Morgunblaðið - 13.03.1982, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR13. MARZ 1982
11
Listasafn
Einars Jónsson-
ar opnað á ný
LISTASAFN Kinars Jónssonar verð-
ur opnað n.k. sunnudag, en safnið
hefur verið lokað að undanfómu
vegna viðgerða. Safnið er opið tvo
daga í viku, sunnudaga og miðviku-
daga frá kl. 13.30—16.
Þá hefur sú breyting orðið á
stjórnarnefnd safnsins, að Hörður
Bjarnason, fyrrverandi húsa-
meistari ríkisins, var kosinn for-
maður í stað séra Jóns Auðuns,
sem lést á sl. ári. Þá hefur herra
Pétur Sigurgeirsson, biskupinn yf-
ir íslandi, tekið sæti stjórninni.
Aðrir, sem eiga sæti í stjórnar-
nefnd safnsins eru dr. Kristján
Eldjárn, fyrrverandi forseti ís-
lands, dr. Armann Snævarr,
hæstaréttardómari og Runólfur
Þórarinsson, stjórnarráðsfulltrúi.
Forstöðumaður safnsins er
Ólafur Kvaran, listfræðingur.
Útsölustaðir:
Verzl. Manilla, Sudurlandsbraut 6,
Verzl. Bústoð, Keflavík.
Margir hættu að reykja
á „reyklausa deginum“
(Ljósm. EBB)
Ingibjörg Pétursdóttir veitingakona I Mensu, Jón Jóel Einarsson, leikari og
skipuleggjandi Ijóðakvöldanna, og Sigurbjörn Einarsson, sem lék á harmon-
iku er Ijóðakvöldin voru kynnt síðastliðinn þriðjudag.
Mensa efnir til ljóða-
kvölda á þriðjudögum
Veitingastaðurinn Mensa við
Lækjartorg hefur ákveðið að bjóða
gestum sínum upp á Ijóðalestur
komandi þriðjudagskvöld. Fyrsta
Ijóðakvöldið á Mensu verður næst-
komandi þriðjudag frá kl.
20.30—22.00. Leikararnir Hjalti
Kögnvaldsson, Krlingur Gíslason,
Kolbrún Halldórsdóttir og Jón Jóel
Einarsson lesa Ijóð. Sá síðastnefndi,
Jón Jóel, stjórnar þessum Ijóða-
kvöldum í samvinnu við Ingibjörgu
Pétursdóttur, veitingakonu á
Men.su.
Þau sögðu í samtali við Morgun-
blaðið, að fyrsta ljóðakvöldið yrðu
lesin ljóð eftir ýmsa höfunda, en
er fram í sækir verða ljóðin valin
af gestum staðarins. Listi verður
látinn ganga á meðal þeirra og
þeir beðnir að koma óskum sínum
á framfæri. Á þennan hátt sögð-
ust þau ætla að reyna að fá gesti
staðarins til að móta þessi ljóða-
kvöld.
Á Mensu er boðið upp á marg-
víslega rétti, en sérstök áherzla er
lögð á bökur og á þriðjudagskvöld-
um það sem eftir lifir vetrar ætti
að vera hægt að njóta þeirra í
menningarlegu umhverfi.
„ÉG ER mjög ánægður með árang-
urinn af „reyklausa deginum" þótt
eflaust hefði ýmislegt mátt fara bet-
ur, meðal annars hefði fræðslan
utan höfuðborgarsvæðisins mátt
vera meiri,“ sagði Þorvarður Örn:
ólfsson framkvæmdastjóri Krabba-
meinsfélags íslands.
„Við hjá Reykingavarnanefnd
könnuðum samdægurs, hvernig
menn brugðust við þessu kalli
okkar. Komumst við að raun um
að víða voru samtök um að reykja
ekki þennan dag. Tóku heilu
vinnustaðirnir þátt í þessu með
okkur og vil ég sérstaklega nefna
kennara í grunnskólunum i þessu
sambandi. Við vitum það einnig að
nokkuð margir hættu að reykja
frá og með „reyklausa deginum",
en við höfum engar prósentutölur
um fjöldann. Því miður höfum við
ekkert fjárhagslegt bolmagn til að
kanna þetta til hlítar, sem væri
mjög æskilegt.
Ég tel líka að dagurinn hafi
aukið skilning á tóbaksreykingum,
sem óæskilegri mengun.
Rætt hefur verið um það hvort
ekki sé nauðsynlegt að halda þessa
daga þéttar, en 3 ár eru síðan síð-
asti „reyklausi dagurinn“ var
haldinn. Þessi dagur veitir mörg-
um tækifæri til að reyna sig og
öðrum til að slá þessu ekki á frest
lengur.
Ég var að flytja fyrirlestur um
skaðsemi reykinga í gagnfræða-
skólanum í Keflavík í dag. Þar
komst ég að því mér til mikillar
ánægju, að nær undantekningar-
laust voru nemendur að hætta
reykingum. Þetta finnst mér
benda til þess að fræðslustarf í
skólum gegni mikilvægu hlutverki
þrátt fyrir raddir um annað,"
sagði Þorvarður Örnólfsson.
Færeyskur rækjutogari
fékk net í skrúfuna
Patreksfirdi, 11. marz.
FÆREYSKI rækjutogarinn Karina
frá Klakksvík var dreginn inn til
hafnar í Patreksfirði í dag af öðrum
færeyskum togara, en Karina hafði
fengið net í skrúfuna þar sem skipið
var að veiðum skammt fyrir vestan
miðlínu milli Vestfjarða og Græn-
lands.
Ásgeir Einarsson, kafari, losaði
netið úr skrúfunni, en Ásgeir hef-
ur komið upp ágætum búnaði hér
og hefur það færst í vöxt að leitað
hafi verið eftir þjónustu hans.
Karina er 290 lesta skuttogari
og var skipið komið með 90 tonn af
rækju eftir um fjögurra daga veiði
í afleitu veðri. Áð sögn skipverja,
þá er skipið gert út 5—6 mánuði á
ári og hafa skipverjar á milli
220—230 þúsund krónur í hlut.
Fréttaritari
/■>
1!)
nflyn
Hamraborg 3, Kópavogi, sími 42011
Gervasoni
baðlínan glæsilega