Morgunblaðið - 12.03.1982, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.03.1982, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1982 28_____________ Baldur Kristins- son - Minningarorð Fæddur 22. desember 1932 Dáinn 4. mars 1982 „llér er fyrir skildi skarð hjartað brast, því brjóstið renndi banaspjót úr dauðans hendi *vi þín svo enda varð.“ (NX> Erindi þetta er upphafserindi úr eftirmælum um afa Baldurs, Elías Pétursson, og á einnig við hér, því báðir létust þeir um aldur fram. Baldur var fæddur í Haukadal í Dýrafirði, næstyngstur fimm systkina, sonur hjónanna Daðínu Guðjónsdóttur og Jóns Kristins Elíassonar. Föður sinn missti Baldur árið 1945, þá aðeins tólf ára gamall og flutti Daðína þá með börn sín til Reykjavíkur. Þegar ég tengdist fjölskyldunni árið 1947, tók ég eftir þeirri ein- drægni sem rikti milli þeirra systkina og móður þeirra og hefur verið svo alla tíð síðan. Baldur hafði snemma mikinn áhuga fyrir vélum, og lærði vél- virkjun hjá Kolsýruhleðslunni hf. og vann upp frá því að iðn sinni, ásamt viðgerðum á bílum og alls kyns tækjum, um tíma hjá Þunga- vinnuvélum hf., en síðan 1%2 var hann með eigið verkstæði og vann einnig mikið fyrir Sölunefnd varn- arliðseigna. Það var alltaf gott að koma til hans á verkstæðið, hvort heldur með bilaðan bílinn eða annað. Baldur sá aldrei eftir tímanum til að hjálpa öðrum. Oft litu líka vinir og kunningjar inn til þess að spjalla um landsins gagn og nauð- synjar, því það var aldrei logn- molla í kringum Baldur. Árið 1957 gekk hann að eiga eft- irlifandi konu sína, Viktoríu Hólm Gunnarsdóttur. Brátt stækkaði fjölskyldan og alls urðu börnin sex, einn sonur og fimm dætur, sem öll eru hið mannvænlegasta fólk og eru þrjár yngstu dæturnar enn í foreldrahúsum. Þau hjónin réðust í að byggja sér hús, að Glæsibæ 3, og fluttu í það árið 1967 og hafa verið einkar samhent í því að gera það sem best úr garði og áttu þar fallegt og gott heimili. Þótt frístundir væru ekki marg- ar, gaf Baldur sér þó stöku sinnum tíma til að ganga til rjúpna, af- raksturinn skipti ekki máli, hann naut útiverunnar. Þá átti hann einnig góðar stundir, er hann renndi fyrir lax í Botnsá með Helga Eyjólfssyni forstjóra, en Helga mat hann mjög mikils. Baldur var mjög barngóður og nutu systkinabörnin þess í ríkum mæli, ekki síður en hans eigin börn og barnabörn, sem eru orðin þrjú. Baldur starfaði mikið fyrir íþróttafélagið Fylki og vildi veg félagsins sem mestan. Börnin hafa öll starfað fyrir félagið og var oft skemmtilegt að fylgjast með um- ræðum um íþróttir á heimili þeirra. Það var greinilegt að ekki voru aðeins feðgar eða feðgin að ræðast við heldur og ekki síður vinir og félagar. Baldri tókst það sem er hverjum föður svo dýr- mætt, að vera vinur og félagi barna sinna. Fyrir nokkrum árum veiktist Baldur og fékk þá fyrstu viðvörun um það sem í vændum gæti verið. Hann náði heilsu aftur, en varð að gæta sín. I apríl sl. veiktist hann öðru sinni og lá þá á Borgarspítalanum í nokkrar vikur og kom þá best í ljós karlmennska hans og vilja- styrkur í þeirri miklu baráttu sem þar var háð. Með góðri aðstoð lækna og annars starfsfólks, vannst sú orusta. Oft minntist Baldur læknanna og hjúkrunarfólksins með hlýhug og þakklæti fyrir allt sem það hafði fyrir hann gert. Nú hafði hins vegar orðið mikil breyting á, sjúkdómurinn hafði tekið sinn toll og hann stóran. Glaðværðin brást þó ekki og var aðdáunarvert hversu vel hann brást við þessum breyttu aðstæðum. Þriðjudaginn 2. mars sl. varð hann enn að fara á sjúkrahús og var það lokaferðin, því hann and- aðist þar tveimur dögum síðar. Hér er genginn stórlyndur, hreinskilinn og hreinskiptinn maður og drengur góður. Ég bið algóðan Guð að styrkja móður hans, eiginkonu og fjöl- skyldu. Með hjartans þakklæti fyrir vináttu og tryggð. Blessuð sé minning hans. Albert Kristinsson Fráfall Baldurs Kristinssonar kom ekki með öllu á óvart. í lengstu lög höfðu þó vinir hans og samstarfsmenn vonað, að honum yrði lengri lífdaga auðið. En eng- inn má sköpum renna, og alltof fljótt er Baldur nú kvaddur af samstarfsmönnum sínum hjá Sölu varnarliðseigna, en á vegum þess fyrirtækis starfaði hann meira og minna sl. 20 ár. Kynni undirritaðs af Baldri heitnum hófust fyrir 5 árum. Hið ágætasta samstarf tókst með okkur, sem stóð þar til hann veikt- ist alvarlega á síðasta ári og varð að draga sig í hlé frá störfum. Um Baldur mátti segja, að í honum sameinaðist vandvirkur og hæfur starfsmaður, sem lagði metnað sinn í að skila verki sínu vel. Tókst honum oft með ótrúlegum hætti að leysa hin erfiðustu verk af höndum. Kunni fyrrverandi for- stjóri Sölu varnarliðseigna, Helgi Eyjólfsson, ekki síður en undirrit- aður, að meta verkkunnáttu hans, en með þeim var mikil og góð sam- vinna og vinátta alla tíð. Áhugamál Baldurs Kristinsson- ar tengdust einkum íþróttahreyf- ingunni. Á því sviði vann hann mikið og óeigingjarnt starf fyrir félag sitt, Fylki í Árbæjarhverfi. Var oft skemmtilegt og fróðlegt að ræða við Baldur um íþróttastarfið og taka þátt í gleði hans, þegar vel gekk hjá Árbæjarliðinu. Er óhætt að fullyrða, að Baldur hafi haft mjög næman skilning á gildi íþróttastarfsins, einkum og sér í lagi fyrir unglinga. Við fráfall hans er vissulega skarð fyrir skildi í röðum Fylkismanna. Með eiginkonu sinni, Viktoríu Hólm Gunnarsdóttur, eignaðist Baldur sex börn. Af miklum myndarbrag og dugnaði reistu þau hjón einbýlishús í Árbæjarhverfi og eru nú aðeins þrjár dætur í föð- urhúsum. Eru Viktoríu og börnum færðar samúðarkveðjur starfs- fólks Sölu varnarliðseigna á sorg- arstundu. Það er, og verður alltaf, erfitt að sjá á eftir vinum og nákomnum ættingjum. Öll él birtir þó upp um síðir, og góðar minningar um Baldur Kristinsson eiga eftir að yija þeim, sem hann þekktu, um ókomin ár. Alfreð Þorsteinsson í dag kveðjum við félagar í handknattleiksdeild Fylkis kæran félaga, Baldur Kristinsson, Glæsi- bæ 3, Reykjavík. Er undirritaður hóf æfingar með félaginu fyrir 6 árum kom geðþekkur maður á miðjum aldri og kynnti sig sem formann deild- arinnar og bauð mig velkominn á æfingar. Þar var Baldur kominn og stofnaði til þeirra kynna er eigi rofnuðu fyrr en harðri baráttu hans við erfiðan sjúkdóm lauk hinn 4. mars sl. Þrátt fyrir að hann léti af formennsku var hug- urinn til deildarinnar hinn sami og ávallt er fundum bar saman voru málefni hennar ofarlega á baugi og fullyrða má að fáir eða enginn hafa lagt íþróttafélagi til jafn mikið starf og efnivið til starfa, þar sem öll börn hans hafa æft og keppt með hinum ýmsu flokkum deildarinnar. Mér er minnisstætt eitt sinn er meistara- flokkur karla fór til keppni í 2. deild á Akureyri. Meirihluti hóps- ins fór með flugvél kl. 9 á laugar- dagsmorgni en Baldur sem liðs- stjóri og tveir leikmenn ætluðu að koma með flugvél norður kl. 2 síð- degis. Um hádegi gerði ófært fyrir flug til Akureyrar svo aðeins voru níu leikmenn til staðar þegar leik- ur skyldi hefjast kl. 4. Klukkan 3 hringdi Baldur norð- ur og bað liðsmenn að gera sitt besta þar eð útséð væri um flug norður. í hálfleik og eftir leikinn hringdi hann til að fylgjast með gangi og úrslitum leiksins og sýnir þetta best áhuga hans fyrir vel- gengni hópsins sem hann leit á sem sín eigin fósturbörn. Starf þeirra er stjórnarstörfum sinna er sjaldan ofmetið og ég veit að um leið og ég þakka Baldri samfylgd- ina og bið fjölskyldu hans og hans ágætu eiginkonu Viktoríu H. Gunnarsdóttur guðsblessunar á ókomnum árum, að þá mæli ég fyrir mun þeirra fjölmörgu er æft hafa og unnið að stjórnarstörfum með Baldri og að þrátt fyrir skoðanamun að þá sé starf hans í röðum okkar Fylkismanna aldrei ofmetið. Arnþór Óskarsson Baldur er dáinn, þessi frétt kom eins og reiðarslag yfir mig. Samt vissi ég að kallið gat komið hve- nær sem var. En það er erfitt að skilja tilganginn. Hvers vegna hann? Aðeins 49 ára gamall og líf- ið rétt hálfnað. Baldur hefur alltaf verið til, frá því ég man eftir mér og sem betur fer á ég minninguna eftir og hún hverfur aldrei. Hann var fæddur 22. 12.1932 og giftist móðursystur minni, Vikt- oríu Hólm, 9. júní 1957. Sá dagur er einnig afmælisdagur minn og hef ég alltaf verið mjög hreykin af þessari tilviljun. Baldur var einstaklega barngóð- ur og tóku þau tvíburadætur mín- ar í fóstur nýfæddar til þess að ég gæti lokið prófum. Og þar eignuð- ust þær sinn þriðja afa. Baldur afi hafði alltaf tíma til þess að taka börn í fangið og það lýsir honum vel. Sjálf eignuðust Baldur og Vikt- oría sex börn: Gunnar fæddan 19. marz 1957, kvæntan Ingu Gunn- arsdóttur og eiga þau einn son, Robert. Irisi fædda 1. nóvember 1958, gifta flrni Hafsteinssyni, eiga þau eina dóttur, Ernu Hrund, Ernu fædda 11. maí 1960, gifta Smára Baldurssyni og eiga þau nýfæddan son, Birnu fædda 9. september 1961, og Rut og Evu fæddar 14. september 1964. 011 sjá þau á eftir góðum föður, tengda- föður og afa. Ég sendi þér elsku Vikka mín, börnum þínum, Daðínu og öllum ástvinum Baldurs mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Ég bið guð að hjálpa okkur öll- um í sorg okkar. Ásthildur Hinn hraði vöxtur Reykjavík- urborgar undanfarinn mannsald- ur hefur að nokkru leyti gefið henni einkenni bráðvaxta ungl- ings. Stærðarhlutföll röskuð og hinn innri þroska skortir til jafns við vöxtinn. Eitt dæmi slíks er að upp risu stór byggðahverfi kring um gamla kjarnann án þess að nægjanlega væri séð fyrir félagslegri aðstöðu ungmenna þar. Þessi saga er kunn, en við vitum líka að mikið hefur verið unnið að úrbótum á þessu sviði sem fleir- um. í hverfunum risu upp menn sem vildu bæta úr. Þeir stofnuðu íþrótta- og æskulýðsfélög hverf- anna, unnu á félagslega sviðinu, jafnframt því að sækja á yfirvöld borgarinnar eftir nauðsynlegri fyrirgreiðslu til að byggja upp að- stöðu fyrir félagsstarfið. Til liðs við frumherjana komu svo fleiri atgervismenn sem ljáðu orku sína til að hefja flaggið sem hæst. En því er þessa málefnis getið að í dag er til moldar borinn einn hinna þróttmiklu merkisbera íþróttafélags Árbæjarhverfis, Fylkis. Baldur Kristinsson þekkti þetta málefni vel. Hann kom til borgar- innar á miklum umbrotatímum hennar og með sinni góðu konu eignaðist hann sex mannvænleg börn. Þeim hjónum auðnaðist að reisa sér myndarlegt hús í Árbæj- arhverfi og börnin fóru að stunda handknattleik í íþróttafélagi hverfisins. Börnunum gekk vel, enda með afbrigðum gervileg. Þau eru í dag margrómað og gott íþróttafólk. Og Baldur hreifst með. Hann sá strax hvers virði þessi starfsemi var ungmennum sem þá bjuggu í umhverfi uppruðnings úr húsa- grunnum og höfðu hvergi sam- eiginlegt athvarf eða viðfangsefni utan heimilis. Hann gekk til Iiðs við Fylkismenn. I Baldri Kristinssyni öðlaðist Fylkir einn sinn ötulasta forvíg- ismann. Hann beitti sér í öllum þeim málum sem honum þótti til fram- fara horfa hjá félaginu, þótt helsti vettvangur hans væri jafnan i handknattleiksdeild. Lengi var hann formaður deild- arinnar, en ekkert verk var svo smávægilegt í hans augum að hann tæki ekki hendi til þess, teldi hann að úrlausn þess gerði deild- ina hæfari til að gegna hlutverki sínu. Stundum afgreiddi formaðurinn jólatré og greni, stundum keypti hann inn flugelda, stundum gekk hann ásamt liðsmönnum sínum og safnaði áheitum á liðið meðal Árbæinga. Þess á milli samdi hann við þjálfara og sat stjórnar- fundi, en oftast og mest var hann meðal liðsmanna á æfingum og viðstaddur keppni. Minnugur þess að umbun æf- ingastritsins kæmi í keppninni fylgdi hann liði sínu hvenær og hvar sem hann gat. Og það á ekki við um meistaraflokkinn einan, þótt Baldur væri sannarlega kappsfullur að eðlisfari og keppn- in þar hörðust. Það átti við um alla yngri flokkana líka, enda er gildi starfsins ekki hvað minnst meðal þeirra. Alla undraði hve miklum tíma Baldur fórnaði þessari hugsjón, ekki hvað síst þá sem aftar stóðu í liðinu og ekki höfðu yfirsýn hans yfir vettvanginn allan. Baldur var ætíð reiðubúinn til að fórna eigin vinnu hvenær sem nauðsyn bar til vegna Fylkis. Hið sama gilti um frítíma hans. Allar æfingar, allir kappleikir og flestir fundir íþróttahreyfingarinnar eru á þeim tíma sem menn vilja gjarn- an nota til eigin afþreyingar. Slíkt geta forystumenn íþróttafélaga lítið leyft sér, og þá reynir á nán- ustu förunauta á lífsins braut. Án áhuga og samvinnu konu sinnar, Viktoríu Hólm Gunnars- dóttur, hefði Baldur Kristinsson ekki getað gefið samborgurum sínum svo mikið af sjálfum sér sem raun varð á. Hver sá sem kom á heimili þeirra hjóna í erindum Fylkis hlaut að finna að hann var velkominn og að erindið naut for- gangs á þeim bæ. íþróttafélagið Fylkir í Árbæj- arhverfi er því í mikilli þakkar- skuld við Viktoríu, ekki síður en við látinn eiginmann hennar. Raunar er svo um flesta Árbæ- inga, einkum hina yngri. Viktoríu, börnunum og öðrum aðstandendum Baldurs Kristins- sonar votta ég mína dýpstu sam- úð. Bjarni Grímsson, félagi í Fylki. Baldur er Vestfirðingur að upp- runa og sleit barnsskónum í Haukadal í Dýrafirði. Foreldrar voru Daðína Guðjónsdóttir og Kristinn Elíasson trésmiður. Baldur var næstyngstur fimm systkina, en faðir þeirra lést árið 1945 og fluttist þá fjölskyldan til Reykjavíkur. Baldur hóf nám í vélvirkjun hér í Reykjavík og lauk sveinsprófi 1955. Hann kvæntist eftirlifandi konu sinni, Viktoríu Hólm Gunn- arsdóttur, 9. júní 1957 og eru börn þeirra 6: Gunnar, fæddur 1957, kvæntur Ingigerði Gunnarsdóttur, íris, fædd 1958, gift Erni Haf- steinssyni, Erna, fædd 1960, gift Smára Baldurssyni, Birna, fædd 1961, og tviburasysturnar Rut og Eva, fæddar 1964, en þrjár yngstu dæturnar eru enn á heimili for- eldra. Fyrstu kynni okkar Baldurs eru tengd okkar unga íþróttafélagi hér í hverfinu. Það var í svartasta skammdeginu nokkrum dögum t Útför mannsins míns og föður, GUÐJÓNS EINARSSONAR, Eskifirði, veröur gerö frá Eskifjarðarkirkju laugardaginn 13. márs nk. kl. 14.00. Halldóra Guönadóttir, Erna Guöjónsdóttir. t Þökkum innilega samúö og hlýhug vegna fráfalls PÁLS ÓLAFSSONAR. Fyrir hönd vandamanna, Ásta Ólafsdóttir, Ólafur Jónsson. t Eiginmaöur minn, faöir okkar, bróöir og mágur, ÓLAFUR A. SIGGEIRSSON, Sólheimum 35, andaöist í Landspítalanum 1. mars sl. Útförin hefur fariö fram. Innileg þökk fyrir hlýhug og samúöarkveöjur. Ragnheiöur Jónsdóttir, Jón Ólafsson, Siggeir Ólafsson, Aslaug Siggeirsdóttir, Friöjón Sigurösson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.