Morgunblaðið - 13.03.1982, Page 5

Morgunblaðið - 13.03.1982, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MARZ 1982 5 W ashingt^n-tímarit tileinkað íslandi TÍMARITIÐ Courier Diplomat- ique hóf nýlega göngu sína í Wash- ington DC. I>ad gerir heimsóknum erlendra gesta til höfuðborgarinn- ar skil, greinir frá starfi og sam- kvæmishTi sendiráðsstarfsmanna og kynnir eina þjóð ítarleg. Mars- hefti tímaritsins er tileinkað ís- landi. Von er á Vigdísi Finnbogadótt- ur forseta til Bandaríkjanna í haust. Hún mun opna kynn- ingarsýningar Norðurlandanna, Scandinavia Today, formlega í Washington. Rama Krishna, rit- stjóri Courier Diplomatique, ákvað þess vegna að gera Islandi vegleg skil í tímaritinu. Hann ferðaðist til íslands, kynntist landi og þjóð og safnaði greinum og auglýsingum. Á forsíðu blaðsins er mynd af Ástríði Andersen sendiherrafrú íslands í Washington, Hans G. Andersen, sendiherra, er kynntur og myndir af heimili þeirra í sendiherrabústaðnum eru birtar. Mynd og stutt ávarp frá Vigdísi Finnbogadóttur forseta afmarkar þann hluta tímaritsins sem er til- einkaður Islandi. Þar er að finna greinar eftir Gylfa Þ. Gíslason, Axel Vopnfjörð, Val Valsson og fleiri. Rama Krishna fer hlýjum orð- Tónlistarfélagið: Rudolf Kerer á ein- leikstónleikum í dag RUDOLF KERER, píanóleik- arinn frægi, leikur á ein- leikstónleikum í Austurbæj- arbíói í dag, laugardag, á vegum Tónlistarfélagsins. Hefjast þeir klukkan 14.30. Á efnisskránni eru fjögur verk: Stef og 32 tilbrigði í c-moll og Són- ata í f-moll opus 57 (Appassion- ata) eftir Beethoven, Fantasía í C-dúr opus 17 eftir Schumann og Sónata nr. 3 í a-moll opus 28 eftir Prokoffiev. Rudolf Kerer hóf tiltölulega seint að klífa tind stórsnillinga í píanóleik og fór ekki að leika reglulega á hljómleikum fyrr en hann var kominn yfir þrítugt. En hann náði á skömmum tíma slík- um árangri að honum hefur verið líkt við mestu snillinga Sovét- manna, t.d. Richter og Gilels og þykir túlkun hans á Beethoven, Chopin og Prokoffiev vera einstök í sinni röð, litrík, fáguð og sterk. Áfram meirihluti Vöku og Umbótasinna en óljóst með samstarf EINS OG KUNNUGT er af fréttum, var kosid til stúdenta- og háskólaráðs tslands síðastliðinn fimmtudag. Úrslit kosninganna urðu þau, að Eélag vinstrimanna hlaut 7 menn kosna, þar af einn, sem bæði situr í háskóla- og stúdentaráði. Vaka hlaut 5 menn kjörna, þar af einn sem sæti á í báðum ráðunum og Umbótasinnar 3 menn. Vinstrimenn hlutu því einum manni fleira samtals en í fvrra, Vaka sama fjölda og llmbótasinnar einum færri. Valdahlutfóll innan stúdentaráðs eru því þannig, að vinstrimenn eiga 13 fulltrúa, Vaka 10 og Umbótasinnar. 7, en fyrir þessar kosningar höfðu vinstrimenn 14 fulltrúa, Vaka 12 og llmbótasinnar 4. Til skýringa skal þess getið að aðeins er kosinn helmingur fulltrúa í þessi ráð árlega. Aður en framboð umbótasinna kom til voru valdahlutföllin þannig að vinstrimenn höfðu 16 fulltrúa og Vaka 14. Til að varpa frekara Ijósi á úrslitin ræddi Mbl. við fulltrúa fvlkinganna: Kama Krishna ritstjóri. um um tsland í stuttri grein. Hann segist sjálfur sjaldan hafa orðið jafn fljótt hrifinn af nokkru landi eða þjóð og hann varð af íslandi, og þó hefur hann ferðast víða. Sendiráð íslands í Wash- ington og utanríkisráðuneytið munu fá eintök af blaðinu til dreifingar, en það er enn sem komið er aðeins selt áskrifendum. Kudolf Kerer „Við Vöku-menn erum ánægðir með þessi úrslit, við höldum okkar striki frá því í fyrra og fáum nær 40% greiddra atkvæða til háskóla- ráðs, sem er óvenju mikið og sýnir að stúdentar treysta okkur betur en Umbótasinnum fyrir háskólaráðs- manninum. Við Vöku-menn lögðum áherzlu á það í kosningabaráttunni, að við legðum verk okkar og störf að hagsmunamálum stúdenta þetta síð- asta ár undir dóm stúdenta nú og ég held að stúdentar hafi kunnað að meta þau og dómur þeirra verið jákvæður og sýni vilja stúdenta til að halda áfram því uppbyggingar- starfi, sem hafið var í fyrra. Við telj- um það rétt að um áframhaldandi samstarf núverandi meirihluta verði að ræða, því við teldum það sorglegt ef hagsmunamál stúdenta yrðu að bráð hinni úrræðalausu stefnu vinstrimanna," sagði Sigurbjörn Magnússon, einn af oddvitum Vöku. „Vinstrimenn eru ótvíræðir sigur- vegarar þessara kosninga og því er- um við og vorum ánægðir. Það er rétt að undirstrika, að þegar úrslit þessara kosninga eru túlkuð, er eini raunhæfi samanburðurinn siðustu kosningar til stúdenta- og háskóla- ráðs. Þannig hefur fylgi vinstri- manna aukizt hlutfallslega, við höf- um bætt við okkur einum manni, fáum nú 7 en síðast 6. Við lítum því á þessa niðurstöðu sem stuðning við stefnu og störf okkar síðasta ár. Hins vegar eru úrslitin skellur fyrir Umbótasinna. Þar sem nokkur mis- skilnings hefur gætt í fréttaflutningi af þessum kosningum er rétt að und- irstrika, að kjörtímabil stúdentaráðs er 2 ár. í ráðinu sitja 30 fulltrúar en aðeins er kosið um helming árlega. Þar sem Umbótasinnar buðu fyrst fram á síðasta ári ganga engir þeirra úr stúdentaráði núna og fulltrúar nú í þessum kosningum teljast því að- eins viðbót við þá, sem áður voru. Þetta virðist hins vegar hafa ruglað suma fréttaskýrendur. Að lokum vil ég aðeins undirstrika ánægju okkar vinstrimanna með kosningarnar, sem við teljum ótvírætt traustsyfir- lýsingu við starf okkar," sagði Stef- án Jóhann Stefánsson, einn af oddvitum vinstrimanna. „Við Umbótasinnar erum ánægðir með úrslitin, við bætum við okkur 3 mönnum í stúdentaráð, förum úr 4 upp í 7. Ég held að ekki sé hægt að tala um sigur neinnar fylkingar, vinstrimennirnir fengu minna en ég bjóst við. Það sem nú tekur við, tel ég vera að vinstrimönnum hafi verið fengið það hlutverk, að leiða ein- hverjar þreyfingar um samstarf á næstu dögum og stend í þeirri mein- ingu að þeim hafi verið veitt umboð til þess að stjórna næsta ár og með því hverfum við aftur til þeirra stöðnunar, sem ríkt hefur áður en Umbótasinnar komu til sögunnar. Umbótasinnar eru enn ekki farnir að ræða um það hvað nú taki við, en við erum þó óhressir með það að við skulum ekki hafa haldið sama at- kvæðamagni og í fyrra og mér finnst að með því hafi stúdentar verið að hafna áframhaldandi umbótum," sagði Finnur Ingólfsson, formaður stúdentaráðs og forystumaður Um- bótasinna. ástina FÁLKIN N HLJÓMPLÖTUDEILD Suöurlandsbraut 8. Sími 84670. Laugavegi 24. Sími 18670. Austurveri. Sími 33360. FÆST í HLJÓMPLÖTUVERZLUNUM UM LAND ALLT. Tráumereien Tónar um RICHARD CLAYDERMAN í NÝJU LJÓSI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.