Morgunblaðið - 13.03.1982, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MARZ 1982
Skoðanakönnun um rektorskjör:
Guðmundur Magnús-
son hlaut flest atkvæði
FÉLAG HÁSKÓLAKENNARA efndi nýlega til skoðanakönnunar meðal há-
skólakennara og annarra háskólamenntaðra starfsmanna Háskóla íslands
vegna væntanlegs rektorskjörs. Félagar eni um 300 og tóku 149 þátt f
skoóanakönnuninni. Guðmundur K. Magnússon núverandi háskólarektor
fékk flest atkvæði, 85 eða 57%, Sigurjón Björnsson hlaut 36 atkvæði eða
24,2% og Sigmundur Guðbjarnason hlaut 10 atkvæði eða 14,9%.
Aðrir fengu færri atkvæði í
fyrsta sæti, en auk þess voru
framangreindir og aðrir sem at-
kvæði fengu einnig tilnefndir í 2.
og 3. sæti. Við rektorskjör árið
1979 fékk Guðmundur K. Magn-
ússon 50,8% atkvæða og Sigurjón
Björnsson 43,3%. Rektorskjörið
fer fram 2. apríl næstkomandi og
er háskólarektor aðeins réttkjör-
inn að hann fái yfir 50% atkvæða.
Fái enginn yfir 50% verður að
kjósa á ný innan viku milli tveggja
efstu manna. Atkvæði félaga í Fé-
lagi háskólakennara vega % í
rektorskjöri en vægi atkvæða
stúdenta er 'h. Ekki er enn ljóst
hvort þeir sem atkvæði hlutu í
skoðanakönnuninni munu gefa
kost á sér til að vera í kjöri, en
kjörgengi hafa allir prófessorar.
Sigurði RE gekk vel í
fyrstu ferðinni með netin
SIGURÐUR RE 4 kom úr sinni fyrstu veiðiferð, sem netabátur í fyrrinótt, en
þá landaði skipið 20 tonnum í Njarðvíkum, sem fengust í netin við Jökul.
Sigurður hélt til veiða á ný strax að lokinni löndun, og á skipið að landa aftur
í Reykjavík í dag.
Þórhallur Helgason fram-
kvæmdastjóri hjá Isfelli h.f. sagði
þegar Morgunblaðið ræddi við
hann, að allur búnaður hefði
reynst eins og bezt væri á kosið.
Gengið hefði mjög vel að leggja
netin aftur af skipinu og eins að
draga þau aftur eftir því frá drátt-
arskífunni, sem er miðskips. Þá
reyndist skipið liggja mjög vel
undir netunum, en fram til þessa
hefur því verið haldið fram, að
vonlaust væri að gera jafn stórt
skip og Sigurð út til netaveiða.
Skipstjóri á Sigurði er hin gam-
alreynda aflakló Haraldur Ag-
ústsson.
©
INNLENT
Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, kemur til fundar 72 manna nefndarinnar í gær. Hvort kassinn, sem hann heldur
á hefur að geyma kröfugerðina eða ekki skal ósagt látið. (Ljósm. Krúiján.)
Fyrsti fundur um nýja samninga á mánudag:
Viðræðurnar fari strax
af stað, án óþarfa tafa
— segir Ásmundur Stefánsson, en kröfugerð ASÍ er sú sama og í haust
Gylfi Jónsson Skálholtsrektor
SKÓLANEFNI) Skálholtsskóla réði i
fundi í gær séra Gylfa Jónsson, Bjam-
amesi, rektor Skálholtsskóla frá og
með I. júní nk.
Gylfi er 36 ára Akureyringur.
Hann lauk kennaraprófi 1966 og
guðfræðiprófi 1973, vígðist sama ár
til Staðarfellsprestakalls í Þingeyj-
arprófastdæmi, en síðustu ár hefur
hann setið í Bjarnarnesi. Gylfi
stundaði nám í Svíþjóð og starfaði
þar um skeið sem sjúkrahúsprestur.
Eiginkona séra Gylfa er Þorgerð-
ur Sigurðardóttir frá Grenjaðar-
stað, myndmenntakennari.
Samtök um vestræna samvinnu:
Björn Bjarnason formaður
IIINN I. marz sl. héldu Samtök um
vcstræna samvinnu aðalfund sinn. Guð-
mundur H. Garðarsson, sem gegnt hef-
ur formennsku undanfarin ár gaf ekki
kost á sér til endurkjörs. í hans stað
var Björn Bjamason kjörinn formaður.
Ný stjórn var kosin á fundinum, og
hefur hún skipt með sér verkum.
Stjórnin er þannig skipuð: formaður
Björn Bjarnason, varaformaður Jón
A. Ólafsson, ritari Kjartan Gunn-
arsson, gjaldkeri Eiður Guðnason.
Meðstjórnendur: Ásgeir Jóhannes-
son, Hrólfur Halldórsson, Hörður
Einarsson, Hörður Sigurgestsson,
Jón Hákon Magnússon og Páll Heið-
ar Jónsson.
SAMNINGAVIÐRÆÐUR Alþýðusambands íslands, Vinnuveitendasam-
bands íslands og Vinnumálasambands samvinnufélaganna hefjast á mánu-
dag. Á fundi 72-manna nefndar ASÍ í gær var samþykkt að fara út í
viðræðurnar á grundvelli þeirrar kröfugerðar, sem samþykkt var síðastliðið
haust. Helztu atriði þeirrar kröfugerðar vora 13% kauphækkun á tveggja ára
samningstíma, óskertar vísitölubætur og sérkröfur sem ýmist vora á sameig-
inlegu borði verkalýðsfélaga eða á vettvangi einstakra félaga. í samningi
þeim, sem undirritaður var í nóvember, er kveðið á um, að viðræður skuli
teknar upp að nýju eigi síðar en 15. marz. Samningurinn fellur úr gildi 15.
maí næstkomandi án uppsagnar.
„Er samningarnir voru undir-
ritaðir í haust var við það miðað
af öllum aðilum, að nýr samningur
yrði gerður fyrir þann tíma og það
er áríðandi, að viðræðurnar fari
strax af stað í alvöru og þar verði
ekki neinar óþarfa tafir," sagði
Ásmundur Stefánsson, forseti
ASÍ, í gær. „Það var skýrt tekið
fram af okkar hálfu í haust, að þó
kröfugerðinni hefði verið ýtt til
hliðar þá hefði hún ekki verið tek-
in út af borðinu."
Ásmundur var spurður hvort
nýr vísitölugrunnur eða nýtt við-
miðunarkerfi hefðu áhrif á samn-
ingagerðina. Hann sagði, að stefnt
væri að því að nýr vísitölugrunnur
yrði tilbúinn fyrir vorið, en eftir
væri að ákveða hvort viðmiðun við
hann yrði tekin upp þá og hvernig
hann yrði tengdur framfærsluvísi-
tölu. „Það er augljóst, að við leggj-
um áherzlu á óskerta vísitölu og
að skerðingarákvæði Ólafslaga
verði afnumin, en VSÍ er hins veg-
ar uppi með kröfur um frekari
skerðingu. í þeirri óðaverðbólgu,
sem við búum við, er nánast ekk-
ert, sem skiptir jafn miklu máli
eins og að hafa traust vísitölukerfi
og traust viðmiðun í vísitölukerfi
er grundvöllur þess, að hægt sé að
gera samninga til lengri tírna,"
sagði Ásmundur.
Aðspurður um hvort niðurstöð-
ur vinnumarkaðskönnunar Kaup-
lagsnefndar á dögunum, t.d. um
yfirborganir, myndu hafa áhrif á
samningagerðina sagði Ásmund-
ur:
Niðurstöður þessarar könnun-
ar ættu að gera samningagerð
auðveldari. Varðandi yfirborganir
sýna niðurstöðurnar, að vinnu-
veitendur almennt fylgja ekki
kröfu VSÍ um þessa lágu taxta,
sem við búum við. Það eru býsna
margir þeirra á því, að það sé eðli-
legt og óhjákvæmilegt að borga
fólki hærra kaup heldur en taxt-
arnir segja til um. Það má því
draga þá ályktun af þessum niður-
stöðum, að það sé vilji vinnuveit-
enda að töxtum sé breytt."
D-listinn í Mos-
fellssveit ákvedinn
FJÖLMENNUR fundur í
Sjálfstæðisfélagi Mosfellinga
samþykkti hinn 11. marz
framboðslista Sjálfstæðis-
flokksins, IHistann, við
sveitarstjórnakosningarnar.
Halldór Ásgrímsson formaður fjárhags- og viðskiptanefndar:
Lítill skilningur hjá ráðherrum
Eins og þeir líti á afgreiðslu Alþingis sem einhver formsatriði
„ÞAÐ HAFA ýmsar breytingar,
medal annars frá fjármálaráðherra,
komið til og orðið til þess að seinka
afgreiðslu fjárhags- og viðskipta-
nefndar á málinu. — Annars er mér
illa við að tala við ráðherra í blöðum.
Mér finnst lítill skilningur hjá ráð-
herram almennt á því, að það tekur
tíma að koma málum áfram í þing-
inu. Það er eins og sumir þeirra líti á
það eins og eitthvert formsatriði að
afgreiða mál á Alþingi. — Ég vil sem
sagt benda þeim á að ræða við þing-
menn á Alþingi, en láta vera að
senda þeim kveðjur í gegnum fjöl-
miðla,“ sagði Halldór Asgrímsson
formaður fjárhags- og viðskipta-
nefndar neðri deildar Alþingis í tii-
efni af yfirlýsingum Ragnars Arn-
alds fjármálaráðherra í Mbl. í gær,
en þar segist fjármálaráðherra ekk-
ert botna í fjárhags- og viðskipta-
nefnd að vera ekki búin að afgreiða
lánsfjár og fjárfestingaráætlun fyrir
árið 1982.
Morgunblaðið hafði einnig sam-
band við Matthías Á. Mathiesen
alþm., sem er einn af fulltrúum
stjórnarandstöðunnar i fjár-
hags— og viðskiptanefnd. Hann
sagði í þessu tilefni: „Það hefur
ekki staðið á nefndarmönnum að
afgreiða lánsfjárlög í þinginu og
ég veit, að formaður nefndarinnar
hefur gert ítrekaðar tilraunir til
að afla nefndinni þeirra gagna
sem þarf til að unnt sé að afgreiða
málið, þar á meðal uppgjör lánsfj-
áráætlunar fyrir árið 1981".
Matthías sagði siðan: „Mér finnst
að fjármálaráðherra ætti að ýta a
þá embættismenn sína sem því
starfi eiga að sinna í stað þess að
vera að skattyrðast út í þing-
menn.“
Halldór Ásgrímsson sagði einn-
ig aðspurður, að hann vissi ekki
hvenær málið yrði afgreitt. Það
færi eftir því hvenær nefndin gæti
komið því frá sér. Mbl. er kunnugt
um að í gær var boðaður „mjög
áríðandi" fundur í fjárhags- og
viðskiptanefnd, fundartími kl. 9 á
mánudagsmorgun, fundarefni:
lánsfjár- og fjárveitingaáætlun.
Tillaga uppstillingarnefndar
var samþykkt með þorra at-
kvæða.
D-listinn í Mosfellssveit verður
svohljóðandi:
I. Magnús Sigsteinsson, búfræði-
ráðunautur, Blikastöðum.
2. Helga Richter, kennari,
Arkarholti 18.
3. Bernharð Linn, forstöðu-
maður, Merkjateigi 5.
4. Hilmar Sigurðsson, viðskipta-
fræðingur, Ásholti 3.
5. Jón M. Guðmundsson, bóndi,
Suður-Reykjum.
6. Auður Ragnarsdóttir,
meinatæknir, Fellsási 5.
7. Sigríður Jóna Friðriksdóttir,
skrifstofumaður, Lækjartúni 9.
8. Óskar Kjartansson, gull-
smiður, Stórateigi 26.
9. Guðmundur Davíðsson, vél-
smiður, Bjargartanga 9.
10. Auður Eiríksdóttir, húsmóðir,
Laugabóli 2.
II. Þengill Oddsson, heilsugæzlu-
læknir, Reykjalundi.
12. Margrét Ólafsdóttir,
húsmóðir, Arkarholti 4.
13. Gunnlaugur Jóhannsson,
framkvæmdastjóri, Lækjartúni 5.
14. Salome Þorkelsdóttir,
alþingismaður, Reykjahlíð.