Morgunblaðið - 13.03.1982, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MARZ 1982
Iðnaðarráðherra:
Takmörk fyr-
ir Blöndubið
Ekkert nýtt, engar ákvarðanir, sögðu
stjórnarandstæðingar um ræðu ráðherra
„I>egar heildarmynd liggur fyrir af samningsstöðunni og afstöðu heima-
manna (varðandi Blönduvirkjun) mun ráðuneytið leggja málið fyrir ríkis-
stjómina og kynna jafnframt stöðuna fyrir alþingismönnum ...“ sagði Hjör
leifur Guttormsson, iðnaðarráðherra á Alþingi sl. fimmtudag um mál
Blönduvirkjunar, er hann mælti fyrir tillögu til þingsályktunar um virkjunar
framkvæmdir og orkunýtingu. Hann sagði viðleitni stjórnvalda til að ná
samkomulagi um Blöndu sýna vilja þeirra, „en jafnljóst er að ákveðin
takmörk eru fyrir því, hversu langt er hægt að ganga í þessu efni og hvaða
áhættu er hægt að taka með tilliti til samstöðu hcima fyrir“.
í stuttu máli:
Rólur í þingsali?
• Siggeir Björnsson (S), bóndi í Holti, hefur tekið sæti á
Alþingi í fjarvistum Eggerts Haukdal vegna anna á öðrum
vettvangi.
• Guðmundur Vésteinsson (A) hefur mælt fyrir tillögu til
þingsályktunar um könnun á brú yfir utanverðan Hvalfjörð.
Jósep H. Þorgeirsson (S) hvatti sterklega til samþykktar á
tillögunni og könnunar á framkvæmda- og kostnaðarþáttum.
Ráðherra gerði kostnaðarlegan
samanburð á þeim virkjunarkost-
um, sem fælust í lagaheimildum
frá fyrra ári., Stofnkostnaður
væri áætlaður kr. 1,56 á hverja
kWh/a í Blöndu, samkvæmt virkj-
unarkosti I, en Fljótsdalsvirkjun
væri 12% dýrari og Sultartangi
30% dýrari.
Ráðherra sagði hreppsnefndir
Torfalækjahrepps, Blönduóss-
hrepps og Svínavatnshrepps vera
að meirihluta samþykkar virkjun-
arkosti I, sem hagkvæmni Blöndu-
virkjunar kæmi fram í, afstaða
Seyluhrepps og Lýtingsstaða-
hrepps kæmi fram næstu daga, en
Bólstaðahlíðarhreppur væri mál-
inu andvígur. Hann vitnaði til
eignarnámsheimilda í lögum nr.
60/1981, en sagði enga afstöðu
hafa verið tekna í ríkisstjórn um
að beita þeim heimildum. Hann
tók og skýrt fram „að verði ekki
ráðist í Blönduvirkjun, komi
Fljótsdalsvirkjun í hennar stað“
og vitnaði til 6. liðar í þingsálykt-
uninni þar um.“
Ráðherra fór mörgum orðum
um margskonar kannanir á virkj-
unarkostum og orkunýtingar-
möguleikum og sagði „hagnýtingu
orkulindanna á næstu árum og
áratugum með stórbrotnustu við-
fangsefnum, sem Alþingi hefur
haft til meðferðar um langt árabil
og varða miklu í efnahagslegu til-
liti fyrir öryggi fólks um land allt
svo og byggðaþróun".
Viðbrögð við ræðu ráðherra
• l'orvaldur Garðar Kristján.sson
(S), sagði tíma til kominn að ráð-
herra mælti fyrir þessari 3ja mán-
aða tillögu, hinsvegar skuldaði
hann Alþingi skýringu á seinlæti
sínu í virkjunar- og orkunýt-
ingarmálum, bæði fyrr og síðar.
Hann gerði grein fyrir frumvarpi
sjáifstæðismanna um næstu stór-
virkjanir, frumvarpi um skipulag
og stjórnun orkumála og tillögu
um orkunýtingarstefnu. Gagn-
rýndi hann að stjórnarliðar
drægju fætur í þessum þýð-
ingarmikla málaflokki í stað þess
að leita samstarfs við stjórnar-
andstöðu. Ræðu ÞGKr verða gerð
nánar skil síðar.
• Guðmundur G. Þórarinsson (F)
talaði fyrst um viðkvæmar deilur í
heimahéraði um Blönduvirkjun en
vék síðan kvæði sínu í kross og
taldi orkustefnu Sjálfstæðis-
flokksins háskalega og til þess
fallna að gera íslendinga að undir-
þjóð. Hinsvegar bar hann lof á
orkuráðherra og framlagða þings-
ályktunarstefnu hans.
• Kjartan Jóhannsson (A) sagði
að í ræðu ráðherra og tillögu til
þingsályktunar væri ekkert nýtt.
Þar væri enn einu sinni tæpt á því
sem allir vissu, en hinsvegar
skorti þar það, sem eftir væri beð-
ið: ákvarðanir um næsta virkjun-
arkost og ekki síður um orkunýt-
inguna, hvern veg þetta tvennt
eigi að tvinna saman landi og lýð
til farsældar. Orkumöguleikarnir
eru bezta tækifæri íslenzku þjóð-
arinnar til að tryggja efnahaglegt
qryggi og bætt lífskjör.
Ákvörðunarleysisstefna iðnaðar-
ráðherra er þjóðhættuleg og sú nei
og núllstefna, sem stjórnarliðar
boða sí og æ, fresta bættum lífs-
kjörum.
Þessi tillaga og þessi ræða, sem
eru kópíur af margtuggnum bolla-
leggingum, valda vonbrigðum,
vegna þess sem í þær skortir:
ákvarðanir og framkvæmdir!
Frumvarp okkar fól í sér að hit-
unarkostnaður yrði hvergi meiri í
landinu en tvisvar og hálfum sinn-
um meiri en hjá Hitaveitu Reykja-
víkur.
Ef hitunarkostnaður væri hvergi
• Friðjón Þórðarson, dóms-
málaráðherra, hefur mælt fyrir
stjórnarfrumvarpi til breytinga á
umferðarlögum, þess efnis, að
dómsmálaráðherra geti með aug-
lýsingu ákveðið fjárhæð eigin
áhættu viðkomandi eigenda vegna
tjóna af völdum skráningarskylds
vélknúins ökutækis, að fengnum
tillögum tryggingareftirlits.
• Svavar Gestsson, heilbrigð-
ismálaráðherra, hefur mælt fyrir
frumvarpi um öryggisráðstafanir
gegn jónandi geislum frá geisla-
virkum efnum og geislatækjum.
• Guðrún Helgadóttir (Abl)
hefur borið fram fyrirspurnir til
viðskiptamálaráðherra um bóka-
safn Landsbankans og Seðlabank-
ans að Einholti 4, Reykjavík:
hvenær stofnað hafi verið, hvert
hafi verið upphaflegt hlutverk
þess, hver sé heildarkostnaður frá
upphafi, hvort gefnar séu út
ársskýrslur og ársreikningar, hve
margir vinni við safnið, hver fari
með yfirstjórn o.fl.
• Halldór Blöndal (S) spurði
landbúnaðarráðherra, hvað liði
fjáröflun fyrir Bjargráðasjóð til
að bæta bændum tjón vegna upp-
skerubrests? Hvenær sé að vænta
að bændur fái fyrirgreiðslu úr
Bjargráðasjóði?
hærri en þrefaldur sá kostnaður,
sem er á svæði HR, kostaði það 133
m. kr. í niðurgreiðslur á ári. Ef HR
fengi hínsvegar að hækka gjaldskrá
um 30% færi þessi kostnaður í 64
m. kr. og ef HR fengi að hækka
• Birgir ísl. Gunnarsson (S) og
Friðrik Sophusson (S) spyrja fjár-
málaráðherra: 1) Að hve miklu
leyti er tollafgreiðslugjald lagt á
aðföng iðnaðar, skv. reglugerð. 2)
hvað er gert ráð fyrir að tollaf-
greiðslugjald á aðföng iðnaðar
gefi ríkissjóði mikið í tekjur á
þessu ári?
• Þorvaldur Garðar Kristjáns-
son (S) spyr menntamálaráðherra,
hverjar framkvæmdir séu fyrir-
hugaðar 1982 til að koma á viðun-
andi sjónvarpssambandi við
sveitabæi og þéttbýli á Vestfjörð-
um, en þar séu skilyrði mjög
slæm. Ennfremur hvað líði upp-
setningu FM-senda á Vestfjörð-
um?
• Tryggvi Gunnarsson (S) flutti
nýlega stytztu þingræðu, sem
lengi hefur heyrzt, í kjölfar ræðu
Páls Péturssonar (F), sem
Tryggva þótti fara fyrir ofan garð
og neðan: „Nú fór í verra. Nú
skildi ég ekkert."
• Geir Gunnarsson (Abl), for-
maður fjárveitinganefndar, sagði
nýlega í þingræðu, „að ræðustóll-
inn væri ólíklegasti vettvangurinn
til að ná einhverju fram“ á AI-
þingi, „þar eru þingflokkafundir
og nefndafundir ... sá vettvangur
gjaldskrá um 40% færi kostnaður-
inn niður í 45 m. kr. Hér er ein-
göngu miðað við íbúðarhúsnæði.
Þorvaldur sagði orkujöfnunar-
gjaldið ekki eitt á báti um gjald-
heimtu, sem framkvæmd væri und-
ir fölsku yfirskyni, þ.e. til jöfnunar
á hitakostnaði, en síðan varið í ann-
að. Launaskatturinn var t.d. Iagður
á sem tekjupóstur fyrir hið al-
menna húsnæðislánakerfi, en er nú
alfarið ráðstafað fram hjá bygg-
ingarsjóði og í ríkishítina.
sem dugar bezt“. Þetta var ein-
hverskonar áminning til hinna
málglaðari þingmanna úr munni
gamalreynds, en Geir hefur setið
tvo áratugi á þingi.
• Geir Gunnarsson hnykkti á
gagnrýni sinni í garð orðskrúðs-
manna og sagði: „Eg held að þegar
metinn er árangur og gagn af
verulegum hluta þeirra ræðu-
halda, sem fram fara hér á Al-
þingi, þá komizt maður að raun
um, að í ótrúlega mörgum tilvik-
um væri eins vænlegt að hengja
rólu hér upp í loftið og lofa
mönnum að róla sér þar í stað-
inn!“
Leiðrétting:
Spurning-
armerki
féll niður
Sú leiða villa varð við setningu
fyrirsagnar á þingsíðu að spurn-
ingarmerki féll niður í fyrirsögn
þann veg að spurningu mátti
skilja sem staðhæfingu. Rétt átti
fyrirsögnin að vera þannig: Árni
Gunnarsson: Flugleyfi notað til
að forða gjaldþroti?
Gagnrýni Árna Gunnarsson-
ar (A), sem fyrirsögnin höfðar
til, var í fyrirspurnaformi, ekki
staðhæfingar, þó hann og fleiri
þingmenn teldu líkur benda til
afskipta samgönguráðherra af
viðskiptum Arnarflugs og Is-
cargo.
í frétt á baksíðu Mbl. um
sama efni í gær, er vísað til
frásagnar af umræðum á Al-
þingi á þingsíðu. í þeirri vísun
hefur greinarheiti á þingsíðu
einnig misritast, stendur:
Flugleiðir í stað flugleyfi.
Þetta leiðréttist hér með.
Islenzkt-írskt
félag stofnað
ÁHUGAMENN um frland og írska
menningu hafa unnið að því að und-
irbúa stofnun félags sem hefði það
að markmiði að greiða fyrir sam-
skiptum íra og íslendinga og efla
áhuga á írskri sögu, menningu og
lífsháttum.
Undirbúningsnefnd, sem til þess
var kosin, boðar til fundar sunnu-
daginn 14. mars kl. 17 í Sóknar-
salnum, Freyjugötu 27. Þar verður
tekin endanleg ákvörðun um
stofnun félagsins.
Fundurinn er opinn öllum sem
áhuga hafa á slíku félagi. Þar
verður flutt stutt erindi og höfð
uppi einhver söngvamál.
(Kréttatilkynning.)
FUJ í Reykjavík:
Kristinn H. Grét-
arsson kjör-
inn formaður
Á AÐALFUNDI Félags ungra jafn-
aðarmanna í Reykjavík 8. marz sl.
var kosin ný stjórn fyrir félagið.
Formaður var kjörinn Kristinn H.
Grétarsson, en aðrir í stjórn voru
kjörnir: Björn Valdimarsson, Guð-
rún Helga Sigurðardóttir, Gylfi Þ.
Gíslason, Kari Birgisson, Sigurður
Guðmundsson og Viðar Scheving.
Á fundinum var eftirfarandi
ályktun samþykkt einróma: „Að-
alfundur Félags ungra jafnaðar-
manna í Reykjavík, haldinn 8.
mars 1982, fagnar framkomnu
lagafrumvarpi Guðmundar Vé-
steinssonar um lækkun kosninga-
aldurs í 18 ár.
Félagið skorar á þingmenn að
gera allt, sem í þeirra valdi stend-
ur, til að frumvarp þetta nái fram
að ganga."
Bann við afturvirkni skatta:
Réttaröryggi á
sviði skattamála
ÞRÍR þingmenn Sjálfstæðisflokks,
Matthías Á. Mathiesen, Geir Hall-
grímsson og Halldór Blöndal,
flytja frumvarp til stjórnskipunar-
laga um breytingu á stjórnarskrá
lýðveldisins, þess efnis, að „hvorki
megi setja íþyngjandi reglur um
skatta á tekjur eða eignir liðins árs
né afturvirkar og íþyngjandi reglur
um breytta eða nýja skattstofna".
Með þessari breytingu skal stefnt
að því að auka réttaröryggi á sviði
skattamála og setja sem gleggstar
skorður gegn því, að afturvirk og
íþyngjandi ákvæði séu sett um
skatta á tekjur og eignir.
Flutningsmenn segja, að slík
afturvirkni, sem dæmi séu til
um, geti valdið skattþegum,
bæði einstaklingum og fyrir-
tækjum, verulegum erfiðleikum,
ekki sízt þegar gerðar hafa verið
ráðstafanir um fjármál í rétt-
mætu trausti þess, að skattlagn-
ing á tekjur og eignir verði í
samræmi við þágildandi löggjöf.
Gölluð og ófullkomin lög:
Skattar undir fölsku yfirskyni
— sagði Þorvaldur Garðar Kristjánsson
í umræðu um framkvæmd orkumálakafla stjórnarsáttmálans benti Þorvaldur
G. Kristjánsson (S) á, að lögin um jöfnun hitunarkostnaðar væru mjög gölluð og
ófullkomin, enda var því heitið við lokaafgreiðslu þeirra í þinginu, að þau
skyldu þegar í stað endurskoðuð með hliðsjón af frumvarpi til laga sem ég og
meðflutningsmenn úr öllum þingflokkum fluttum á sinni tíð.