Morgunblaðið - 13.03.1982, Side 19

Morgunblaðið - 13.03.1982, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MARZ 1982 19 af sykrum, en þær hafa engin teljandi áhrif á tannskemmdir. Öðru máli gegnir um hunang. í því eru um 70% sykrur sem ýta undir tannátu. Neyslurannsókn Manneldis- ráðs Islands á höfuðborgarsvæð- inu (1979—80) sýndi að um það bil Vs af hitaeiningunum kemur úr sykri og að það eru börn og unglingar sem borða mest af honum. Þessi rannsókn sýnir vel hve illt ástand ríkir í manneldismál- um hér á landi. Það er óverjandi að breyttar félagslegar aðstæður valdi því að sjoppufæða verði uppistaða í máltíðum. ÖNNUR ÁHRIF SYKURS Ennþá er allt á huldu um tengsl sykurs við hjartasjúk- dóma og sykursýki. Hins vegar geta skemmdar tennur leitt til meltingarsjúkdóma og fleiri kvilla. Hitt er þó alvarlegra að hvítur sykur er gersneyddur öllum bæti- og trefjaefnum og skerðir því hollustugildi fæðunnar að jafnaði um fimmtung. Þetta er mjög bagalegt vegna þess að orkuþörf hefur jafn- framt minnkað talsvert frá alda- mótum. Er því enn erfiðara en ella að fá næga skammta af öll- um nauðsynlegum næringarefn- um. LOKAORÐ Tannátan er nú algengasti hrörnunarsjúkdómur á Vestur- löndum. Hún er umtalsverður fjárhagsbaggi fyrir nær hvert heimili hér á landi. Er því mik- ilvægt að einhverjar úrbætur finnist. Til þess að draga úr sykur- neyslu verður að byrja á því að bæta fæðuvenjur barna og ungl- inga. Þetta verður aðeins gert með áróðri og fræðslu í fjölmiðl- um og skólakerfinu. Líklegasta leiðin til árangurs er sú að koma á fót skólamáltíð- um. í Finnlandi þar sem sykur- neyslan er nærri helmingi minni en hér hefur þessi siður haldist um áratuga skeið. Loks væri óskandi að þeir sem mest hafa barist gegn flúorbæt- ingu drykkjarvatns fari að at- huga sinn gang og átta sig á því hverju þeir hafa komið til leiðar. 1) Talið er, að hér á Austur- landi þurfi minnst 50 Mw til eigin afnota, þ.e. almennrar rafmagns- notkunar, upphitunar húsa eða kyndistöðva og til atvinnufyrir- tækja á þessu orkusvæði. 2) Talið er, að fyrirhuguð Kís- ilmálmverksmiðja á Reyðarfirði þurfi 46 Mw, þegar hún hefur náð fullum afköstum. 3) Samkvæmt upplýsingum sem ég hefi aflað mér, var rætt við sendinefnd Færeyinga um kaup á 50 Mw strax, en gert ráð fyrir að þeir þyrftu 50 Mw til viðbótar. Gera mætti samninga við þá áður en ráðist yrði í framkvæmdir og yrði slíkur samningur grundvöllur fyrir lántöku, sem létta myndi stórlega á heildarvirkjunarkostn- aði. Milli Islands og Færeyja ligg- ur Færeyjahryggur, en hann er yf- irleitt ekki dýpri en 500 m og er ekki sjáanleg nein fyrirstaða á flutningi þessa rafmagns með kapli, enda er fyrir hendi dýrmæt reynsla í slíkum rafmagnsflutn- ingi. 4) Staðsetning stóriðju eða út- flutnings iðnaðar hér á Austur- landi hefur marga kosti. Flutn- ingskostnaður til Norðurlanda eða Norður-Evrópu er verulega minni, en einmitt er sá kostnaður stór og þýðingarmikill liður í öllum út- reikningi, svo og eru hafnarskil- yrði víða frábær, sem einnig er mjög þýðingarmikið. Það gæti og haft mjög mikið að segja, að hér gæti orkusalan orðið öruggari og ekki þarf að óttast gos eða jarðskjálfta, eins og rakið hefur verið. 5) Að lokum mun orkuvinnslan hér tengjast heildarorkuvinnslu landsmanna og styrkja hana og gera hana áhættuminni. w r Hermenn Uka fólk með valdi nr landnemabyggðunum. Um hríð rambaði ísrael á barmi borgarastyrjaldar Mjög ókyrrt hefur verið í ísrael síðustu daga og margt bendir til þess að svo verði enn um hríð. í langan tíma hefur verið vitað, að til tíðinda myndi draga, en stjórnvöld hafa í lengstu lög reynt að ímynda sér að komist yrði hjá átökum þegar ryðja þyrfti landnemabyggðir á Sinai. Eins og alkunna er eiga ísra- elar að afhenda Egyptum stór svæði skagans í næsta mánuði og þar með verður að flytja burtu fólk úr fimmtán land- nemabyggðum og er bærinn Yamit þeirra stærstur; enda mest ólgan verið þar. Ibúar í Yamit komu upp götuvirkjum og hótuðu að láta hart mæta hörðu, ef ætti að flytja þá nauð- uga frá heimilum sínum. Her- mönnum hefur verið skipað að sýna enga linkind og augljóslega munu íbúarnir fara en með mik- illi beizkju og gremju. Á þessum landsvæðum hafa Israelar gert hið sama og hvarvetna annars staðar í landinu, þeir hafa veitt vatni yfir auðnina og þar sem áður var eyðimörk, blasa nú við ræktaðar lendur. Fólkið sem býr í landnemabyggðunum á Sinai er yfirleitt strangtrúaðir Gyð- ingar og/ eða hugsjónamenn, sem fluttust á svæðin, eftir Yom Kippur-stríðið. Margir hafa alið með sér að þessar aðgerðir myndu kosta blóðug átök, sumir hafa jafnvel hvíslað að það kynni að leiða til borgarastyrjaldar. I Yamit er mikið til af vopnum og stjórn- völdum er kunnugt um það og þar sem ýmsir hótuðu að beita þeim, var ríkisstjórnin lengi tvístígandi um, hvort ætti að grípa til róttækra ráðstafana. Þegar ríkisstjórnin ákvað ioksins eftir japl og jaml og fuð- ur að hefja brottflutning fólks- ins, kom það því nokkuð í opna skjöldu þar sem margir álitu að þeir hefðu frest fram í apríl- mánuð. Áform voru á prjónun- um um að nýir landnemar flykktust til byggðanna til að gera stjórnvöldum enn erfiðara fyrir. Ibúar Yamit og annarra þorpa og bæja, svo og margir strangtrúaðir í Jerúsalem, hafa undanfarið látið mótmæli sín í ljósi fyrir utan þinghúsið. Þar hafa ýms þung orð fallið í garð Begins forsætisráðherra og væntanlega hefur meirihluti fólksins trúað því í alvöru, að Begin myndi taka þessi mót- mæli til greina. Enda þótt Begin gerði sér án efa fulla grein fyrir reiði manna vegna þessa gaf hann Ariel Sharon skipun um að láta rýma byggðirnar og það tafarlaust. Sharon er þekktur að harðfylgi og beið ekki boðanna. Á sólarhring höfðu hermenn slegið hring um flestar byggð- irnar og það rann upp fyrir íbúunum, að þeir myndu ekki komast upp með hið minnsta múður. Ýmsir fylgismenn strangtrú- armannsins Meir Kahne töluðu þó digurbarkalega og minnzt var á fjöldasjálfsmorð eins og gerðist á fjallinu Massada fyrir tvö þúsund árum, eftir að Rim- verjar höfðu setið um fjallið svo vikum skipti. Uppi á fjallinu höfðu nokkrir tugir Gyðinga, karlar, konur og börn, búið um ,sig eftir fall Jerúsalem og þegar fyrirsjáanlegt var, að Rómverj- ar myndu ekki linna umsátrinu frömdu allir sjálfsmorð, sem á fjallinu voru, að undanskildum tveimur konum. En þegar til átti að taka eru íbúa, á Sinai ekki áfjáðir í sjálfsmorð, þrátt fyrir að mikið hafi verið talað og af tilfinningahita. í raun er því „bardaganum" lokið, en það sem hefur verið að gerast upp á síð- kastið kann að draga dilk á eftir sér. I einni landnemabyggðinni sem heitir Chatzar Adar höfðu 60 manns búið um sig, en við mjög frumstæð skilyrði. Þetta var fjálgt hugsjónafólk sem fylgdi leiðtoga sínum í blindni. Leiðtoga á borð við Chanan Por- at, sem er úr Techiaflokknum, öfgaflokk til hægri. Það var full- trúi Techia sem lagði fram van- trauststillögu í Knesset, en hún var felld með miklum atkvæða- mun, eins og frá var sagt í frétt- um. I viðtali við erlenda frétta- menn, sem komu til Chatzar Adar áður en fólkið var flutt sárnauðugt i burtu, sögðu íbú- arnir að það sem væri að gerast á Sinai væri aðeins fyrst, skref Egypta. „Hið næsta verður Jerúsalem," sagði ungur maður með glóð í augum, og hann bætti við: „Israel stefnir í átt að hruni — það er jafn óhjákvæmilegt og í grískum harmleik. Ríkisstjórn- in er fangi sinnar eigin stefnu. Það er ósatt að við höfum hótað að beita ofbeldi gagnvart okkar eigin hermönnum. Það myndum við aldrei gera.“ í Knesset flutti Porat ræðu sem var í þessum dúr, að tortím- ing biði Israels á næsta leiti. Begin reis til hálfs upp úr hjóla- stólnum sínum og hrópaði: „Eg ákæri þig fyrir að æsa til blóðs- úthellinga ...“ í Yamit hefur fólkið ekki ver- ið flutt á brott enn. Þar búa um sjö þúsund manns. Ibúarnir segjast bíða átekta og fylgjast með því hver verði næsti leikur Ariels Sharons. Mikið er um fundahöld og íbúarnir reyna að stappa stálinu hver í annan. All- margir nýir íbúar hafa bætzt í hópinn síðustu daga, einhvern veginn hefur þeim tekizt að komast framhjá vegatálmunum og eftirlitssveitum hermanna. I Yamit búa nú um helmingi fleiri en þegar Sadat kom í fyrsta skipti til ísraels fyrir rúmum fjórum árum. Enda þótt tiltölu- lega friðsamt hafi verið í Yamit, miðað við hvernig hefur verið í öðrum Sinaibyggðum, segja fréttamenn sem hafa komið og rætt við íbúana að óskaplegur heiftarhugur sé í garð stjórn- valda. Yamit hefur og nokkra sérstöðu á Sinai, þar er grónara mannlíf en í hinum landnema- byggðunum og miklar fram- kvæmdir hafa verið þar sem Eg- yptar munu njóta góðs af. Þar er gróskumikill landbúnaður og töluverður iðnaður. íbúar Yamit eru þeir einu á skaganum, sem hafa fallizt á að þiggja fébætur frá stjórnvöldum vegna þess rasks á stöðu og högum, sem þetta hefur í för með sér. Þó álíta raunar ýmsir að fleiri muni fara að þeirra dæmi, séu beinlínis nauðbeygðir til þess. Það má velta því fyrir sér, hvort Begin og stjórn hans hef- ur svikið þetta fólk eða hvort þessu ráða breyttar aðstæður: kannski á Begin engra kosta völ. Begin hefur alla tíð staðið á því að hann myndi fultkomna frið- arsamninginn við Egypta, hvað svo sem það kostaði. Einurð hans í þessu máli kemur ekki á óvart, það kom kannski á óvart, hversu seint hann lét til skarar skríða en það getur líka hafa verið úthugsað hjá honum. Hins vegar er ekki séð fyrir endann á þessu máli enn. Það hefur haldið Israelsríki saman í þessi þrjátíu og fjögur ár, hversu mikil ein drægni hefur verið með íbúum þess — þrátt fyrir stéttamis- mun og skoðanaágreining í ýms- um málum. Það er áreiðanlega mörgum áfall hversu mjóu hef- ur munað að út brytust stórk- ostleg átök. Það er heldur ekki séð fyrir endann á því enn, að það gæti ekki komið fyrir. Ilermaður ber grátandi barn burt frá Cbatzar Adar. texti: Jóhanna Kristjónsdóttir •t* Pi \ j

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.