Morgunblaðið - 13.03.1982, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 13.03.1982, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MARZ 1982 21 Sjötugur: Kristinn Vilhjálmsson fyrrv. framkvæmdastjóri í dag' er Kristinn Vilhjálmsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Templarahallarinnar, sjötugur. Hann er fæddur í Vetleifsholti í Ásahreppi. Foreldrar hans voru Vilhjálmur Hildibrandsson og Ingibjörg Ólafsdóttir. Systkini Kristins voru 6. 1919 fluttist hann með foreldrum sínum til Reykja- víkur. Hann hóf blikksmíðanám og lauk því 1923. Sem blikksmiður vann Kristinn til 1936. Síðan fór hann til Kaupmannahafnar til að sjá heiminn og dvaldi þar í tvö ár. Þegar heim kom tók hann upp blikksmíði að nýju og vann í Nýju blikksmiðjunni til 1943. Bn þá gerðist hann starfsmaður Hita- veitu Reykjavíkur. 1944 tók Krist- inn að sér umsjónarstarf í Guttó og því starfi hélt hann áfram, þeg- ar templarar fluttu starfsemi sína á Fríkirkjuveg 11 og síðar í Templarahöllina við Eiríksgötu. 1934 hafði Kristinn gengið í stúk- una Freyju. En þar voru forystu- menn Helgi Sveinsson bankastjóri og Jón Árnason prentari og þessir tveir menn urðu svo lærimeistarar Kristins. Og Kristinn lá sannar- lega ekki á liði sínu í félagsstarfi bindindismanna. 1938 var hann önnum kafinn við landnám templ- ara að Jaðri, stuttu seinna stofn- aði hann ungtemplarafélagið Hrönn og ein af fyrstu minning- unum, sem ég á um Kristin er, þegar hann kom með Hrönn í heimsókn til Keflavíkur. 1940 gift- ist Kristinn Guðnýju Torfadóttur, fósturdóttur Jóns Pálssonar bankagjaldkera og konu hans, Önnu Sigríðar Adólfsdóttur. Þau eiga tvö börn: Önnu Sigríði, gifta í Noregi, og Jón Pálsson Kristins- son. Ég minntist hér áður á ung- templarahreyfinguna sem af- sprengi Kristins og landnáms templara á Jaðri, þar sem Krist- inn var í forystu en ekki má gleyma þætti hans í húsnæðismál- um Templara. Um þau stóð um árabil harðar deilur innan bindindishreyfingarinnar, sem lauk með algerum sigri Kristins og skoðanabræðra hans. Má full- yrða með rökum að Templarahöll- in væri ekki það félagsheimili templara sem hún er í dag, ef stefna Kristins í húsnæðismálinu hefði ekki orðið ofan á. Og enn í dag er Kristinn í fullu fjöri. Hann er að vísu ekki lengur fram- kvæmdastjóri Templarahallarinn- ar en hann er vakinn og sofinn að starfa að hugsjónamálum sínum meðal æskunnar. Á stórstúku- þinginu í Hafnarfirði 1980 var hann kosinn stórgæslumaður Unglingareglunnar. Og þar hefur hann sannarlega ekki slegið slöku við. Eina stundina er hann fyrir austan Fjall á barnastúkufundi, aðra á Vestfjörðum í sömu erind- um. Við Kristinn höfum unnið ná- ið saman í mörg ár. Ég hefi fáum kynnst sem eru tryggari, greið- viknari og ötulli starfsmenn. Kæru vinir, Kristinn og Guðný. Ég og kona mín þökkum vináttu ykkar á liðnum árum og óskum ykkur langra lífdaga. Hilmar Jónsson. í kvæðinu góða um höfðingja smiðjunnar segir Davíð Stefáns- son frá Fagraskógi: „llann (ignar þau lög .sem liTið með logandi eldi reit. Hann lærði af styrkleika stálsins að standa við öll sín heit.“ Sú sögn lifir að hugmyndin að þessu kvæði Davíðs skálds hafi kviknað í smiðju Vilhjálms Hildi- brandsson við Laufásveg í Reykja- vík. Og víst er það að ég veit fáa sem er jafnmikilvægt, jafnheilagt mál, að standa við öll sín heit sem syni Vilhjálms þessa smiðjuhöfð- ingja, Kristni. Vilhjálmur járnsmiður Hildi- brandsson bjó austur í Rangár- þingi áður en hann fluttist til Reykjavíkur og tók að blása í afl- inn og hamra járnið heitt í smiðju sinni. Þar austur frá var Kristinn sonur hans, í heiminn borinn 13. mars 1912. Ungur fluttist hann með foreldrum sínum til höfuð- borgarinnar og hefur átt heima við Laufásveginn síðan. Hann leit- Minnst ártíðar Þorleifs á Háeyri Þann 9. mars sl. voru 100 ár lið- in síðan Þorleifur Kolbeinsson kaupmaður á Stóru-Háeyri á Eyr- arbakka andaðist 83 ára að aldri. Af því tilefni minnast afkomendur Þorleifs þessara tímamóta sunnu- Þorleifur Kolbeinsson daginn 14. mars með heimsókn til Eyrarbakka og Stokkseyrar. Á Eyrarbakka verður guðsþjón- usta í kirkjunni kl. 2 eftir hádegi. Séra Kolbeinn Þorleifsson messar. Aðrir þátttakendur í messugjörð- inni verða Jón Sveinbjörnsson prófessor, Benedikt Jasonarson kirkjuvörður og Helga Soffía Konráðsdóttir guðfræðinemi. Að lokinni kaffidrykkju á Eyr- arbakka verður haldið í Stokks- eyrarkirkjugarð, þar sem lagður verður blómsveigur á leiði Þor- leifs. Þorleifur Kolbeinsson, sem var afkomandi séra Þorleifs Skafta- sonar í Múla í Aðaldal ólst upp í mikilli fátækt á Stokkseyri, og eru til heimildir fyrir því, að hann var rekinn á vergang af húsbónda sín- um þegar hann var 19 ára gamall. Honum tókst með ráðdeild og sparsemi að verða einn auðugasti maður landsins og var hann fyrir löngu orðinn að þjóðsögu um land allt, er hann lést, og eru mörg spakmæli hans fyrir löngu orðin þjóðareign. Hann harmaði það mjög, að hafa ekki átt kost á skólagöngu í æsku. Þess vegna gekkst hann fyrir því að stofnaður yrði barnaskóli á Eyrarbakka 1852, og byggði hann fyrsta skóla- húsið á Bakkanum, þar sem skól- inn starfaði fyrstu 25 árin. Þetta er elsti starfandi barnaskóli á landinu. Árið 1861 stofnaði hann gjafasjóð Þorleifs Kolbeinssonar, sem skyldi styrkja unga og efni- lega bændur í Stokkseyrarhreppi, og var undirstaða sjóðsins hálf Hæringstaðatorfan. Árið 1880 var hann gerður að dannebrogsmanni, og fór fram athöfn í Stokkseyr- arkirkju af því tilefni. Kolbeinn Þorleifsson aði nefnilega ekki langt yfir skammt með kvonbænir. Brúði sína sótti hann í hús eitt við sömu götu. Varð það honum happafeng- ur. Tveggja barna varð þeim auðið og eru þau, sem eðlilegt er, hið besta fólk. Ungur vígðist Kristinn Vil- hjálmsson þeirri hugsjón sem síð- an hefur mótað líf hans allt. Hann gerðist virkur félagi í reglu góð- templara og hefur nú í áratugi unnið bindindishreyfingunni af heilum hug. Honum verður tíð- rætt um ýmsa gengna templara, sem hann bast vináttuböndum, og vitnar gjarnan í orð þeirra. Læri- feður hans og meistarar voru ein- kum Helgi Sveinsson, Jón Árna- son og tengdafaðir hans, Jón Páls- son bankaféhirðir. Veganestið, sem þeir létu í té, hefur í engu brugðist Kristni. Á tímum sýndar- mennsku, hræðslugæða og dekurs við aumingjaskap og óheiðarleika kann fornum dygðum að virðast ofaukið. Svo mun þó ekki í raun. Þegar hismið er fokið veg allrar veraldar vex upp af kjarnanum nýr gróður. Þau sannindi eru Kristni ljós. Þess vegna hrekst hann ekki rótlaus fyrir votum vindum tísku og tildurs. Glaður er Kristinn jafnan og reifur. Hann er skýrt dæmi um það að heilbrigt fólk þarf ekki að rugla skynfæri sín með eitri eða spilla þeim persónueigindum, sem hefja menn yfir skynlausar skepn- ur, til að skemmta sjálfum sér og öðrum. Og hann hvikar hvergi í þeirri baráttu fyrir fögru mann- lífi, friði og bræðralagi allsgáðra manna, sem háð er gegn þeim skuggalýð er samviskudaufur makar krókinn á sölu áfengis og annarra vímuefna. Tengdafaðir Kristins Vil- hjálmssonar ritaði sögu séra Egg- erts Sigfússonar í Vogsósum, þess sérkennilega gáfumanns, og bjargaði með því frá eilífri gleymsku mörgu snjallyrði þessa mæta klerks. Séra Eggert skipti mönnum í tvo flokka, lóma og skúma. Voru skúmarnir fleiri, að minnsta kosti í Selvogsþingum, en lómarnir betri. — Ekki er mér grunlaust að Kristinn hafi svipað- an hátt á, enda ómyrkur í máli og dómharður um siðferðisbresti og skaphafnarheimsku þeirra sem þræla af eigin hvötum á galeiðu áfengisauðvaldsins. — Og þar get- ur hann trútt um talað. Hann hef- ur í tæpa hálfa öld verið vakinn og sofinn í störfm að hugsjónamál- um. Meðan flestir jafnaldrar hans hömuðust dag og nótt við að hnoða „hinn þétta leir“ og búa sér og sín- um kalkaðar steinsteypugrafir fór orka Kristins Vilhjálmssonar í að reisa Jaðar á Heiðmörk þar sem verða skyldi í framtíðinni útivist- arparadis bindindismanna. Síðan reis Templarahöllin við Eiríks- götu og átti hann ósmáan hlut í því að öðrum ólöstuðum. Sjötugur er Kristinn enn auðug- ur að hugsjónum og stórhuga framtíðarsýnum. Moldvörpuand- inn nærsýni, sem ekki sér utan eigið gagn og skarar ætíð eld að sinni köku, hefur aldrei komist upp með moðreyk í hugarheimi Kristins Vilhjálmssonar. Þess vegna er hann enn ungur þótt sjötugur sé. Þess vegna hefði séra Éggert í Vogsósum vafalítið tekið hann í lómatölu ef þeir hefðu hist og kynnst. Þess vegna er gott að eiga hann að vini. Við hjónin sendum Kristni Vilhjálmssyni og fjölskyldu hans hugheilar árnaðaróskir, ásamt þökk fyrir vináttu og einstaka góðvild í okkar garð frá því fund- um bar fyrst saman vorkvöld eitt á því Herrans ári 1955. Olafur Haukur Árnason Þrjú prestaköll auglýst BISKUP íslands hefur ný- verið auglýst þrjú prestaköll laus til umsóknar og er um- sóknarfrestur fram til páska. 1. Bólstaðarhlíð í Húnavatnspró- fastsdæmi. Þar þjónar nú sem settur prestur sr. Ólafur Hall- grímsson en hann var vígður til prestakallsins sl. sumar. 2. Möðruvellir í Hörgárdal í Eyja- fjarðarprófastdæmi. Sr. Þórhall- ur Höskuldsson sem þar hefur þjónað um alllangt skeið, hefur verið kjörinn prestur á Akur- eyri og tekið við því embætti. 3. Staður í Súgandafirði í ísafjarð- arprófastsdæmi. Þangað vígðist sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson í september sl. og hefur þjónað þar síðan sem settur prestur. Þá hafa öll prestaköll sem þjón- að er af settum prestum eða njóta nágrannaþjónustu, verið auglýst laus til umsóknar. Sem kunnugt er voru allmörg prestaköll auglýst laus til umsóknar í byrjun þessa árs, er umsóknarfrestur um þau útrunninn. Fara kosningar þar fram á næstu vikum. Skylt er að auglýsa öll þau prestaköll laus til umsóknar einu sinni á ári sem ekki er þjónað af presti sem skipun hefur hlotið til embættisins. MIKIÐ UR VAL af vegghúsgögnum úr furu, tekk, bæsaðri eik og hnotu Opið í dag frá 10—5. Langholtsvegi 111. Símar 37010 — 37144.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.