Morgunblaðið - 13.03.1982, Page 3

Morgunblaðið - 13.03.1982, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MARZ 1982 3 Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs: Tek heilshugar und- ir málflutning þeirra — segir Halldór Asgrímsson „ÉG TEK heilshugar undir málflutning þeirra og er þeim fyllilega sammála. Það er náttúrlega afar slæmt að þeir sem eru að dæma bókmenntaverk skuli ekki skilja það mál sem þau eru skrifuð á,“ sagði Halldór Asgrímsson formaður íslenzku þingmannasendinefndarinnar á Norðurlandaráðsþingi, er Morgunblaðið bar undir hann yfírlýsingar Stefáns Jónssonar og Eiðs Guðnasonar alþingismanna í Mbl. í gær vegna mats á íslenzkum bókmenntum í þýðingum vegna bókmennta- verðlauna Norðurlandaráðs. í viðtölum við Stefán Jónsson og Eið Guðnason í Mbl. í gær kom fram Ekki rétt að forsetinn taki við doktorstitli í FRÖNSKU dagblaði í Rennes í Frakklandi er frá því sagt 13. febrúar að forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, verði gerð að heiðursdoktor við háskólann í Rennes, í maímánuði og muni þá sjálf koma þangað og taka við titlinum. Er tekið fram að þessi heiður sé veittur vegna kannana frú Vigdísar á Pierre Leti og frönskum fiskimönnum við ís- land. Morgunblaðið bar þessa frétt undir Vigdísi Finnbogadóttur, sem sagði að slíkt hafi ekki komið til af sinni hálfu, enda sé hún ekki búin að láta frá sér á prenti þær heimildir um þetta efni, sem hún hafi í sín- um fórum. að þeir voru sammála Sverri Her- mannssyni um, að þeir sem láta sig bókmenntir nokkru varða séu þeirr- ar skoðunar að íslenzkumælandi menn eigi að sitja í dómnefnd vegna bókmenntaverðlauna Norðurlanda- ráðs. Þá bar Stefán Jónsson einnig lof á málflutning Sverris á Norður- landaráðsþinginu í Helsinki og sagði Stefán einnig, að hér væri um að ræða spurninguna um, hvort við ættum að taka þátt í þessu. Halldór Ásgrímsson sagðist í lokin vera al- gjörlega sammála málflutningi þeirra Stefáns og Eiðs hvað þetta varðaði einnig. L)ÓMm. Arnór. Stórmót Bridgefélags Reykjavíkur og Flugieiða hófst í gærdag á Hótel Loftleiðum. Borgarstjórinn í Reykjavík setti mótið en síðan hófst mótið. 36 pör, þar af 6 erlend, taka þátt í tvímenningskeppni sem lýkur í dag, en á morgun hefst 6 sveita mót þar sem etja kapp saman 6 sveitir, 3 erlendar og 3 íslenzkar. Vinnuverndarárið verði ekki einhliða áróðursherferð ASI Adalfundur V erzlunarbankans AÐALFIINDUR Verslunarbankans verður haldinn í dag að Hótel Sögu og hefst hann kl. 2 e.h. Á fundinum verður gerð grein fyrir starfsemi á sl. ári og auk venjulegra aðalfund- arstarfa verður tekin afstaða til út- gáfu jöfnunarhlutabréfa. Hluthafar, sem ekki hafa enn vitjað aðgöngumiða og atkvæða- seðla geta fengið þá á fundarstað. Vinnuveitendasamband ís- lands hefur beint þeim til- mælum til meðlima sinna, að þeir vísi öllum málum er tengjast „Vinnuverndarári ASI“ til samstarfsnefndar VSÍ um atvinnu-, umhverfis- og öryggismál. í VSÍ-tíðind- um er birt bréf sambandsins þessa efnis og er þar vikið „að einhliða áróðursherferð“ Alþýðusambands íslands undir yfírskriftinni „Vinnu- verndarár ASÍ“. í fjárlagafrumvarpi fyrir árið Vestfirðir: Afli togaranna glæðist — loðna gengin á miðin AFLI TOGARA , sem eru að veiðum úti fyrir Vestfjörðum og vestanverðu Norðurlandi hefur glæðst mikið á síðustu dögum, en afli á þessum slóðum var lítill, sem enginn í febrúar. Sjómenn þakka batnandi afla að loðna er nú gengin á miðin og fískurinn því farinn að þjappa sér saman, en síðustu vikur hefur fiskurinn verið dreifður og á mikilli ferð í ætisleit. Menn voru lengi búnir að bíða um og Norðurlandi. Af þessum eftir að loðna gengi á þessi mið, en þeir sem Morgunblaðið ræddi við í gær sögðu, að loðna væri nú í fiski á stóru svæði úti fyrir Vestfjörð- sökum hefur afli línubáta dottið niður, en á hinn bóginn glæðst hjá netabátum eins og togurunum. VSÍ mótmælir öll- um tilraunum stéttar félaga og samtaka þeirra til einhliða áróðurs innan veggja fyrirtækjanna 1982 eru veittar 250 þúsund krón- ur til „vinnuverndarárs" og gerði VSI kröfu um að fullt jafnvægi væri í fjárveitingum hins opin- bera til aðila vinnumarkaðarins. Sjónarmiðum VSÍ var komið á framfæri við Þröst Ólafsson, fulltrúa ríkisstjórnarinnar í svonefndri samráðsnefnd. Því var heitið af nefnd þessari, að þessi liður fjárlaga yrði auð- kenndur „Vinnuverndarár, til að- ila vinnumarkaðarins". Við af- greiðslu fjárlaga var þó í engu tekið tillit til þessa fyrirheits fulltrúa ríkisstjórnarinnar og er nú komið í ljós, að fræðsluher- ferð undir yfirskriftinni „Vinnu- verndarár ASÍ“ er kostuð af þessari fjárveitingu segir í fréttabréfi VSÍ. í bréfi VSÍ segir orðrétt: „Vinnuveitendasambandið hefur jafnan lagt áherzlu á að vinna beri að umbótum á sviði atvinnu- umhverfis og öryggismála í sem nánustu samstarfi allra hlutað- eigandi aðila. Er það og í sam- ræmi við þá meginstefnu, sem lögin um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum byggja á. I samræmi við þetta grund- vallarsjónarmið telur Vinnuveit- endasambandið að undir öllum kringumstæðum beri að forðast einhliða áróðursstarfsemi á þess- um sviðum, þannig að sneitt verði hjá ástæðulausum árekstr- um og deilum um þessi málefni." Fyrrnefnd samstarfsnefnd VSÍ verður félagsmönnum sambands- ins til aðstoðar og ráðuneytis um allt það er lýtur að þessum mál- um. Mælzt er til þess, að leitað verði umsagnar nefndarinnar um eftirfarandi: Allar beiðnir full- trúa „vinnuverndarársins" um kynningarfundi í fyrirtækjum. Veggblöð, dreifirit og þess háttar sem túlka einhliða afstöðu stétt- arfélaga til atvinnuumhverfis- og öryggismála, og ætluð eru til dreifingar innan fyrirtækja og loks hvers kyns einhliða mál- flutning annan innan fyrirtækja um atvinnuumhverfis- og örygg- ismál. Sultartangastífla: Framleiðslusamvinnufélag iðnaðarmanna með tvö lægstu tilboðin í lokubúnað tæplega 9 milljóna munur á hæsta og lægsta tilboði Hrun loðnustofnsins: Er ekkert einkamál sjó- manna og útgerðarmanna — segir Verkalýðsfélag Vestmannaeyja MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun: Fundur haldinn í stjórn og trúnadarmannaráði Verkalýðsfélags Vest- mannaeyja 11. mars ályktar eftirfarandi: Fundurinn fagnar hugmynd- um stjórnvalda um að bæta sjó- mönnum tekjutap er þeir verða fyrir vegna stöðvunar loðnu- veiða, bendir jafnframt á að hvergi hafi verið minnst á fjölda verkamanna víðs vegar um land sem óhjákvæmilega hljóta að verða fyrir alvarlegu tekjutapi vegna stöðvunar umræddra veiða. Fundurinn vill því vekja athygli yfirvalda og landsmanna allra á þeim fjölda landverka- fólks sem byggt hefur lífsaf- komu sína mörg undanfarin ár á vinnslu loðnuafla og bendir á að hrun loðnustofnsins sé ekkert einkamál loðnusjómanna og út- gerðarmanna einna. Til dæmis verða verkamenn í loðnubræðsl- unum í Vestmannaeyjum fyrir verulegu tekjutapi, þar sem meginhluti árstekna þeirra er fenginn þann tíma sem loðnu- vertíð stendur yfir. En þá er unnið á vöktum, í 10 til 12 vikur að meðaltali. Fundurinn beinir því þeim eindregnu áskorunum til stjórn- valda að verði sú sjálfsagða ákvörðun tekin að bæta mönnum það tjón, sem þeir sannanlega verða fyrir vegna þeirrar ákvörðunar að stöðva loðnuveið- ar, verði allir látnir sitja við sama borð. Annað telur fundur- inn óréttlátt. TILBOI) í smídi og uppsetningu á lok- um ásamt tilheyrandi búnaði fyrir Sultartangastíflu voru opnuð hjá Gvndsvirkjun í gær. Lægsta tilboðið reyndist vera frá Framleiðslusam- vinnufélagi iðnaðarmanna í samvinnu við fínnskt fyrirtæki, að upphæð 7.883.300 krónur. Sami aðili átti einn- ig næst lægsta tilboðið, 8.694.646 krónur. Hæsta tilboðið var frá Sumit- omo ('orporation í Japan, 16.324.103 krónur. Kostnaðaráætlun ráðunauta l.andsvirkjunar hljóðaði upp á 10.889.000 krónur. Eftirfarandi 16 tilboð bárust í verkið og eru upphæðir miðaðar við gengi þann 12. þessa mánaðar: Bjóðendur Tilboðsfjárhæð í krónum (gengi 12. 03. ’82) Framleiðslusamvinnufélag iðnaöarmanna Kr. 7.883.300 Framleiðslusammvinnufélag iðnaðarmanna Kr. 8.694.646 Vélsmiðjan Stál hf. Kr. 8.806.000 Landssmiðjan Kr. 9.337.200 Vevey SA, Sviss Kr. 9.741.857 Ganz Mávag, Ungverjalandi Kr. 9.770.031 Stálsmiðjan hf. Kr. 9.929.682 Vélsmiðja Orms og Víglundar sf. Kr. 10.170.132 Zschokke Wartman AG, Sviss Kr. 10.599.340 Stálsmiðjan hf. Kr. 10.759.909 Newton Chambers Eng. Ltd., Englandi Kr. 11.207.827 Sorefame, Portugal Kr. 11.480.570 Gránges Hedlund, Svíþjóð Kr. 13.461.772 Normi hf. Kr. 14.391.720 Glenfield & Kennedy Ltd., Skotlandi Kr. 14.901.233 Sumitomo Corporation, Japan Kr. 16.324.103 Áætlun ráðunauta Landsvirkjunar Kr. 10.889.000 Tilboðin verða nú könnuð nánar með tilliti til útboðsgagna og borin endanlega saman. Að því loknu mun stjórn Landsvirkjunar taka afstöðu til þeirra. Vilja kaupa hlutabréf í Arnarflugi LÖGFRÆÐINGUR í Reykjavík hringdi í gær í hlutafjáreigendur í Arnaflugi hf. og kvaðs vilja kaupa hluti þeirra í félaginu. Kvaðst lög- fræðingur þessi bæði vilja kaupa sjálfur og eins fyrir umbjóðanda sinn. Þegar hann var spurður, hver umbjóðandinn væri, vildi lögfræð- ingurinn ekki gefa það upp. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins mun einn þeirra aðila, sem hringt var í hafa sagt lög- fræðingnum, að hann myndi skýra stjórnarformanni Arnarflugs frá tilboðinu, en þá óskaði lögfræðing- urinn sérstaklega eftir því að það yrði ekki gert. Einn stærsti hluthafi í Arnar- flugi er Flugleiðir, sem eiga um 40% hlutafjár. Alls munu hlut- hafar vera á milli 600 og 700 og flestir með lága prósentu eignar- aðildar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.