Morgunblaðið - 12.03.1982, Síða 32
Sími á ritstjórn og skrifstofu:
10-100
FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1982
Þingmenn spyrja:
Knúði ráðherra fram
kaupin á Iscargo?
Frumsýning á Giselle í kvöld
SÁ LISTVIÐBURÐUR verður í aðaldanshlutverk fara Helgi danshlutverkum sínum á æfingu
kvöld í Þjóðleikhúsinu að frum- Tómasson, sem dansar á fyrstu fyrir skömmu, ásamt íslenska
sýndur verður ballettinn Giselle sex sýningunum og Ásdís Magn- dansflokknum.
í sviðsetningu Anton Dolin. Með úsdóttir og sjást þau hér í
Rétti þeim hvorki kinnina
né knékrýp á nokkurn hátt
- segir Ólafur Jóhannesson utanríkisráðherra í tilefni af
deilum hans og alþýðubandalagsráðherranna um Helguvík
Káðstafanir Steingríms Her
mannssonar á flugrekstrarleyfum,
kaup Arnarflugs á tilteknum eignum
Iscargo og samningar sölu- og kaup-
aðila við ríkisbanka, Útvegsbanka Is-
lands, komu til umræðna íSameinuðu
Alþingi í gær, er Arni Gunnarsson (A)
kvaddi sér hljóðs utan dagskrár í gær.
íslcn/ka rfkið á 20% í Klugleiðum,
sagði Arni, Flugleiðir 40% í Arnar
flugi, svo kaup þess á tilteknum eign-
um Iscargo fyrir 29 m.kr., mcð aðeins
1,9 m.kr. hlutafjáreign, kemur Alþingi
við. Káðherra verður og að gera hrcint
fyrir sínum dyrum varðandi hugsan-
lega beitingu veitingarvalds á flug-
rekstrarleyfum, til að koma þessum
kaupum á og bjarga eigendum Is-
cargo úr fjárhagsvanda, og tengsl
ríkisbanka við málið eykur á upplýs-
ingaskyldu.
Steingrímur Hermannsson, sam-
gönguráðherra, kvaðst engin áhrif
hafa haft á viðskipti Arnarflugs og
Iscargo, kaup þess fyrrnefnda eða
sölu þess síðarnefnda, enda ættu
Skaftafcllid:
Búið að gera
við bilunina
„f MORGUN tókst að gera til
bráðabirgða við drif í eldsneytis-
dælu aðalvélar og Skaftafell siglir
nú í vesturátt áleiðis til Bandaríkj-
anna,“ sagði Ómar Jóhannsson,
skrifstofustjóri skipadeildar Sam-
bands íslenzkra samvinnufélaga í
samtali við Mbl í gær. Svo sem fram
kom í Mbl., þá rak Skaftafellið
stjórnlaust undan fárviðri að vestan
í fimm sólarhringa djúpt út af hafinu
milli íslands og Ameríku.
Ekki hefur enn verið ákveðið
hvort Skaftafellið heldur til næstu
hafnar á Nýfundnalandi, eða
hvort skipið fer til Gloucester í
Massachusetts eins og upphaflega
var gert ráð fyrir.
Jokulfellið lagði upp frá Reykja-
vík á miðvikudagsmorgun með
varahluti, en til þess hefur ekki
komið, að þeirra þurfi með.
hér sjálfstæðir rekstraraðilar í
hlut. Hagkvæmni sölu eða kaupa
væri viðkomenda að meta og bera
ábyrgð á, ekki sitt. Flugrekstrar-
leyfi væru þessum viðskiptum óvið-
komandi.
Albert Guðmundsson, alþingis-
maður, sem jafnframt er formaður
bankaráðs Utvegsbankans, sagði
hag bankans betur tryggðan eftir
þessi kaup en áður, enda fengi
bankinn ný veð fyrir ábyrgðum sín-
um með nýjum eigendum, en héldu
og fyrri tryggingum. Arnarflug
væri fyrirtæki sem sýnt hefði góðan
rekstur liðin ár.
Harðar umræður urðu um málið
og sat samgönguráðherra undir
getsökum um að hafa notað veit-
ingarvald á flugrekstrarleyfum til
að knýja fram kaup Arnarflugs á
eignum Iscargo. Sjá nánar frétt á
bls. 2 í Mbl. í dag og frásögn á þing-
síðu um umræðurnar utan dag-
skrár.
Sjá: „Flugleiðir notaðar til að
forða gjaldþroti?" á bls. 18 og
„Flugleiðir óska eftir mati á
eignum Iscargo" á bls. 2.
„ÞAD HEFUR nú ekki snúið að mér
sú hlið frá þeim nú nýlega að ég sé
líklegur til að rétta þeim aðra kinn-
ina eða knékrjúpa þeim á nokkurn
hátt. Það er þeirra mál hvað þeir
gera, m þessi framkvæmd er mjög í
samræmi við það sem þeir héldu
fram í sínum málflutningi áður. Þá
var það stækkunin sem þeir fettu
fingur út í, og þá töldu þeir flutning-
inn á geymunum nauðsynlegan. Nú
hefur þetta allt snúist við, en ég held
mínu striki og sagði þeim það á rík-
isstjórnarfundinum í morgun," sagði
Ólafur Jóhannesson utanríkisráð-
herra, er Mbl. spurði hann síðdegis í
gær hvað farið hefði í milli hans og
alþýðubandalagsráðherranna á rík-
isstjórnarfundi í gærmorgun vegna
Helguvíkurmálsins.
Ólafur sagðist ekki myndu gefa
neitt eftir í málinu, enda hefði
hann þingsályktun Alþingis frá sl.
vori á bak við sig, þar sem honum
er persónulega falið að leysa þetta
vandamál. Ólafur sagði einnig, að
nú þegar væru fjórir aðilar, þrír
innlendir og einn bandarískur, í
vinnu við hönnun verksins og
vænti hann þess að hægt yrði að
hefja framkvæmdir í Helguvík í
upphafi næsta árs.
Svavar Gestsson, formaður Al-
þýðubandalagsins, sagði í viðtali
við Mbl. í gær, að hann harmaði
mjög hvernig utanríkisráðherra
stæði að málinu og sagðist vonast
til að lagfæring fengist fram.
Hann sagðist vera á þeirri skoðun,
eins og fyrr hefði komið fram, að
geymarnir ættu að vera innan
vallargirðingarinnar og bætti við,
að sú væri einnig skoðun forstjóra
Olíufélagsins og Sambands ísl.
samvinnufélaga og því skyldi
hann ekki í ráðherrum framsókn-
ar að vinna gegn þeim tillögum.
Aðspurður um hvort hann teldi
þetta brottfararatriði fyrir Al-
þýðubandalagið úr ríkisstjórn
sagði hann: „Ég trui því ekki að
utanríkisráðherra gangi það langt
í málinu," en fékkst ekki til að
svara spurningunni frekar.
Aðrir þingmenn Alþýðubanda-
lagsins sem Mbl. ræddi við í gær,
t.d. Ólafur Ragnar Grímsson, tóku
í sama streng og formaður flokks-
ins hvað varðar staðsetningu
geymanna innan vallargirðingar-
innar, þ.e. að sú staðsetning sé
hugmynd samvinnuhreyfingar-
innar. Utanríkisráðherra var því
spurður álits á þeirri staðhæfingu.
Hann svaraði: Ég hef nú ekki séð
neins staðar að samvinnuhreyf-
ingin hafi látið neitt uppi um
þetta mál. Hugmyndir þær sem
forstjóri Olíufélagsins setti fram
við utanríkisnefnd eru nú nær
ársgamlar, en ég hef nú ekki orðið
var við að SÍS setti neitt á oddinn
í þessu efni.“
Ragnar Arnalds fjármálaráð-
herra var einnig spurður álits á
máli þessu í gær, en hann svaraði
nokkuð á aðra lund en sam-
flokksmenn hans: „Ég er viss um
það, að ef góð samráð eru höfð um
málið er hægt að leysa það. Það er
enginn ágreiningur um „prinsipp-
ið“ að flytja þessa tanka. Aðaldeil-
an er fyrst og fremst um það með
hvaða hætti á að taka olíuna í
land, eða koma henni fyrir í þess-
um tönkum. Ég hef enga trú á að
þetta staðsetningarvandamál sé
nokkurt mál, aðalvandinn er þetta
með hafnarmannvirkin, að það er
verið að búa til nýjan hernaðar-
lega mikilvægan punkt með þeim,“
sagði hann.
Gunnar Thoroddsen forsætis-
ráðherra vildi ekkert segja um
málið, er Morgunblaðið spurði
hann álits.
Miimi
innlán
SPARIFJÁRAUKNING í bönkum
var talsvert minni fyrstu tvo mán-
uði þessa árs heldur en hún var á
sama tímabili í fyrra. Innlána-
þróunin er verulega lakari en í
upphafi síðasta árs. Samkvæmt
upplýsingum Morgunblaðsins er
talið, að óhagstæður jöfnuður
milli inn- og útlána eigi sér eðli-
legar ytri skýringar að hluta, en
að að öðru leyti kalli þessi þróun á
að fastar verði haldið í fé bank-
anna.
Ragnar Arnalds fjármálaráðherra um afgreiðslu lánsfjáráætlunar:
Botna ekkert í fjár-
hags- og viðskiptanefnd
Við stjórnum ekki þingmönnum - þeir stjórna sér sjálfir
„ÉG HEFÐI nú helst viljað að þetta hefði verið afgreitt um mánaðamótin
janúar, febrúar. Ég satt að segja botna ekkert í því af hverju fjárhags- og
viðskiptanefnd hefur þurft að taka sér svona gríðarlega langan tíma til að
ræða lánsfjáráætlunina", sagði Ragnar Arnalds fjármálaráðherra, er
Mbl. spurði hann af hverju lánsfjáráætlun fyrir árið 1982 væri ekki enn
orðin að lögum, en upphaflega átti hún að afgreiðast um leið og fjárlög,
en með samþykki stjórnarandstöðunnar var gefinn frestur til 28. janúar
sl. með afgreiðslu hennar.
Morgunblaðinu er kunnugt
um, að vegna þess að lánsfjár-
áætlunin er óafgreidd hefur ekki
verið unnt að taka út hið stóra
lán, upp á rúmar 720 millj. kr.,
sem fjármálaráðherra undirrit-
aði nýverið í London fyrir hönd
ríkissjóðs. Aðspurður um það
svaraði ráðherrann: „Það hefur
aldrei staðið til að taka það heim
fyrr en lánsfjáráætlun væri af-
greidd. Það er óhjákvæmilegt að
lánsfjárlögin séu samþykkt áður
en hægt er að taka þetta lán.“
Hann bætti því við að ríkissjóð-
ur þyrfti ekki á þeim peningum
að halda fyrr en lánsfjáráætlun
væri afgreidd.
— En er ekki hálfgert sleifar-
lag af hálfu stjórnvalda að drífa
lánsfjáráætlunina ekki í gegnum
þingið?
„Við stjórnum ekki þingmönn-
um, þeir stjórna sér sjálfir og út
af fyrir sig verður nú að viður-
kennast að lánsfjáráætlunin
hefur mjög oft verið seinna á
ferðinni en þetta. Það stóð til að
reyna að afgreiða málið úr
nefndinni áður en þeir fóru á
Norðurlandaráðsþingið en þá
komu til afgreiðslugjald, lækkun
launaskattsins og allt það, og
menn gerðu miklar kröfur um
fundahöld út af þessu og hinu.
Þar kom einnig inn í raðsmíði
skipa og fleira, sem menn þótt-
ust þurfa að skoða svo gríðarlega
nákvæmlega, svo þetta hefur
dregist."
Fjámálaráðherra var í lokin
spurður, hvenær hann reiknaði
með að máiið færi í gegnum
þingið. Hann svaraði: „Þú verður
að spyrja aðra en mig, fyrst og
fremst nefndarmenn í fjárhags-
og viðskiptanefnd, hvenær hún
skili af sér.“ Ráðherrann tók
fram, að formaður nefndarinnar
væri Halldór Ásgrímsson, en
hann er í leyfi frá þingstörfum,
svo Mbl. tókst ekki að hafa upp á
honum í gær vegna þessa máls.