Morgunblaðið - 13.03.1982, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 13.03.1982, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MARZ 1982 13 Blaðamenn Þemavikunnar á fullri ferð að prenta Snáp, fréttablað um málefni Þorlákshafnar. Bjarni Þorláksson kennari ásamt starfsfélaga sinum kemur blaðaútgáfunni af stað. Söguhópurinn fyrir framan hluta af línuritum og kortum sem krakkarnir unnu varðandi sögu Þorlákshafnar. Þau eru að bera saman bækur sinar vegna kortagerðar af Þorlákshafnarsvæðinu. grös og blómplöntur en alls eru um 400 tegundir í flóru Islands. Tegundakönnunin var þó aðallega gerð á Nesinu fyrir utan byggðina. Þá var fjallað um möguleika í ræktun, hrossabeit athuguð og í sambandi við jarðfræðilegu hlið- ina var fjallað um yfirborðið, sandinn, klappirnar, hvort um væri að ræða apalhraun eða hellu- hraun, hvort það væri frá tíma fyrir eða eftir ísöld, athugun á jarðsprungum var gerð með tilliti til hugsanlegs Suðurlandsjarðs- kjálfta og þannig mætti lengi telja. Fjallað var um landmótun, hvernig landið hefur breytzt, af völdum sjávar, árinnar og manns- ins. „Hugsum gott til glóðarinnar ... “ „Starfið þessa viku sem við köll- um þemaviku fór fram úr öllum okkar vonum, bæði hvað snertir krakkana og ekki síður okkur kennarana," sagði Bjarni Eiríkur Sigurðsson skólastjóri í samtali við okkur um þemavikuna. „Það eru 240 börn í skólanum á aldrin- um 6—16 ára og eldri krakkarnir sinntu á þessum tíma verkefnum sem tengjast bæjarlífinu meira og minna, en höfuðköflunum var síð- an skipt í ýmis smærri verkefni. Það var svo mikill áhugi í krökkunum að þau vildu ekki einu sinni taka kaffitíma og oft urðum við hreinlega að reka þau heim í mat frá starfi. Þetta starf hefur gefið okkur geysilega gott tæki- færi á að kynnast krökkunum og fjöldi nemenda hefur komið okkur mjög á óvart með vinnubrögðum og áhuga. Krakkar sem hafa sum verið mjög lítið áberandi í námi hafa nú sýnt á sér allt aðra hlið og þau hafa hreinlega blómstrað út þegar hinn skapandi máttur þeirra fær tækifæri til að gera eitthvað, en það er engan veginn hægt að vinna með þessu móti nema til komi úrvals starfslið við skólann og þar hafa kennararnir lagzt á eitt, Bjarni Þorkelsson, Kristján Friðgeirsson, Anna Lúthersdóttir, Bergþóra Jónsdótt- ir, Friðbjörg Jensdóttir, Guðrún Sigurðardóttir, Dagbjartur Sveinsson, Jón Sigurmundsson, Hrafnhildur Guðmundsdóttir, Lýsa Óskarsdóttir og Björg Sör- ensen. Það hefur einnig verið mjög ánægjulegt hve krakkarnir hafa fengið frábærar móttökur úti í bæ þar sem þau bæði leituðu fanga og fengu margvíslega aðstoð og við erum mjög þakklát fólki fyrir þol- inmæðina og hjálpsemina. Það hefur verið þroskandi fyrir krakk- ana að vinna á þennan hátt og líklega einnig fyrir fólkið sem hef- ur hjálpað til úti í bæ, en í tengsl- um við gfoskumikið starf þessa unga fólks hugsum við gott til glóðarinnar varðandi áframhald byggingar Grunnskólans. Nú eru hér 11 bekkjardeildir en 7 stofur og það er því þétt setinn bekkur- inn. En framkvæmdanefnd skóla- bygginga í Þorlákshöfn stefnir að framhaldi Grunnskólabyggingar- innar hér á næsta ári og veitir ekki af. En varðandi þessa þemaviku má segja að hver einasta mínúta hafi verið nýtt til hins ýtrasta, krakk- arnir hafa sjálf haft frumkvæði við skrásetningu fjölmargra atriða, það hefur verið leitað í gömlum bókum, rætt við fólk, bæði leika og lærða, unnið í kort- um, farið í efnisöflun til Hvera- gerðis, Selfoss og Reykjavíkur, farið á fundi og þannig mætti halda áfram enn um sinn, en fyrst og síðast hefur þetta starf skilað mjög góðum árangri." „Góður skóli fyrir krakkana og okkur“ Bjarni Þorkelsson kennari leiðbeindi hópnum sem fjallaði um söguna. Hann sagði að börnin hefðu sýnt mjög almennan áhuga, en 12 nemendur fjölluðu um þau atriði. „Þau unnu stanzlaust alla daga frá kl. 8 til 4,“ sagði Bjarni, „og það var erfitt að fá þau til að hætta. Ef ég stakk upp á kaffi litu þau á mig í forundran. Þau unnu verkefnið fyrst og fremst upp úr gömlum heimildum sem voru til taks, skrifuðu upp út- drætti úr ritgerðum og skiptu með sér verkum. Það var margt sem kom þeim á óvart í þessari vinnu og þeim þótti spennandi að graf- ast fyrir um vitneskju sem þau þekktu ekki fyrir. Stærsti kostur- inn við þetta fyrirkomulag var að þau fundu sjálf það sem eftir var leitaö og höfðu frumkvæðið sjálf, en ég leiðbeindi þeim aðeins og fann fyrir þau sitthvað sem þurfti að nota. Það var til dæmis athygl- isvert hvað þeim tókst vel að teikna gömul hreppamörk Ölf- ushrepps eftir lýsingu frá 1840, en ég veit ekki til að það hafi verið gert áður eftir þessari lýsingu. Þetta starf var góður skóli, bæði fyrir krakkana og okkur kennar- ana, ekki síður okkur. Ankeri hverrar byggðar er sagan og nú eru þau mun fróðari um það úr hvaða farvegi þau koma og á hvaða grunni þau standa. Reynsla okkar þessa viku gefur okkur til- efni til bjartsýni á þessum vinnu- brögðum á komandi árum og á ugglaust eftir að verða árlegur viðburður að minnsta kosti. Það var einnig skemmtilegt að margir krakkar sýndu af sér mikla rögg- semi og það voru ótrúlega fá sem ekki nutu sín eða nýttust í þessum verkefnum." Grein: Árni Johnsen Myndir: Ragnar Axelsson U’lJ'vfVVv Þessir vasklegu ungu menn létu sig ekki muna um að reisa brúna yfir Ölfusárósa á einni viku og eins og sjá má eru þeir meira að segja búnir að flagga í tilefni framkvæmdahraðans, sem allir íbúar nærliggjandi svæða eru ugglaust sammála um að sé til fyrirmyndar fyrir þá aðila í ríkisbúskapnum sem eiga að taka ákvörðun um raunverulega byggingu brúarinnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.