Morgunblaðið - 13.03.1982, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MARZ 1982
27
PLEGEL
PLEGEL
þakstáliö meö skífuformi. Fæst í 5
plötustæröum. Rautt og svart. Stáliö
er heitgalvaniseraö og lakkaö meö
PVF 2 lökkun.
Breidd 107,5
Lengdir 0,40 1,10 2,15 3,20 4,25 Plegel er fyrirliggjandi
| Vinsamlegatt sendið myndaiista yfir Plegel. i ® lager
Nafn ..........................
I Heimilisfang .................. .
--------------------------------- Plegel
Pardus hf.P ssprýði
Box 98, 230 Keflavík, sími 92-3380.
Fimm bifreiðir í árekstri
FJÖGUR börn voru flutt í slysadeild eftir harðan árekstur á
Suðurlandsvegi, skammt fyrir austan Rauðavatn, laust eftir
kl. 19 á miðvikudag. Meiðsli þeirra reyndust ekki alvarleg.
Tildrög slyssins voru þau að
vörubifreið var ekið aftan á fólks-
bíl, en ökumaður hans hafði stöð-
vað og hugðist beygja austur Al-
mannadal. Skömmu síðar kom bif-
reið og stöðvaði ökumaður hennar
vegna árekstursins.
Skipti þá engum togum en bif-
reið lenti aftan á henni með þeim
afleiðingum að hún kastaðist í veg
fyrir vörubifreið á leið austur.
Börnin voru í bifreiðinni sem
kastaðist í veg fyrir vörubifreið-
ina. Fimm bifreiðir urðu fyrir
skemmdum, en hríðarmugga var
þegar slysið átti sér stað og hálka
á veginum.
Föstuvaka í Hafnarfjarðarkirkju
SUNNUDAGINN 14. mars verdur
haldin fostuvaka í Hafnarfjarðar
kirkju og hefst hún kl. 20.30.
Öldutúnsskólakórinn syngur
undir stjórn Egils Friðleifssonar,
Gunnar Gunnarsson flautuleikari
leikur einleik á flautu og Kór
kirkjunnar leiðir safnaðarsöng
undir stjórn organista kirkjunnar,
Páls Kr. Pálssonar. Ræðumaður
Kristján Búason dósent.
Megi sem flestir eiga góða stund
í Hafnarfjarðarkirkju á föstu-
vöku.
Safnaðarstjém
og sóknarprestur
Tískusýningar
í Magasín
Fulltrúar Hjálparstofnunar kirkjunnar, ASÍ og kaþólsku kirkjunnar á íslandi.
Rúmar 5 milljónir hafa
safnast í Póllandssöfnun
SL. FIMMTUDAG var haldin tískusýning í vöruhúsinu Magasín í
Kópavogi, þar sem Módelsamtökin syndu og kynntu fatnað og aðrar
vörur sem Magasín hefur á boðstólum. Verða slíkar tískusýningar
haldnar í versluninni næstkomandi fimmtudaga. Auk tískusýninganna
verða ýmsar uppákomur hverju sinni.
I fréttatilkynningu frá Maga-
sín segir m.a.: „Vöruhúsið Maga-
sín í Kópavogi hóf starfsemi sína
á síðasta ári. Póstverslun Maga-
sins er fyrsta póstverslunin hér-
lendis sem býður alhliða vörur.
Vörulistum hefur verið dreift
inn á flest heimili landsins á
undanförnum misserum. Upp úr
næstu mánaðamótum mun 64
síðna lista verða dreift ókeypis
um allt land.
I sambandi við póstverslunina
hefur Magasín tekið í notkun
System 34 tölvukerfi frá IBM til
að einfalda og flýta fyrir af-
greiðslu póstpantana.
Flestar pantanir eru nú af-
greiddar samdægurs frá fyrir-
tækinu og geta viðskiptavinir
pantað í gegn um síma. Eitt
burðargjald er greitt fyrir
hverja pöntun og skiptir þá ekki
máli hvort hægt er að senda
hana í heilu lagi eða með nokk-
urra daga millibili (t.d. ef um-
beðnar vörur eru uppseldar í
bili).“
Frá tískusýningunni sL fimmtudag.
Ljó.sm. Emilía
FORRÁÐAMENN þriggja aðila,
Hjálparstofnunar kirkjunnar, Al-
þýðusambands íslands og kaþólsku
kirkjunnar á fslandi, sem staðið ha-
fa að hinni svonefndu Póllands-
söfnun, efndu til blaðamannafundar
í gær. Tilgangurinn var að greina frá
árangri söfnunarinnar. I*ar kom
m.a. fram að föstudaginn 26. febrúar
síðastliðinn hafl fyrsta vörusending-
in frá íslandi verið afhent í Póllandi.
Áður hefðu verið fest kaup á 24
tonnum hjálpargagna, sem send hafl
verið í janúar til borgarinnar Plock í
Póllandi. Auk þess séu nú vörur
sendar reglulega til Bialystok, Krak-
ow og Walbrzych.
Forsaga þessarar söfnunar er sú
að fyrir þremur mánuðum komust
þessir þrír aðilar að samkomulagi
um að efna til fjársöfnunar til
Póllands og þróunarlanda. Að
sögn Hilmars Baldurssonar frá
Hjálparstofnun kirkjunnar hefðu
nú 6 milljónir safnast. 4 milljóna
hefði verið aflað með frjálsum
framlögum, Alþingi hefði lagt
fram 1 milljón og meta mætti þær
gjafir sem borist hefðu í formi
vara og niðurfellingar gjalda á 1
milljón kr. Skipting fjárins var
þannig að 5,1 milljón rennur til
Póllands, en 900 þúsundum var
varið til þróunarverkefna í Súdan
og Kenya.
Upphaflega var ætlunin að
verkalýðssamtökin Samstaða önn-
uðust dreifingu þeirra hjálpar-
gagna sem bærust til Póllands, en
þegar herlög voru sett, var ákveðið
að leita til annarra aðila í Póllandi
til að taka að sér dreifinguna. Því
varð að ráði að tekið var upp sam-
starf við Hjálparstofnun kirkj-
unnar í Noregi, sem hefur m.a.
samvinnu við pólska samkirkju-
ráðið.
Frá Islandi eru vörurnar fluttar
gjaldfrítt með íslenskum skipum
til Noregs og Svíþjóðar. Þar er
þeim blandað saman við norskar
vörur í því skyni að fá sem mesta
fjölbreytni, þaðan sjá Pólverjar
um að koma þeim áleiðis til Pól-
Tekið á móti vönisendingu ( Pól-
landi.
lands. Pólska samkirkjuráðið ann-
ast dreifingu varanna þar. Er
þeim bæði dreift til fjölskyldna og
á stofnanir s.s. barnaheimili,
munaðarleysingjaheimili og
sjúkrahús.
Á vegum þeirra aðila sem að
söfnuninni standa fóru þeir séra
Bjarni Friðriksson, Jóhannes Sig-
geirsson og Ögmundur Jónasson
til Póllands til að fylgja eftir
fyrstu vörusendingunni. Ögmund-
ur sagði að þeir hefðu viljað fá
örugga vissu um að réttir aðilar
veittu vörunum viðtöku. I því sam-
bandi hefðu þeir kannað hvort
pólska samkirkjuráðið hefði séð
til þess að þessum hjálpargögnum
væri úthlutað á sanngjarnan hátt.
Ennfremur hefðu þeir reynt að
kynna sér þátt pólskra yfirvalda í
þessum sendingum. En þær sögu-
sagnir hafa verið á kreiki að í
sumum tilfellum hefðu hjálpar-
sendingar verið yfirteknar af
pólska ríkinu. Þremenningarnir
komust að þeirri niðurstöðu að
pólska samkirkjuráðið gerði sitt
besta til að þeir sem þurfa mesta á
aðstoð að halda njóti góðs af
hjálpargögnunum. Einnig sagði
Jóhannes Siggeirsson að fátt benti
til þess að eitthvað væri hæft í
þeim staðhæfingum að pólsk yfir-
völd kæmust yfir þessar send-
ingar.
Það kom fram hjá Ögmundi og
Jóhannesi að mikill skortur væri
nú á matvælum, hjúkrunargögn-
um og hreinlætisvörum í Póllandi.
Ekki virtist hörgull á fatnaði fyrir
fullorðna, en hins vegar á fatnaði
fyrir börn og unglinga.
Að sögn fulltrúa söfnunaraðila
hefði verið lögð á það megin-
áhersla að nota söfnunarféð til
kaupa á íslenskum vörum. Því
hefðu íslenskar sjávarafurðir
skipað veglegan sess í þessari
vörusendingu.
Þess má geta að ætlunin er að
halda hjálparstarfseminni áfram
þar sem búast má við að ástandið
fari versnandi í Póllandi a.m.k.
fram í maí-júní.