Morgunblaðið - 17.06.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.06.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ1982 51 Fjölbreyttar mynd- listarsýningar opn- aðar á Akureyri Akureyri 14. júní. Fjölbreytilegar myndlistarsýningar voru opnaðar á Akureyri um og fyrir síðustu helgi. Þær eru liðir í Vorvöku ’82 og verða yfirleitt opnar í hálfan mánuð. Ingvar Gíslason, menntamála- ráðherra, opnaði á föstudagskvöld mikla málverka- og skúlptúrsýn- ingu 11 listamanna í íþrótta- skemmunni og er sýningin haldin í samvinnu við Félag íslenzkra myndlistarmanna. í upphafi flutti nýkjörinn forseti bæjarstjórnar, Valgerður Bjarnadóttir, ávarp, síð- an léku Gréta Baldursdóttir og Soffía Guðmundsdóttir saman á fiðlu og píanó, en menntamála- ráðherra lýsti sýninguna opna með ræðu. Þarna eru sýnd 104 mynd- verk af ýmsu tagi eftir listamenn- ina Hallstein Sigurðsson, Eyjólf Einarsson, Sigurð örlygsson, AIGLYSINGA- SÍMINN ER: Viíhjálm Bergsson, Steinunni Þór- arinsdóttur, Þorvald Skúlason, Helga Gíslason, Ragnheiði Jóns- dóttur, Örn Inga, Tryggva Ólafsson og Sigrúnu Eldjárn. Leifur Breiðfjörð sýnir 22 steinda glerglugga í Amtsbóka- safninu, en kona hans, Sigríður Jó- hannsdóttir, sýnir hinsvegar myndvefnað í Hússtjórnarskólan- um. Þar var einnig afhjúpaður á laugardag steindur gluggi eftir Leif og nefnir hann myndina „í skáldborgum". Loks ber að nefna leirlistarsýn- ingu hjónanna Sigrúnar Guðjóns- dóttur og Gests Þorgrímssonar í sýningarsalnum í Klettagerði 6. Þar eru sýnd 60 verk, mótaður leir, málaðar leirskálar og leirdiskar og ennfremur málverk unnin á leir- flísar. Aðsókn að sýningunum hefur verið góð um helgina og mörg verk hafa selzt. Sv.P. Frá sýningu FÍM í íþróttaskemmunni. Leifur Breiðfjörð sýnir steinda glugga í Amtsbókasafninu. Valgerður Bjarnadóttir, forseti bæj- arstjórnar á Akureyri, flutti ávarp við opnun sýningar FÍM á Akureyri. Norræna húsið: Sænskur lista- maður með fönd- urvinnustofu og fyrirlestur SÆNSKI listamaðurinn Jens Matti- asson er með föndurvinnustofu fyrir börn í Norræna húsinu þessa dag- ana. Börn frá dagvistun barna í Reykjavík eru skráð á þau námskeið og er fullbókað. Laugardaginn 19. júní klukkan 9.30 er almennt námskeið og er það einnig fullbókað, en ákveðið hefur verið að hafa annað almennt námskeið fyrir börn og foreldra eftir hádegi laugardaginn 19. júní, klukkan 2. Fjöldi barna er tak- markaður við 15 börn. Innritun fer fram á skrifstofu Norræna húss- ins. Jens Mattiasson heldur almenn- an fyrirlestur mánudagskvöldið 21. júní kl. 20.30, sem hann nefnir „Har en konstnar pá dagis att göra?“ Þessi fyrirlestur átti upp- haflega að flytjast föstudaginn 18. júní, en hefur verið fluttur til 21. júní. Hún Ragnhildur valdi BERBER-teppi frá Teppalandi TÉPPfíLfíND „Þegar velja þurfti gólfteppi á nýju íbúöina skoöuöum viö teppaúrvaliö í flestum verzl- unum á Reykjavíkursvæðinu. BERBER-teppin frá Teppa- landi heilluöu okkur strax, svo valið var auövelt. Þau eru falleg, hlýleg og látlaus og ótrúlega ódýr. Þá var þjónusta Teppalands frábær." BERBER-Ieppin úr alull eða ullarblöndu skynsamlegustu teppakaupin í dag Gott verð — Góðir greiðsluskilmálar Grensásvegi 13, Reykjavík, sími 83577 — 83430. Tryggvabraut 20, Akureyri, sími 96-25055.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.