Morgunblaðið - 13.03.1982, Page 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MARZ 1982
Lítið sem ekkert hefur
verid unnið við ný íþrótta-
mannvirki í Reykjavík á ár-
unum 1979, 1980 og 1981,
eða í stjórnartíð vinstri
meirihlutans, sagði Sveinn
Björnsson, varaborgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins og for-
seti íþróttasambands Is-
lands (ÍSÍ) í upphafi yfirlits-
ræðu, er hann flutti í borgar
stjórn Reykjavíkur 4. mars,
um stöðu íþróttamála í höf-
uðborginni nú við lok kjör
tímabilsins.
Sveinn Björnsson sagði, að á
þeim tíma, sem Sjálfstæðisflokk-
urinn fór með meirihluta í borgar-
stjórn hafi verið unnið að íþrótta-
málum með vaxandi krafti, en eft-
ir að vinstri menn tóku við og
mynduðu meirihluta sumarið 1978
hafi nánast ekkert verið gert við
uppbyggingu íþróttamannvirkja.
Öllum tillögum um nýtt átak á
þessu sviði hefði vinstri meirihlut-
inn stungið undir stól.
Sveinn Björnsson rifjaði upp, að
á fundi íþróttaráðs Reykjavíkur
13. febrúar 1979 hafi hann látið
bóka eftir sér, að með þeirri fjár-
hagsáætlun, sem þá lá fyrir, hafi
verið brotið blað, því að ekki var
veitt fé til annars en nauðsynlegs
Undir forystu vinstri
manna hafa framkvæmdir stöðvast
Við sundlaug Vesturbæjar — Stefán Kristjánsson, íþróttafulltrúi Reykjavíkur (t.v.), og Sveinn Björnsson, forseti íþróttasambands íslands
og varaborgarfulltrúi.
Yfírlitsræða Sveins Björnssonar um íþróttamál Reykjavíkur
viðhalds íþróttamannvirkja. I
bókun þriggja fulltrúa vinstri
flokkanna af þessu tilefni lýsa
þeir sig „efnislega samþykka" bók-
un Sveins og segja: „framlög til
framkvæmda á sviði íþróttamála
eru hreinlega felld niður.“ Sagði
Sveinn Björnsson, að þessi bókun
vinstri manna í Iþróttaráði frá því
í ársbyrjun 1979 væri ágæt lýsing
á ástandinu þá og síðan.
Undir stjórn vinstri manna
hafa engin ný íþróttamannvirki
verið hönnuð í Reykjavík, sagði
Sveinn. Hann minnti einnig á það,
að íþróttanefnd ríkisins hefði ekki
borist neinar umsóknir frá borg-
aryfirvöldum á þessum tíma til að
tTKKÍa þátttöku ríkisins í vænt-
anlegum framkvæmdum. Rakti
hann dæmi máli sínu til stuðn-
ings, þegar hann gat annars vegar
um framsýni sjálfstæðismanna og
hins vegar aðgerðarleysi vinstri
manna. Vék hann sérstaklega að
kosningaloforði framsóknar-
manna frá 1978 um að reist yrði
yfirbyggt skautasvell fyrir austan
Laugardalshöllina. Þrátt fyrir
þær yfirlýsingar og oddaaðstöðu
framsóknarmanna í borgarstjórn,
hefði ekkert miðað á þessu sviði.
Sveinn Björnsson minnti á það,
að á árinu 1976 hefðu sjálfstæð-
ismenn haft forgöngu um það, að
hannað yrði laugarhús við Sund-
laugar Reykjavíkur í Laugardal.
Hefðu teikningar að því legið
fyrir, þegar vinstri menn tóku við
1978, hins vegar hefðu þeir fyrst á
árinu 1981 veitt fé til að hefja
framkvæmdir. Taldi Sveinn, að
með þvi að ráðast í smíði laugar-
hússins væru vinstri menn fyrst
og fremst að reyna að klóra í
bakkann vegna þess fram-
kvæmdaleysis, sem einkennt hefði
þróun íþróttamála síðustu þrjú ár.
Hins vegar sagði Sveinn það nú
nokkurn veginn víst, „að núver-
andi meirihluti borgarstjórnar
mun ekki á kjörtímabilinu komast
upp úr jörðinni hvað iþróttalega
uppbyggingu varðar".
Yfirlit yfir 1973—’81
Sveinn Björnsson gerði grein
fyrir framkvæmdum á sviði
íþróttamála frá 1973 og tók þar
mið af framlögum á fjárlögum
ríkisins, en hluti framkvæmdanna
er greiddur úr ríkissjóði. Verður
hér drepið á helstu atriðin í ræðu
Sveins:
1973 var hafist handa um gerð
Arbæjarvallar, sem lokið var
nokkru’ síðar. Sömu sögu er að
segja um skíðalyftur og skíða-
mannvirki í Bláfjöllum. Þá var
sótt um fé til annars áfanga Laug-
ardalsframkvæmda, sem nú er
lokið, og til að byggja við sundlaug
Vesturbæjar. Síðar var sótt um að
breyta gömlu búningsherbergjun-
um við sundlaugina í gufuböð, en
vinstri mönnum hefur ekki tekist
að hrinda því verki í framkvæmd.
1974 var veitt fé til að smíða
vallarhús við Arbæjarvöll og síð-
an ráðist í þá framkvæmd. Þar
hefur íþróttafélagið Fylkir í Árbæ
aðstöðu. Á árinu 1974 var einnig
fengið leyfi fyrir vélfrystu skauta-
svelli, sem enn er ekki til, eins og
áður sagði.
1975 var samþykkt íþróttasvæði
í Fossvogi og var því úthlutað til
knattspyrnufélagsins Víkings; er
unnið að ' framkvæmdum þar.
Sama ár fékkst leyfi fyrir stóru
íþróttasvæði í Seljahverfi —
Suður-Mjódd. Var íþróttafélagi
Reykjavíkur síðar afhentur hluti
af því. Vinstri meirihlutinn hefur
tafið fyrir framkvæmdum þar.
Þetta ár var lagt UNI-Turf gólf-
efni á hlaupabrautir innan húss í
Laugardal.
1976 var samþykktur annar
áfangi malarvallar í Breiðholti,
hefur verið lokið við gerð hans. Þá
var einnig samþykkt smíði laug-
arhússins í Laugardal, sem áður
er getið. Þetta ár fékkst einnig
leyfi til að hefja framkvæmdir við
þriðja áfanga Laugardalsvallar,
þ.e.a.s til að setja gerviefni á
hlaupabrautir, gera frjálsíþrótta-
völl, byggja stúku, búa til grasvöll
140 x 140 m og smíða búnings-
herbergi. I ársbyrjun 1978 hafði
gerviefni verið lagt á hlaupa-
brautir Laugardalsvallar og gras-
flöt hafði verið gerð í Laugardal.
Ekki hefur verið hafist handa við
aðrar framkvæmdir né heldur
gerð grasvallar í Árbæ, sem leyfi
fékkst fyrir 1976. Þetta ár var
heimilað að hefja annan áfanga
Bláfjallaframkvæmda, að reisa
skíðalyftu og lýsa brekkur, en lok-
ið var við það 1978. Hins vegar er
smíði þjónustumiðstöðvar enn
ólókið. Þetta ár fékkst einnig leyfi
til að kaupa júdódýnur og ýmis
íþróttaáhöld.
1977 fékkst leyfi fyrir stóla-
lyftunni í Bláfjölium, sem lokið
var við á árinu 1978. Þetta ár var
einnig staðfest heimild til að inn-
rétta gufuböðin í sundlaug Vest-
urbæjar. Framkvæmdir hafa þó
enn ekki hafist.
1978 tóku vinstri menn við
stjórn Reykjavíkurborgar. 1979
var aðeins sótt um fé til kaupa á
íþróttatækjum. Um 1980 er sömu
sögu að segja að því viðbættu að
sótt var um heimild fyrir færan-
legum áhorfendastæðum, sem enn
hafa ekki verið keypt. 1981 var að-
eins áhugi á að kaupa íþróttatæki
og 1982 skyldu fleiri tæki keypt,
skemma og troðari fyrir Bláfjöll.
Sveinn Björnsson nefndi einnig
tölur máli sínu til stuðnings. Eru
tölurnar í gömlum krónum, færð-
ar til verðlags í desember 1981.
Fjárframlög til íþróttamannv-
irkja í Reykjavík:
1973: 872.819.088 gkr.
1974: 574.221.279 gkr.
1975: 586.050.740 gkr.
1976: 388.349.033 gkr.
1977: 618.288.945 gkr.
1978: 305.348.212 gkr.
1979: 41.573.255 gkr.
1980: 10.505.806 gkr.
Ekki liggja enn fyrir endanlegar
tölur vegna ársins 1981 en þá var
unnið við framkvæmdir vegna
laugarhússins við í Laugardal.
Viðgerðir
og Bláfjöll
Þá sagði Sveinn Björnsson:
„Hér að framan hefur ekki verið
gerð grein fyrir viðgerðarkostnaði
á Sundhöllinni eða sundlaugunum
í Laugardal, sem ekki er eðlilegt
þegar talað er um framkvæmdafé,
en þær hafa verið óheyrilega mikl-
ar, og hafa borgarfulltrúar og
frammámenn íþróttaráðs yfirleitt
ekki viljað ræða þær. Það er óeðli-
legt að láta vinna svona fram-
kvæmdir í tímavinnu, eðlilegra
hefði verið að bjóða svona mikið
verk út.
Um framkvæmdir í Bláfjöllum
hefur hér ekki verið getið, fyrst og
fremst vegna þess að sjö sveitar-
félög standa að þessum fram-
kvæmdum, þar á Reykjavíkurborg
einn mann í sjö manna stjórn, og
hlutur Reykjavíkur er ekki nema
brot af heildarkostnaði, þótt hann
sé þar stærstur."
Til marks fjárframlög til fram-
kvæmda í Bláfjöllum nefndi
Sveinn Björnsson þessar tölur á
verðlagi í desember 1981. 1973:
156.687.442 gkr.; 1974: 142.301.038
gkr.; 1975: 92.175.886 gkr.; 1976:
98.144.534 gkr.; 1977: 199.216.345
gkr.; 1978: 366.847.898 gkr.; 1979:
223.173.026 gkr. 1980: 198.499.718
gkr. Tölur fyrir 1981 liggja ekki
fyrir.
Framkvæmdir við Bláfjöll eru
einu framkvæmdirnar, sem
Reykjavíkurborg hefur lagt fjár-
magn til á kjörtímabilinu af þeim
framkvæmdum, er íþróttaráð þarf
að samþykkja. íþróttaráð Reykja-
víkur hefur að öðru leyti ekkert
með Bláfjallaframkvæmdir að
gera.
Skíðaferðalög
skólabarna
Undir lok ræðu sinnar minnti
Sveinn Björnsson á tillögu, sem
hann lagði fram á fundi íþrótta-
ráðs Reykjavíkur 8. september
1981 um að hnekkt yrði þeirri
ákvörðun fræðsluráðs Reykjavík-
ur að skera niður styrki til skíða-
ferða skólabarna og unglinga í
Reykjavík. Lagði Sveinn til, að
haldið yrði áfram að veita þennan
litla styrk til vinsælasta tóm-
stundagamans barna og unglinga í
borginni. En í könnun, sem unnin
var af fræðsluráði og æskulýðs-
ráði borgarinnar kom fram, að
skíðaiðkun er langvinsælasta
tómstundaiðja ungs fólks á aldrin-
um 10 til 15 ára.
Tilefni þessarar tillögu Sveins
Björnssonar í íþróttaráði var sam-
þykkt, sem gerð var 12. júní 1981 á
fundi borgarstjóra með bæjar-
tft
stjórum á höfuðborgarsvæðinu. í
þeirri samþykkt segir, að frá
hausti 1981 muni sveitarfélögin á
höfuðborgarsvæðinu ekki greiða
neinn kostnað af skíðaferðalögum
nemenda grunnskóla. Taldi Sveinn
þessa samþykkt koma sér mjög
illa bæði fyrir skólanemendur og
skíðafélögin, sem reka skíðaskála
til gistingar.
Síðan vísaði Sveinn til umræðna
um þetta mál í borgarstjórn 15.
september 1981 og orða Kristjáns
Benediktssonar, formanns
fræðsluráðs og borgarfulltrúa
framsóknarmanna, á þeim fundi,
en samþykktinni frá 12. júní var
vísað til umsagnar fræðsluráðs.
Samþykkti ráðið 20. júlí, að veitt-
ur skyldi ferðastyrkur, sem næmi
15,36 krónum á hvern nemenda til
skíðaferðar. Færði Kristján þau
rök fyrir afstöðu sinni, að skólarn-
ir hefðu ekki bolmagn til að greiða
laun þeim kennurum, sem þurfa
að fara með skólabörnum í
tveggja daga skíðaferðir. Þess
vegna yrðu börnin ekki látin gista
í skálum skíðafélaganna heldur
öllum stefnt í dagsferðir á Blá-
fjallasvæðinu. Taldi Sveinn
Björnsson, að í afstöðu sveitarfé-
laganna og fræðsluráðs fælist til-
raun til að minnka fjárhagslegan
halla á kostnaði við skíðaaðstöð-
una í Bláfjöllum, en samtímis
væri vegið að íþróttafélögunum,
sem reka skíðaskála í nágrenni
höfuðborgarinnar. Auk þess væri
styrkurinn, sem fræðsluráð taldi
hæfilegan svo lítill, að hann nægði
tæplega til dagsferðar á skíði.
I lok yfirlitsræðu sinnar í borg-
arstjórn 4. mars sl. minnti Sveinn
Björnsson á, að 1980 hefði hann
flutt tillögu um það í íþróttaráði
Reykjavíkur, að reglulegar áætl-
unarferðir skólabarna og unglinga
í skíðalönd Reykvíkinga verði
styrktar, bæði í miðri viku og eftir
skólatíma og um helgar. Hafi
íþróttaráð samþykkt hana sam-
hljóða fyrir 1981 og síðar fyrir
1982. Hins vegar hefði borgarráð
aldrei afgreitt þessar tillögur.
Sagðist Sveinn ekki vita ástæðuna
fyrir því, en líklega væri samhengi
á milli áhugaleysis borgarráðs og
tillagna um að draga úr skiðaiðk-
un skólabarna og unglinga.
.*
t