Morgunblaðið - 17.06.1982, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 17.06.1982, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1982 41 hvern sem getur skipulagt þær heimildir sem berast stofnuninni og ekki síður leitað heimilda fyrir þá sem vinna þar. Það er ólíkt þægilegra fyrir sérfræðing að geta beðið annan sérfræðing (þ.e.a.s. bókasafnsfræðing) að leita að heimildum fyrir sig, leita upplýs- inga, t.d. í erlendum tölvubönkum, hvað um viðfangsefni hans hefur verið ritað o.s.frv., heldur en eyða sjálfur dýrmætum tíma í leit. Einkafyrirtæki jafnt sem opinber- ar stofnanir eru nú farin að sækj- ast eftir bókasafnsfræðingum eft- ir því sem skilningurinn á verk- þekkingu þeirra eykst. Bókasaf nsfræðin og skólasöfnin Ekki get ég lokið svo við þessa grein að ekki sé nefnd þróun skólasafna hér á landi og þáttur bókasafnsfræðinnar í þeirri þróun enda hafa skólasöfnin verið í brennidepli hér að undanförnu. Það er leitt til þess að vita að því hefur verið haldið á lofti að bóka- safnsfræðin sé óþörf þeim sem eiga að vinna í skólasöfnum. Svo langt hefur þessi rógur gengið að talað er um að ekkert sé sameig- inlegt skólasöfnum og öðrum söfn- um nema flokkunarkerfið! Slík þröngsýni hefði verið fyrirgefan- leg fyrir 10 árum þegar skólasöfn- in voru ný hér á landi og hver sá sem sýndi áhuga á málinu þá, gat orðið skólasafnvörður. Raunveru- leikinn er hins vegar sá, að það færist æ meir í vöxt alls staðar í heiminum að skólasöfn séu viður- kennd sem sérstök tegund bóka- safna, sem þjóni þeim stofnunum sem þau starfa við og verði sem slík að laga sig að starfsháttum viðkomandi skóla. Þau þjóna skól- anum, bæði nemendunum og starfsliði skólans og eru þannig þær stofnanir sem leggja grund- völlinn að allri bókasafnsnotkun framtíðarinnar. í þessu sambandi má benda á að UNESCO, Menn- ingar- og vísindastofnun Samein- uðu þjóðanna, hefur lagt mikla áherslu á að útvega fé til að byggja upp skólasöfn og mennta skólasafnverði. Skólasöfnin, að þeirra mati, leggja grundvöllinn að lesvenjum og heimildanotkun samfélagsins. Ef skólasöfnin eru ékki þannig úr garði gerð að þau geti gegnt sínu hlutverki hlýtur það að koma niður á allri upplýs- inga- og safnnotkun fólks í fram- tíðinni. Að halda því fram að skólasöfnin séu sérstakt fyrir- brigði óskylt öllum öðrum söfnum, er byggt á vanþekkingu og miklum misskilningi og getur eingöngu spillt stórlega fyrir þróun þeirra. Framtíöin Sé litið til framtíðarinnar má segja að hún sé björt fyrir bóka- safnsfræðingar. Tölvuvæðing er að hefjast í íslenskum söfnum og má búast við stórstígum framför- um á því sviði á næstu árum. Smám saman er að vakna áhugi sveitarstjórnarmánna og annarra ráðamanna í samfélaginu á nauð- syn góðrar bókasafns- og upplýs- ingaþjónustu. Bein afleiðing af þeim áhuga er svo að sóst er eftir vel menntuðu og hæfu starfsfólki. Víða um land er verið að huga að byggingu bókhlaða og í smíðum er stærsta bókasafn landsins, Þjóð- arbókhlaðan, sem mun þurfa á mörgum bókasafnsfræðingum að halda. Það virðist því auðsætt að þörf verður fyrir margt fólk í framtíðinni sem getur starfað að því að gera íslandi og íslendingum kleift að tileinka sér þekkingu og tækniframfarir á öllum sviðum. Því hefur verið haldið fram að komandi öld verði öld upplýs- inganna. Þekkingin vex ört og ógjörningur er að sjá fyrir þær afleiðingar sem þekkingarflóðið kann að hafa fyrir okkar heim. Hvert það samfélag sem vill kalla sig nútímalegt og sem vill tileinka sér það besta sem þekkingin hefur fram að færa verður því að kunna að nýta sér þær heimildir og þá þekkingu sem til staðar er. Til þess þörfnumst við margra, góðra og vel menntaðra bókasafnsfræð- inga sem hafa þekkingu, víðsýni og starfslöngun til þess að takast á við þetta heillandi starf. Ferming í Hevdalakirkju Ferming í Heydalakirkju í Breið- dal 20. júní, 1982, kl. 11.00. Prestur: séra Kristinn Hóseasson Fermd verða: Gunnsteinn Þrastarson, Sæbergi 19. Ingólfur Örn Arnarson, Sólbakka 10. Ómar Ingi Melsted, Ásvegi 21. Sveinn Ari Guðjónsson, Ásvegi 19. Guðríður Snjólfsdóttir, Sæbergi 8. Guðrún Hafberg Ólafsdóttir, Felli. Linda Mjöll Stefánsdóttir, Sæbergi 5. Nína Midjord Erlendsdóttir, Fellsási. Þrír Falk- landseying- ar fallnir __ London, 15. júní. AP ÁTTATÍU og tveggja ára gömul kona, Mary Goodwin, lét lífið í sprengjuárás Breta á stöðvar Argentínumanna í Port Stanley sl. laugardag, að þvi er breskar heimildir herma. Mary Goodwin hafði leitað skjóls í húsi í Port Stanley ásamt tveimur öðrum konum, sem haldið var að einnig hefðu farist, en seinna kom í ljós að svo var ekki. Hún er þriðji Falklandseyingur- inn sem lætur lífið í átökunum. Vinningshöfum Heimabingós gefst kostur á því að nota ávísun þessa til vöruúttektar hjá Hljómbæ, Hverfisgötu 103, og þar með eignast gæðamerki í hljómflutningstækjum. OiDpioimeer Luxor ®TDK orlQfonSb M^raudio sonic HUOMBÆR ------ w rwvtcn HUOMMR SHARP,i__m_b ■ ---mn-DDmi HLJOM‘HEIMIUS*SKRIFSTOFUTÆKI íjVERFJ?rtGÖTU 103 SIMI 25999 — 17244. Ath. verö á Lada-bílum hefur aldrei veriö hag- stæöara. LADA STATION 1200 CA. KR. 76.000 LADA STATION 1500 CA. KR. 80.000 LADA SPORT CA. KR. 124.000 Munið að varahlutaþjónusta okkar er í sérflokki. Bifreiðar og Landbúnaðarvélar hf Suðurlandsbraut 14 - Simi 38600 Suludeild 31236 W T Jk ■* M l brýtur verobólgumúrinn-besta kjarabótin! Verð kr. 77.000. Cóðir greiðsluskilmálar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.