Morgunblaðið - 13.03.1982, Side 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MARZ 1982
Souness lék einn
leik með Tottenham
gegn Keflavík á Laugardalsvellinum!
FYRIRLIÐI Liverpool, Graeme
Souness, sem almennt er talinn í
hópi bestu knattspyrnumanna Evr
ópu, lék einn leik með Tottenham
fyrir nokkrum árum, merkilegt
nokk, þar sem það er liðið sem Liv-
erpool mætir í úrslitum deildarbik-
arkeppninnar í knattspyrnu í dag.
Souness hóf feril sinn hjá Totten-
ham, en lék aðeins einn leik með
aðalliði félagsins og íslenskir
knattspyrnuáhorfendur ættu að
muna eftir þeim leik. Hann var
nefnilega hér norður frá, Evrópu-
leikur gegn Keflavík og Souness tók
stöðu Martin Peters sem þá var
meiddur.
Sami njósnari „fann"
báða fyrirliðana sem mætast á
Wembley í dag, Graeme Souness
og Steve Perryman hjá Totten-
ham. Það var Charlie Faulkner
sem nú er „unglinganjósnari" hjá
West Ham. Perryman er enn ung-
ur að árum, en'hefur samt leikið
meira en 500 deildarleiki fyrir
Tottenham. Það gekk ekki eins vel
hjá Souness, Faulkner kom auga á
hann sem 15 ára svein í Edinborg
og Souness var síðan í fjögur og
hálft ár hjá félaginu áður en hann
gekk loks til liðs við Middles-
brough og síðan Liverpool. Þar
komst hann fljótlega í lið og er nú
ómissandi hiekkur í Liverpool lið-
inu.
Schuster verður með
eftir allt saman!
VESTUR-ÞÝSKI knattspyrnusniil-
ingurinn ungi Bernd Schuster, hefur
loks gert upp við sig, að hann vill
vera með þýska liðinu í lokakeppni
HM á Spáni í sumar, en á ýmsu
hefur gengið í samskiptum Schust-
ers annars vegar og þjálfarans, Paul
Tvö heimsmet
í lyftingum
SOVÉSKI lyftingakappinn Anatoly
Pisarenko setti nýlega tvö heimsmet
í yfirþungavigt á móti í heimalandi
sínu. Pisarenko byrjaði á því að
setja heimsmet í snörun er hann reif
upp 258 kg. Síðan jafnhattaði hann
197,5 og setti þar með heimsmet í
samanlögðu, 455 kg. Sjálfur átti Pis-
arenko gamla metið í samanlögðu,
en það hljóðaði upp á 447,5 kg.
• Bernd Schuster með sigurlaun
vesturþýska landsliðsins eftir sigur
inn í Evrópukeppni landsliða 1979.
Þar lék Schuster geysilega stórt
hlutverk í þýska liðinu og sannar
lega á liðið meiri möguleika á HM í
sumar ef það fær notið krafta hans.
Breitners, Karl Heinz Rumenigge og
Uli Stielike hins vegar. Hafa þessir
aðilar allt að því atyrt hver annan og
Schuster hefur oftar en einu sinni
lýst því yfir að hann vilji ekkert hafa
með að gera lið sem Paul Breitner
og félagar ráði einir yfir.
En Herman Neuberger, forseti
þýska knattspyrnusambandsins
gafst ekki upp, sérstaklega þegar
Felix Magath varð fyrir slæmum
meiðslum á dögunum. Var þá ljóst
að vandamál voru að skjóta upp
kollinum varðandi miðvallarlínu
þýska liðsins. Stóðu bréfaskriftir
yfir um tíma milli Neubergers og
Schusters og enduðu þær fyrir
skömmu með þeim hætti, að
Schuster lýsti sig reiðubúinn í
slaginn. Hann á reyndar við slæm
meiðsl að stríða eins og er, en all-
ar líkur eru á því að Schuster, sem
leikur með Barcelona, verði orðinn
góður þegar þar að kemur.
• Þeir munu leiða lið aín saman I dag. Fyrirliði Tottenham Steve Perryman
og fyrirliði Liverpool Graeme Souness. En hvor þeirra mun taka við deildar-
bikarnum eftir leikinn er ekki gott að segja til um.
Thompson tekur
stöðu Hansens
NÚ ER öruggt, að skoski lands-
liðsmiðvörðurinn Alan Hansen hjá
Liverpool getur ekki leikið með liði
sínu gegn Tottenham í úrslitaleik
ensku deildarbikarkeppninnar í dag.
Hansen meiddist frekar illa á hné í
deildarleik gegn Stoke á þriðju-
dagskvöidið. Þá þegar var ólíklegt
talið að hann myndi ná sér tíman-
lega og nú hefur það orðið raunin.
Phil Thompson tekur stöðu hans, en
Thompson hafði verið fyrirliði hjá
Liverpool uns hann meiddist fyrir
tveimur mánuðum og missti þar með
stöðu sína í liðinu.
Karl Þóróarson:
Bjartsýnn á að Laval vinni sér sæti í UEFA-keppninni
ÉG VAR ÚTI í garði að slá blettinn, það er allt orðið fagurgrænt hér, sagði
knattspyrnumadurinn Karl Þórðarson, er Mbl. spjallaði við hann í gærdag.
Eins og kunnugt er, leikur Karl með franska liðinu Laval og hefur gert það
mjög gott. Karl er fastur maður í byrjunarliðinu og hefur leikið alla leiki
liðsins á keppnistímabilinu að tveimur undanskildum, en þá var hann meidd-
ur. Laval er nú í sjötta sæti í 1. deildinni frönsku og er komið í 16 liða úrslit
í bikarkeppninni. Karl hefur skorað fjögur mörk f deildarkeppninni og tvö í
bikarkeppninni. En hann leikur stöðu hægri útherja.
• Karl Þórðarson (í miðið), voifar til áhorfenda ásamt tveimur
félögum sínum hjá Laval.
• Karl Þórðarson
— Mér líkar alveg sérstaklega
vel hér í Laval. Þetta er allt annað
líf heldur en í Belgíu. Og það er
alveg öruggt að þangað fer ég ekki
aftur. Ég er að vísu aðeins lánaður
til Laval í eitt ár, svo ég veit ekki
hvað tekur við í vor, en vonandi
tekst mér að komast á áframhakl-
andi samning hér hjá Laval, sagði
Karl.
Karl sagði, að áhugi á knatt-
spyrnu í Frakklandi væri gífur-
lega mikill. Það væru allt að 11 til
15 þúsund áhorfendur á heima-
leikjum Laval. Mikið væri skrifað
í blöðin og sjónvarpið sýndi mikið
af knattspyrnu. Að sögn Karls, er
nú ákveðið að sýnt verði beint frá
52 leikjum í heimsmeistarakeppn-
inni í knattspyrnu.
— Knattspyrnan hér er mjög
hröð og létt. Leikmenn hafa mikla
knatttækni og eru liprir. Liðin
leika mikið stífan sóknarleik. Við
hjá Laval leikum 4-3-3-leikkerfi á
heimavelli, en á útivelli leikum við
yfirleitt 4-4-2. Þjálfari Laval hef-
ur verið með liðið í 15 ár. Það er
ábyggilega einsdæmi. Okkur var
ekki spáð miklum frama þegar
tímabilið hófst, en þetta hefur allt
gengið vonum framar og það hefur
vakið mikla athygli hversu vel
þetta litla félag hefur staðið sig.
Hér er mikið um ferðalög og því á
félagið litla flugvél sem tekur 17
manns og það eru mikil þægindi i
því að fljúga á milli í stað þess að
vera í löngum rútuferðum. Við æf-
um svona að meðaltali aðeins einu
sinni á dag. Allar æfingar eru með
boltum og því skemmtilegar. Hér
er gott að búa, okkur gengur vel að
ná frönskunni, svo það er ekki
hægt annað en vera ánægður,
sagði Karl, sem var mjög bjart-
sýnn á að lið hans myndi vinna
Montpellier um helgina í deildinni
og ná sér í tvö stig til viðbótar. Þá
sagði Karl, að lið sitt væri svo gott
sem öruggt í 8-liða úrslit í bikar-
keppninni. Það væri búið að vinna
útileikinn 3—1, en leikið væri
heima og heiman. Þá var Karl
bjartsýnn á að Laval tækist að
tryggja sér Evrópusæti. Og yrði
það þá í fyrsta skipti sem liðið
næði svo góðum árangri. — ÞR.
• Liö Laval. Karl er krjúpandi, annar fré vinstri. Liöiö er nú ( sjötta
sæti frönsku 1. deildarinnar og é góða möguleika é því aö vinna sér
UEFA-sætí. Aö sögn Karls eru þrjú liö éberandi sterkust í frönsku
deildinni, St. Etienne, Bordeaux og Monaco.