Morgunblaðið - 12.03.1982, Qupperneq 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1982
Sameiginlegt prófkjör á Bolungarvík:
Fjórir bæjarfiilltrúar af
sjö gefa ekki kost á sér
Bolungarvík, II. marz.
FJOKIK ha-jarfulltrúar gcfa ekki kost
á sér til endurkjörs við næstu bæjar
stjórnarkosningar í Bolungarvík, en
samtals eru bæjarfulltrúar þar sjö.
Sameiginlegt prófkjör stjórnmála-
flokkanna í Bolungarvík fer fram
laugardaginn og sunnudaginn 13. og
14. marz næstkomandi. Kosið verður í
fundarsal ráðhússins og allir sem náð
hafa 18 ára aldri 14. marz hafa kosn-
ingarétt. Listar ^tjórnmálaflokkanna
vegna prófkjörsins hafa verið ákveðn-
ir, og eru þeir svohljóðandi:
Alþýðubandalagið (G-listi):
Benedikt Guðmundsson, Egill
Guðmundsson, Guðmundur Óli
Kristinsson, Guðmundur H. Magn-
ússon, Hálfdán Sveinbjörnsson,
Hallgrímur Guðfinnsson, Kristinn
H. Gunnarsson, Lára Jónsdóttir,
Magnús Sigurjónsson, Margrét S.
Hannesdóttir, Stefán Ingólfsson og
Þóra Hansdóttir.
Framsóknarflokkur (B-listi):
Benedikt Kristjánsson, Bragi
Björgmundsson, Elísabet A. Krist-
jánsdóttir, Guðmundur H. Guð-
mundsson, Gunnar Leósson, Krist-
ján Friðþjófsson, Sveinn Bernódus-
son og Örnólfur Guðmundsson.
Jafnaðarmenn og óháðir (H-listi):
Aðalsteinn Kristjánsson, Daði
Guðmundsson, Ingibjörg Vagns-
dóttir, Jón S. Asgeirsson, Jónmund-
ur Kjartansson, Kristín Magnús-
dóttir, Kristný Pálmadóttir, Selma
Friðriksdóttir, Steindór Karvels-
son, Sverrir Sigurðsson og Valdi-
mar Lúðvík Gíslason.
Sjálfstæði.sflokkur (D-listi):
Björg Guðmundsdóttir, Björgvin
Bjarnason, Einar Jónatansson, Eva
Hjaltadóttir, Guðmundur Agnars-
son, Gunnar Hallsson, Hreinn Egg-
ertsson, Ingibjörg Sölvadóttir,
Ólafur Kristjánsson, Sigurður B.J.
Hjartarson, Víðir Benediktsson og
Örn Jóhannsson.
I bæjarstjórn Bolungarvíkur eiga
sæti Ölafur Kristjánsson, Guð-
mundur Bjarni Jónsson og Hálfdán
Einarsson frá Sjálfstæðisflokki,
Valdimar Lúðvík Gíslason, Kristín
Magnúsdóttir og Hörður Snorrason
af lista vinstri manna og óháðra, og
Guðmundur Magnússon frá Fram-
sóknarflokki. Meirihluta bæjar-
stjórnar skipa fulltrúar Sjálfstæð-
ismanna og fulltrúar vinstri manna
og óháðra. Fjórir bæjarfulltrúar
gefa ekki kost á sér til framboðs við
næstu bæjarstjórnarkosningar;
Guðmundur Bjarni Jónsson, Hálf-
dán Einarsson, Guðmundur Magn-
ússon og Hörður Snorrason.
Gunnar
Björg Guðmund.sdóttir
húsmóðir
Guðmundur Agnarsson
framkvæmdastjóri
Gunnar llallsson
verslunarmaður
Prófkjörslisti Sjálfstæðisflokksins
Sigurður Bj. Hjartarson
sjómaður
Víðir Bcncdiktsson
vélvirki
Örn Jóhannsson
verkstjóri
llreinn FggerLsson
verkstjóri
Ingibjörg Sölvadóttir
húsmóðir
Olafur Kristjánsson
forseti bæjarstjórnar
Svar til Anders
Hansens blaðamanns
Eftir Matthías
Eggertsson
Laugardaginn 5. mars sl. birt-
ist í Morgunblaðinu athugasemd
Anders Hansens við opnu bréfi
frá mér undirrituðum til hans.
Þar endurprentar hann hluta úr
bréfi mínu |>ar sem ég í fullri
vinsemd og trausti á hann ráð-
lagði honum að skyggnast dýpra
í mál Gunnars Bjarnasonar þeg-
ar hann var skólastjóri á Hól-
um, en hann hafði áður gert eft-
ir því sem dæmt varð af skrifum
hans. I athugasemd sinni vísar
hann þessari ráðleggingu minni
„heim til föðurhúsanna“ og
heldur sig í einu og öllu við bók
Gunnars „Líkaböng hringir“
sem heimild um þau mál.
Þessi viðbrögð. Anders Han-
sens urðu mér vonbrigði og mér
þykja þau ekki gæfuleg.
I opnu bréfi mínu til Anders
Hansens vitnaði ég í eftirfar-
andi ummæli hans:
„Hér skal ekki eytt miklu
rúmi í að rekja efni Líkabangar,
eða Hólamála sem hún segir frá.
F]n í sem stystu máli rekur bók-
in hvernig miklar hugmyndir
ungs manns um uppbyggingu
hins forna Hólastaðar verða að
engu. Hvernig kerfisþrælar og
stjórnmálalegir andstæðingar
brugðu fæti fyrir hann, og
hvernig þá, er hið raunverulega
vald höfðu, skorti vilja og kjark
til að standa við bakið á honum
þegar mest á reið.
Bókin Líkaböng hringir er
frásögn af baráttu lítilmagnans
við ofureflið, dæmisaga um
hvernig menn geta orðið leik-
soppur stjórnmálanna og
stjórnmálamannanna hér á
landi.“
Þessa tilvitnun lét ég mér
nægja en í áframhaldinu segir
Anders Hansen enn frekar frá
áliti sínu á því hvernig frásögn
Gunnars getur hugsanlega
opnað augu einhverra á því
hvernig ekki á að standa að mál-
um.
Sjálfsagt er að veita stjórn-
málamönnum, flokkum og mál-
gögnum þeirra aðhald og halda
uppi gagnrýni á það sem miður
fer, en þeir sem það gera verða
að hafa kunnugleika á því sem
þeir fjalla um. Eg held því fram
að það hafi Anders Hansen ekki
í þetta sinn.
Gerir hann sér einnig grein
fyrir að ívitnuð ummæii hér að
framan eru hnefahögg í andlit
Ingólfs Jónssonar, fyrrverandi
landbúnaðarráðherra.
Hlutverk þeirra sem starfa
við að uppfræða almenning er
að leggja mat á heimildir. Und-
an þeim réttindum og þeirri
kvöð getur enginn blaðamaður
sem vill láta taka sig alvarlega,
vikist. Frásagnir manna af at-
burðum og málum sem þeir eru
sjálfir þátttakendur í hafa löng-
um þótt tvíeggja heimildir. Það
er mannlegt að menn bæti held-
ur hlut sinn en hitt þegar þeir
segja sjálfir frá. Ég veit að um
þetta eru ýmsir Sjálfstæðis-
menn mér sammála. Ég lái
Gunnari Bjarnasyni út af fyrir
sig ekki að segja söguna frá
sjónarhóli sínum, en ég get ekki
setið þegjandi undir því þegar
hann reynir að réttlæta mistök
sín með því að niðra látnum
mönnum. Þegar Anders Hansen
gerir að skoðunum sínum hina
lituðu frásögn Gunnars í bók-
inni „Líkaböng hringir", þá taldi
ég mér rétt og skylt að benda
honum á að kynna sér sjálfur
málin betur. Ég taldi og tel eöli-
legra að hann geri það sjálfur,
en ekki t.d. að ég geri það frá
sjónarhóli mínum, til þess að
persónuleg afstaða mín hafi
ekki áhrif á skoðanamyndun
hans. Ég vek athygli á að ég
nefndi hvergi og ætlaðist ekki
til að hann skrifaði um það sem
hann yrði þá áskynja. Þessari
ráðleggingu minni svarar hann
þannig: „Hvatningu þeirri er
Matthías beinir til mín um að ég
kynni mér Hólamál betur en ég
hef gert, vil ég í fullri vinsemd
vísa heim til föðurhúsanna."
Ég læt lesendur um að meta
þetta svar.
Matthías Eggertsson
Rússar geta ekki
fylgst með ferðum
bandarískra kafbáta
Wa.shing(on,3.marz. Al*.
SOVÉZKI flotinn getur enn
ekki fylgst með ferðum banda-
rískra kafbáta, þrátt fyrir ítar
legar tilraunir þeirra til að
komast að því hvernig megi
„hlusta“ kafbáta uppi, að sögn
háttsetts embættismanns í
handaríska varnarmála-
ráðuneytinu.
„Það er meiri háttar veikleiki
hjá annars öflugum sjóher Sov-
étmanna, að hann getur ekki
leitað uppi kafbáta á úthöfunum.
Þótt Sovétmenn hafi verið að
þróa upp kafbátavarnir sínar,
virðast þeir langt á eftir Banda-
ríkjamönnum á sviði kafbáta-
leitar, “ sagði Richard D. Delau-
er ráðuneytisstjóri í skýrslu til
bandaríska þingsins.
Af skýrslunni má ráða, að
Rússum stafaði mikil hætta af
kafbátum. Kafbátarnir hefðu tíð
og tíma til að skjóta eldflaugum
á sovézk skotmörk áður en þeir
fengju vörnum við komið, og
einnig stafaði sovézkum herskip-
um mikil hætta af kafbátunum,
meðan þau gætu ekki fylgst með
ferðum þeirra.
Bandaríkjamenn hafa lengi
þóst hafa mikið forskot á Rússa
á sviði kafbátavarna, og talið er
að það muni lengi halda aftur af
Rússum að grípa til kjarnorku-
vopnaárásar meðan þeir ekki
geta fylgst með ferðum banda-
rískra kafbáta, sem gætu hefnt
árásar.
Delauer hélt því fram, að
Rússar væru skammt á veg
komnir í því að hljóðdeyfa kaf-
báta sína. Þeir tækju hraða fram
yfir hávaða, en af þessum sökum
er tiltölulega auðvelt að fylgjast
með ferðum sovézkra kafbáta
með þar til gerðum hlustunar-
tækjum.
Nýjustu kjarnorkukafbátar
Rússa, Alfa-bátarnir, eru til
dæmis hraðskreiðari en allir
aðrir kafbátar heims og kafa
dýpra en aðrir. En þótt þeir geti
siglt með 40 sjómílna hraða, þá
eru þeir hávaðasamari en aðrir
sovézkir kafbátar, og því auð-
veldari bráð bandarískrar
kafbátaleita.
Frá því var skýrt í Washing-
ton í gær, að Rússar hefðu tekið
nýjan kafbát af Alfa-gerð í notk-
un á Norðurslóðum, en þar voru
þrír þessara kafbáta fyrir.