Morgunblaðið - 17.06.1982, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.06.1982, Blaðsíða 14
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1982 Dýrleif Þorkels- dóttir — Áttræð í dag verður áttatíu ára frú Dýrleif Þorkelsdóttir, Ásvallagötu 58, Reykjavík, fyrrum húsfreyja að Laugabrekku 18, Húsavík. Dýrleif er fædd í Neðri-Sandvík í Grímsey 17. júní 1902, næstelst barna hjónanna Þorkels Árnason- ar útvegsbónda í Neðri-Sandvík og konu hans Hómfríðar Ólafíu Guð- mundsdóttur. Foreldrar Dýrleifar bjuggu allan sinn búskap í Gríms- ey, lengstum í Neðri-Sandvík. Föðurafi Dýrleifar var merkis- bóndinn Árni Þorkelsson, sem ættaður var frá Núpum í Aðaldal. „Hann var í mörg ár talinn hinn fremsti maður í skákeyjunni Grímsey, og mætti hann á Þing- vallafundi árið 1885, sem fulltrúi eyjabúa, var hann hvarvetna virt- ur og vel metinn þar sem hann kom. Árni var einn af hinum fáu efnamönnum meðal eyjaskeggja og hafði reist hið eina timburhús, sem þá var í eynni auk presthúss- ins. Allir aðrir bæir þar voru úr torfi og steini eins og meiri hluti íbúðarhúsa var á íslandi um alda- mótin." Árni var kunnur af rit- störfum, samdi m.a. skáldsöguna Hraunabræður, sem margir af eldri kynslóðinni á Norðurlandi kannast við. I tilefni af gjöf Will- ard Fiske til Grímseyinga orti Árni þakkarkvæði til Fiske og er hluti úr því birtur í skákritinu „I uppnámi" árið 1901. Móðurætt Dýrleifar er frá Svarfaðardal og Siglufirði. Móðir hennar var fædd á Staðarhóli við Siglufjörð, dóttir Guðmundar Ás- grímssonar bónda þar og systir Ásgríms skipstjóra, sem þekktur var á sinni tíð og getið er í Skútu- öldinni eftir Gils Guðmundsson. Systkini Dýrleifar eru: Krist- jana, f. 1900, gift Sigurði Krist- inssyni frá Flautafelli í Þistilfirði, Selma, f. 1906, d. 1968, Árni, f. 1907, d. 1949, Guðvarður, f. 1910, d. 1982, kvæntur Halldóru Ingi- mundardóttur frá Ólafsfirði, Björn, f. 1914, d. 1981, kvæntur Kristjönu Þórhallsdóttur frá Litlu-Brekku í Skagafirði, og Fri- mann, f. 1917, kvæntur Ósk systur Kristjönu, konu Björns. Eins og að líkum lætur þurftu Dýrleif og systkini hennar snemma að sjá fyrir sér sjálf. Þeg- ar Dýrleif var 11 ára réðst hún í matvinnugsvist til Kristjáns Sig- tryggssonar bókbindara og konu hans Kristjönu Guðnadóttur frá Grænavatni, sem þá bjuggu í Hliðaskjálf á Húsavík. Hjá þeim vann hún í tvö sumur en gekk í barnaskóla í Grímsey á veturna. Um fermingaraldurinn vann Dýr- leif sem vinnukona hjá Jóni Gunn- arssyni og Sigurhönnu Sörens- dóttur, Móbergi, Húsavík, og síðar hjá Einari Sörenssyni og Guðnýju Árnadóttur í Dvergasteini á Húsavík. Þegar Dýrleif var 15 ára veiktist hún af botnlangabólgu og var skorin upp af Birni Jósefssyni hér- aðslækni á Húsavík. Er hún ein af mörgum botnlangabólgusjúkling- um sem Björn bjargaði frá dauða á þeim árum þegar greining og meðferð botnlangabólgu taldist til erfiðustu vandamála, sem héraðs- læknar glímdu við og líf sjúklings- ins valt oft á þvi að læknirinn gæti greint sjúkdóminn nógu snemma og framkvæmt hina vandasömu skurðaðgerð, sem botnlangataka var á þessum árum. Hjá Birni lækni og Lovísu Sig- urðardóttur, konu hans, var Dýr- leif í vist í tvö ár og fékk þá laun greidd í peningum, eftir því hvað húsbændur hennar töldu við hæfi. Nítján ára að aldri fór Dýrieif til Færeyja og vann þar í tvö ár í Vestmannahöfn á Straumey, á vegum Jóhannesar Olsen skip- stjóra, sem var kunnugur föður hennar. Nokkru eftir heimkomuna til Islands veiktist Dýrleif af brjótshimnubólgu og var talin berklaveik. Vistaðist af þeim sök- um á Vífilsstaðahæli í 10 mánuði. Eftir dvölina á Vífilsstöðum réðast Dýrleif í vist austur á land að Brekku í Fljótsdal. Þar vann hún í nokkur ár hjá læknunum Ólafi Lárussyni og Bjarna Guð- mundssyni. Á Brekku kynntist hún Sigurði Sigurbjörnssyni frá Búðareyri á Seyðifirði og gengu þau í borgaralegt hjónaband í okt. 1926. Þeim var ekki barna auðið og slitu samvistum eftir 12 ára hjónaband. Frá Brekku fluttu þau Sigurður að Skriðuklaustri til Sig- mars Þormar, sem þar bjó næst á undan skáldinu Gunnari Gunnars- syni og síðar í Mjóanes til Stefáns bónda Eyjólfssonar, sem ættaður var frá Brú á Jökuldal. Árið 1934 fluttu þau Dýrleif og Sigurður norður til Húsavíkur. Um það leiti urðu örlagarikir at- burðir í lífi Dýrleifar. Hún tók að sér um nokkra mánaða tíma að vera bústýra hjá Jóni Aðalgeir Jónssyni, vélstjóra, í Stapa á Húsavík. Kona Jóns, Guðrún Egg- ertsdóttir frá Skógargerði á Húsa- vík var heilsulaus og andaðist 1936 af afleiðingum mænuveiki. Þau Jón áttu fjögur börn og var hið yngsta þeirra Unnur á öðru ári, þegar Dýrleif tók að sér heimil- isstörfin í Stapa. Unnur var mjög hænd að Dýleifu og fór svo að Dýrleif tók Unni í fóstur þegar hún fór sjálf að búa í Hvammi á Húsavík. Eftir stuttan búskap í Hvammi flutti Dýrleif aftur í Stapa til Jóns og Guðrúnar og hef- ir síðan helgað þeirri fjölskyldu alla sína krafta. Eftir lát Guðrúnr tók Dýrleif að sér uppeldi barn- anna og tókst henni að skapa þeim kærleiksríkt og bjart heimili, sem kunnugir vita að hefir verið til mikillar fyrirmyndar. Jón og Dýrleif fluttu í nýtt hús 1947, sem Jón lét byggja og nú er Laugarbrekka 18. Þar var heimili þeirra, þar til þau fluttu til Kópa- vogs 1972. Jón lést 1977. Síðan 1973 hefir Dýrleif búið að Ásvalla- götu 58 hjá Unni, fósturdóttur sinni. Fjölskyldu Dýrleifar kynnt- ist ég fyrst 1958, þegar ég varð tengdasonur Jóns. Þau kynni hafa orðið mér til mikillar hamingju og gleði og er það ekki síst að þakka Dýrleifu, sem hefir reynst mér skilningsrík tengdamóðir og börn- um okkar Unnar góður félagi og kærleiksrík amma. Þökkum við henni öll liðnar samverustundir og óskum henni til hamingju með afmælisdaginn og vonum að hún fái að vera með okkur um mörg ókomin ár. Kristján Jónasson Birting afmælis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðst- ætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendi- bréfsformi. l»ess skal einnig get- ið, af marggefnu tilefni, að frum- ort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasiðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Allir kostir vönduóustu einingahúsa -og sveigjanleiki aö auki Nú býðst ný lausn fyrir þá sem gera bæði kröfur um vandað og fallegt húsnæði á hagkvæmu verði - og vilja fullnægja óskum og þörfum fjöl- skyldunnar. Sveigjanleikinn varðar bæði stærð, efni, innréttingu, liti og allan búnað og byggist á einingakerfi hönnuðu af arkitektunum Torben Rix og Leif Jensen m.a.a.. Flexplan húsin eru árangur af þró- unarstarfi og samvinnu danskra og íslenskra aðila. Hönnun og notkun byggingarefna er nýstárleg og í fyllsta samræmi við kröfur nútímans - enda hlaut húsið 1. verðlaun í sam- keppni tímaritsins ,,Bo Bedre” Tveir sýnilegir límtrésdreglar bera hallandi loftið sem er klætt panel. Allir innveggir eru vandlega hljóð- einangraðir og klæddir með panel eða öðrum hefðbundnari klæðning- um. Húsin eru rækilega einangruðog þrefalt gler er í öllum gluggum. Cólf- in eru steypt og frjálslegt val um gólf- efni. Allar innréttingar fylgja og eru húsin búin fullkomnum tækjum í baðherbergjum og eldhúsi. Hægt er að fá húsin tilbúin til notkunar með gardínum, lýsingu, húsgögnumo.fj. Aukeinnarhæða einbýlishúsa gefst kosturá2jahæða húsum, raðhúsum, parhúsum og bílskúrum. Skjólbær sf. veitir ráðgjöf innanhúsarkitekta og hvers konar fyrirgreiðslu, þ.á.m. uppsetningu, undirbygg- ingu og aðstoð við lóðaútvegun. Síðast en ekki síst ber að hafa í huga tímasparnaðinn sem þessi byggingarmáti hefur í för með sér. flexpkm 'Jj&f SKJÓIBÆR Sf. I_ r ^■■1 Borgartum 29 -húsin Borgartúni 29 Sími29393

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.