðarmannsins Guillermo Manuel Ungo, sem nú er í forsvari fyrir uppreisnarmenn í El Salvador, og hann brosir þegar hann heyrir hana. Hann hefur svo oft þurft að svara henni áður. „I stjórnmálunum reyna menn að ráða í það, sem þeir telja lík- legt, og ég tel engar líkur á að þannig fari,“ svarar Ungo. „Ég stjórna þeim ekki og þeir ekki mér. Ég þarfnast þeirra og þeir mín.“ Ungo býr yfir einhverjum hljóðlátum myndugleik. Hann tók við formennsku í samtökum byltingarmannanna fyrir rúmu ári þegar fyrirrennari hans hafði verið myrtur og síðan hefur hann áunnið sér virðingu á erlendum vettvangi og að því er virðist ekki síður meðal marxískra banda- manna sinna. Fyrir nokkrum dögum var Ungo staddur í Wash- ington þar sem hann átti viðræð- ur við ýmsa frammámenn í bandarísku þjóðlífi, að vísu ekki við embættismenn Reagan- stjórnarinnar, sem lítur á hann sem vinstrisinnaðan öfgamann, heldur við nokkra þingmenn, sem eru honum sammála um, að eina vonin um frið í E1 Salvador sé að samið verði við stjórnarandstöð- una í landinu. Manuel Ungo tekur sjaldan djúpt í árinni í viðræðu nema kannski helst þegar lýðræðisást hans er dregin í efa. „í heilan áratug tók ég þátt í kosningum í landi þar sem litið var á lýðræð- issinna sem drottinsvikara,“ seg- ir Ungo, „og ég efast um að margir bandarískir þingmenn vildu taka þátt í kosningum þar sem útkoman er fangelsi, ofsókn- ir, ótti og svik, þar sem menn eru taldir fífl fyrir það eitt að gefa kost á sér.“ - eda munu marxískir bandamenn Manuel Ungos bregðast honum ef byltingin tekst? 1972 var Ungo í framboði til varaforseta á lista þar sem Jose Napoleon Duarte, kristilegi demókratinn, sem nú er forseti herforingjastjórnarinnar í E1 Salvador, var fremstur í flokki. Ekki fer á milli mála, að þeir unnu glæsilegan sigur en herfor- ingjunum líkaði það ekki og ráku þá báða í útlegð. Nú eru þeir Du- arte og Ungo ekki lengur sam- herjar. Vinstrimenn í E1 Salvador ætla að hundsa kosningarnar, sem þar verða haldnar 28. þ.m. en Ungo segir, að „heiðarlegar kosningar" séu nauðsynlegur undanfari raunverulegs lýðræðis í landinu. „Fyrst verður þó að koma á vopnahléi og viðræðum milli deiluaðilja og að kosningum loknum breiðri stjórn, sem gæti tryggt lýðræði í landinu.” Á þessa skoðun hafa nú marxískir bandamenn hans fallist, a.m.k. í orði kveðnu. „Skoðanir Ungos hafa breyst á síðustu tveimur ár- um að því leyti, að nú telur hann vopnaða baráttu óhjákvæmi- lega,“ er haft eftir einum vini hans og landa, „en ég tel þó, að hann hafi haft jafnvel enn meiri áhrif á skæruliðana með því að draga úr öfgakenndum skoðun- um þeirra og gera þeim ljósar hinar raunverulegu staðreyndir lífsins.“ Guillermo Manuel Ungo er af miðstéttarfólki kominn, fæddur 3. september 1931 í höfuðborg- inni San Salvador. Þegar hann var 18 ára kostaði faðir hans hann í skóla í Pittsburgh í Bandaríkjunum til náms í prent- verki og ætlaðist til að hann tæki við rekstri prentsmiðjunnar, sem fjölskyldan átti. Þegar hann sneri heim aftur, 1952, fór hann hins vegar í laganám í háskólan- um í San Salvador og þar hóf hann sín fyrstu afskipti af póli- tík. Á sjöunda áratugnum gekk hann til liðs við samtök jafnað- armanna og 1%9 varð hann aðal- ritari þeirra. Þegar ungir liðsfor- ingjar í hernum steyptu af stóli Carlos Humberto Romero hers- höfðingja síðla árs 1979, þótti það ekki nema sjálfsagt, að Ungo tæki sæti í stjórninni, sem þá var skipuð. Það fór þó svo, að tíu vik- um seinna sagði Ungo af sér ásamt öðrum frjálslyndum mönnum í stjórninni vegna þess, að nýju ráðamennirnir í hernum vildu ekki koma á þeim umbót- um, sem þeir höfðu þó lofað. Nokkru síðar, eftir að honum hafði margsinnis verið hótað dauða og fyrirtæki fjölskyldunn- ar verið lagt í rúst í sprengingu, flúði hann land og kom konu si- nni og þremur dætrum fyrir í Panamaborg. Ungo hefur síðan verið á far- aldfæti jafnt innan E1 Salvador sem utan og oft í fylgd með skæruliðaforingjunum, sem í eina tíð litu hann smáum augum og kölluðu „smáborgaralegan lýðræðissinna". „Það, sem ein- kennir Ungo ekki hvað síst, er gamansemin," segir einn af að- dáendum hans úr hópi marxista. „Jafnvel á hættustund kann hann að skopast að sjálfum sér og forðast of mikla alvörugefni." I rökræðum um stjórnmál og þjóðfélagsmál tekur Ungo oft dæmi af fjölskyldunni og fjöl- skylduböndunum og af þeim sök- um hafa kunningjar stundum nefnt hann til gamans „hug- myndafræðing hinnar ástleitnu vinstristefnu". Þegar Ungo er ávarpaður á þann hátt, brosir hann gjarna og segir: „Já, við er- um öll ein stór fjölskylda í E1 Salvador." Ken [xpai ifi á 1 V , I c M F V

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.