Morgunblaðið - 17.06.1982, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.06.1982, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1982 61 Strandgatan í Hafnarfirði 17. júní í Hafnarfirði Hafnfirðingur í húð og hár hringdi og vildi beina því til 17. júní-nefndar í Hafnarfirði, hvort ekki megi hafa hátíða- höldin vegna 17. júní við hús Bjarna riddara, ofan í miðbæ, en ekki upp við Lækjarskóla eins og verið hefur. Sjómanna- dagshátíðahöldin sem voru ofan í miðbæ hafi tekist mjög vel. Það hafi lengi verið óán- ægja meðal fólks með Lækj- arskólann sem samkomustað hátíðarhaldanna, þó það hafi ef til vill ekki borist hátíða- nefndinni til eyrna, vegna þess að óánægjan hafi ekki farið mjög hátt. Svæðið við Lækj- arskólann er fremur þröngt og ekki mjög vistlegt. Ef fólk get- Þessir hringdu . . . ur ekki orðið sammála um að hafa hátíðarhöldin ofan í miðbæ, var hún með þá uppá- stungu, að skipta þeim, þannig að þau væru sitthvort árið á sinnhvorum staðnum. Þá lét hann þess getið í leið- inni að hann væri mjög ánægð- ur með niðurstöðuna í sam- bandi við hundahaldið í Hafn- arfirði. Ráð móti störrum Helga Kristinsdóttir hringdi og vildi koma á framfæri ráði til fólks við störrum, vegna þeirra umræðna, sem um þá og flóna sem þeir bera, hafa spunnist. Hún vildi koma þessu ráði á framfæri fyrir 17. júní, vegna þess að það sem hún not- aði gegn störrum væri gömul 17. júní rella. Þannig væri mál með vexti, að það hefði ekki verið neinn friður fyrir störr- um hjá henni. Þá hefði maður- inn hennar komið fyrir gamalli rellu á svölunum hjá þeim. Þegar rellan snerist, fram- leiddi hún blísturshljóð. Síðan rellunni hefði verið komjð upp, hefðu starrarnir algerlega horfið og ekki sést, og nú kom- inn hátt í mánuður síðan þau gerðu þetta. Ónæði af hundum 0339—2406 sem býr við Sörlaskjól hringdi, og sagði að í hverfinu hjá henni væri svo mikill hávaði af hundum, að lítið barn sem hún væri með gæti ekki sofið á daginn vegna hávaðans. Þá væru þeir einnig eltandi krakka og valdandi ým- iss konar ónæði. Það væri alveg furðulegt, hvernig fólk leyfði sér að brjóta lög og kæmist upp með það. Aðrir yrðu þó að sætta sig við að hlýta lögum, og hún sæi ekki rökin fyrir því að einn hópur fólks ætti að vera undanskilinn frekar en annar. Það væri talað um að þetta væri tilfinningamál, en það væri svo ótalmargt annað sem væri tilfinngamál við lögbrot af öðru tagi, og ekki væri mis- kunninni þar fyrir að fara. mWúÁ 10100 KL. 10—12 FRA MANUOEGI n / TIL FÖSTUDAGS , Ljóðin óskast í heild Kæri Velvakandi. Eg hef orðið þess var að þú leys- ir svo mörK vandamál annarra, og þá tel ég þig líklegan að leysa cinnig mitt vandamál. Árið 1920 kom ég í hús á ísafirði og þar lá I bók á borði og tók ég hana og fór að lesa hana yfir. í henni voru tvö ljóð, sem mér eru enn þann dag í dag hugstæð, en ég kann þau ekki öll. En það sem ég kann úr þeim er á þessa leið: í litlum bæ, langt frá sæ laugaðan í dögg og blæ móðir min þar sefur morgunljósið vefur enni hennar bjart og ? blítt og rótt hún sefur. Hitt kvæðið er svohljóðandi: l>á var það, hann kom og kvaddi mig hann kvaðst þurfa að sigla um ókunn lönd og gæfunnar gengi að reyn Kn aldrei síðan sá ég hann né sagnir af neinum frétta vann en báran hún brotnar við steina. Eg tek það fram að þetta eru slitur úr þessum Ijóðum, en mér hafa þau alltaf verið hugstæð og væri þakklátur, ef þú gætir upp- fyllt sextíu og tveggja ára hugsun mína að fá ljóðin í einni heild. Með bestu þökk fyrir væntan- lega aðstoð. NN. Svar við ljóðabeiðni Velvakandi! Ég sá „neyðarkallið" frá NN í blaðinu 13. júní og þá rifjaðist þetta ljóð upp fyrir mér. Ég lærði það þegar ég var lítil, af ömmu minni, en veit ekki eftir hvern það er og hef ekki, svo ég muni til, séð það á prenti, svo kannski er einhverju áfátt um grein- amerkjasetningu, en hún amma mín kallaði þetta „þulu“ og við það hef ég haldið mig. Þetta er eins og hún fór með það. Jónbjörg Kyjólfsdóttir, stödd á Tröllagili, Mosfellssveit. Bíddu, bíddu, bláa ský, bjarta morguntraf. Vindsvalur þér vængi gaf. Vorgola hlý hátt þér lyfti hnjúkum af, himinborna ský. Meðan sóiin svaf sat ég út við haf. Hafið stundi hægt og þungt hamraborgum í. Brjóst mitt ungt þá bifaðist þungt, blælétta ský. Fljúgðu nú heim, heim yfir hamrageim. Lítinn bæ, langt frá sæ, laugaðu í dögg og blæ, sumardögg og svalablæ. Móðir min þar sefur, morgunljósið vefur enni hennar, brjóst og brár, blítt og rótt hún sefur. Hún, sem þúsund hefur hlotið tregasár allt þó öðrum gefur, ástarbros og tár, líf og gleði, Ijúfu geði, krafta og æviár. Meðan tárið tefur, tært á rósakinn láttu blakta um Ijórann inn Ijósa sumarfeldinn þinn. Henni segðu harminn minn. Löngun mína láttu skína, líkt og geisla um gluggann inn. Ennþá man ég æsku mina, engu blómi skal ég týna. Ennþá finn ég ástarmjúka arma strjúka enni mitt, sem blíðvind af bládýpi rynni, öll þau hjartans hlýindi hef ég geymt í minni. Leiðist mér langdegi, líf mitt þreytir óyndi síðan ég kvaddi Sóldali. Segðu það minni. Segðu það móður minni. Velvakandi þakkar Jónbjörgu kærlega fyrir, hversu fljótt og vel hún brást við beiðni NN í sunnudagsblaðinu. Þá vantar bara annað ljóðið og einnig væri gaman að frétta af höfundum. Cetec Benmar skipa- og báta sjálfstýringar Bjóöum þessar frábæru amerísku sjálfstýringar fyrir allar stæröir skipa og fiskibáta á mjög hagstæöu veröi. Sjálfstýringarnar eru bæöi fyrir vökva- og barkastýri. Fjöldi Benmar sjálfstýringar þegar í notkun viö góöa reynslu. Býöur möguleika á tengingu við Loran C. Gengi 1/6 1982. Benco, Bolholti 4, sími 91-21945 Verð frá kr. 13.862. Góðir greiðsluskilmálar ALLTAF Á LAUGARDÖGUM Á FERÐ UM FALKLANDSEYJAR Dr. Sturla Friöriksson lýsir útliti eyjanna, náttúrufari, mannlífi og höfuöstaönum, Port Stanley. GEISLf GUÐDÓMLEGA LJÓSIÐ Ritgerö Knut Ödegárds um íslenzkt mið- aldakvæði UPPNÁM HJÁ MENNINGARVITUNUM Af umdeildri sýningu á verkum Andy Warhol og LeRoy Neiman. Vönduð og menningarleg helgarlesning AUGLÝSINGASTOf A KRISTINAfl HF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.