Morgunblaðið - 13.03.1982, Side 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MARZ 1982
Gunnar
Snorrason
— Eftir spá Þjóðhagsstofnunar
var afkoma smásöluverzlunarinn-
ar einhversstaðar í kring um núll-
punktinn, misjafnt þó eftir verzl-
unargreinum.
Eg tel enga ástæðu til þess að
rengja þessa niðurstöðu Þjóð-
hagsstofnunar, en tölur úr ein-
stökum fyrirtækjum fyrir árið
1981 hef ég ekki, þar sem að upp-
gjöri fyrir árið er ekki enn lokið,
sagði Gunnar Snorrason, formað-
ur Kaupmannasamtaka íslands, i
samtali við Mbl., er hann var
spurður um stöðu smásöluverzlun-
arinnar í dag í þéttbýli og dreif-
býli.
llppfærsla vörubirgda
Landsbyggðarverzlunin á víða í
miklum erfiðleikum umfram þá
sem verzlanir hér á höfuðborg-
arsvæðinu eiga í og valda því
mörg atriði sem of langt væri upp
að telja í stuttu viðtali.
Eitt vil ég þó taka fram sem var
mjög jákvætt fyrir smásöluna á sl.
ári en það var að yfirvöld leyfðu
að verzlanir færðu upp vörubirgð-
ir sínar til raunvirðis þegar inn-
kaup eru gerð.
Hér var um eitt af baráttumál-
um Kaupmannasamtakanna að
ræða, sem hafði kostað mikið á
liðnum árum, en náðist nú loks
fram til sigurs.
Annað vil ég einnig nefna sem
er algjört grundvallaratriði fyrir
viðskiptalífið, það er það að næg
Afkoma smásölu-
verzlunarinnar er mjög ná-
lægt núllpunktinum
— segir Gunnar Snorrason, formaður Kaupmanna-
samtaka íslands, m.a. í viðtali við Morgunblaðið
atvinna hefur verið sl. ár, þannig
að fólk hefur haft peninga undir
höndum í talsverðum mæli.
Þá má benda á það að nægilegt
vöruúrval er fyrir hendi og engar
takmarkanir þar á, þetta er nú
svona það jákvæða um smásölu-
verzlunina í fljótu bragði frá sl.
ári að segja.
En það neikvæða er einnig fyrir
hendi. Verðbólgan, sem var um
50% á sl. ári, kemur illa við allan
rekstur og þá ekki sízt verzlun í
smásölu. Líkja má þeim erfiðleik-
um við það sem sparifjáreigendur
eiga við að glíma með sparifé sitt.
Sífelld hækkun á rekstrarkostnaði
verzlananna. kemur einnig illa við
afkomuna.
Kædur ekki tekjum
sínurn sjálf
Verzlunin ræður ekki tekjum
sínum sjálf. Hún verður að starfa
samkvæmt óraunhæfum og úrelt-
um verðlagsákvæðum og undir
eftirliti Verðlagsskrifstofunnar.
Kaupmannasamtök íslands
hafa lengi barizt fyrir afnámi
verðlagsákvæðanna, en lítið hefur
áunnizt, þó hefur einstaka sinnum
verið hægt að ná fram takmörkuð-
um leiðréttingum og í framhaldi
af því má spyrja hvernig ástandið
væri ef Kaupmannasamtaka ís-
lands nyti ekki við.
Kaupmannasamtökin munu
halda áfram að berjast fyrir
frjálsræði í verðlagsmálum, í sam-
ræmi við yfirlýsta stefnu sína.
Núverandi verðlagsákvæði hafa
ekki verið endurskoðuð síðan í
apríl 1979, þrátt fyrir loforð yfir-
valda um frekari endurskoðun
þeirra síðar, með tilliti til afkomu
verzlunarinnar.
Þá vil ég mótmæla alveg sér-
staklega þeim sérskatti sem nú-
verandi ríkisstjórn setti á verzlun-
ar- og skrifstofuhúsnæði. Hér er
um hróplegt ranglæti að ræða,
sem þessi ríkisstjórn endurtekur
nú í þriðja sinn.
Innborgunarskyldan
Kaupmannasamtök íslands
hafa mótmælt harðlega innborg-
unarskyldu á innflutt húsgögn,
sem núverandi ríkisstjórn setti á
fyrir nokkru.
Lágmark væri þó að verðbætur
kæmu á innborgunarféð, eins og
Kaupmannasamtökin hafa farið
fram á við stjórnvöld. Stjórnvöld
hafa hinsvegar fallizt á að greiða
almenna sparisjóðsvexti á inn-
borgunarféð, og má segja að það
sé betra en ekki, en þó er það ekki
í samræmi við stefnu stjórnvalda í
peningamálum almennt.
Jöfnun álagningar
— Mikið hefur verið ritað og rætt
um nauðsyn á jöfnun álagningar, þá
sérstaklega að hækka þurfi álagn-
ingu á svokölluðum vísitöluvörum.
Hvað telur þú vera eðlilega álagn-
ingu á vísitöluvörum og telur þú, að
jafnhliða jöfnun álagningar þurfi að
koma hækkun á heildina litið?
— Ef ekki verður um að ræða
frjálsa álagningu, þá tel ég að
álagningu í smásölu verði að haga
þannig að hver vörutegund standi
undir sér kostnaðarlega séð. Það
er dýrast að verzla með vísitölu-
vörurnar, og á þeim er minnsta
álagningin.
Landbúnaðarvörurnar t.d., sem
undantekningarlaust eru frysti-
og kælivörur, eru með mjög lága
álagningu, og langt fyrir neðan
það sem það kostar að selja þær.
Það er óeðlilegt að hilluvörurnar
beri uppi lága álagningu á vísi-
töluvörunum, sem hverfaverzlan-
irnar selja óneitanlega mest af.
Þannig verður afkoma þeirra
langt um lakari en annars væri.
Allir eru sammála um það að
hverfisverzlanir séu nauðsynlegar
og veiti íbúunum ómetanlega
þjónustu. Hvers vegna að refsa
þeim á þennan hátt? Er ekki tími
til kominn að við hættum vísitölu-
leiknum þar sem alltaf ér haft
rangt við.
Hagnaður af smásöluverzlun?
— “Er smásöluverzlunin rekin
með hagnaði í dag?
— Öll fyrirtæki ættu að vera
rekin með hagnaði, smásöluverzl-
anir líka, en því miður er það nú
upp og ofan hvað hagnaðinn
snertir. Ef litið er á heildina, þá
tel ég að afkoma smásöluverzlun-
arinnar sé mjög nálægt núllinu.
Öllum fyrirtækum ætti að leyf-
ast að ráða yfir nokkru fjármagni,
þó ekki væri til annars en að þau
gætu greitt mannsæmandi laun og
skilað sköttum til þjóðfélagsins og
borið þannig uppi sameiginlegan
kostnað við samneyzluna ásamt
einstaklingunum. Því miður er
það nú svo að það er ekki alltaf
hagnaður af því að reka smásölu-
verzlun, margar þeirra berjast í
bökkum, aðrar eru reknar með
tapi.
Um þetta ástand vitnar bezt hve
margar smásöluverzlanir eru
jafnan til sölu. En sem betur fer
finnast verzlanir sem skila hagn-
aði. Ef stefnan verður áfram sú
sama, eða eins og hún hefur verið
í tíð núverandi ríkisstjórnar: að
skammta með verðlagshöftum
álagningu sem er fyrir neðan
verzlunarkostnað og að skattpína
verzlunina með sérstökum skött-
um á verzlunarhúsnæði, þá er það
gefið að fyrirtækin gefast upp eitt
af öðru.
Langur vinnudagur
— Margir minni kaupmcnn hafa
kvartað yflr því, að vinnudagurinn
sé óhóflega langur, hvað er þar helzt
til úrbóta?
— Það eru ekki bara kaupmenn
með minni verzlanir sem vinnu-
dagurinn er langur hjá, það á við
um alla kaupmenn, þeir sem velja
sér þessa atvinnugrein að lífs-
starfi verða að gera sér það ljóst.
Eg hefi verzlað í meira en 30 ár
og þekki ekki styttri vinnuviku en
70—90 klukkustundir.
Ef verzlun á að ganga, verður
kaupmaðurinn að koma fyrst á
morgnana og fara síðastur úr búð-
inni á kvöldin. Hann má helzt
aldrei fara frá, aldrei verða veik-
ur, hann verður svo að segja að
vaka yfir fyrirtækinu dag og nótt.
Lái svo hver sem vill kaup-
manninum að vilja hafa ákveðnar
reglur um opnunartima verzlana.
Þeir, sem halda að hægt sé að
stofna verzlun og að kaupmaður-
inn geti leikið sér í „forstjóraleik"
og þurfi einungis að tæma pen-
ingakassann að kvöldi, fara villir
vegar og fyrirtæki þeirra fara
fljótt á hausinn.
Starfsadstöðumunur
— Telur þú vera mikinn starfs-
aðstöðumun hjá stórmörkuðum og
hinsvegar „kaupmanninum á horn-
inu“?
— Allt eru þetta nú kaupmenn,
þeir reka aðeins mismunandi stór-
ar verzlanir. Sé um hverfisverzlun
að ræða, er reksturinn miklum
mun tilkostnaðarmeiri. Hverfis-
verzlun veitir miklu meiri þjón-
ustu en stórmarkaður. Þar er fólk
í lánsviðskiptum ef svo ber undir
og vörurnar eru sendar heim eftir
símapöntunum. Auk þessa af-
greiða hverfisverzlanirnar vör-
urnar „yfir búðarborðið" og það
hvað lítið sem um er að ræða.
Þannig má segja að starfsað-
stöðumunur sé mikill hjá stórm-
örkuðum og „kaupmanninum á
horninu“. í þessu samhengi vil ég
láta koma fram að frú Sigríður
Haralds, neytendafulltrúi Verð-
lagsstofnunar, gat þess nýverið i
útvarpserindi, að samkvæmt
könnun, sem fram fór í Svíþjóð, er
hagstæðara að verzla í hverfis-
verzlunum en stórmörkuðum þeg-
ar öll kurl koma til grafar, s.s.
vegalengdir.
„Kaupmadurinn á horninu“
— Hverja telur þú vera framtíð
kaupmannsins á horninu?
— Ef þú átt við litlar verzlanir í
gömlum bæjarhverfum, þá segir
það sig sjálft að þegar fólki fækk-
ar í hverfunum verður verzlunar-
umsetningin minni og það stuðlar
að því að verzlunum fækkar.
Þetta sama skeður í nágranna-
löndum okkar og er ekkert nema
eðlileg afleiðing af búsetuþróun
hverrar borgar.
Þetta sama verður einnig upp á
teningnum varðandi skólana. í
nýbyggðum hverfum eru þeir
margsetnir meðan börnin eru
heima, en þegar „fuglinn er flog-
inn úr hreiðrinu" eru þessir sömu
skólar hálftómir.
Annars hef ég trú á því að alltaf
verði þörf fyrir „kaupmanninn á
horninu" og tel ég að slíkar verzl-
anir verða alltaf til og gegni sínu
hlutverki í hinum ýmsu borgar-
hverfum um ókomna framtíð, sem
betur fer.
Kí — VSÍ
— Kaupmannasamtökin eni um
þessar mundir að ganga inn í Vinnu-
veitendasamband íslands og Kjara-
ráð verzlunarinnar að hætta. Hvaða
hag hafa kaupmenn af þessum
breytingum?
— Kjararáð verzlunarinnar
hafa bráðabirgðaaðild að Vinnu-
veitendasambandi íslands gegn
ákveðinni greiðslu. Þegar lögum
VSÍ var breytt í þá átt að öll aðild-
arfélög þess skildu greiða ákveð-
inn hundraðshluta af launa-
greiðslum fyrirtækjanna í árgjald
til VSÍ fannst Kaupmannasam-
tökum íslands viturlegra að aðild-
arfélög Kjararáðs verzlunarinnar
tækju sjálf afstöðu til þess hvort
þau gengju beint í VSÍ hvert um
sig eða ekki. Nú hefur Verzlunar-
ráð Islands gert samning við VSÍ
um inngöngu ráðsins sem einstakt
fyrirtæki. Með þessum samningi
afsalar VI sér samningsrétti í
kjaramálum.
1. VÍ afsalar sér samningsrétti um
kaup og kjör, þannig að t.d.