Morgunblaðið - 12.03.1982, Síða 25

Morgunblaðið - 12.03.1982, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1982 25 Ráðist er ómaklega á Jóhannes Nordal í bók Birgis Björns fyrir, að hann aðhyllist orkusölu til út- lendinga. Er ekki glæpur líka að selja þeim fisk? Birgir Björn minnist ekki á sterk rök Jónasar H. Haralz fyrir hagvexti. Ætlast hann til þess, að við hverfum aftur inn í moldarkofana? Skotið fram Bókmenntir Hannes H. Gissurarson Birgir Björn Sigurjónsson: Frjálshyggjan. Svart á hvítu 1981, 261 bls. Bók Birgis Björns Sigurjónsson- ar er ekki um frjálshyggjuna, eins og bent var á í fyrri grein, heldur um þann ófullkomna búning, sem sumir hagfræðingar, sem sem Páll Samúelsson, hafa sniðið grein sinni, og er þó gagnrýni Birgis Björns umdeilanleg, þótt ég geti tekið undir það með honum, að sumar forsendur þess, sem hann nefnir „nýnýklassíska hagfræði", séu ekki raunhæfar. Það er furðu- legt, að maður.sem skrifar bók undir heitinu „Frjálshyggjan" — skuli ekki vita meira um kenning- ar frjálslyndra hagfræðinga, inn- lendra og útlendra, en bersýnilegt er af bókinni. Spurningutn ósvarað Dæmin um vanþekkingu Birgis Björns eru óteljandi í bókinni. Hann minnist á þá kenningu A.W. Phillips, að öfugt samband sé með verðbólgu og atvinnuleysi, en get- ur að engu bæklings Miltons Friedmans, Atvinnuleysi eða verð- bólgu? (Unemployment versus Inflation?) frá 1975, þar sem hann hrekur þessa kenningu. Og þetta á að vera bók um frjálshyggjuhag- fræði! Hann segir, að Adam Smith hafi lofsungið eigingirnina eins og aðrir frjálshyggjuhagfræðingar. Þetta er mikill misskilningur, sem enginn getur orðið sekur um, sem hefur lesið tvö rit Smiths vand- lega, Kenningu um siðferðiskennd- irnar (Theory of Moral Senti- ments) og Auðlegð þjóðanna (Wealth of Nations). Smith sagði, að heppilegra væri að leyfa mönnum að sýna eigingirni eða óeigingirni, en að neyða þá til að keppa að markmiðum annarra (þ.e. valdsmannanna). Hann benti á, að eiginhagsmunir rækjust ekki á almannahagsmuni í skipulagi samkeppninnar, því að í því yrðu framleiðendurnir að keppa um hylli neitendanna, ef þeir ætluðu að græða, þeir yrðu með öðrum orðum að fullnægja þörfum ann- arra í keppni sinni að eigin markmiðum. Og í fyrri grein var bent á það, að Birgir Björn minn- ist ekki á meginrök Friedrichs Shayles fyrir skipulagi samkeppn- innar — að í því einu sé unnt að afla þekkingar og nýta hana. Það hefði ekki síst verið fróð- legt, ef Birgir Björn hefði lesið vandlega og gagnrýnt frjáls- hyggjurit á íslensku, svo sem Til varnar frelsinu eftir Birgi Kjaran, Ix'iðina til ánauðnar eftir Friedrich A. Hayek, Vclferðarríki á villigötum eftir Jónas H. Haralz og Kinstakl- ingsfrelsi og hagskipulag (eða rit- gerðirnar í því sem allar hafa birst áður) eftir Ólaf Björnsson (en þess má geta, að Birgir Björn segir, að Ólafur sé hagfræðingur frá Manchester-háskóla, en hann lauk reyndar prófi frá Kaup- mannahafnarháskóla). í bók Jón- asar er kafli um hagvöxtinn, en Birgir Björn skrifar langt mál um hann. Hverju hefði Birgir Björn svarað honum? í henni er einnig kafli um samband hagfræðinga og stjórnmálamanna, sem Birgir Björn ræðir um í heilum kafla bókar sinnar. Hverju hefði Birgir Björn svarað honum? í bók Ólafs eru tvær ritgerðir um íslenska hagsögu, en um það efni fer Birgir Björn mörgum orðum og furðu- legum. Hvað hefði Birgir Björn sagt um söguskoðun Ólafs? í bók Ólafs er einnig kafli um ólíkar skoðanir hagfræðinga á hlutverki greinar sinnar. Hvað hefði Birgir Björn sagt um þessa lýsingu Ólafs? Þessum spurningum og mörgum öðrum er ósvarað í bók- inni. Birgir Björn reynir hvergi að mæta þessum mönnum á þeim velli, sem þeir hafa haslað. Sá grunur læðist að lesendum henn- ar, með því að svo er, að fyrri hluti bókarinnar að minnsta kosti sé uppsuða úr einhverjum sænskum róttæklingarritum. Ég hygg þó, að Birgir Björn sé ekki að beita gam- alkunnu bragði, þegar hann deilir á skoðanir, sem eru víðs fjarri skoðunum innlendra og útlendra frjálshyggjuhugsuða, heldur sé þetta til vitnis um vanþekkingu hans. Hann hefur ekki lesið rit þeirra, að minnsta kosti ekki nægilega vandlega. Hvad er frjálshyggja? En hvað er frjálshyggja? Birgir Björn notar orðið um það, sem stundum hefur verið nefnt „Kerf- ið“. Gylfi Þ. Gíslason, Jóhannes Nordal, Jónas H. Haralz og Ólafur Björnsson eru allir frjálshyggju- menn, segir hann. Hvað er þeim sameiginlegt? Það, að þeir telja allir, að markaðsviðskipti geti ver- ið heppilegri stundum en ríkis- afskipti. Annað er það varla. Eng- inn maður eða hópur getur að vísu tekið sér einkaleyfi á örðum, en ég hcld þó, að það auðveldi skynsam- legar umræður að nota orðið „frjálshyggju" í þrengri merkingu — um þá skoðun, að markaðs- skipulagið sé nauðsynlegt skilyrði fyrir almennum mannréttindum. Gylfi Þ. Gíslason er að vísu mætur maður, en ég er ekki viss um, að hann geti talist frjálshyggjumað- ur, ef orðið er notað í þessari merkingu. Og hvers vegna ræðir Birgir Björn ekki um þessa skoðun á sambandi mannréttinda og markaðsskipulags? Hvers vegna reynir hann ekki að hrekja hana? Það er mikill galli á bók hans, að hann segir hvergi, hvaða skipulag hann telji sjálfur heppilegt. Er það fullkomið miðstjórnarskipu- lag án peninga og markaðsvið- Birgir Björn reynir ekki að hrekja þá kenningu Olafs Björnssonar, að markaðsskipu- lagið sé skilyrði fyrir almennum mannréttindum. fyrir erlenda hagsmuni? Annað hvort líta þeir svo á, að sérhvert land hafi aðeins um tvo kosti að velja um: þátttöku í viðskiptum vestantjaldslanda — og þá með skilmálum Bandaríkjamanna, þ.e.a.s. fjölþjóðafyrirtækja og al- þjóðastofnana — eða að standa utan við og þá kannski á sviði vöruskiptaverslunar Rússa. Af þessum tveimur kostum finnst þeim sá fyrri skárri. Þetta gæti verið skýringin á bókartitli Ólafs Björnssonar. Eða að þeir eru sannfærðir stórfjármagnssinnar, ef til vill með einhver hagsmuna- tengsl og embætti og þátttöku í alþjóðlegu yfirstéttarlífi með tjl- heyrandi munaði." Það er svo. Ég get gefið hinum unga bókarhöf- undi eitt ráð — það er að gera þeim, sem hann á orðastað við, ekki upp annarlegar hvatir, heidur ganga alltaf að því vísu, að þeim gangi gott eitt til. Sannleikurinn er sá, að þeir Jóhannes, Sigurgeir og Ólafur eru sannfærðir um það hjá markinu Seinni grein skipta eins og í Kambódíu á árun- um 1975—1979? Er það ófullkomið miðstjórnarskipulag eins og í Ráð- stjórnarríkjunum? Eða aðhyllist hann sjálfstjórnar-samhyggju að hætti Títós í Júgóslavíu (sem er í rauninni ekki annað en syndikal- ismi)? Eða markaðs-samhyggju að hætti Oskars Langes (en Jónas H. Haralz lýsir þeirri hugmynd vel í bók sinni)? Eða segir hann eins og annar skeggjaður maður fyrir tvö þúsund árum, að sitt ríki sé ekki af þessum heimi? Omaklegar árásir á einstaklinga. í síðari hluta bókarinnar ræðst Birgir Björn mjög ómaklega á þá Jóhannes Nordal, Sigurgeir Jóns- son og Ólaf Björnsson (og birtir af þeim myndir). Það er að sjálf- sögðu engin ástæða til að svara þessari árás, barnalegri samsær- iskenningu Birgis Björns. Allir, sem þekkja þessa menn, vita, að þeir sinna fræðigrein sinni af mik- illi samviskusemi, en ég tek nokk- ur sýnishorn. Kjarni kenningar Birgis Björns er, að frjálshyggju- hagfræðingar séu fulltrúar inn- lendrar „valdstéttar". (Hvaða valdstéttar? Forstjórans Inga R. Helgasonar? Ráðherranna Hjör- leifs, Ragnars og Svavars? Pró- fessorsins Ólafs Grímssonar?) og útlendra auðhringa. Hann segir: „Með gróðafýsn og samkeppnis- þráhyggju að leiðarljósi leggur frjálshyggjan valdastéttinni til hugmyndafræðilegan grundvöll kúgunarinnar." Og hann segir: „Hvers vegna taka íslenskir hag- fræðingar að sér erindrekstur — og þeir hafa fært sterk rök fyrir því — að við íslendingar höldum ekki almennri velmegun okkar, ef við seljum útlendingum ekki orku eins og við höfum selt þeim fisk með góðum árangri. Ágreiningurinn er ekki um markmið, heldur leiðir. Hvor leið- in er heppilegri, ef við stefnum að velmegun, leið þeirra eða Birgis Björns (sem hann lýsir að vísu varla)? Sú er spurningin. Og hefur reynslan ekki þegar svarað henni? Ég hef ekki rætt um ýmsar aðr- ar kenningar höfundar, til dæmis um álsamninginn og nýtingu fiski- miðanna, þótt þær séu furðulegar, enda er þessi ritdómur orðinn heldur langur. En sannleikurinn er sá, að þessi bók er óframbæri- leg. Höfundurinn /hefur stór- skemmt fyrir sjálfum sér með ómaklegum árásum á einstaklinga og með því að koma svo upp um vanþekkingu sína. Hann verður ekki tekinn alvarlega sem hag- fræðingur, fyrr en hann skrifar aðra bók og betri. Menn geta ekki leyft sér að gefa út heila bók um frjálshyggjuna án þess að vita meira um hana en þetta. Sam- keppnin á markaði hugmyndanna er ófullkomin á íslandi, því að brýnni þörf er ófullnægt — þörf- inni fyrir gott svar samhyggju- manna við frjálshyggjumönnum. Oxford, 12. febrúar, 1982. Ábending um heimildir. Ég hef minnst á nokkur rit í þessum tveim- ur greinum, en tveir bókalistar eru nytsam- legir fyrir samhynwumenn, sem ætla að reyna að hefja rökræður í alvöru um hajffræð- ikenninar frjálshyKKjumanna. Annar þeirra er í 2. hefti Frelsisins 1981, hinn er listi rita Institute of Enconomic Affairs, 2 Lord North Street, Westminster, London SWIP 3LB. Sú stofnun hefur gefiö út ýmsar ritgerðir Hayeks og Friedmans o^ r^argra annarra frjálslyndra ha^fræðinKa í handhægum, auðlæsileKum o« ódýrum bæklingum. Patreksfjörður: Póstsendum GEKSiB Nýkomið Dömu og herra trékloss- ar í miklu úrvali. Margar nýjar geröir. Sameiginlegt prófkjör þriggja flokka á sunnudaginn kemur Patreksfirði, 10. marz. SAMEIGINLEGT prófkjör (il uppstill ingar fyrir væntanlegar sveitarstjórn- arkosningar fer fram á Patreksfirði sunnudaginn 14. mars nk. Alþvðu flokkur, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur taka þátt í próf- kjörinu. Alþýðubandalaginu var boðin þátttaka, en hafði ekki áhuga. Framboðslisti Sjálfstæðisflokks- ins á Patreksfirði í prófkjörinu er sem hér segir: Erna Aradóttir hús- frú, Ingimundur Andrésson vél- stjóri, Ingveldur Hjartardóttir skrifstofumaður, Jón Arason málarameistari, Haraldur Aðal- steinsson vélsmíðameistari, Harald- ur Karlsson póstafgreiðslumaður. Pétur Sveinsson tryggingafulltrúi, Sigurður G. Jónsson lyfsali, Sigurð- ur Jóhannsson húsasmíðameistari og Stefán Skarphéðinsson lögfræð- ingur. Á framboðslista Alþýðuflokksins eru: Ágúst Pétursson oddviti, Birgir Pétursson trésmíðameistari, Björn Gíslason húsasmíðameistari, Guð- finnur Pálsson húsasmíðameistari, Gunnar Pétursson rafvirkjameist- ari og Hjörleifur Guðmundsson sjó- maður. Á framboðslista Framsóknar- flokksins eru: Erla Hafliðadóttir veitingakona, Iajvísa Guðmunds- dóttir húsfrú, Magnús Gunnarsson verkamaður, Sigurður Viggósson tölvufræðingur, Snæbjörn Gíslason stýrimaður og Sveinn Arason trygg- ingafulltrúi. I núverandi hreppsnefndarmeiri- hluta sitja 2 fulltrúar Alþýðuflokks, 2 óháöir og einn framsóknarmaður, en 2 fulltrúar Sjálfstæðisflokks eru í minnihluta. Óháðir munu ekki bjóða fram nú, en annar fulltrúi jæirra er Hjörleifur Guðmundsson, sem gefur kost á sér fyrir Alþýðu- flokkinn. Þá er talið, að Alþýðu- bandalagið muni ekki bjóða fram. Af núverandi hreppsnefndar- mönnum gefa tveir ekki kost á sér: Hilmar Jónsson, annar maður Sjálfstæðisflokksins, og Sigurgeir Magnússon, fulltrúi Framsóknar- flokksins. Páll

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.