Morgunblaðið - 13.03.1982, Síða 12

Morgunblaðið - 13.03.1982, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MARZ 1982 Heimsókn á þemaviku í Grunnskóia í>orlákshafnar: „Krakkarnir blómstruðu út með tækifærum skapandi máttar“ segir Bjarni Eiríkur Sigurðs- son skólastjóri I’að var ys og þys í Grunnskóla I>orlákshafnar þegar við heimsóttum skólann fyrir skömmu þegar eldri nemendur skólans unnu að ýmsum verkefnum í sambandi við þemaviku sem stóð yfir, en þá var brugðið út af braut hefðbundins náms og unga fólkið fékk að spreyta sig á fjöl- breyttum verkefnum tengdum heimabyggðinni, fortíð, nútíð og framtíð. I'að var stórskemmtilegt að fylgjast með áhuga krakkanna, hugmyndum og starfsvilja. Fyrst var grunnurinn lagður og á einni viku tóku þau snarlega til hendinni og árangurinn var líklega mesta gagna- söfnun sem átt hefur sér stað á þennan hátt í sögu hins unga bæjar 'félags, sem segja má að sé það yngsta á landinu, aðeins rétt liðlega 30 ára gamalt. Skólafólkið skipti sér niður á verkefnin, einn hópurinn fjallaði um sögu staðarins, annar um at- vinnumál, sá þriðji um lífríkið og landafræði, einn um félags- og menningarmál, einn fjallaði um höfnina, brúin var verkefni eins hópsins, stjórnun og blaðaútgáfa var einnig á dagskrá svo nokkuð Þorri nemenda sem unnu verkefni þemavikunnar í Grunnskóla Þorlákshafnar ásamt nokkrum kennurum sínum, en lengst til vinstri er Bjarni Eirfkur Sigurðsson skólastjóri. I.jósmyndir Mbl. Kagnar Axelsson. Þorlákshafiiarkrakkarnir stokkuðu upp spO plássins sé nefnt. Allt var þetta unnið í skemmtilega samhentri vinnu nemenda og kennara sem studdu við bakið á unga fólkinu í þessari nýstárlegu vinnu á vegum skólans. Það var til dæmis skemmtilegt að sjá hve unga fólkið var ekkert að tvínóna við að byggja brú yfir Ölf- usárósa og eftir viku vinnu var sá hópur búinn að byggja forláta brú sem svo sannarlega ætti að vera til fyrirmyndar fyrir stjórnvöld landsins. Fjörkippur í byggð borlákshafnar Við ræddum nokkuð við unga fólkið um starf þess þemavikuna, og komu margar fróðlegar upplýs- ingar í ljós. Hópurinn sem fjallaði um landnám Þorlákshafnar kann- aði ýmis gögn, bæði gömul og ný, en Þorlákshöfn var á sínum tíma metin hærra verði sem jörð en heilir hreppar og árið 1922 var jörðin Þorlákshöfn með 12 hekt- ara túni metin á 118 þús. kr.-Fyrr- um sögðu krakkarnir að vertíð- armenn hefðu dvalizt í 'Þorláks- höfn oft um M vikur á vetri og búið þar í.sjóbúðum, en aðallega var þar um að ræða sjómenn úr nærliggjandi sveitum þótt oft væru*einnig margir lengra að komnir. _Oft voru 14—16 menn í sjóbúð, en þær voru 25 þegar þær vorir flestar á ofantfferðri 19. öld. Fyrstu heimildir um sjósókn og byggð í tengsium við útræði frá Þorlákshöfn eru frá 14. öld. Utn 1930 hafði útræði frá Þorlákshöfn minnkað niður í æði smáan hlut frá því sem hafði oft verið áður, en upp úr 1920 og til 1934 var jörðin í eigu ríkisins eða þar til Kaupféiag Arnesinga keypti hana. Áður en ríkið eignaðist jörðina hafði Þor- leifur Guðmundsson átt hana frá 1910. Gekk hún þannig kaupum og Bjarni Eiríkur Sigurðsson skóla-. stjóri. sölum um hríð. Þorlákshafnar- samfélagið keypti síðan jörðina ♦ árið-1950. en árið 1951 voru býj&ð* þrjú húsa»í *plássin> og þá lár byggð lítil brjfggja#einnig,^en árið* «t950 gerði Meitillinn út 5 tíat8*fn^ Þorlákshöfn. Skóli var starfrækt-* ur fyrst áriS 1951,og þaiya^einnj ig koyin smáverzlun með helztu ^Tiatiðsynjar. Allur bakstíu'átfi ?ér þ^i stað ^Reimahúsum* og bllJr voru ekki meðal þess sem hver* maður átti. í kring um 1962 var all tflikið um nýbyggingar í plássinu, en í kjölfar Heimaeyjargossins tók byggð Þorlákshafnar mesta fjörkippinn frá upphafi og má segja að húsabyggingar og hafn- argerð tengd eldgosinu í Eyjum hafi valdið byltingu í uppbyggingu Þorlákshafnar að sögn unga fólks- ins og þá var gert grunnskipulag að bænum, enda hefur íbúum fjölgað í Þorlákshöfn um 68% frá eldgosinu 1973 til ársloka 1981, úr 600 íbúum 1973 í 1007 árið 1981 og hefur engin byggð á íslandi búið við eins mikla fjölgun, en segja má að lykillinn að þessari framþróun hafi verið stóraukin og bætt hafn- araðstaða. Elja borlákshafnarbúa kom unga fólkinu á óvart Um langt árabil var sandfok helzta vandamál íbúa í Þorláks- höfn, en með stóraukinni upp- græðslu á landflæminu kring um byggðina hefur það vandamál minnkað stórlega. Krakkarnir sögðu að það hefði komið þeim á óvart að íbúar Þor- lákshafnar hefðu aðeins verið 4 talsins árið 1950 og þau kváðu það hafa vakið undrun og aðdáun hve íbúar Þorlákshafnar á þessum ár- um hefðu lagt mikið á sig til þess að byggðin risi upp við erfiðar að- stæður. Nefndu þau sem dæmi að slík hefði aðstaðan verið að fólk hefði stundum labbað til Hafnar- fjarðar til innkaupa og algengt var að fara í slíkar ferðir til Eyr- arbakka. Sem dæmi um annan þátt sem unga fólkið tók fyrir í þemavik- unni var þátturinn um lífríkið og landafræðina. Þau teiknuðu gróð- urkort, fjölluðu um gróðurvernd, hvað væri ræktað og hvað væri mögulegt að rækta að auki, hvaða nytjajurtir, skrautjurtir og hvern- ig væri hægt að koma endanlega í veg fyrir vandamál af völdum sandfoks, en það var þó mun meira áður en melarnir við byggð- ina voru ræktaðir. Það kom í ljós að um 86 tegundir úr flóru íslands eiga bústað í landi Þorlákshafnar,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.