Morgunblaðið - 17.06.1982, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.06.1982, Blaðsíða 8
40 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ1982 Fyrstu árin Kennsla í bókasafnsfræði á Is- landi er 25 ára um þessar mundir. Skólaárið 1956—1957 gaf þáver- andi háskólabókavörður, doktor Björn Sigfússon, nemendum kost á kennslu í safnfræði og handrita- lestri, eins og það hét í kennslu- skrá. Fyrstu nemendur hans voru einkum þeir sem höfðu numið ís- lensk fræði eða sagnfræði sem að- algrein, enda algengt á þessum ár- um að íslenskufræðingar og sagnfræðingar gerðust bókavérðir að loknu námi. Fyrstu árin annað- ist doktor Björn einn kennslu en haustið 1960 tók fyrsti stunda- kennarinn til starfa. Það var Ólaf- ur F. Hjartar sem kenndi skrán- ingu og aðra safnfræði. Kennslu- magnið var ekki mikið, 3 stundir á viku í handritalestri og aðrar þrjár fyrir verðandi bókaverði. I»róun kennslunnar Þróun greinarinnar var hæg í fyrstu. 1956—1964 var aðeins hægt að ljúka tveim stigum, sem svarar nú til bókasafnsfræði sem aukagreinar. Arið 1964 lauk svo fyrsti nemandinn, Sveinlaug Bald- ursdóttir, 3. stigi í greininni og aðrir fylgdu á eftir. Á árunum 1964—1970 luku 7 nemendur prófi í bókasafnsfræði sem aðalgrein, en næstu 5 ár á eftir, 1971—1975, voru þeir 24 og sýnir það hinn hraða vöxt eftir 1970. Stunda- kennurum fjölgaði einnig og haustið 1971 voru þeir 6, þar með talinn háskólabókavörður. Þörf var fyrir meira starfslið og þó sér- staklega fastan starfsmann. Var greinin kennd innan heimspeki- rúmlega 280 manns lokið einhverj- um prófum í greininni. Þar eru þá með taldir 70, sem eru við nám núna, 120 sem luku einu eða fleiri námskeiðum eða stigum og þeir 88 sem lokið hafa B.A.-prófi með bókasafnsfræði sem aðalgrein. Má telja nokkuð merkilegt að svo stór hópur skuli hafa leitað fanga í þessari grein. NámiO í dag Bókasafnsfræði má nema á þrennan hátt við Háskóla íslands. I fyrsta lagi má taka bókasafns- fræði sem aðalgrein til 90 eininga, þ.e. bókasafnsfræðin er tekin sem eina greinin til B.A.-prófs. I öðru lagi getur nemandi tekið 60 ein- ingar í bókasafnsfræði og valið aðra grein til uppfyllingar til B.A.-prófs. í þriðja lagi má taka 30 einingar í bókasafnsfræði og er hún þá aukagrein ætluð til upp- fyllingar með einhverri annarri aðalgrein. Aðeins fyrstu tvær leið- irnar teljast fullgilt bókavarðar- próf. Algengast hefur verið að nemendur taki 60 einingar í bóka- safnsfræði og 30 í öðrum greinum. Aukagreinarnar sem valdar eru með bókasafnsfræði eru mjög fjöl- breytilegar, s.s. lögfræði, guð- fræði, líffræði, félagsfræði, tungu- mál, sagnfræði, o.s.frv. Algengast er þó að menn taki aukagreinar í heimspekideild eða félagsvísinda- deild. Kennsla fyrir skólasafnverði Nefna má einn valkost í viðbót sem boðinn er, en það er 30 ein- inga nám fyrir skólasafnverði. Er I»ví minni lírni sem fer í leit — því meiri tími til rannsókna Kennsla í bókasafnsfræði við Háskóla íslands 25 ára Eftir Sigrúnu Klöru Hannesdóttur lektor deildar en í umsjá háskólabóka- varðar og þeirra stundakennara er til fengust á hverjum tíma. Námið kannað 1974 og 1975 voru fengnir hingað tveir erlendir sérfræðingar til þess að gera athugun á náminu og koma með tillögur að endur- skipulagningu þess. Þetta voru þeir D.J. Foskett frá Bretlandi og Edward Evans frá Bandaríkjun- um. Tillögur þessara sérfræðinga voru ekki samhljóða og því skipaði heimspekideild íslenska nefnd í samráði við Bókavarðafélag ís- lands og Félag bókasafnsfræðinga til þess að leggja fram tillögur um námstilhögun í framtíðinni. Allar voru þessar tillögur þó sammála um að brýnust nauðsyn væri að fá fastan kennara við greinina er sæi jafnframt um stjórnun og upp- byggingu námsins. Kennarar Haustið 1975 var fyrsti lektor- inn settur í fullt starf og var það höfundur þessarar greinar. Árið 1976 var Félagsvísindadeild stofn- uð og bókasafnsfræðin flutt þang- að. Síðustu 5 ár hafa einkennst af mjög hröðum vexti enda hefur þróun í greininni á alþjóðlegum vettvangi verið mjög ör síðustu ár með tilkomu tölvuvæðingar og breyttra hugmynda um hlutverk bókasafna í samfélaginu. í dag eru 18 stundakennarar og 2 fastir kennarar við greinina, en alls hafa rúmlega 40 kennarar kennt við greinina þessi 25 ár um lengri eða skemmri tíma, þar með taldir tveir bandarískir Fulbright-pró- fessorar og einn norskur gistilekt- or. Nemendur Síðan fyrsti nemandinn lauk námi 1964 hafa alls 88 bókasafns- fræðingar útskrifast úr Háskóla íslands. Sé gluggað í gamlar prófskrár má sjá að alls hafa Sigrún Klara Hannesdóttir hér verið að hugsa um hag kenn- ara í orlofi eða annarra þeirra sem vilja kynna sér skólasöfnin sér- staklega. í þessum 30 einingum eru námskeiö sem ætlað er að komi skólasafnvörðum að bestum notum, t.d. námskeið um barna- bækur, nýsigögn (audio-visual), meðferð þeirra og skipulagningu, og yfirgripsmikið námskeið um stjórnun og rekstur skólasafna. Námstilhögun Námstilhögun innan bókasafns- fræðinnar er í stuttu máli sú að námið skiptist milli skyldugreina og valgreina. Allir nemendur verða að taka sameiginlegan kjarna, og eru þar með talin tvö námskeið sem eru sameiginleg fyrir alla nemendur félagsvísinda- deildar, aðferðafræði og íslenska þjóðfélagið. Fyrir utan skyldu- námskeiðin er nemendum frjálst að velja námskeið sem henta áhugasviði þeirra. Til dæmis getur sá sem hefur áhuga á að vinna á sérfræðisafni tekið tölvunám- skeið, námskeið er varða hand- bóka- og upplýsingaþörf vísinda- manna o.s.frv. Sá sem vill vinna á almennings- eða skólasafni getur valið sér námskeið um bók- menntir, bókaval, barnabækur og bóklestur almennt, svo einhver dæmi séu tekin. Eitt atriði er enn vert að nefna en það er námsvinnan. Sérhver nemandi verður að vinna ákveðinn tíma í bókasafni undir stjórn bókasafnsfræðinga, og afla sér þannig starfsþjálfunar til þess að verða hæfari til að takast á við verkefni er út í starfið kemur. Þetta er einkum nauðsynlegt hér á landi, því að algengt er að menn starfi einir í safni þegar þeir ljúka námi og hafi þá ekki sér eldri og reyndari bókasafnsfræðinga til að leita til. Allir nemendur sem ljúka bóka- safnsfræði sem aðalgrein verða að ljúka rannsóknaverkefni á því sviði. Oft eru þetta ritgerðir eða kannanir, skrár og lyklar að tíma- ritum eða ritatöl einstakra manna. Á síðari árum hefur færst í vöxt að nemendur geri skrár yfir efni dagblaða og tímarita sem síð- an mætti færa inn á tölvu. Hér er smátt og smátt verið að koma upp gagnagrunni yfir efni sem annars er mjög erfitt að nota. Verkefnin eru næg, rannsóknarefni eru fjöl- mörg og til dæmis eru nú fyrst að hefjast kannanir á upplýsingaþörf og upplýsingaleiðum hinna ein- stöku þjóðfélagshópa, kannanir á því hverjir nota söfn og á hvern hátt bókasöfnin geti komið sem best til móts við þarfir samfélags- ins. Framboö og eftirspurn Þótt bókasafnsfræðingum hafi fjölgað mjög á undanförnum árum er það athyglisvert að mikil eftir- spurn er eftir þessu fólki og ekkert atvinnuleysi hvorki nú í dag né fyrirsjáanlegt. Hefur verið svo mikil þörf fyrir starfsmenntun þessa, að flestir nemendur eru farnir að vinna á söfnum áður en þeir Ijúka námi. Þetta er að sjálf- sögðu ánægjulegt fyrir þá sem um námið annast, en einnig nokkurt áhyggjuefni, því að fyrir vikið vill oft dragast að nemendur ljúki náminu. Fræðin sjálf í nútíð og fortíð En nú kynni einhver að spyrja: „Hlutverk bókavaröar- ins hefur breyst frá því að vera bókavörður í það að vera sá sem miðlar upplýsingum og þekkingu í heimi þar sem slíkt skiptir öllu máli. Hans hlutverk er núna metið sem samfé- lagsleg nauðsyn. Hann er þýðingarmikill aðili fyrir alla þá sem vilja afla sér upplýsinga og þekkingar á eigin spýt- ur.“ Hvað er hún þessi bókasafns- fræði? Þarf að fara í háskóla til þess að læra að raða bókum upp í hillu? Það er algengur misskiln- ingur hjá almenningi að það eina sem bókavörðurinn kann og getur sé að raða bókum í hillur og í mesta lagi að lána þær út. Upplýs- ingatölur frá bókasöfnum ýta undir þennan misskilning með því að leggja mesta áherslu á auknar útlánatölur. Ef við reynum í stuttu máli að útskýra hver við- fangsefni bókasafnsfræðinnar eru, þurfum við fyrst að leiða nokkrum orðum að þróun bóka- safna og þeirri þjóðfélagslegu staðreynd sem upplýsingaflóð nú- tímans er. Fyrstu bókaverðirnir Bókasöfn og bókaverðir hafa verið til síðan menn fóru að skrifa. Allt frá upphafi þurfti einhvern til þess að gæta bókanna, sem voru ákaflega dýrmætar, skrá þær og hjálpa notandanum að tileinka sér þær hvort sem þær voru í formi leirtaflna, papýrusströngla, eða skinnbóka. Fyrstu bókaverð- irnir voru því meðal lærðustu manna samfélagsins, því að þeir þurftu að kunna að lesa, þessa list, og geta útskýrt tákn og snúið þeim yfir í hugmyndir. Eftir að prentun hófst varð meiri og meiri þörf fyrir það, að bókavörðurinn væri skipuleggjandi. Magn útgáfunnar varð smátt og smátt of mikið til þess að sami maðurinn gæti lesið allt sem safnið eignaðist, og því þurfti sá er um bókasafnið annað- ist að geta skipulagt heimildirnar, sett þær í eitthvert kerfi til þess að hægt væri auðveldlega að finna þær aftur. Upplýsingaflóðiö Þessi þróun stóð í nokkrar aldir, en frá lokum síðari heimsstyrjald- ar hefur enn orðið gjörbylting á starfsemi allra bókasafna. Til þess eru einkum tvær ástæður. Annars vegar sú að útgáfumagnið í heim- inum hefur margfaldast, og hins vegar hefur fjöldi notenda aukist gífuriega. Áður fyrr voru notend- ur valinn hópur, nokkurs konar sérréttindahópur, sem átti aðgang að heimildum og þekkingu. í dag í vestrænum, þróuðum samfélögum, hafa allir rétt til þess að afla sér þekkingar í samræmi við sínar eigin óskir og þarfir. Þetta hefur valdið því að bókasöfnin hafa fengið nýtt hlutverk og bókaverð- irnir orðið að breyta öllum sínum gömlu starfsháttum. Þegar söfnin eru orðin mikil að vöxtum og stækka jafnt og þétt, hafa söfnin orðið að taka í sína þjónustu alls kyns tæki til þess að geta veitt notendum sínum sem skjótasta og besta þjónustu. Tölvutæknin ryð- ur sér til rúms í bókasöfnum ekki síður en á öðrum sviðum samfé- lagsins. Vísindamaður sem vinnur við rannsóknir þarf að fá nýjustu heimildir á sínu sviði strax. Menntun almennings og fullorð- insfræðsla eykst jafnt og þétt svo ekki er um annað að ræða en veita almenningi góða upplýsinga- og heimildaþjónustu. Skólabörnin eru stór notendahópur og með breyttum kennsluháttum liggur leið þeirra í síauknum mæli í bókasafnið. Hlutverkið Hlutverk bókavarðarins hefur því breyst frá því að vera bóka- vörður í það að vera sá sem miðlar upplýsingum og þekkingu í heimi þar sem slíkt skiptir öllu máli. Hans hlutverk er núna metið sem samfélagsleg nauðsyn. Hann er þýðingarmikill aðili fyrir alla þá sem vilja afla sér upplýsinga og þekkingar á eigin spýtur. Hann á að geta hjálpað hverjum sem er að leita þeirra heimilda og þeirra staðreynda sem þörf er fyrir á hverjum tíma. Bókasafnsfræðin, sem einnig hefur stundum verið kölluð upplýsingafræði, er þannig orðin hjálpargrein við allar aðrar vísindagreinar, auk þess sem hún leitast við að efla almenna mennt- un og menningu í samfélaginu með því að bjóða almenningi upp á rit til skemmtunar og fróðleiks. Bókasöfn og raunvísindi Eins og áður var nefnt eru þeir nemendur sem leggja stund á bókasafnsfræði að miklum hluta úr hugvísindum og félagsvísind- um. Miklu færri hafa komið úr raunvísindum. Er þetta mjög mið- ur vegna þess að fyrirsjáanlegt er að í framtíðinni verði mikil þörf fyrir bókaverði með raunvísinda- þekkingu hér á landi, sem eru fús- ir til að fást við tölvuvæðingu og dreifingu tækniupplýsinga, bóka- verði sem eru hæfir til að vinna með vísindamönnum á hinum ýmsu sérsviðum. Fyrirsjáanlegt er og, að í framtíðinni verði sérfræði- söfnin einn aðal-vaxtarbroddur- inn í bókasafnskerfi landsins ef marka má þann mikla fjölda smá- safna sem er nú þegar til staðar en óskipulagður og eftirlitslaus. Einstaka stofnanir hafa að undan- förnu leitað að bókasafnsfræðing- um til starfa. Þar sem þeir eru sjaldnast fáanlegir, er oft byrjað á að fá nemanda til þess „að setja upp kerfi“ eins og það er kallað, en síðan gera menn sér grein fyrir því að þegar kerfið er komið upp er líka nauðsynlegt að hafa ein-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.