Morgunblaðið - 12.03.1982, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1982
19
Lítill áhugi fyrir grasleppuveiðum:
126 sóttu um leyfi á Norður-
landi eystra í fyrra — 49 nú
VEGNA MJÖG mikillar óánægju grásleppuveiðimanna á Raufarhöfn með
þann gang mála í verðlagningu grásleppuhrogna fyrir komandi vertíð, hafa
Garðar Friðgeirsson og Hilmar Agústsson, sent Morgunblaðinu eftirfarandi
ályktun aðalfundar Félags smábátaeigenda og grásleppuveiðimanna á Rauf-
arhöfn. Skora þeir félagar jafnframt á alla grásleppuveiðimenn, að þeir lýsi
stuðningi við samþykkt félagsins, sem er svohljóðandi:
„Aðalfundur félags smábátaeig-
enda og grásleppuveiðimanna á
Raufarhöfn, haldinn 5. mars 1982,
samþykkir að skora á stjórn Sam-
taka grásleppuhrognaframleið-
enda, að hún beini því til félags-
manna sinna og annarra grá-
sleppuveiðimanna um land allt, að
þeir hefji ekki veiðar á komandi
vertíð, fyrr en eftirfarandi skil-
yrðum sé fullnægt vegna fram-
leiðslu hrogna 1982:
1. Að verð grásleppuhrogna til út-
flutnings miðist við Banda-
ríkjadollar.
2. Að ekki verði seld hrogn úr
landinu framleidd 1982 á lægra
verði en 310 dollara.
3. Að ekki verði veittur greiðslu-
frestur á útfluttum hrognum.
4. Að ekki verði veitt meira en það
magn, sem tryggt hefir verið
með fyrirframsamningum, að
hægt sé að selja úr landi og til
innlendrar niðurlagningar á ár-
inu 1982.
5. Að samtök grásleppuhrogna-
framleiðenda og sjávarútvegs-
málaráðuneytið annist um þá
framkvæmd, sem um getur í 4.
lið þessarar tillögu."
Haukur Benediktsson formaður Landssambands sjúkrahúsa:
Landssambandið ekki fengið nein
svör né viðbrögð frá ráðherra
Grásleppuveiðimenn á Raufarhöfn:
Veiðar hefjist ekki nema
með ákveðnum skilyrðum
HEIMILT var að hefja grásleppu-
veiðar á Norðurlandi eystra í morg-
un og bátar þar mega vera að veið-
um þar til 8. júni næstkomandi. Þá
má vertíð grásleppukarla hefjast á
Austfjörðum hinn 20. marz næst-
komandi og síðan hefst veiðin á
Norðurlandi vestra hinn 1. aprfl, á
Vestfjörðum, og við Suður og Vest-
urland er hcimilt að hefja veiðar 18.
aprfl og í Breiðafirði hinn 25. aprfl,
en á hverju svæði er heimilt að veiða
í 90 daga. Enginn kvóti er á hrogn-
kelsaveiðunum, en hins vegar er
netafjöldi bátanna takmarkaður.
Þórður Eyþórsson deildarstjóri
í sjávarútvegsráðuneytinu sagði í
samtali við Morgunblaðið í gær,
að ljóst væri að áhugi fyrir grá-
sleppuveiðunum væri mikið minni
nú, en undanfarin ár og á Norður-
landi eystra, það er á svæðinu frá
Skagatá að Langanesi, væru 49 að-
ilar búnir að sækja um leyfi til
veiða, en í fyrra sóttu 126 aðilar
um leyfi til veiða á þessu svæði.
Sagði Þórður að sömu sögu væri
að segja af öðrum veiðisvæðum,
áhuginn fyrir veiðunum væri mik-
ið minni en undanfarin ár. Á
Austfjörðum hafa til dæmis að-
eins 6 aðilar sótt um leyfi til veið-
anna en í fyrra voru þeir 33, sem
fengu þar leyfi til veiða.
Að sögn Þórðar er ástæðan fyrir
minni ásókn í leyfin einfaldlega sú
verðlækkun, sem hefur orðið á
grásleppuhrognum síðastliðið ár
og til dæmis væru sumir grá-
sleppuhrognaverkendur búnir að
liggja með svo til öll sin hrogn í
eitt ár. Hann sagði að hins vegar
gæti myndin breyst enn, þar sem
menn gætu sótt um veiðileyfi á
hverju svæði allt til loka veiði-
tímabilsins.
Óánægja grásleppu-
karla í Ólafsfirði
Olafsnrði, 11. mars.
MIKIL ÓÁNÆGJA ríkir meðal grásleppuveiðimanna hér í Ólafsfirði, og
hafa þeir óskað eftir birtingu á eftirfarandi fréttatilkynningu: „Fundur
grásleppuveiðimanna í Ólafsfirði haldinn 9. mars 1982 mótmælir harðlega
verðlagningu viðskiptaráðuneytisins ’82 á framleiðslu grásleppuhrogna.
Ennfremur mótmælum við harðlega greiðslufresti til margra mánaða, sem
er ekkert annað en bein lækkun.
Þá lýsum við undrun okkar á
framkomu framkvæmdastjóra
grásleppuhrognaframleiðenda að
gefa sitt samþykki til svona
vinnubragða án alls samráðs við
framleiðendur. Sömuleiðis hvetj-
um við aðra veiðimenn að hefja
ekki veiðar fyrr en þessu hefur
verið kippt í lag.
Aðalbjörn Sigurlaugsson, Júlíus
Magnússon, Páll Guðmundsson,
Konráð Antonsson, Gísli Ingi-
mundarson, Friðrik Jónsson,
Gunnar Ágústsson og Ólafur
Stefánsson."
Fréttaritari.
Innanlandsflugfargjöld hækkuðu um 7%:
Kostar 506 krónur að
fljúga til Akureyrar
- en kostaði 474 krónur fyrir hækkun
FARGJÖLD í innanlandsflugi hækkuðu um 7% 26. febrúar sl. og sem dæmi
um hækkunin má nefna, að farið frá Reykjavík til Akureyrar kostar eftir
hækkun 506 krónur með flugvallarskatti, en kostaði 474 krónur fyrir hækk-
un.
Eftir hækkun kostar farið frá
Reykjavík til Egilstaða 674 krónur
með flugvallarskatti, en kostaði
fyrir hækkun 631 krónu.
Til Vestmannaeyja kostar 334
krónur að fljúga frá Reykjavík
eftir hækkun með flugvallarsk-
atti, en kostaði 313 krónur fyrir
hækkun.
Frá Reykjavík til ísafjarðar
kostar eftir hækkun 474 krónur
með flugvallarskatti, en kostaði
fyrir hækkunina 444 krónur. /
„ENGIN svör eða viðbrögð hafa orðið við bréfl Landssambands sjúkrahúsa til
heilbrigðisráðherra, enda hefur ráðherrann lengst af verið fjarverandi,** segir
Haukur Benediktsson formaður Landssambands sjúkrahúsa m.a. í tilefni af
svörum heilbrigiðsráðherra, Svavars Gestssonar í Mbl. í gær, en þar segir ráðherr
ann m.a., að hann hafl ekki fengið umbeðin svör frá forstöðumönnum daggjalda-
stofnana við bréfl frá honum, en Haukur Benediktsson segir í viðtali við Mbl., að
stjórn Landssambandsins hafl engin svör fengið frá ráherranum við ályktunum
sérstaks fundar sambandsins, sem haldinn var vegna rekstrarvanda húsanna.
Haukur minnti í upphafi viðtals-
ins á fund þann, sem Landssamband
sjúkrahúsanna hélt 11. febrúar sl.
vegna rekstrarvanda þeirra og sagði
að heilbrigðisráðherra hefði mætt á
þann fund að beiðni landssambands-
ins til viðræðna um vandann. Þá
sagði Haukur: „Á fundinum voru
samþykktar ályktanir þar sem höf-
uðáhersla var lögð á að stjórnvöld
tækju afstöðu til hvernig bregðast
skuli við rekstrarfjárskorti sjúkra-
húsanna, þ.e. hvort draga skyldi
saman sjúkrahúsþjónustu til sam-
ræmis við núverandi fjárveitingu
eða þeim séð fyrir auknu rekstrarfé.
Ennfremur voru gerðar ályktanir
um ýmis mál sem höfðu úrslitaáhrif
á virka stjórnun þessara mála.
Stjórn Landssambandsins sendi ráð-
herra heilbrigðismála ályktanir
þessar í bréfi dagsettu 18. febrúar
með óskum um skjót viðbrögð og
samstarf um lausn.“ Haukur sagði
engin svör eða viðbrögð hafa orðið af
hendi ráðherra við þessu bréfi sam-
bandsins enn, enda hefði ráðherrann
lengst af verið fjarverandi. Hann
sagði þó stjórn Landssambandsin
ekki efast um að viðræður yrðu tekn
ar upp um málið allra næstu daga.
Þá sagði Haukur einnig: „Vegn
ummæla ráðherrans þá vil ég tak
fram að stjórn Landssambandsin
tekur að sjálfsögðu enga afstöðu t
trúnaðarmáls ráðherra til einstakr
sjúkrahúsa, þó henni sé kunnugt ui
það, því síður getur hún metið
hverju tillitssemi ráðherra gagnvar
forstöðumönnum stofnananna e
fólgin. Stjórninni er kunnugt um, a
unnið er að lokauppgjöri á reiknin^
um sjúkrahúsanna og áður en því e
lokið getur ráðherrann ekki ætlat
til svara."
Haukur sagði í lokin: „Landí
samband sjúkrahúsa hefur kapi
kostað að ræða þetta mál á málefnt
legan hátt og væntir þess að það fí
þá meðferð og verði afgreitt á réti
um vettvangi.
KempanfEá |
KEMPPI
VEIST ÞÚ
i aö yfir 50 rafsuöuvélar •
komu í síöustu sendingu?
i aö tæplega 20 vélum er
óráöstafaö?
i aö vegna erlendrar verö-
lækkunar getum viö boöiö
KEMPPI mig/mag rafsuöu-
vélar á hagstæöu veröi?
i aö hægt er aö prófa vélarn-
ar á staönum?
i aö ef þú kaupir KEMPPI
mig/mag rafsuöuvél þá
færö þú fullkomna kennslu
á vélina?
• aö KEMPPI rafsuöuvélarnar
eru finnskar og tæknilega
mjög fullkomnar?
i aö nánari upplýsingar færö
þú hjá sölumönnum okkar í
síma 34060 og 34066?
ij'jl
ÁRMÚLA 22 — PÓSTHÓLF 4100
124 REYKJAVÍK — SÍMI 91-34060-34066