Morgunblaðið - 13.03.1982, Side 45

Morgunblaðið - 13.03.1982, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MARZ 1982 45 IHPV- Ai VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Velvakandi fyrir 30 árum Ljósmyndir til sýnis FARÐU í skóhlífarnar og skjótztu upp í Listvinasal, ef þú þarf að drepa tímann. Þar hafa myndir milli 40 og 50 áhugamanna verið hengdar á veggina og þar gefst sann- arlega á að líta marga skemmtilega mynd. Ekki svo að skilja, að þær séu allar óaðfinnanlegar, heldur er að- alatriðið í samræmi við óskir áhorfandans: Myndirnar eru fjölbreytt skoðunarefni og upp til hópa góðar. Engin hætta á, að mönnum finnist þær tilbreytingarlausar og leiðinlegar. Atkvæðagreiðsla sýningargesta SÝNINGARGESTIR fá hver um sig einn atkvæða- seðil, og geta þeir greitt tveimur myndum atkvæði sitt, þeim sem beztar eru að þeirra viti. íslendingum þykir alltaf gaman að atkvæða- greiðslum og getraunum, svo að þetta ætti að verða til að auka nokkuð á vinsældir sýn- ingarinnar. Verður fróðlegt að sjá, hvernig fólk velur og gerir upp á milli þeirra 130 mynda, sem eru á sýningunni. Sérstök dómnefnd á að velja aðrar tvær myndir til verðlauna. Snjór úflutningsvara UM helgina var háð stökk- keppni í svigi fyrir utan Kaupmannahöfn. Snjórinn var fluttur inn frá Noregi eins og vanalega. Ekki liggja fyrir fullnaðarreikningar um snjó- verðið. Menn geta sér þess þó til, að það hafi verið í hærra lagi, því að mikill hörgull er í snjó í Noregi um þessar mundir. Kannski gætum við boðið Dönum ódýrari snjó, og unnið svo markaðinn af Norð- mönnum. Engar bætur fyrir skemmd föt ”'17' ÆRI Velvakandi. Ég er IV ein þeirra, sem sú óheppi hefir hent, að föt min hafa verið skemmd í efnalaug. En föt mín voru að engu bætt og eru þeir því miður fleiri, sem hafa sömu sögu að segja. Eru engin takmörk fyrir, hvað bjóða má skiptavinum? Mér finnst ekki minna megi vera en menn fái þá flík greidda, sem hefir verið skemmd í efnalaug fyrir handvömm eina. Kona.“ Varðandi fvrirspurn um auglýsingamiða: Svarið er nei og aftur nei Til Velvakanda. Um það var spurt í Velvakanda á dögunum, hvort leyfilegt væri að líma upp auglýsingamiða m.a. t biðskýlum SVR. Svarið er nei og aftur nei, að því er biðskýlin a.m.k. varðar. Öðru hverju kemur fyrir að þessi verknaður er framinn og að sjálfsögðu án leyfis. Aðallega hefur hér verið um að ræða hvatningar eða tilkynningar um fundahöld öfgahópa. Nú hefur bæst í hópinn nýr aðili, Rauð- sokkahreyfingin, sem gert hefur sig seka um þennan verknað. Skora ég á aðstandendur þessara samtaka að láta nú hendur standa fram úr ermum og hreinsa þær slitrur, sem eftir kunna að vera af auglýsingum þeirra í biðskýlum SVR, og láta þetta ekki henda sig aftur. I leiðinni er þess að geta, að af hreinsun af þessu tagi sem SVR hefur orðið að sjá um, hlýst óhjákvæmilega þó nokkur kostn- aður, sem sækja verður í vasa útsvarsgreiðenda í höfuðborg- inni. Með þökk fyrir birtinguna. Eiríkur Ásgeirsson Laun hjúkrunarfræðinga og benzínafgreiðslumanna geta ekki talist „svipuð“ Til Velvakanda. Vegna stórfréttar og viðtala í Morgunblaðinu nýlega um laun nafngreindra hjúkrunarfræðinga var skorað á Petrinu R. Bjart- þeirra vera eitthvað á þessa leið: „Öfund rak í eina sæng — Arn- grím, Heimi og Pétur." Ætli það sé ekki betri skýring á úrslitun- um, heldur en rekja þau til af- skipta Guðs. Eða var það Guð, sem lét þrjá kjósendur gleyma fylgiseðli með kjörseðli sinum og kjörnefndina sjá ekkert fyrir þröngsýni? Nei, í öllum bænum, prestar mínir, talið ekki við okkur eins og þið reiknið með, að við beygj- um okkur fyrir „sérsambandi ykkar við guðdóminn". Við þekkjum mannlegt eðli, alveg eins og þið, og verið ekki að fela það að baki guðfræðilegum form- úlum. Vegna þessa bréfs var haft sam- band við Heimi Steinsson og sagði hann af því tilefni: „Ég sat aldrei neinn fund með þeim mönnum, sem að framan eru nefndir. Þessi fundarhistoría er einfaldlega ekki sönn. Hvað varðar sjálft kjarna- atriðið, þá bar ég ekki á borð í þessu viðtali annað en almennt kirkjulegt viðhorf. Kirkjan hefur alltaf haldið fast við þá trú, að henni sé endanlega stjórnað af Guði. Engum er ljósara en okkur, þessum svokölluðu þjónum kirkj- unnar, að verkfærin, sem Guð notar, eru ekki upp á marga fiska, en höldum fast við það upp til hópa, að það sé Guð, sem not- ar þessi verkfæri. Án þessarar grundvallarafstöðu dettur botn- inn úr sjálfsvitund kirkjunnar og skilningi hennar á hlutverki sínu og stöðu í heiminum. Að endingu vil ég segja að ofangreindar hugmyndir um til- högun embættaveitinga virðast fremur lýsa persónuþroska bréfritarans en málsatvikum." Lagt af stað úr Kjarnaskógi. Akureyri: Skátar gengu á skíð- um til Húsavíkur Akureyri, 8. mars. í TILEFNI skíðatrimm-dagsins í gær létu nokkrir akureyrskir skátar sig ekki muna um að ganga til Húsa- víkur með hvatningarávarp skíða- trimmncfndar Akureyrar til Húsvík- inga. Tveir nefndarmenn, Hermann Sigtryggsson og Jón Sæmundsson, gengu fyrst einn hring á skíða- göngubrautinni í Kjarnaskógi, en drógu síðan upp ávarpsskjalið og fengu skátunum, sem geystust af stað áleiðis til Húsavíkur. Þá var klukkan 10 að morgni laugardags. Stinningsgola var af suðvestri og færi hart, en kapparnir létu það ekki á sig fá. Þeir gengu á laugardag austur að Stórutjama- skóla og gistu þar, en í gær var síðan haldið áfram og gengið alla leið, að nokkru leyti í boðgöngu, en tveir skátar gengu þó á skíðunum alla vegalengdina, tæplega 100 km. Sv. P. 'flhugamcnn um iþróttir oy útioitt á flhurfyri srnáa fiúsoihinyum brttu tnmm-horfi|ur oy hoctja )>a oa obro lanbsmmn til ab nstuniia holia útioist oy lihamsírfinflar Til ai'i Irgflja nhrrslu ó flilúi útioistar og ifiróttn rr horb|o hrssi bobsmb mrb shibaflöngumönnum fró fíhurryn til fiúsaoihur d tnmmbrai 5hibasambanbs Jslanbs 1982. — öób ifirátt rr flulli brtri — Shibatrimmnrfnb flhurryror I M I I 1 I I I I 55, KÖPÁVOGI — SÍMI:45123 Þar er fólkiö flest og fjöriö mest Opið í kvöld frá kl. 20—03 Logi Dýrfjörð veröur í diskótekinu og sér um að allir skelli sér í dansinn. Matur veröur framreiddur frá kl. 20. Boröapantanir í síma 45123 frá kl. 1—5. Snyrtilegur klæönaöur. marz, hjúkrunarkonu, Stykkis- hólmi, að upplýsa hvaða laun hún hefði sem benzínafgreiðslumaður. Tilefnið var það, að í viðtalinu voru laun hennar fyrir 75% starf við benzínafgreiðslu talin svipuð (Mbl. sagði meiri) en laun fyrir 100% starf við hjúkrun. Skorað var á Petrínu hér í Yel- vakanda að „upplýsa nákvæmlega, hvert kaupið er, þ.e. dagvinnukaup, eftirvinna, vaktaálag og annað". Það voru vonbrigði að sjá svar Petrínu, þar sem ekki var minnzt á kaup heldur bara endurtekið, að laun fyrir hlutastarf við benzín- afgreiðslu og fuilt starf við hjúkr- un væru „svipuð“. Samkvæmt launatöflu BSRB eru laun hjúkrunarfræðings eftir 5 ár kr. 8.460.00 á mánuði fyrir dagvinnu. Samkvæmt Dagsbrún- artaxta fær benzínafgreiðslumað- ur með 5 ára starfsaldur í 75% starfi kr. 4.867.00 í dagvinnukaup á mánuði. Þetta geta að sjálfsögðu ekki talizt „svipuð" laun og því er Petrína vinsamlegast beðin að svara því sem um var spurt og viðtal hennar i Morgunblaðinu gefur tilefni til. Hvað hefurðu í kaup? (Dagv., yfirv., vaktaálag.) Opinber starfsmaður Ath.: Nk. föstudag er Vestmann- eyingakvöld. Allir Vestmanneyingar sérstaklega velkomnir. Lundi og fl. gómsætir réttir á borðum. °if EF ÞAÐ ER FRÉTTNÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU U í.LYSINí, \. SIMINN KK: 22480

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.