Morgunblaðið - 13.03.1982, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR OG LESBÓK
56. tbl. 69. árg.
LAUGARDAGUR 13. MARZ 1982
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Nýtt spænskt Dutningaskip í júmfrúarferð undir íslenzkum samningi. Myndin var tekin á strandstað við Counenoole- unnið var við viðgerð á vél. Sjá „Hrakti vélarvana upp í
fána og flaggi strandaði í fyrrinótt við strendur írlands og er flóa í gærmorgun, en þá var skipið byrjað að liðast í sundur. hamra írlandsstrandar" á bls. 25 og „Reiknum með nýju
skipið talið ónýtt. Fimmtán manna spænsk áhöfn var á skip- Tíu vindstig voru þegar skipið rak stjórnlaust upp, á meðan systurskipi Rangár í staðinn" á baksíðu. Ljósm. MbL — ap.
inu sem Hafskip hafði samið um til siglinga á kaupleigu-
Ronald Reagan Bandaríkjaforseti og Francois Mitterrand Frakklandsforseti
ræðast við í skrifstofu Bandaríkjaforseta í Hvfta húsinu í Washington í gær,
í upphafi viðræðufundar þeirra, þar sem búist var við hvassyrtum fyrirlestri
Reagans vegna vopnasölu Frakka til Nicaragua og stuðnings þeirra við
skæruliða í El Salvador. símamynd-AP.
Reagan hvassyrtur á
fundi með Mitterrand
Washington, 12. marz. AP.
FORSETAR Bandaríkjanna og Frakklands, Ronald Reagan og Francois
Mitterrand, ræddust við í Hvíta húsinu í þrjár klukkustundir í dag, þar
sem Reagan var hvassyrtur í garð Frakka vegna vopnasölu þeirra til
Nicaragua og stuðning þeirra við skæruliða í El Salvador.
„Það er svívirðilegt, að einn
bandamanna okkar, Frakkar,
skuli styðja starfsemi skæruliða í
E1 Salvador, það gera þeir með
vopnasölu sinni til Nicaragua,"
sagði háttsettur embættismaður í
Hvíta húsinu. „Mitterrand mun
hafa betri skilning á okkar af-
Vaxandi fylgi íhaldsflokks
l/ondon, 12. marz. AP.
ÍHALDSFLOKKURINN brezki hefur aukið fylgi sitt meðal brezkra
kjósenda, og skotist upp fyrir Verkamannaflokkinn og kosningabanda-
lag Jafnaðarflokksins og Frjálslynda flokksins í vinsældum, samkvæmt
skoðanakönnun, sem gerð var fyrir blaðið Daily Star.
Stjórnmálaskýrendur telja
auknar vinsældir íhaldsflokksins
megi rekja til ánægju almennings
með fjárlagafrumvarp ríkis-
stjórnar Margrétar Thatcher,
sem lagt var fram í síðustu viku.
Samkvæmt könnuninni nýtur
íhaldsflokkurinn fylgis 37% kjós-
enda, en það er sjö prósent fylgis-
aukning miðað við sambærilega
könnun fyrir mánuði. Fylgi
Verkamannaflokksins stendur í
stað í 33%, en kosningabandalag-
ið hefur tapað fjórum prósentum
og nýtur nú fylgis 27% kjósenda.
I skoðanakönnun sömu stofn-
unar í október hafði kosninga-
bandalagið fylgi rúmlega 40%
kjósenda. Aðeins tvær vikur eru í
mikilvægar aukakosningar í
Glasgow, þar sem bandalagið
vonast til að fá sinn fyrsta þing-
mann kjörinn.
Jafnframt þessu jókst persónu-
fylgi Thatcher úr 30% í 36%, og
Michael Foot leiðtogi Verka-
mannaflokksins naut fylgis 23%
kjósenda, bætti við sig 5%.
íhaldsflokkurinn varð fyrir
áfalli í dag, er hertoginn af Dev-
onskíri, einn ríkasti maður Stóra
Bretlands, sagði sig úr flokknum
og gekk í Jafnaðarflokkinn. Her-
toginn hefur gegnt ráðherraemb-
ætti fyrir íhaldsflokkinn og hann
er náskyldur Harold MacMillan
fyrrum forsætisráðherra. Alls
hafa 35 lávarðar gengið til liðs
við Jafnaðarflokkinn frá stofnun
hans fyrir ári.
stöðu til stefnu Frakka í málefn-
um rómönsku Ameríku eftir við-
ræðurnar," bætti hann við.
Frakkar samþykktu nýverið að
selja Sandinistum vopn að upp-
hæð 20 milljónir dollara, Banda-
ríkjastjórn til mikillar gremju,
en það er fullvíst talið í Banda-
ríkjunum, að Sandinistar hafi
lagt skæruliðum í E1 Salvador lið.
Þá hafa Frakkar lagt Mexíkó-
mönnum lið og hvatt til þess að
vinstrimenn í E1 Salvador hljóti
viðurkenningu sem stjórnmála-
afl.
Ennfremur hefur það valdið
örðugleikum í samskiptum
Bandaríkjamanna og Frakka, að
þeir síðarnefndu eru byrjaðir
vopnasölu til Líbýu á nýjan leik,
á sama tíma og Bandaríkjamenn
hafa hætt olíukaupum frá Líbýu
og takmarkað öll viðskipti við
Líbýumenn.
Hins vegar ríkir mikil ánægja í
Washington með nýafstaðna
ísraelsför Mitterrands, sem
bandarískir embættismenn segja
að sýni skynsamari afstöðu í
deilumálunum fyrir botni Mið-
jarðarhafs, en fyrirrennari hans
á forsetastóli sýndi.
Bandaríkin
vilja 290
breytingar
Sameinudu þjódunum, 12. marz. AP.
BANDARÍKJAMENN lögðu í dag
fram 290 breytingartillögur við þann
kafla hafréttarsáttmála er fjallar um
vinnslu málma af hafsbotni, á fjórða
degi hafréttarráðstefnu Sameinuðu
þjóðanna, sem staðið hefur yfir með
hléum í níu ár.
í tillögum Bandaríkjamanna er
gert ráð fyrir því að einkafyrirtæki
sem hyggjast vinna málma af hafs-
botni uppfylli ströng fjármálaskil-
yrði. Einnig miðar ein breytingin
að því að tryggja að nokkur stór-
veldi eigi ætíð fulltrúa í 35 þjóða
nefnd, sem á að fylgjast með og
stjórna vinnslu málma af hafs-
botni.
Búist er við að New York fundun-
um ljúki 30. apríl. Samningar um
nýjan hafréttarsáttmála voru á
lokastigi í fyrra þegar stjórn Reag-
ans forseta fór fram á frest til að
marka stefnu sína í hafréttarmál-
um og tilkynnti að hún vildi gera
ýmsar breytingar á drögunum, sem
fyrir lágu, ýmsum þróunarlöndum
til mikillar gremju.