Morgunblaðið - 13.03.1982, Side 17

Morgunblaðið - 13.03.1982, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MARZ 1982 17 ir að koma til, sem hafa bein áhrif til sveiflujöfnunar innan sjávar- útvegsins. Því miður leiðir athug- un í ljós, að Verðjöfnunarsjóður hefur ekki í reynd getað gegnt nema að takmörkuðu leyti því sveiflujöfnunarhlutverki, sem honum var ætlað í upphafi. Það er því brýnt hagsmunamál fyrir alla framleiðslustarfsemi í landinu, og þá ekki síður sjávarútveginn sjálf- an, að tekin sé upp virkari starf- semi tekjujöfnunarsjóða í því skyni að draga úr hinum miklu sveiflum í raungengi og sam- keppnisaðstöðu gagnvart öðrum þjóðum, sem einkennt hafa þjóð- arbúskap Islendinga um langt skeið. Sambúdarvandamál atvinnuvega I sambandi við sambúðarvanda- mál sjávarútvegs og annarra framleiðslugreina er einnig rétt að nefna, að nefndin fjallaði nokkuð um þau áhrif, sem ókeypis að- gangur sjávarútvegsins að auð- lindum hafsins kynni að hafa á annan atvinnurekstur. Hún komst þó fljótt að raun um það, að hér er um að ræða stærra og flóknara viðfangsefni en svo, að hún gæti leyst úr því innan ramma þess verkefnis, sem henni var falið. Hún var þó þeirrar skoðunar, að stærð fiskiskipastólsins í dag ásamt ásókn í enn meiri stækkun hans sýndi ótvírætt, að við mikinn stjórnunarvanda væri að etja í fiskveiðum. Yfirráð Islendinga yf- ir öllum miðunum umhverfis land- ið ætti ef rétt væri á haldið að geta leitt til hagkvæmari nýtingar og lægri einingarkostnaðar en áð- ur. Margt bendir hins vegar til þess, að stækkun flotans og óhjákvæmilegar veiðitakmarkanir hafi haft gagnstæð áhrif, þannig að tilkostnaður við veiðarnar fari sívaxandi. Aðalatriðið er, að hér er fyrst og fremst um almennt vandamál þjóðarbúsins að ræða. Ef unnt reyndist, eins og haldið hefur ver- ið fram, að auka hagkvæmni í rekstri sjávarútvegsins með því að taka upp auðlindaskatt, yrði það til þess að auka þjóðarframleiðslu, en erfiðara er að segja fyrir um bein áhrif þess á stöðu einstakra framleiðslugreina. Þau áhrif hlytu að verða mjög háð því, hvernig tekjum að auðlindaskatti væri varið og hver væri stefna stjórn- valda á öðrum sviðum efnahags- mála. Þótt nefndin teldi sér ekki fært að gera neina athugun á álagningu auðlindaskatts eða áhrifum hans, lagði hún þó áherzlu á mikilvægi þess fyrir alla atvinnuþróun hér á landi, að leitað sé hagstæðustu leiða til nýtingar á auðlindum hafsins. Landbúnaður og byggðastefna Er þá komið að landbúnaði og byggðastefnu. Ljóst er, að eitt megineinkenni stefnunnar í at- vinnumálum hér á landi undan- farna áratugi hefur verið hin mikla áherzla, sem lögð hefur ver- ið á viðhald landbúnaðarins og byggðastefnu. Þótt landbúnaður- inn njóti yfirleitt ekki hagstæðari skilyrða en iðnaður og sjávarút- vegur að því er varðar skattlagn- ingu eða aðgang að lánsfé, skiptir það litlu máli, þegar höfð er í huga hin algera markaðsvernd, sem meginhluti landbúnaðarfram- leiðslunnar nýtur. Vegna þessarar verndar og þeirrar tekjutrygg- ingar, sem bændur njóta skv. Framleiðsluráðslögunum, er staða landbúnaðarins allt önnur og ör- uggari en annarra atvinnugreina. Jöfnun starfsskilyrða milli land- búnaðar og hinna framleiðsluat- vinnuveganna mundi auðsjáan- lega kalla á róttækari breytingar en svo, að raunhæft sé að gera ráð fyrir þeim við núverandi aðstæð- ur. Jafnframt hefur reynslan sýnt, að í tekjutryggingarstefnu eins og þeirri, sem landbúnaðurinn nýtur, er fólgin veruleg hætta á offram- leiðslu, þar sem verð til framleið- enda er slitið úr öllum tengslum við verðmyndun á markaði og utanaðkomandi samkeppni. Við þessum vanda hefur verið reynt að bregðast síðustu árin með aðgerð- um til framleiðslutakmörkunar, en hætt er við, að erfitt reynist að ná hagkvæmri lausn eftir þeim leiðum. Á hinn bóginn er athygl- isvert, að smám saman eru að vaxa upp innan landbúnaðarins nýjar greinar, svo sem garðrækt, loðdýrarækt og fiskrækt, sem búa við samkeppnisskilyrði, sem eru að mörgu leyti sambærileg við iðnað og sjávarútveg. Áhrif byggðastefnu koma víðar fram en í landbúnaðarmálum og þá sérstaklega í stuðningi við rekstur og fjármögnun útgerðar og fiskiðnaðar út um landið. Vegna þess að iðnaðurinn er að mestu leyti staðsettur á helztu þéttbýlissvæðum landsins, nýtur hann fyrirgreiðslu af þessu tagi í mun minna mæli en sjávarútveg- urinn. Þótt fyrir byggðastefnu séu fyrst og fremst færð félagsleg rök, verður hún þó ekki með öllu skilin frá samanburði á starfsskilyrðum atvinnuveganna. Hins vegar hefur aldrei farið fram nein raunhæf at- hugun á því, hvaða þýðingu að- gerðir í byggðamálum raunveru- Iega hafa í þessu efni. Er vissulega ástæða til þess, að úr því verði bætt. Staða þjónustuiðnaðar Kem ég þá að lokum að síðasta vandamálinu, sem ég mun fjalla um í dag, en það er staða þess hluta iðnaðarins, sem ekki er flokkaður sem samkeppnis- eða útflutningsiðnaður. Hér er fyrst og fremst um að ræða viðgerðar- og þjónustuiðnað, sem fremur nýt- ur fjarlægðarverndar en toll- verndar. Skilin milli samkeppnis- iðnaðar og þessa iðnaðar eru þó ekki glögg, og fer bein og óbein erlend samkeppni við viðgerðar- og þjónustuiðnaðinn sívaxandi. Hins vegar hefur þjónustuiðnað- urinn ekki nema að nokkru leyti notið þeirrar jöfnunar starfsskil- yrða, er unnið hefur verið að í þágu samkeppnisiðnaðarins und- anfarin ár. Til dæmis greiðir þessi iðnaður enn veruleg aðflutn- ingsgjöld af aðföngum sínum, og engin endurgreiðsla uppsafnaðs söluskatts á sér stað. Að þessu leyti er staða þjónustuiðnaðarins svipuð og byggingariðnaðarins, en til hans náði athugun Starfsskil- yrðanefndar ekki nema að litlu leyti. Nú er það að vísu óumdeilan- legt, að samkeppnisaðstaða þjón- ustu og byggingariðnaðar er allt önnur og auðveldari en samkeppn- isiðnaðar vegna þeirrar fjarlægð- arverndar, sem þessar greinar njóta. Það er því eðlilegt, að jöfn- un starfsskilyrða hafi hafizt með því að reynt væri að jafna og bæta fyrst stöðu þeirra greina, sem eiga að mæta óheftri erlendri sam- keppni á innlendum eða erlendum mörkuðum. Og eins og ég hef áður rakið, hefur þegar mikið áunnizt í þvi efni. En um leið og það mark er í augsýn, að fullkominn jöfnuð- ur geti náðst í starfsskilyrðum sjávarútvegsins og samkeppnis- iðnaðar, hlýtur sú spurning að vakna, hvort þar skuli staðar numið í þeirri viðleitni til að jafna og bæta aðstöðu atvinnurekstrar á íslandi. Sjálfur er ég í engum vafa um svarið við þeirri spurningu. Tcngsl atvinnugreina Þegar nánar er að gáð, eru starfsskilyrði allra atvinnuveg- anna nátengd innbyrðis. Veru- legur hluti af aðföngum sam- keppnisiðnaðar og sjávarútvegs er sóttur til þjónustuiðnaðar, bygg- ingariðnaðar, flutningastarfsemi og viðskiptafyrirtækja. Séu óhæfi- lega há gjöld lögð á starfsemi þessara atvinnuvega, hlýtur það að einhverjum hluta að koma niður á starfsskilyrðum sam- keppnisgreinanna. Til dæmis má nefna hin háu aðflutningsgjöld, sem nú eru greidd af flutninga- tækjum, sem eru mikilvægur þátt- ur í framleiðslukostnaði allra at- vinnuvega, af vélum og tækjum til byggingariðnaðar, svo að ekki sé talað um tölvubúnað og skrif- stofutæki, sem virðast að þessu leyti talin til algerrar munaðar- vöru. í rauninni er þó í öllum þess- um dæmum um að ræða mikilvæg framleiðslutæki, sem eru forsenda aukinnar framleiðni í öllum grein- um þjóðarbúskaparins. Sú kenning, að eðlilegt sé að flokka atvinnuvegina annars veg- ar í þá, sem framleiði, en hins veg- ar hina, sem aðeins veiti þjónustu og séu þar af leiðandi nokkurs konar afætur, sem megi skatt- leggja eftir vild, er byggð á alger- um misskilningi á eðli nútíma efnahagsstarfsemi. Vöxtur þjón- ustugreinanna felur ekki í sér, að fleiri og fleiri i þjóðfélaginu stundi óarðbær störf, heldur er hann merki breyttrar verkaskipt- ingar, þar sem þeim fækkar, sem vinna beint við framleiðslustörfin, jafnframt því sem framleiðslufyr- irtækin þurfa á sífellt meiri þjón- ustu að halda til þess að geta nýtt nútímatækni á sviði framleiðslu, skipulagningar og sölustarfsemi. Næsta verkefnið er því að taka starfsskilyrði þessara greina til sams konar athugunar og nú hefur verið framkvæmd á framleiðslu- greinunum. Líklega eru engin verkefni brýnni á þessu sviði en heildarendurskoðun tollskrár og annarra aðflutningsgjalda í því skyni að stórlækka eða afnema að- flutningsgjöld á tölvubúnaði og margs konar öðrum tækjum, sem eru forsenda alhliða tæknifram- fara í öllum greinum íslenzkrar atvinnustarfsemi. Opnara hagkerfi forsenda framfara Góðir áheyrendur. Ég er nú kominn að loki^m þessa máls. Frekar en að reyna að rekja í ein- stökum atriðum niðurstöður Starfsskilyrðanefndar, hef ég reynt í þessu spjalli að setja störf hennar í nokkurt samhengi við þá þróun, sem átt hefur sér stað að því er varðar stöðu atvinnuveg- anna hér á laodi og þau verkefni, sem enn bíða óleyst í þeim efnum. Sú þróun í átt til opnara hagkerfis og víðtækari markaðsbúskapar, sem orðið hefur hér á landi undan- farna tvo áratugi, er að mínum dómi ein meginforsenda þeirra efnahagslegu framfara, sem átt hafa sér stað á þessu tímabili. Mikið hefur jafnframt áunnizt í því að jafna og bæta starfsskilyrði atvinnuveganna og aðlaga þau breyttum aðstæðum. Þrátt fyrir þetta er enn mikið verk eftir óunnið, áður en hægt sé að segja að öll efnahagsstarfsemi á íslandi búi við sambærilega aðstöðu til verðmætasköpunar. Þótt Starfs- skilyrðanefnd hafi í áliti sínu að- eins fjallað um takmarkaðan þátt þessara mála, vona ég, að starf hennar geti orðið stjórnvöldum hvatning og leiðbeining til frekari átaka á þessum mikilvæga vett- vangi. ALÞÝÐUORLOF — Orlofssamtök launþega — Háaieitisbraut 68 - 106 Reykjavik - Simi 81496 Orlofsferðir til Danmerkur Alþýöuorlof og Dansk Folke-ferie í samstarfi viö Samvinnuferöir/Land- sýn, munu á næsta sumri efna til þriggja gagnkvæmra orlofsferða fyrir félagsmenn verkalýössamtakanna á íslandi og Danmörku. Hér er um aö ræöa framhald og aukningu á því samstarfi sem hafiö var á síðasta ári milli þessara samtaka. Feröirnar til Danmerkur veröa sem hér segir: 1. ferd: Frá 28. júní til 17. júlí. Verö kr. 5.700,00. Innifaliö í veröinu er rútuferö um Danmörku frá 28. júní til 10. júlí, þar sem er gisting og fullt fæöi ásamt leiðsögn. Gist er í sumarhúsum og skólum hinna einstöku félaga innan danska verkalýössambandsins. 17. júlí heim- ferö til Keflavíkur. 2. ferð: Frá 17. júlí til 31. júlí. Verð kr. 3.700,00. Hér er um aö ræöa 2ja vikna ferö, þar sem aö hóparnir dvelja eina viku í senn í sumarhúsum í Karrebeksminde og Helsingör. Farin veröur ein dagsskoöunarferö á hvorum staö, en aö ööru leyti er dvölin þar án skipulagörar dagskrár. Fæöi ekki innifalið. 31. júlí heimferð til Keflavíkur. 3. ferö: Frá 31. júlí til 18. ágúst. Verö kr. 5.700,00. 31. júlí til 7. ágúst dvaliö um kyrrt á einum staö í 7 nætur í sumarhúsum, án skipulagðrar dagskrár. Fæöi ekki innifalið þann tíma. Frá 7. ágúst til 18. ágúst er rútuferð um Danmörku þar sem er gisting og fullt fæöi ásamt leiösögn. Gist er í sumarhúsum og skólum hinna einstöku félaga innan danska verkalýössambandsins. 18. ágúst heim- ferö til Keflavíkur. Afsláttur fyrir börn innan 12 ára er krónur 800 í hverja ferö. Rétt til þátttöku í ferðunum eiga félagsmenn í aöildarfélögum Alþýöuor- lofs, sem eiga orlofshús í Ölfusborgum, Svignaskaröi, Vatnsfiröi, llluga- stööum eöa Einarsstööum og fær hvert orlofssvæði tiltekinn fjölda þátt- takenda í hverja ferö. Alls veröa 120 sæti bókuö í hverja ferö eöa samtals 360 sæti í allar feröirnar. Bókanir í feröir þessar fara fram á tímabilinu frá 17. mars til 31. mars 1982 og er tekið viö bókunum á eftirtöldum stööum: Alþýöuorlof, Lindargötu 9, Reykjavík, sími 91-28180 (kl. 13—17). Alþýðusamband Vestfjarða, Alþýöuhúsinu ísafirði, sími 94-3190. Alþýðusamband Noröurlands, Brekkugötu 4, Akureyri, sími 96-21881. Alþýðusamband Austurlands, Egilsbraut 25, Neskaupstað, sími 97-7610. Stjórn Alþýóuorlofs. ÞARFTU AÐ KAUPA? ÆTLARÐU AÐ SELJA? Þl' Al'GLYSIR l'M AU.T I.AND ÞEGAR Þl AIGI.YSIR l MORGINB1.ADINI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.