Morgunblaðið - 13.03.1982, Page 44

Morgunblaðið - 13.03.1982, Page 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MARZ 1982 * Ast er.. ... að hjúfra sig alla nótíina. honum TM Res U.S. Pat. Oft — a* rtghts rasarvad •1082 Loa Angalaa Tknaa Syndtcata Og svona ádur en þú kveður okkur, vil ég sýna þér „þann“ sem við tekur af þér! Var þetta erfiður dagur? Með , morgunkainnu HÖGNI HREKKVÍSI JS _■? Sá' /, MÁNlNÆTA / " Súrhákur og súrt skyr Til Velvakanda. I tilefni af athugasemd Súrháks um súrmatargerð 28. f.m. í Velvak- anda Morgunblaðsins vil ég segja þetta. íslendingum er ekki tamt að gef- ast upp og væla útaf smámunum, eða minnsta kosti ekki gömlum og grónun súrmatarunnendum, og þótt að Súrhákur hafi nokkuð til sins máls, þá vil ég bara benda honum á krók á móti bragði, sem sé; að fá sér soldin skyrspón í bolla, þynna það út með undanrennusopa þangað til það er orðið vel þunnt, setja það síðan útí undanrennuna sem á að hafa til súrgerðarinnar, og hræra síðan vel í öllu saman. Þá skal karl vita hvort ekki kemur súrbragð gott af því sem að undir sest í kagganum, og óhætt að stinga oní það bringubita. Annars get ég sagt Súrhák það, að ég fékk gerilsneydda undan- rennu í sumar, og lét hana verkast, svo sem ég áður gat um, og varð úr öllu saman ágætis súr, sem ég er með hérna í ísskápnum hjá mér, með dágóðum bringubitum oní, og virðist engin fýlulykt né slæmur smekkur af því vera, enda æti ég það þá ekki. Því fúll matur er óæt- ur. En hinu er ekki að leyna, að ör- uggara er að setja smádropa af skyrhleypir, eða hræra skyrspón útí undanrennuna, sem á að gera súrin úr. Hitt væri hörmuleg þjóð- arsmán, að ekki væri hægt að fá mjólkursopa til að gera úr súrspón, svo mikill þjóðarréttur sem súr- matur hefur verið með þjóð vorri alla tíð. Jens í Kaldalóni. Gerið skíðasvæði fyrir yngstu börnin á milli Dalsels og Engjasels Jóhanna Björnsdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: „A milli Dalsels og Engjasels er stórt og autt svæði sem er alveg ónotað. Mig langar til að koma þeirri hugmynd á framfæri við borgar- yfirvöld að þarna yrði komið upp skíðasvæði fyrir yngstu kynslóð- ina. Þarna mætti hæglega ýta upp dálitlum hól þar sem yngstu krakkarnir gætu leikið sér á skíð- um. Hér í hverfinu er mikið af börnum um átta ára aldur og yngri og það er of langt fyrir þessi börn að fara í skíðabrekkurnar. Þessir hringdu . . . Þetta svæði, sem ég minntist á, er ekkert notað og alveg óhirt en ég veit um marga sem hafa áhuga fyrir því að það verði gert að skíöasvæði fyrir yngstu börnin." Léleg símaþjónusta hjá Innanlandsfluginu Þórdís Jónsdóttir hringdi: „Eg er árangurslaust búin að vera að reyna að ná í Flugleiðir, Innan- landsflug, Reykjavíkurflugvelli, í allan morgun en þetta er ekki í fyrsta skipti sem það gengur illa hjá mér,“ sagði hún. „Eg veit að margir verða fyrir óþægindum út af þessu og vegna þess langar mig til að koma kvörtun á framfæri. Stundum fellur flug niður til ákveð- inna staða í 2 til 3 daga og er þá oft brýnt fyrir fólk að fá upplýsingar um hvenær flogið verður en þær er aðeins hægt að fá í þessum eina síma. Þarna þyrfti að hafa sérstak- an starfsmann sem ekki gerði neitt annað en að svara i þennan síma ef vel ætti að vera.“ Þakkir til forstjóra SVR fyrir greið svör 4529—3300 hringdi: „Ég þakka forstjóra Strætisvagna Reykjavík- ur fyrir góðar undirtektir við til- lögu um breytt leiðakerfi, Breiðholt — Elliðavogur," sagði hún. „Ég veit að mörgum hefur hlýnað um hjartarætur hérna í Breiðholtinu, því oft hefur fólki orðið kalt við að híma eftir strætisvögnum við Grensás og stundum hafa þeir verið farnið þegar við höfum komið þang- að. Þá hefur maður orðið of seinn í vinnuna, en við sem vinnum á Kleppsspítala þurfum að vera mætt kl. 7.30.“ Séra Heimir og guðleg handleiðsla Það kemur fyrir, að blessaðir guðsmennirnir ganga hreinlega fram af mér. Þó er það víst varla von, að venjulegur maður geti hugsað eins og þeir eða verið jafnöruggur um guðlega hand- leiðslu. Sjaldan hefur mér þó blöskrað í jafnríkum mæli eins og þegar ég las „viðtalið" við séra Heimi Steinsson, nýja Þingvalla- prestinn og fyrrverandi Skál- holtsrektorinn, í blaðinu á sunnudaginn var. Blaðamaðurinn hefur þá fáránlegu hugmynd, að séra Heimi hafi dottið i hug að hann komi til greina við næsta bisk- upskjör. Ekki er hægt að skilja, hvaðan blaðamanni hefur komið þetta, í það minnsta ekki frá prestinum sjálfum. Þó er það ekki fyrst og fremst þetta, sem veldur því, að ég bið um birtingu þessarar athugasemdar, heldur það, hversu Heimir telur sig geta gengið út frá því án nokkurs hiks, að Guð hljóti að velja þann, sem hann vill helzt, þ.e. Guð en ekki Heimir. Þess vegna væri það fróðlegt að vita, hvers vegna í ósköpunum Heimir hafi verið að boða séra Pétur Sigurgeirsson á fund með sér hér syðra og séra Arngrími Jónssyni eftir fyrri umferð bisk- upskosninganna í sumar til að undirbúa samstöðu þessara þre- menninga með stuðningi séra Jónasar Gíslasonar, ef hann var svona viss um það, að Guð mundi ráða þessu kjöri? Hvaða áhrif þurftu þá þremenningarnir að hafa og hvert var þá „plottið", sem haft var uppi? Eða var kannski verið að ræða um emb- ætti væntanlegs Þingvallaprests á þessum fundi með séra Pétri, eða átti Guð að ráða því líka? Ekki er ég að halda því fram, að Guði sé sama um það, hver er biskup á íslandi. En ég fæ alveg óbragð af því að heyra Heimi tala um þetta eins og hann einn viti, skilji og megi hafa áhrif á afstöðu guðdómsins. Það var því ekkert furðuefni, þótt vísur yrðu til í sumar um þessi mál, og mun botn einnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.